Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
DAVÍÐ Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, Guðrdn Jónsdóttir arkitekt og Ríkharð Brynjólfsson oddviti.
Svæðisskipulag sveitarfélaga
norðan Skarðsheiðar komið út
Atvinnumál í brenni-
depli í Stykkishólmi
Grund - í tilefni af útgáfu og dreif-
ingu á Svæðisskipulag sveitarfélag-
anna norðan Skarðsheiðar
1997-2017 var boðið til veislu á
Hvanneyri laugardaginn 28. nóv-
ember sl. Til veislunnar var boðið
öllum fulltrúum sem unnu við
svæðisskipulagið auk núverandi
hreppsnefndarmanna í hinum 2
sveitarfélögunum sem nú eru á
svæðinu.
í fréttatilkynningu sem dreift
var sagði m.a:
„Fulltrúar frá Andakílshreppi,
Hálsahreppi, Lundarreykjadals-
hreppi, Reykholtsdalshreppi (nú í
sameinuðu sveitarfélagi „Borgar-
fírði“), Skorradalshreppi og Skipu-
lagsstjórn ríkisins (Skipulagsstofn-
un) skipuðu samvinnunefnd er vann
að verkinu. Formaður nefndarinnar
var Margrét Heinreksdóttir.
Árið 1993 var samþykkt beiðni
sveitarfélaganna í Borgarfirði norð-
an Skarðsheiðar þess efnis að ýtt
yrði úr vör skipulagsáætlun fyrir
svæðið og samvinnunefndin tók til
starfa 20. júní 1994. Árið síðar var
gengið frá samningi við Guðrúnu
Jónsdóttur arkitekt um gerð áætl-
unarinnar.
Skipulagsáætlunin sem nú er
kynnt er til næstu tuttugu ára. Eitt
meginmarkmiða með gerð skipu-
lagsins er að marka meginstefnu
um þróun byggðar og landnotkun á
svæðinu til næstu tuttugu ára og
koma þar með í veg fyrir tilviljana-
kenndar ákvarðanir sem áhrif hafa
á byggðaþróun og landnýtingu. Og
að gera grein fyrir landgæðum og
auðlindum svæðisins og gera áætl-
un um hagkvæma nýtingu þeirra
og áætlun um stærstu sameiginleg
málefni.
Ánægja með útgáfuna
Þegar skipulagsáætlunin liggur
nú fyrir er óhætt að fullyrða að vel
hafí verið unnið og hún verði til „að
auðga og bæta líf íbúanna á skipu-
lagssvæðinu" í náinni framtíð.
Guðrún Jónsdóttir fór yfir störf
svæðisskipulagsnefndarinnar og
taldi mikinn feng í að allir hefðu að-
gang að tillögunum sem nú er út-
kominn á 78 bls. í stóru broti. Marg-
ir tóku til máls í hófinu og voru
menn yfirleitt ánægðir með útgáf-
una og fékk höfundurinn Guðrún
Jónsdóttir ómælt hól fyrir verk sitt.
Einnig þökkuðu heimamenn fyrir
vinnu kvennanna frá Skipulags-
stofnun, þeirra Guðrúnar Höllu
Gunnarsdóttur og Margrétar Hein-
reksdóttur formanns, auk frábærs
framlags Gylfa Más Guðbergsson-
ar, sem skilaði landakorti með öll-
um hreppa- og landamerkjum á
svæðinu, auk lýsingar. Þetta er
með því síðasta sem frá hans hendi
kom, því hann féll frá, langt fyrir
aldur fram, snemma á þessu ári.
Öll frumgögn varðandi vinnu við
skipulag þetta verða nú varðveitt á
Héraðsskjalasafninu í Borgarnesi
og eru þar aðgengileg öllum sem
áhuga hafa á að kynna sér þau.
Stykkishólmi - Atvinnunefnd
Stykkishólms boðaði til fundar
um atvinnumál í Stykkishólmi
24. nóvember sl. Fjölmenni var
á fundinum, en margir hafa haft
áliyggjur af þróun þeirra mála.
Olafur Hilmar Sverrisson
bæjarstjóri fór yfir atvinnuá-
stand í bænum árin 1995-1998.
Þar kom fram að atvinnuá-
standið sveiflast. Mikil vinna
skapast af skelveiðum og
vinnslu og stendur sú vertíð yfir
frá því í ágúst og fram í febrú-
ar. Þá er eftirspurn eftir vinnu-
afli og undanfarin ár hefur
þurft að flylja inn vinnuafl. Erf-
iðast er atvinnuástandið í mars
til maí og hefur verið atvinnu-
leysi þá mánuði. Fram kom hjá
Ólafi að atvinnuleysisdagar
voru 4.510 árið 1995, árið 1996
voru þeir 4.421, í fyrra 2.338
dagar og fyrstu 10 mánuði þess
árs voru þeir orðnir 2.067. Ólaf-
ur lagði áherslu á að breyta
þyrfti atvinnumunstrinu.
Tryggja þarf fleiri heilsársstörf.
Stykkishólmur ræður á auðveld-
an hátt við að taka á móti fleiri
íbúum. Sveitarfélagið er búið að
byggja upp góða þjónustu við
bæjarbúa á mörgum sviðum
sem getur annað mun fleiri íbú-
um.
Þá gerði Guðrún Gísladóttir
grein fyrir Atvinnuráðgjöf Vest-
urlands. Stofnunin tók til starfa
1. október sl. Hún hefur aðsetur
á Akranesi og eru nú þar 3
starfsmenn. Fram kom hjá Guð-
rúnu að ætlunin er að reka
virka vinnumiðlun og standa vel
við bakið á þeim sem missa
vinnu og hjálpa þeim að finna
ný störf. Á fundinum ræddu
Olafur Sveinsson og Sigríður
Hrönn Theodórsdóttir um At-
vinnuráðgjöf Vesturlands. Þar
gefst þeim sem hafa hug á að
stofna eigið fyrirtæki tækifæri á
að fá leiðbeiningar til að meta
hugmyndir og ráðgjöf til að yf-
irstíga fyrstu þröskuldana.
Líflegar umæður og fyrir-
spurnir urðu að loknum fram-
söguerindum. Með tilkomu hita-
veitu ættu að skapast ný at-
vinnutækifæri, en það þarf dug
og þor til að Ieggja af stað.
Olafur Sveinsson hefur gert út-
tekt á arðsemi uppbyggingar á
hótelinu. Niðurstöður er já-
kvæðar og er verið að leita að
íjárfestum til að taka þátt í
verkefninu.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
FJOLMENNI var á almennum fundi í Stykkishólmi um atvinnumál og
fiörugar umræður. Þar kom vel í ljós að atvinnumálin eru hornsteinn
hvers byggðarlags og verður að treysta á frumkvæði heimamanna.
Opinn fundur á Egilsstöðum um hálendismálin
Framsóknarflokkurinn á Yesturlandi
GESTIR á opnum fundi um verndun hálendis.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
Hvetja til málefnalegrar umræðu
Egilsstaðir - Opinn fundur Félags
um vemdun hálendis var haldinn í
Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Tilefnið var blaðaskrif Sveins Jóns-
sonar, verkfræðings á Egilsstöðum,
í Austurland sem gefið er út í Nes-
kaupstað. Umræða um hálendis- og
virkjunarmál er að verða hörð og
óvægin á Austurlandi, að mati fé-
lagsmanna.
Fundurinn ályktaði svohljóðandi:
„Fundur Félags um verndun há-
lendis Austurlands hvetur til mál-
efnanlegrar og drengilegrar um-
ræðu um vemdun og nýtingu nátt-
úruauðlinda á Austurlandi. Fundur-
inn telur að lögformlegt mat á um-
hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar
sé heppilegasti farvegurinn fyrir
slíka umræðu þar sem sjónarmið
verndunarsinna annars vegar og
virkjunarsinna hins vegar fengju
faglega umfjöllun.
Fundurinn harmar blaðaskrif,
þar sem ráðist er að einstökum per-
sónum og starfsheiðri þeirra og
heitir á stuðningsmenn félagsins að
forðast þess konar orðræðu. Virð-
um andstæð sjónarmið."
Ingibjörg
Pálmadóttir efst
Borgarnesi - Aukakjördæmisþing
Framsóknai-flokksins á Vesturlandi
kom saman í Hótel Borgarnesi laug-
ai'daginn 28. nóvember sl. til að velja
fimm efstu sæti á framboðslista
flokksins í kjördæminu til næstu al-
þingiskosninga sem fram fara á
næsta ári.
Á kjördæmisþingi sem haldið var
14. nóvember sl. var samþykkt að
kjósa fímm manna nefnd sem hefði
það hlutverk að undirbúa val á fram-
bjóðendum í fimm efstu sætunum. Til
þessa aukakjördæmisþings var boð-
aður þrefaldur fjöldi fulltrúa hvers
íramsóknarfélags í kjördæminu.
Alls gáfu átta einstaklingar kost á
sér í þessi fimm sæti og var kosið á
milli þeirra um hvert þein-a og skip-
uðust þau þannig: 1. Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðheiTa,
Akranesi, 2. Magnús Stefánsson al-
þingismaður, Ólafsvík, 3. Þorvaldur
Tómas Jónsson bóndi, Hjarðarholti,
Borgai-byggð, 4. Sigrún Ólafsdóttir
bóndi, Hlíð, Kolbeinsstaðahreppi og
5. Sturlaugur Eyjólfsson bóndi, Efri-
Brunná, Dalabyggð.
Stjórn Kjördæmissambandsins
var fengið það hlutverk að ljúka frá-
gangi listans og á því verki að vera
lokið í byrjun desember.
Slasaður
maður
sóttur á
haf út
Raufarhöfn - Björgunarskip
Slysavarnafélagsins á Raufar-
höfn, Gunnbjörg, sótti slasað-
an mann um borð í rækjuveiði-
skipið Stakfell á mánudags-
kvöld.
Tildrög slyssins vora þau að
grandari slóst í hné mannsins
og brákaði það. Slysið varð um
25-30 mílur út frá Raufarhöfn.
Gekk brösulega að ná mannin-
um um borð því undiralda var
mildl.
Komið var með manninn í
land í Raufarhöfn um kl. 23.30
og hann keyrður á sjúkrahúsið
á Akureyri því enginn læknir
er staðsettur á Raufarhöfn.