Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 27
ERLENT
PffSl
__^
w
Oánægja með
Mugabe vex
Harare. The Daily TelegTaph.
VAXANDI ólga er nú í Zimbabve
vegna gífurlegra verðhækkana og
atvinnuleysis og hefur verið efnt til
allsherjarverkfalla til að mótmæla
ástandinu. Oánægjan beinist ekki
síst að Robert Mugabe, forseta
landsins, en hann lætur sér fátt um
finnast og heldur áfram stöðugum
ferðalögum sínum til útlanda. Er
Mugabe nú staddur í Bretlandi í
einkaerindum en landar hans hafa
gefið honum viðurnefnið Vasco da
Gama eftir sæfaranum fræga og
krefjast þess að hann segi af sér.
Hann hefur svarað kröfunum með
því að banna allsherjarverkföll í
hálft ár.
Ibúar í Zimbabve segja forset-
ann, sem er á 75. aldursári, hafa
misst tengslin við þjóðina og þá erf-
iðleika sem hún eigi við að etja.
Unga kynslóðin man ekki frelsis-
baráttuna og því síður þátt Muga-
bes í henni en allir íbúar landsins
hafa hins vegar orðið fyrir barðinu á
afleiðingum uppstokkunar hagkerfís-
ins, spillingar og óstjómar. Um
helmingur þjóðarinnar er atvinnu-
laus, verðbólga er yfir 40% og gengi
dalsins, gjaldmiðils Zimbabve, hefur
fallið um 80% á einu ári.
Landsmenn era nær einhuga um
að tími sé kominn til að „faðir þjóðai'-
innar“, Mugabe, láti af embætti. íbú-
ar landsins eru búnir að fá nóg af af-
skiptaleysi hans og gríðarlegri spill-
ingu sem viðgengst meðal embættis-
manna, sem ganga um fjárhirslur
hins opinbera eins og þær væru
þeirra eigin og útdeila störfum og
embættum til vina og vandamanna.
Ovíst er þó hvort þrýstingurinn á
Mugabe nægir til að koma honum
úr embætti en síðar í þessum mán-
uði verður ráðstefna Zanu-flokks-
ins, sem fer með stjórn landsins.
Eru vonir bundnar við að þá muni
koma í ljós hvort óánægjan hafi
skilað sér inn í raðir flokksmanna.
Eitt skýrasta dæmi um óánægj-
una er að æ fleiri íbúar Zimbabve,
svartir og hvítir, hafa snúið sér til
Ian Smith og beðið hann að velta
Mugabe úr sessi en Smith var síð-
asti hvíti forseti Ródesíu eins og
landið hét áður en svartir íbúar
þess komust til valda og breyttu í
Zimbabve.
Hitti Michael Jackson
Efnt hefur verið til allsherjar-
verkfalla til að mótmæla ástandinu,
nú síðast til að mótmæla 75% hækk-
un á bensínverði. Ekki var minnst
einu orði á verkfallið í útvarpi og
sjónvarpi ríkisins. Þess í stað
horfðu menn á myndir af Mugabe,
sem er þekktur fyrir óbeit sína á
samkynhneigðum og vestrænni
popptónlist, taka á móti bandaríska
popptónlistarmanninum Michael
Jackson.
Var þetta talið léleg eftirlíking
móttaknanna sem hljómsveitin
Ki-yddstúlkurnar fengu hjá Nelson
Mandela, forseta Suður-Afríku, fyr-
ir skömmu, en Mandela er reyndar
heldur ekki í neinu sérstöku uppá-
haldi hjá Mugabe. Það á sér rætur í
uppgangi Suður-Afríku og höfuð-
borgarinnar Pretóríu sem hefur
tekið við af Harare sem helsta efna-
hags- xog stjórnmálamiðstöð suður-
hluta Afríku.
RÚSSAR björguðu í gær þremur
kvikmyndagerðarmönnum sem
verið höfðu veðurtepptir á af-
skekktri eyju í Norður-Ishafi í
sex vikur. Voru mennirnir að
verða matarlausir er hjálpin
barst. Kvikmyndagerðarmenn-
irnir voru frá Rússiandi, Japan
og Ástralíu og voru að gera
heimildarmynd um ísbirni.
Ekki er ljóst hverjir björguðu
mönnunum, rússneski herinn
fuliyrðir að hann hafi staðið að
björguninni í leiguþyrlu en al-
þjóðlegt björgunarfyrirtæki,
AEA International SOS, segist
eiga heiðurinn af henni, að því er
Wrangel-eyju, 560 km norðvestur
af Alaska, 2. september sl. og
hugðust halda þaðan aftur 15.
október. Það reyndist ekki hægt
vegna veðurs og þá þegar hófust
tilraunir til að ná í þá. Ráðuneyt-
ið sem fer með björgunaraðgerð-
ir í Rússlandi skipulagði björgun-
arferðir en illa gekk að komast
til mannanna, sem afþökkuðu
m.a. björgun á snjósleðum vegna
þess að þá hefðu þeir orðið að
skilja nær allan búnað sinn eftir.
Hafa þeir því mátt dúsa í kofa á
eyjunni í hálfan annan mánuð.
Frostið þar hefur að jafnaði ver-
ið um 22 stig og hvassviðri.
Bjargað
eftir
6 vikur við
N-íshaf
fram kemur í frétt AP. Talsmað-
ur AEA sagði í gær að mennirnir
væru þokkalega á sig komnir en
þeir hefðu aðeins átt eftir mat til
þriggja daga er hjálp barst.
Þremenningarnir komu til
pcil
Skeifunni 6 sím
Skeifunni 6 sími: 568 7733 www.epal.is
Stillanlegt
heilsurúm
meðáklæðum
sem hægt er
aðtakaaf og
þvo við60° C!
MeðLatex-yfirdýnu,
pokagormum,
flarstýringu og
stillanlegum botni.
Verð 125.200 kr.
Gott verð
hagnýt hönnun
og sérviska Eyjólfs
. í m i
'í
5 kg MEÐ TVÆR HITASTllIJNGAR, VELTIRIBAÐAR
ÁTTIR, KRUMPUVÖRN, RYÐFRÍ STÁLTROMLA.
(RÉTT VERÐ kr. 34.900.-)
IH1EI.ECTRIC
HEKLA
LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770
/M63PE, 5,5 kg,
1000 SNÚNINGA, STIGLAUS
VINDA, HRAÐÞVOTTAKERFI,
SJÁLFVIRK VATNSSKÖMMTUN,
HURÐIN OPNAST í 180",
ULLARKERFI, ULLARVAGGA,
STIGLAUS HITAROFI,
FORÞVOTTAKERFI,
ÞVOTTAKERFI FYRIR
OFNÆMISSJÚKA,
SKYNJAR ÞVOTTAMAC
SPARAR ORKU.
VERÐ kr. 63.950.-
ÞÁ SEM KAUPA HOTPOINT PVOTTAVÉL WMÓ3PE
ÞEIR SEM KAUPA HOTPOINT
ÞVOTTAVÉL (WMÓ3PE ) Á
KR. 63.950.- EIGA ÞESS
KOST AÐ KAUPA ÞENNAN
ÞURRKARA Á AÐEINS
KR. 5.959.-