Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKASALA 23.-29. nóv.
Röð Var Titill/Hðfundur/Útgefandi
1 1 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON I SILD OG FISK/Gylfi Gröndal/Forlagið
2 4 ÁHYGGJUR BERTS/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
3 3 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA/Dagur B. Eggertsson/Vaka-Helgafell
4 ~ ALDREI AÐ VITA!/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
5 5 TALNAPÚKINN/BergljótArnalds/Virago
6 - STAFAKARLARNIR/BergljótArnalds/Virago
7 - NÓTTINLIFNARVIÐ/Þorgrímur Þráinsson/ Fróði
8 - LEIT/StephenKing/Fróði
9 8 EINS OG STEINN SEM HAFIÐ FÁGAR/GuðbergurBergsson/Forlagið
10 - BESTU BARNABRANDARARNIR - BRJÁLAÐ FJÖR/Börn sömdu og söfnuðu efni/ Hólar
Einstakir flokkar: ISLENSK OG ÞYDD SKALDVERK
1 LEIT/ Stephen King/ Fróði
2 EINS OG STEINN SEM HAFIÐ FÁGAR/Guðbergur Bérgsson/ Forlagið
3 NORÐURLJÓS/ Einar Kárason/ Mál og menning
4 SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?/ Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell
5 MARÍUGLUGGINN/ Fríða Á. Sigurðardóttir/ Forlagið
6 FÓRNFÚS ÁST/ Bodil Forsberg/ Hörpuútgáfan
7 BROTASAGA/ Björn Th. Björnsson/ Mál og menning
8 LÁTTU SEM EKKERT SÉ/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg
9 GULLRÁNIÐ/ Jack Higgins/ Hörpuútgáfan
10 HÍBÝLI VINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 HAVAMAL - YMIS TUNGUMAL//Vaka-Helgafell
2 PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin/ Hörpuútgáfan
3-4 í GARÐI KONU MINNAR/ Guðjón Sveinsson/ Mánabergsútgáfan
3-4 TVEGGJA HEIMA SKIL/ Björn Erlingsson/ Kjölur
5 LJÓÐ TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR/TómasGuðmundsson/ Mál og menning
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 AHYGGJUR BERTS/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
2 ALDREI AÐ VITAI/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
3 TALNAPÚKINN/ Bergljót Arnalds/ Virago
4 STAFAKARLARNIR/ Bergljót Amalds/ Virago
5 NÓTTIN LIFNAR VIÐ/ Þorgrímur Þráinsson/ Fróðí
6 BESTU BARNABRANDARARNIR - BRJÁLAÐ FJÖR/ Börn sömdu og söfnuðu efni/ Hólar
7 NE-HEI! SAGÐI EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/ Mál og menning
8 MÁLFRÍÐUR OG TÖLVUSKRÍMSLIÐ/ Sigrún Eldjárn/ Forlagið
9-10 ÉG HEITI BLÍÐFINNUR - EN ÞÚ MÁTT KALLA MIG BÓBÓ/ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur
9-10 ÆVINTÝRI BARNANNA/ Þórir S. Guðbergsson íslenskaði/ Setberg
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 HÆSTVIRTUR FORSETI/ Ritstj. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason/ Hólar
2 GOÐSAGNIR HEIMSINS/ Dr. Roy Willis/ Mál og menning
3 ENSKI BOLTINN/ Eggert Þór Aðalsteinsson og Þórlindur Kjartansson/ Hjálp-hugmyndabanki
4 ÆVISAGA ÞORSKSINS/ Mark Kurlansky/ Hans Kristján Árnason
5 LITLA BRANDARABÓKIN - II//Steinegg
6 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/ Mál og menning
7 ALMANAK HÁSKÓLANS1999/ / Háskóli Islands
8 HÁTÍÐARRÉTTIR/ Ritstj. Björg Sigurðardóttir og Hörður Héöinsson/ Vaka-Helgafell
9 PANORAMA/ Páll Stefánsson/ lceland Review
10 AF BESTU LYST/Ritstj. LaufeySteingrímsdóttir/Vaka-Helgafell
ÆVISOGUR OG ENDURMINNINGAR
1 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON I SILD OG FISK/Gylfi Gröndal/Forlagið
2 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell
3 ÚTKALL - FRAM AF FJALLI/ Óttar Sveinsson/ (slenska bókaútgáfan
4 ÞJÓÐSÖGUR JÓNS MÚLA ÁRNASONAR - II/ Jón Múli Árnason/ Mál og menning
5 PETUR BEN./ Jakob F. Ásgeirsson/ Mál og menning
6 GLYMJA JÁRN VIÐ JÖRÐU/ Árnl Gunnarsson/ Skjaldborg
7-8 ÁRNI MAGNÚSSON/ Már Jónsson/ Mál og menning
7-8 LÍFSGLEÐI -VII/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan
9 NÁÐUGA FRÚIN í RUZOMBEROK/JónasJónasson/Vöxtur
10 BLÖNDUKÚTURINN/Bragi Þórðarson/ Hörpuútgáfan
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Siðumúla
Bókabúðin, Hlemmi
Bókabúðin, Mjódd
Bóksala stúdenta, Hringbraut
Bónus, Holtagörðum
Hagkaup, Kringlunni
Hagkaup, Skeifunni
Eymundsson, Kringlunni
Penninn, Hallarmúla , Penninn, Kringlunni
Hagkaup, Smáratorgi Kópavogi
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavikur, Keflavík , Bókval, Akureyri
KÁ, Selfossi, Tónspil, Neskaupstað
r
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka á sölu bóka vikuna 23.-29. nóv. 1998 Unnið fyrir
Morgunblaðiö, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar
með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
Gunnar M. Magnúss
??Fjölhæfni hans sem kennara og leiftr-
andi gáfur gerðu augu hans skyggn
á ýmislegt í fari þessa aldurshóps, sem
mörgum öðrum virtist hulið. 6 6
Eftir Jennu Jensdóttur
HUNDRAÐ ár eru liðin frá
fæðingardegi hans (1898), 2.
desember 1998 - en hann
andaðist 23. mars 1988.
„Hann er eins og landslag-
ið á Vestfjörðum. Tignarleg-
ur, stórbrotinn, ögrandi."
Svo mætti sameiginlegur
vinur okkar Gunnars að
loknum vinafundi endur fyrir
löngu.
Gunnar M. Magnúss, ung-
ur maður, kominn suður til
menntunar. Hafði kynnt
þorpin fyrir vestan, mannlíf
þeirra og menningu fyrir al-
þjóð. Flateyri, Suðureyri,
Þingeyri. Öll virtust þau
honum jafnkær, í fljótu
bragði séð.
Fólkið fyrir vestan las
bækur hans af ákefð og fann
strax hve hjartsláttur þess,
sorg, gleði og lífsbarátta
voru þessum unga, snjalla
höfundi hugfólgin.
Undirrituð, (frá Dýra-
firði), á þessum merka rit-
höfundi mikið að þakka. Inn-
an við fermingaraldur sendi
hún smásögur sínar suður til
unga mannsins, sem var
æskuvinur föður hennar.
Bækur hans höfðu þegar
beint augum hennar að töfr-
um náttúrunnar, mikilvægi
þess að vera maður í allri
hringiðu lífsins og geta í
smæð sinni orðið stór ef
orðsins list léki á tungu.
Við lestur æskulýðsbóka
hans varð henni sem undra-
veröld breiddi faðminn móti
henni. Gagnrýni hans, þegar
sögur hennar voru ræddar
og hvatning hans til átaka á
ritvelli urðu henni sem lífs-
kraftur.
Bréfaskiptum lauk, en vin-
átta hélst. Endurfundir við
virtan rithöfund, þegar
manndómsárin gengu í garð
voru gjafaríkir, sem fyiT. Eins þótt föðurlegar áminn-
ingar væru mæltar í litríkum orðum þegar lífsviðhorf-
in voru orðin tvenn. Þau orð voru af hinu góða og
kröfðust ávallt umhugsunar, þótt þau breyttu í engu
lífssýn.
Þannig var Gunnar M. Magnúss. Það nutu margir
umhyggju hans - í öllum sínum önnum - var honum
ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann vildi öllum vel.
Þótt sagnfræðibækur hans séu sterkur hlekkur í
baráttusögu þjóðarinnar, eru æskulýðsbækur hans
eitt af því besta sem skrifað hefur verið um börn og
unglinga á íslandi. Fjölhæfni hans sem kennara og
leiftrandi gáfur gerðu augu hans skyggn á ýmislegt í
fari þessa aldurshóps, sem mörgum öðrum virtist
hulið.
„Skáldið á þröm“ er undirritaðri nánari en aðrar
bækur höfundar. Þar er sagt frá lífsreynslu móður
hennar, Astu Sóllilju Ki-istjánsdóttur, er hún 19 ára
fanggæsla á Suðureyri horfði á eftir skipshöfn sinni í
sjóinn. Sóllilju-nafnið setti Kristján bóndi í Breiðadal
saman og vildi þar líkja eftir nafngift konu sinnar er
hét Sólbjörg. Þetta vissu þeir er næstir stóðu.
Síðasti fundur undirritaðrar og hins gamla vel-
gjörðarmanns og vinar var er hann sat í hjólastól í
Sunnuhlíð, með eggslétta ásjónu. I vitundinni virkaði
umhverfið eins og kvöldkyi’rð ríkti í fagurri blámóðu
yfir lygnum firði, þar sem smæð mannsins og tign
landsins sameinuðust í blámanum.
Ritverk Gunnars M. Magnúss gleymast ekki.
Órofa vinátta er eilíf.
B ókmenntadagskr á
á aldarafmæli
Nýr stjórnar-
formaður hjá
Islensku
óperunni
GUÐRÚN Pétursdóttir, for-
stöðumaður Sj ávarútvegsstofn-
unar Háskóla Islands, var kjörin
formaður
stjórnar Is-
lensku óper-
unnar á aðal-'
fundi óper-
unnar á mánu-
dag. Hún tek-
ur við for-
mennskunni
af Þorvaldi
Gylfasyni prófessor.
Að sögn Guðrúnar hefur fyrsti
fundur hinnar nýju stjórnar enn
ekki verið boðaður og því hefur
ekki verið tekin ákvörðun um
hvemig staðið verði að ráðningu
óperustjóra í stað Garðars
Cortes, sem hefur ákveðið að
hætta í því starfi. Garðar mun
þó gegna starfinu þar til nýr
maður hefur verið ráðinn.
HUNDRAÐ ár eru liðin frá fæðingu
Gunnars M. Magnúss rithöfundar
miðvikudaginn 2. desember. Af því
tilefni er efnt til bókmenntadag-
ski-ár í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8,
þar sem félagai- í Rithöfundasam-
bandinu flytja brot úr verkum Gunn-
ars. Dagski-áin hefst kl. 20.30. Gunnar
var heiðursfélagi Rithöfundasambands
íslands.
Gunnar M. Magnúss fæddist 2. des-
ember 1898 á Flateyri við Önundar-
fjörð. Hann tók kennarapróf 1927 og
stundaði síðar framhaldsnám í
Kennaraháskólanum í Kaupmanna-
höfn 1936-37. Á unglingsárum var
Gunnar sjómaður á Vestfjörðum,
síðan kennari við Austurbæjai-skól-
ann í Reykjavík 1930-47, bóksali í
Reykjavík 1954-61 og átti sæti á Al-
þingi um tíma sem varaþingmaður.
Hann var ötull félagsmálamaður, var
í stjórn Kennarasambands Islands
1930-40, í stjórn Rithöfundafélags
íslands 1950-60, formaður félags
leikritahöfunda 1963-70 og formaður
andspymuhreyfingarinnar Gegn her
í landi 1953-56.
Rithöfundurinn
Fyrst og fremst var Gunnar þó
afkastamikill og fjölhæfur rithöf-
undur. Fyrsta bók hans, smásagna-
safnið Fiðrildi, kom út fyrir réttum
70 árum, haustið 1928. Hann sendi
síðan frá sér barna- og unglinga-
bækur, skáldsögur, smásagnasöfn,
ævisögur, fræðibækur, leikrit,
minningabækur og fleira, alls nær
sex tugi bóka, sem sumar hafa
komið út í mörgum útgáfum. Að
auki samdi hann allmörg fram-
haldsleikrit íyrir útvarp. Af verkum
Gunnars má t.d. nefna Virkið í
norðri, Skáldið á Þröm, Þúsund og
ein nótt Reykjavíkur, Eiríkur skip-
herra, Salt jarðar, í Múrnum, Suð-
ur heiðar, Undir bláum seglum og
Árin sem aldrei gleymast.
Gunnar M. Magnúss lést árið
1988.
Aðgangur er ókeypis.