Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 1
275. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogar Frakklands og Þýzkalands lýsa yfír sameiginlegum stefnumiðum Dauðarefs- Bretar verjast tillögum um samræming’u skatta innan ESB Potsdam, Brussel, London. Reuters, Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Frakklands og Þýzkalands áttu sinn fyrsta form- lega samráðsfund eftir stjómar- skiptin í Þýzkalandi í Potsdam í gær. Hvöttu þeir til að gert yrði átak gegn atvinnuleysi og að settar yrðu hömlur á sveiflur fjármála- markaða. I sameiginlegi’i yíirlýsingu Ger- hards Schröders kanzlara Þýzka- lands, Jacques Chiracs Frakk- landsforseta og Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakklands, auk fleiri ráðherra úr ríkisstjórnum beggja landa, er því heitið að barist verði fyrir skuldbindingum stjóm- valda í Evrópusambandsríkjunum fímmtán um að stuðla að sköpun nýrra starfa og bættri vernd félags- legra réttinda borgaranna, í heimi síaukinna alþjóðaviðskipta og vax- andi vægis fjármálamarkaða. Ennfremur var endurnýjað ákall um að komið yrði í veg fyrir að stjómvöld í einstökum ESB-ríkj- um gætu skapað sér samkeppnis- forskot um erlenda fjárfestingu með markvissum skattalækkunum í þeim tilgangi, eftir að ellefu ríki ESB stofna Efnahags- og mynt- bandaiag Evrópu (EMU) um ára- mótin. Tekizt á um skattasamræmingu Þessi viðleitni meginlandsveld- anna er Bretum mjög á móti skapi, en þeir verða ekki á meðal stofnað- ildarþjóða myntbandalagsins og telja hugmyndir um samræmingu skattheimtu í ESB-löndunum at- lögu að hag brezkra neytenda og skattgreiðenda, þar sem þeir greiða eins og er ekki söluskatt af vörum á borð við matvæli og bamafot. Fyrir fund fjármálaráð- herra ESB, sem hófst í Brussel í gær, reyndi brezka stjórnin að slá á áhyggjur af slíkri þróun sem fréttir í brezkum blöðum hafa espað upp undanfarna daga. Reuters JACQUES Chirac Frakklands- forseti og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, á frétta- mannafundi í Potsdam í gær. A blaðamannafundi í Brussel í gær varpaði Oskar Lafontaine, fjármálaráðherra Þýzkalands, með fulltingi hins franska starfsbróður síns, Dominique Strauss-Kahn, fram þeirri hugmynd að æskilegt væri að neitunarvald aðildarríkj- anna yrði afnumið þegar teknar væru ákvarðanir á vettvangi ESB um skattamál. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, brást þegar við með því að hafna með öllu slíkum hugmyndum, en Brown er í mun að hindra að umræðan um skattasam- ræmingu ESB spilli möguleikanum á því að hægt verði að sannfæra meirihluta Breta um ágæti þess að ganga í myntbandalagið. Brown minnti á að ef afnema ætti regluna um samhljóða sam- þykki í atkvæðagreiðslum um skattamál í ráðherraráði ESB þyrfti samhljóða samþykki fyrir þeirri breytingu. ing að nýju í Rússlandi Moskvu. Reuters. MANNRÉTTINDARÁÐGJAFI Borísar Jeltsín Rússlandsforseta sagði í gær að Rússum væri nauð- ugur einn kostur að taka upp dauðarefsingar að nýju til að stemma stigu við alvarlegum glæp- um. Rússar afnámu dauðarefsingar fyrir tveimur árum er þeir fengu aðild að Evrópuráðinu en dauða- refsingar á friðartímum eru ekki leyfðar í aðildarríkjum þess. Vladimír Kartashkín, ráðgjafí for- setans, segir Ijóst af orðum stjórn- mála- og embættismanna að afnema verði bann við dauðarefsingum. Ein helsta ástæða þess að gripið er til þessa nú er morðið á Galínu St- arovojtovu, þingkonu frá Sankti Pétursborg, í síðasta mánuði. Ekki eru þó allir Rússar fylgjandi því að dauðarefsingar verði teknar upp. Hefur m.a. verið minnt á hætt- una á því að slíkt leiði til grimmi- legra stjórnarhátta og einræðistil- burða og samtök á borð við Am- nesty International hafa mótmælt fyrirætlunum stjórnvalda harðlega. ■ Ekki búist við/24 Vara við ofþenslu í Færeyjum UPPGANGURINN í færeysku efnahagslífí er svo mikill að nauð- synlegt er að grípa til aðhaldsað- gerða til að komast hjá ofþenslu. Þetta er niðurstaða ráðgjafarnefnd- ar danska forsætisráðuneytisins sem birti í gær árlega skýrslu um efnahagsástandið á Færeyjum. Astæða þess að allt er á uppleið í Færeyjum er fyrst og fremst hátt fískverð. Atvinnuleysi er lítið, um 7%, og skortur er t.d. á iðnaðar- mönnum og háskólamenntuðu fólki. Þá er hagnaður af viðskiptum við útlönd, hann var um 900 milljónir dkr. í fyrra, rúmir 9 milljarðar ísl. kr. og er búist við að hann aukist enn á árinu sem er að líða. Þá er gert ráð fyrir að erlendar skuldir verði greiddar upp í árslok vegna samningsins við dönsk stjórnvöld sem gerður var til að ljúka banka- málinu svokallaða. Ráðgjafarnefndin bendh- hins vegar á að skipaflotinn sé of stór og því verði að afnema ríkisstyrki til sjávai-útvegsins. Telur nefndin að styrkirnir leiði m.a. til ofveiði, sem gangi nærri fískistofnum, hafí áhrif á verð á físki og muni að nýju leiða til niðursveiflu í færeyskum efna- hag, sem byggist að langmestu leyti á fiskveiðum. Nefndin telur nauðsynlegt að tryggja að fjárfestingar í sjávarút- vegi skili hagnaði og að þær gangi ekki of nærri fískistofnunum. Þá verði að taka upp skatta- og við- skiptastefnu sem leiði til minni fjár- festinga í sjávarútvegi. Bendir nefndin að síðustu á að strangara aðhald í ríkisfjármálun- um muni tryggja stöðu fjármála- stefnunnar, sem sé nauðsynlegt í ljósi krafna Færeyinga um aukið sjálfstæði. Fórnarlamba alnæmis minnst KVEIKT var á kertum undir rauðum borða í Alcala-hliðinu í Madríd til minningar um þá, sem látist hafa úr alnæmi, en Alþjóðaalnæmisdagurinn var í gær. Á hverjum degi smitast 22 ungir Spánverjar af sjúkdómn- um, sem farinn er að ógna framtíð margra ríkja í Afrfku og Asíu. ■ FaraIdur/26 Reuters Pinochet flytur á óðal utan við London Bandaríkj astj órn opinberar skjöl um mannréttindabrot Washington, Madrid, London. Reuters. BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að skjöl um mannréttindabrot í stjórnartíð Augustos Pinochets í Chile yrðu gerð opinber. Mótmæl- endur gerðu hróp að einræðisherr- anum fyirverandi er hann yfirgaf dvalarstað sinn í London í lögreglu- fylgd í gær. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að stjórnvöld væru að bregðast við þeirri miklu athygli sem málið hefur vakið, og muni opinbera eins mikið af upplýsingum og lög leyfa, svo unnt verði að draga ályktanir um mannréttindabrot í stjómartíð Pin- ochets. Lagði hann áherslu á að Bandaríkin tækju enga afstöðu í málinu. Rubin ítrekaði ennfremur ummæli Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því á mánudag. Sagði hún að Chilebúar þyrftu að takast á við það erfiða verkefni að ná samstöðu um hvernig samræma ætti kröfuna um réttlæti og nauðsyn þess að ná sáttum í land- Kúbumenn fá frí um jólin Havana. Reuters. STJÓRNVÖLD á Kúbu til- kynntu í gær að jóladagur yrði á ný gerður að opinberum frídegi í landinu, eftir nær þrjá áratugi. Kommúnistastjórnin afnam jólafrí landsmanna árið 1969, sem lið í átaki til að slá met í sykurframleiðslu. Þótt margh- Kúbumenn hafi haldið jólin há- tíðleg á heimilum sínum, hefur lítið borið á jólaskreytingum eða hefðbundu hátíðatilstandi í Ha- vana, ólíkt því sem tíðkast í öðr- um höfuðborgum rómönsku Am- eríku. Á hinn bóginn má víða sjá borða með áletrunum eins og „Sósíalismi eða dauði“ strengda yfir breiðstræti eða opinberar byggingar í höfuðborginni, jafnt á jólaföstunni sem endranær. inu, og að hún teldi að virða þyrfti sjónarmið þeirra. Rekinn af sjúkrahúsinu Pinochet yfirgaf Grovelands Pri- ory-sjúkrahúsið í London í gær að ósk yfirmanna þess, en þar hefur hann dvalið síðan 29. október. Pin- ochet hélt í lögreglufylgd á óðal í einkaeign sunnan við London, en þar er búist við að hann hafi aðsetur þangað til niðuistaða breskra stjórn- valda í máli hans liggur fyrir. Michael Kaplan, lögmaður Pin- ochets, sagði í gær að hann væri miður sín vegna þeirra ummæla for- ráðamanna sjúkrahússins að þeir hefðu um tveggja vikna skeið reynt að fá hann til að fara, þar sem hann væri orðinn heill heilsu og þyrfti ekki lengur á umönnun að halda. Sagði Kaplan að Pinochet hefði alltaf haft í hyggju að fara af sjúkrahúsinu um leið og mögulegt væri. Utanríkisráðherra Spánar, Abel Matutes, tjáði starfsbróður sínum frá Chile, Jose Miguel Insulza, á fundi þeirra í Madríd í gær, að spænska stjórnin gæti ekki stöðvað dómsmeðferð á máli Pinochets í Bretlandi. Insulza hefur síðastliðna tvo daga átt viðræður við ráðamenn á Spáni, og lagt að þeim að sjá til þess að Pinochet verði ekki fram- seldur til Spánar, en komi þess í stað fyrir rétt í Chile. Insulza sagði á fréttamannafundi með Matutes í gær að alþjóðasamfélagið þyrfti að virða dómskerfíð í Chile, og benti á að lýðræði hefði ríkt í landinu í átta ár. Matutes og Insulsa vísuðu því báðir á bug að málið hefði skaðað tengsl ríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.