Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 5F KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Minning látinna í Dómkirkjunni AÐ vanda verður látinna minnst við guðsþjónustu kl. 14 á sunnudaginn kemur, á „Allra sálna messu“. Pá er þeirra minnst sem við okkur hafa skilist, einkanlega þeirra sem kvödd hafa verið í Dómkirkjunni. Kveikt er á ljósi þeirra vegna og líf þeirra þakkað og vonin um eilíft líf og end- urfundi í himni Guðs. Guðsþjónust- an er í umsjá sr. Jakobs Agústs Hjálmarssonar og einleikur á fiðlu er í höndum Rutar Ingólfsdóttur. Einnig er messa með altaris- göngu kl. 11 og helgast hún af öðru tilefni þessa dags, sem einnig er „Allra heilagra messa“. Þá er trúar- hetjanna minnst sérstaklega, þeirra sem fóru á undan með góðu for- dæmi. Dómkórinn syngur við báðar þessar guðsþjónustur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og eru þær liður í Tónlistardögum Dóm- kirkjunnar, eins og orgeltónleikar Marteins kl. 12 á laugardag og barokktónleikar á sunnudag kl. 17 þar sem leikið verður á hinn nýja sembal Dómkirkjunnar. Þorkelstónleikar í Hallgríms- kirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Hall- gi'ímskirkju á morgun, laugardag, til heiðurs Þorkeli Sigurbjömssyni en hann varð sextugur fyi-r á þessu ári. Þar koma fram fjórir kórar og flytja valin kórverk ásamt hljóð- færaleikurum. Kóramir sem koma fram eru Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, Barnakór Hallgrímskirkju undir stjórn Bjarn- eyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum undir stjórn Harð- ar Áskelssonar. Douglas A. Brotchie leikur kóralfantasíuna Auf meinen lieben Gott á Klaisorgelið. Hamrahlíðarkórinn flytur litla lat- neska messu og mótettuna Resessionale, Bamakór Hallgríms- kirkju flytur Te Deum ásamt hörpuleikaranum Sophie Schoonj- ans, Schola cantoram flytur verkið Clarsitas fyrir kór og orgel og Mótettukór Hallgrímskirkju flytur Davíðssálm 117 og Kvöldbænir, en í því verki syngur Marrét Bóasdóttir sópransöngkona einsöng. Kórarnir syngja saman sálmana Heyr himna- smiður, Engla hæstir og Til þín Drottinn hnatta og heima. Kórverk- in 117. Davíðssálmur og Clarsitas heyrast nú í fyrsta skipti á íslandi. Þorkell Sigurbjörnsson hefur verið mjög afkastamikill á sviði kirkjutónlistar. Kórverk hans og sálmar hafa náð mikilli útbreiðslu, sum þeirra eru í flokki helstu perla íslensks kirkjusöngs. Hann hefur komið mikið við sögu í tónlistarlífi Hallgrimskirkju, sá um útsetningar tónhstar fyrir vígslu Hallgríms- kirkju árið 1986 og samdi tvö orgel- verk fyrir vígslu Klaisorgelsins árið 1992. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og er aðgangur ókeypis. Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritninga- lestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Ræðumað- ur ívar ísak Guðjónsson. Allir hjartanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: A laugardag: Allar kirkjur aðventista ætla að hafa sameiginlega guðsþjónustu í safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavfk. Ræðumaður þar verður Birthe Kendel, sem er leið- togi barna- og kvennastarfs Aðvent- kirkjunnar í Norður-Evrópu. SMÁAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Aukakílóin af — hringdu. Klara, sími 898 1783. FÉLAGSLÍF I.O.O.F.12 = 17910308V2 = 9.I Félag trérennismiða Fundur í Skipholti 37, 2. hæð, laugardaginn 31. október kl. 10.00. Guðmundur Magnússon segir frá trérennismiðum í Noregi o.fl. Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21.00 heldur séra Þórir Stephensen erindi, „Kórherrar og klaustur þeirra", í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15.00—17.00 er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl. 15.30 í umsjón Karls Sigurðssonar. Á sunnudögum kl. 17.00—18.00 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Áfimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan opin. Mikið úr- val andlegra bókmennta. Guð- spekifélagið hvetur til saman- burðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. I.O.O.F. 1 = 17910308V2 — FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Föstudagur 30. október kl. 20.30 Myndakvöld Austfirdir: Víknasvæðid/ Gerpissvæðið Á þetta myndakvöld í Ferðafé- lagssalnum í Mörkinni 6 koma góðir gestir að austan, þær Inga Rósa Þórðardóttir, formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og ína D. Gísladóttir, formaður Ferðafélags Fjarðamanna. Þær sýna myndir og segja frá spenn- andi gönguleiðum á Austfjörð- um á svæðinu frá Borgarfirði eystra til Reyðarfjarðar þar sem Víknasvæðið og Gerpissvæðið koma helst við sögu. M.a. sýnt frá Breiðavik þar sem FFF reisti nýjan skála í sumar. Óvíða er til- komumeira útsýni en af fjalla- skörðum Austfjarða. Góðar kaffi- veitingar. Aðgangseyrir 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Missið ekki af þessu sérstaka myndakvöldi. Allir velkomnir. Gerist félagar og eignist ár- bókina 1998: Fjallajarðir og Framafréttir Biskupstungna. Árgjald er 3.400 kr. Sunnudagsferð 1. nóvember kl. 13.00 Hafnarfjörður — Kaldársel, gömul þjóðleið Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóvember og ára- mótaferð í Þórsmörk 30.12.-2.1. Barnarúm *;&r J*§^ a©ajia <^\I Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. SMASKOR sérverslun með bamaskó, í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919 Urval af töskum Háaleitisbraut 58-60, sími 581 3525 www.mbl.is Húsgagnavika 23.okt til 1 .nóv. Glœsilegur aldamótastíll Tilboðsdagar í sýningarsa! Blómavals,Sigtúni á vönduðum sígildum húsgögnum. 30%-50% afsláttur. Aðeins ein vika - sendum heim. a vegum COLONY ehf. Sími 893 8100 bll©m<wd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.