Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
* *
Olafur Olafsson fráfarandi landlæknir segist eiga kost á ýmsurn verkefnum og fliugar að opna stofu
Morgunblaðið/Kristinn
ÓLAFUR Ólafsson, fráfarandi landlæknir, afliendir Sigurði Guðniundssyni lyklana að
skrifstofu landiæknisembættisins í gær.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HER tekur Ólafur Ólafsson við heiðursskjali Læknafélags Islands hjá
Guðmundi Björnssyni, forinanni LI.
Ríkiskaup kanna undirbúning vegna
2000 vandans í tölvukerfum
Aðeins 75 svör
við 320 bréfum
NÝLEG könnun á vegum Ríkis-
kaupa á 2000 vanda ríkisstofnana
var kynnt á ráðstefnu um bókhalds-
mál og stöðuna í úrlausnum 2000
vandans í gær. Þar kom fram að að-
eins 75 fyrirtæki af 320 sem fengu
spurningalista, sendu inn svör og
segir Ægir Sævarsson, markaðs-
stjóri Ríkiskaupa, að það séu litlu
betri heimtur en voru í sambæri-
legri könnun í apríl.
I svörum kom fram að 83% svar-
enda telja litla hættu á alvarlegum
rekstrartruflunum vegna ártals-
breytingarinnar og um 55% segja
vitneskju sína um 2000 vandamálin
á háu stigi. Taldi Ægir það þver-
sögn að aðeins um helmingur
stjórnenda segði vitneskjuna góða
en mikill meirihluti segði samt litla
hættu á alvarlegum vanda. í könn-
uninni var spurt um bókhaldskerfin,
tölvu- og símabúnað, um áætlun um
aðgerðir vegna 2000 vandans og um
áætlun um kostnað. Þá var spurt
hvaða forgang 2000 vandinn hefði í
stofnuninni og segja um 40% vand-
ann hafa mikinn forgang og álíka
margir að hann hafí lítinn forgang.
Yfir 60% hafa ekki gert áætlun um
kostnað. Ægir taldi svörin sýna að
taka yrði betur á málum og minnti á
að ekki væri langt í árið 2000. Hann
benti einnig á að nokkur stórfyrir-
tæki hefðu þegar tryggt sér þjón-
ustu tölvusérfræðinga fyrstu daga
janúarmánaðar árið 2000.
Guðmundur Guðmundsson, verk-
efnastjóri aldamótavæðingar hjá
Reiknistofu bankanna, sagði stefnt
að því að Reiknistofan yrði tilbúin 1.
júní 1999. Hann sagði brýnt að van-
meta ekki málið, nauðsynlegt væri
að hefjast þegar handa þar sem
ekki væri hægt að fresta þessum
tímamótum. Hann benti og á að
erfitt reyndist iðulega að ’nalda
áætlanir. Guðmundur taldi kostnað
Reiknistofunnar vegna aldamót-
anna vera á bilinu 150 til 200 millj-
ónir króna.
Guðmundur B. Ingason, verk-
efnastjóri í upplýsingaþróunardeild
Flugleiða, sagði kostnað fyrirtækis-
ins áætlaðan um 200 milljónir.
Hann sagði ýmis tölvukerfi fyrir-
tækisins tilbúin, svo sem fjárhags-
upplýsingakerfi, flugrekstrarkei'fi
og bókunarkerfi. Þá væru flugvél-
arnar svo til tilbúnar en slíkt væri í
raun á herðum framleiðenda og í
náinni samvinnu við þá. Hann sagði
Boeing-verksmiðjurnar staðhæfa að
um 95% framleiðenda, sem leggja
til hluti í vélarnar, væru tilbúnir að
mæta aldamótunum og væri unnið
að því að þeir síðustu yrðu það
einnig. Guðmundur sagði brýnt að
fyrirtækin prófuðu sem mest þau
kerfi sem í notkun væru.
ÓLAFUR Ólafsson landlæknir af-
henti í gær eftirmanni sínum, Sig-
urði Guðmundssyni, lyklavöldin
að skrifstofu landlæknisembættis-
ins sem eru til húsa við Laugaveg
í Reykjavík. Ólafur hefur embætti
landjæknis frá árinu 1972.
„Eg ætla nú að byrja á að taka
Iífinu með ró,“ sagði Ólafur
Ólafsson í viðtali við Morgun-
blaðið í gær en blaðamaður lét í
ljós efasemdir um að hann hygð-
ist setjast í helgan stein: „Á mað-
ur ekki að gera það? Eg hef
reyndar sagst ætla að slá ellinni
á frest en mér er þó ekki ljóst
hvernig ég ætla að gera það.
Virkir ellidagar endast hins veg-
ar best og þannig hefur embættið
reynt að standa að málum,“ segir
Ólafur ennfremur.
Landlæknirinn fyrrverandi
segir ýmsa hafa liaft samband
við sig og nefnt verkefni en segir
ekkei-t ákveðið. „Annars hef ég
nú gælt við það að opna stofu
sem sérfræðingur í embættis-
lækningum og hjartalækning-
um.“ Hann sagði ekki langt síðan
hann leysti af í héraði og sagði
það eitt þeirra verkefna sem sér
VIÐ undirbúning að breytingu Bún-
aðarbanka íslands í hlutafélag
samdi bankaráð bankans við banka-
stjóra bankans um rétt þeirra til að
varðveita öll áunnin lífeyrisréttindi
sín í séreignasjóði. Viðskiptaráðu-
neytið gerði hins vegar athuga-
semdi við þetta og að sögn Pálma
Jónssonar, formanns bankaráðsins,
buðust bankastjórarnir þá til að
flytja 40% réttinda sinn yfir í Eftir-
launasjóð starfsmanna Búnaðar-
bankans en 60% réttindanna yrðu í
séreignasjóði. Pálmi segir að þetta
hafi verið dýrari leið en sú sem
bankaráðið samdi upphaflega um.
I svörum viðskiptaráðherra á Al-
þingi við fyrirspurn Ástu R. Jó-
hannesdóttur þingmanns kom fram
að í lok síðasta árs námu óuppgerð-
ar lífeyrisskuldbindingar allra
starfsmanna Landsbankans og
Búnaðarbankans tæplega 8 millj-
örðum kr. Þar af var hlutur starf-
andi bankastjóra í Búnaðarbanka
224 milljónir og bankastjóra Lands-
banka 240 millj. kr. Við breytingar
á reglugerð um eftirlaunasjóði rík-
isbankanna var starfsmönnum
beggja bankanna boðið að flytja
40% áunninna lífeyrisréttinda yfir í
séreignasjóð að eigin vali og stóð
Ætla að
slá ellinni
á frest
hefðu verið boðin, það væri
hreint ekki útilokað að hann færi
um tíma út á land. Kona Ólafs er
sænsk, Inga Marianne, og sagði
Ólafur heldur ekki ólíklegt að
þau myndu veija einhverjum
tíma erlendis á næstunni. En
verður Ólafur ekki áfram með
skoðanir á heilbrigðismálum og
er hægt að skera á einum degi á
þau umsvif sem landlækniseinb-
ættið hefur í för með sér?
„Nei, það er erfítt að losa sig
út úr þeirri hugsun og umræðu
sem þar hefur farið fram og ég
ætla nú að reyna að halda vöku
minni svo lengi sem ég get. Eg
hef nú svosem hugsað þetta lengi
en breytingin er töluverð. Þetta
hefur verið hluti af sjálfum mér,
það hafa stöðugt verið að koma
bankastjórum Landsbankans hið
sama til boða. Hins vegar var samið
við bankastjóra Búnaðarbanka um
að flytja 60% réttinda sinna í sér-
eignasjóð, eins og áður segir.
Höfðu gefið eftir verulegan
hluta af sinum réttindum
„Almennir starfsmenn Búnaðar-
bankans voru allir í Eftirlaunasjóði
bankans. Hins vegar voru banka-
stjóramir ekki í neinum lífeyi’is-
sjóði, heldur höfðu safnað upp sín-
um lífeyrisréttindum í bankanum,
þar sem þau voru geymd. Ef banka-
stjórarnir hefðu verið í Eftirlauna-
sjóðnum, þá hefði sama regla gilt
um þá eins og aðra starfsmenn. En
með tilliti til þess að þeir voru það
ekki, var það keppikefli fyrir bank-
ann að semja við þá um uppgjör
þessara lífeyrisréttinda með þeim
hætti sem best kæmi út fyrir bank-
ann,“ segir Pálmi.
„Við sömdum í upphafi við þá á
þann veg að þetta færi allt í sér-
eignasjóð og í þeim samningum
gáfu þeir eftir verulegan hluta af
sínum réttindum, það er að segja af
starfsaldurslokaréttindum sínum.
Samkvæmt samningum sem gerðir
höfðu verið við þá á sínum tíma af
upp margbreytileg erindi í þessu *
þjónustuembætti og þar hefur
aldrei skort verkefni svo það get-
ur verið erfitt að rífa sig frá
þessu í einu vetfangi. En ég
reikna nú með því að það takist."
Guðmundur Björnsson, for-
maður Læknafélags Islands,
sagði við athöfn í húsakynnum LI
í gær að aðalfundur félagsins
hefði samþykkt á fundi sínum í
október að gera Ólaf að heiðurs-
félaga. Á skjalinu segir meðal
annars um hann: „Hann hefur
verið farsæll í starfi landlæknis
og áunnið sér traust og virðingu
lækna og annarra landsmanna."
Guðmundur rifjaði upp fyrstu
kynni sín af Ólafi sem voru þegar
hann kom á skrifstofu landlæknis
til að afla sér upplýsinga um
tölvuskráningu heilbrigðisgagna.
Hann sagði Ólaf jafnan hafa ver-
ið faglegan og siðferðilegan eft-
irlitsmann og sagði félaginu vera
heiður að því að gera hann að
heiðursfélaga sínum.
Ólafur kvað sér heiður sýndan
og sagði Læknafélagið jafnan
hafa staðið vörð um landlæknis-
embættið.
bankaráðinu gátu þeir tekið lífeyris-
greiðslur frá 60 ára aldri en við
sömdum við þá um að það yrði frá
og með 65 ára aldri, og munaði það
talsvérðum fjárhæðum,“ segir hann.
Að sögn Pálma leit viðskiptaráðu-
neytið hins vegar svo á að heppilegra
væri að haga þessu uppgjöri með
svipðuðum hætti og í Landsbankan-
um þar sem a.m.k. tveir bankastjór-
ar voru aðilar að eftirlaunasjóði
bankans. „í ljósi þessa buðu banka-
stjóramir að 40% af lífeyrisréttind-
um þeirra fæi-u til baka úr séreigna-
sjóðnum yfir í sameignarsjóðinn.
Bankaráðið féllst á það. Það má hins
vegar gagmýna bankaráðið fyrir að
það skyldi fallast á þetta boð banka-
stjóranna um að flytja 40% til baka
yfir í sameignarsjóðinn, vegna þess
að í ljós kom að það var dýrara. Það
stafar af því að þegar til kastana
kom krafðist stjórn Eftirlaunasjóðs
bankans þess að bankinn greiddi í
samræmi við fyllstu réttindi þessara
manna af þeim hluta sem gekk til
sameignarsjóðsins," sagði Pálmi.
Aðspurður sagði Pálmi að þarna
hefði munað talsverðri fjárhæð en
kvaðst ekki hafa upplýsingar undir
höndum um hversu há sú upphæð
væri.
Pálmi Jónsson formaður bankaráðs Búnaðarbanka um
uppgjör lífeyrisréttinda bankastjúra
Dýrari leið en banka-
ráð hafði samið um