Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 25
ERLENT
styi'kja stöðu Quebec gagnvart alrík-
isstjórninni í Ottawa, en ekki til að
rjúfa tengslin við Kanada.
Það þykir ennfremur benda til
þess að Bouchard kunni að vera til
viðræðu um eitthvað annað en að-
skilnað, að í ágúst sl. mætti hann
óvænt til fundar allra fylkisstjóranna
um svonefndan félagsmálasamning,
er á að fela í sér aukið sjálfsforræði
fylkjanna gagnvart alríkisstjórninni í
félagsmálum.
Roy Romanow, fylkisstjóri í Sa-
skatchewan, sagði að kosningaúrslit-
in sýndu að kominn væri tími til að
fylkisstjórarnir tækju höndum sam-
an og „sköpuðu betra [Kanada], sem
Quebec-búar þurfa ekki að yfirgefa
til þess að geta staðið vörð um hina
fransk-menningarlegu sérstöðu
sína“.
Alexa McDonough, fonnaður Nýja
Demókratafiokksins, tók í sama
streng og sagði að Jean Chrétien
forsætisráðherra yrði að bregðast
við áskorun Bouchards og mæta til
viðræðna um eiginlegt jafnrétti allra
Kanadabúa.
Mun ESB
hervædast?
Spurning sem rædd er
í þessari bók
Ómissandi rit fyrir
áhugamenn um
stjórnmál
• •
Oruggur sigur aðskilnaðarsinna í fylkiskosningunum í Quebec
Bouchard fáorð-
ur um aðskilnað
Toronto. Morgunblaðið.
FLOKKUR aðskilnaðarsinna í
Quebec í Kanada, Parti Quebecois
(PQ), hélt memhluta sínum á fylkis-
þinginu i kosningum sem fram fóru á
mánudag. Hlaut fiokkurinn 75 sæti
af 125; Frjálslyndi flokkui'inn hlaut
48 sæti og Action Democratique
Quebec (ADQ) eitt sæti. Kosningar í
einu kjördæmi fai'a fram síðar í mán-
uðinum. Sigur PQ var þó ekki eins
afgerandi og spáð hafði verið.
PQ og frjálslyndir hlutu um það
bil jafnt atkvæðahlutfall í heild, hvor
flokkur um sig fékk um 43%, en þar
eð kosið er í einmenningskjördæm-
um og stuðningur við frjálslynda er
að mestu bundinn við tiltölulega fá
kjördæmi í Montreal, þai’ sem
enskumælandi íbúar eru í miklum
meirihluta, er sætaskipting á þing-
inu önnur en hlutfallsskipting allra
greiddra atkvæða. Báðir flokkarnir
hlutu fæiri atkvæði nú en í síðustu
kosningum.
Þegar Lucien Bouehard, formaður
PQ, ávai-paði stuðningsfólk sitt á
kosninganóttina minntist hann varla
á aðskilnað frá Kanada. Hann sagði
fylkisstjórnina myndu einbeita sér
að því að ná hallalausum fjárlögum
og auka pólitískan og efnahagslegan
stöðugleika í fylkinu.
Frétta- og stjórnmálaskýrendur,
aðskilnaðai’sinna sem annarra, voru
sammála um að skilaboðin frá kjós-
endum til Bouchards væru skýr. Það
væri ekki vilji kjósenda að efnt yrði
til atkvæðagreiðslu um aðskilnað á
næstunni og töldu stjórnmála-
skýrendur ólíklegt að Bouchard
myndi vhða þessi skilaboð að
vettugi. Bouchard sagðist „virða þau
skilaboð sem þið hafið sent með því
að kjósa fulltrúa er endurspegla
tengsl ykkar við Kanada“. Það dreg-
ur úr líkunum á að efnt verði til at-
kvæðagreiðslu um aðskilnað að
Frjálslyndi flokkurinn hlaut eitt pró-
sent fleiri atkvæði í heild en PQ, og
bendir það eindregið til þess að að-
skilnaðarsinnar yrðu undh í slíkri at-
kvæðagreiðslu.
Meira að segja Jacques Pai-izeau,
fyrrverandi formaður PQ, er stóð
fyi’ir aðskilnaðaratkvæðagreiðslunni
fyrir þrem árum, var varkár í orðum
á mánudagskvöld og sagði einungis
að Bouchard hefði fengið „umboð er
gerh honum kleift að hefja undh-
búning fyrh næstu atkvæða-
greiðslu“.
Formaður frjálslyndra vígreifur
Jean Charest, formaður Frjáls-
lynda flokksins var vígreifur er hann
ávarpaði stuðningsmenn sína er úr-
slit lágu fyrh. Hann kvaðst myndu
fara fyrh stjórnarandstöðunni á
fylkisþinginu og veita PQ strangt að-
hald. Hann sagði úrslitin sýna svo
ekki yrði um villst að kjósendur
vildu „fyrst og fremst tryggja árang-
ur Quebec og árangur Kanada“.
Fréttaskýrendur telja margh að
hinn eiginlegi siguiwegari kosning-
anna hafi þó verið þriðji flokkurinn,
ADQ, sem jók fylgi sitt úr 6,5% í
næsum því tólf af hundraði, en náði
þó ekki að bæta manni á þing. For-
maðurinn, Mario Dumont, verður
áfram eini fulltrúi flokksins þar.
Reuters
LUCIEN Bouchard og eiginkona hans, Audrey Best, fagna sigri í fylk-
iskosningunum í Quebec.
Flokkurinn, er jók fylgi sitt mest á
meðal frönskumælandi kjósenda í
úthverfum Montreal, hefur lýst sig
andvígan því að efnt verði til at-
kvæðagreiðslu um aðskilnað næsta
áratuginn.
Skoðanakannanir höfðu bent til
þess að Frjálslyndi flokkurinn myndi
bíða mikið afhroð í kosningunum og
var jafnvel talið að Charest myndi
hverfa af vettvangi stjórnmálanna í
kjölfarið. Urslitin á mánudag og við-
brögðin við þeim sýna þó að hvorugt
hefur gengið efth. Charest sagði
m.a. í ávarpi sínu á kosninganóttina
að þeh sem ekki þekktu sig myndu
fá að kynnast formanni Frjálslynda
flokksins á næstu fjórum árum.
Fréttaskýrendur segja að kosn-
ingarnar hafi í rauninni alls ekki
snúist um aðskilnaðarmálið, heldur
hafi Quebec-búar fyrst og fremst
verið að kjósa sér fylkisstjóm.
Bouchard hafi fengið umboð til að
^nDAGA T4.1
kO';>.vKENNU.\y1"
KR500^
Jóladagafal
Happaþrennunnar.
ÞocJ eru spermondi
moiYncxr framundon!