Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR Revían lifir góðu lífi Hér er að sjálfsögðu átt við Spaugstofuna í Ríkissjónvarpinu, vinsælasta sjónvarps- páttinn til tíu ára og eins hreinræktaða revíu og getur orðið. Eftir Hávar Sigurjónsson Oft er haft á orði að blómaskeið revíunn- ar sé löngu liðið og komi aldrei aftur. Revía er leikhús- form sem spratt útúr svokölluðu búlevarð og vaudeville leikhúsi á síðustu öld og fyrrihluta þess- arar. Revíusýningar voru lausar í reipunum, oft samsettar úr óskyldum atriðum, gríni og söng og stundum dansi; efni at- riðanna var tekið úr atburðum líðandi stundar, þeir teknir sundur í nöpru háði eða góðlát- legu gríni, allt eftir því hver á hélt. Gullöld íslensku revíunnar er sögð vera á 5. áratug þessarar aldar, hófst VIÐHORF nokkru fyrr og reglulegar revíusýningar lögðust af þeg- ar kom fram á 6. áratuginn. Ná- skyld revíunni er óperettan og fyrstu óperettuna á Islandi, Lngleg stúlka gefíns, sviðsetti Haraldur Bjömsson hjá Leik- félagi Reykjavíkur um jólin 1931. Þýðing og staðfærsla var í höndum tveggja manna, sem áttu eftir að koma rækilega við sögu revíuuppsetninga, þeirra Emils Thoroddsen og Tómasar Guðmundssonar. A 4. áratugn- um og fram á þann 5. stóð Hljómsveit Reykjavíkur að mjög vinsælum óperettu- og ópemsýningum og Haraldur Björnsson var iðulega fenginn til leikstjórnarinnar. Hann setti m.a. upp geysivinsæla sýningu á óperettunni Nitouche á vegum Leikfélags Reykjavíkur árið 1940. Emil Thoroddsen, Haraldur A. Sigurðsson og Tómas Guð- mundsson voru helstu revíu- höfundarnir á árunum eftir stríð. Margir söngtextar þeirra við ýmis lög, erlend og innlend, lifa enn góðu lífí þó fæstir viti í dag í hvaða revíum lögin og textarnir birtust fyrst, enda er tilefni flestra textanna löngu gleymt. Bflavísur, Draumur að vera með dáta o.fl. eru dæmi um langlífa revíutexta. Emil Thoroddsen var ekki einungis afburðasnjall textahöfundur heldur samdi hann mörg gullfal- leg og vinsæl sönglög sem enn eru vel þekkt mörg hver. Eftir Emil Thoroddsen er t.d. lagið og textinn við Búðarvísur úr leikgerð hans að Pilti og stúlku sem hann samdi uppúr skáldsögu afa síns Jóns Thoroddsen. Bláa stjarnan var félag um revíusýningar sem starfrækt var á 5. áratugnum og nokkuð fram yfir 1950. Haraldur Á. Sigurðsson, Tómas Guðmunds- son og fleiri voru höfuðpaurarn- ir á bakvið Bláu stjörnuna og var sýnt í gamla Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll, sem síð- ar varð að gamla Sigtúni og endaði loks sem mötuneyti Pósts og síma. Var það synd að svo skemmtilegt leik- og sam- komuhús skyldi ekki nýtast lengur til þess gagns sem það hentaði best. Fyrir 15-17 árum eða svo, sótti Alþýðuleikhúsið það fast að fá inni í gamla Sigtúni. Þeirri baráttu lauk með því að Póstur og sími inn- réttaði mötuneyti sitt í húsnæðinu. Alþýðuleikhúsið hinsvegar gerði upp Hafnarbíó, gamlan hermannabragga á horni Skúlagötu og Barónsstígs og hélt þar uppi öflugu leik- starfi veturinn 1983-84; það húsnæði var svo rifið ofan af starfseminni í bókstaflegri merkingu stuttu síðar. Revían hvarf af sjónarsviðinu eftir 6. áratuginn þó við og við væri gerð tilraun til að endur- nýja formið, Iðnórevían t.d. á 7. áratugnum, og fáein einstök til- felli allt fram á þann áttunda. En formið náði sér einhvern veginn ekki á strik, ýmsu var um kennt, háðið þótti ekki nógu beitt eða jafnvel var revían í hugum leikhúsgesta orðin dálít- ið gamaldags og kannski þótti hún heldur ekki alveg nógu merkileg. Fyrir leikhúsin var líka dýrt að setja upp revíu, margir koma þar við sögu, höfundar, tónskáld, tónlistar- menn auk leikaranna og ann- arra aðstandenda. Hvað sem olli þá var revían svo gott sem horf- in af sviðinu þegar hún birtist aftur sprelllifandi á öðrum stað í janúar 1989 og hefur haldið velli allar götur síðan. Hér er að sjálfsögðu átt við Spaugstofuna í Ríkissjónvarp- inu, vinsælasta sjónvarpsþátt- inn til tíu ára og eins hrein- ræktaða revíu og getur orðið; gamanmál, ádeila, söngur, stutt- ir leikþættir og eftirhermur, allt efnið frumsamið og með skýni vísan í pólitík og dægurmál líðandi stundar. Revíuform Spaugstofunnar markast enn betur af því að umgjörðin er ávallt sú sama-^Stöðin - með fréttamönnunum góðkunnu sem ganga í gegnum alla þættina. Utaf þessu hafa Spaugstofu- menn reyndar stundum vikið og samið heila þætti með ákveðnu þema, en revíuformið hefur samt alltaf verið til staðar að meira eða minna leyti í efni og útfærslu. Reyndar er með sömu rökum hægt að þakka Sjónvarpinu fyrir að halda uppi merkjum revíunnar árlega frá því í ár- daga sjónvarpsins með Áramótaskaupinu, enda höfðu margir á orði eftir að Spaug- stofan hóf göngu sína að nú væri Áramótaskaup um hverja helgi. Það er ekki lítið afrek að halda úti sjónvarpsrevíu í 4-8 mánuði á ári í tíu ár, tapa ekki vinsældum svo nokkru nemi og mælast ávallt vinsælasti þátt- urinn í öllum könnunum sem gerðar eru. Þegar talað er um þreytumerki er rétt að hafa í huga að Spaugstofan hefur sett okkur viðmiðunina; við viljum að hún sé ávallt jafn fyndin en það þýðir í raun að hún verður að bæta aðeins við sig; þættirn- ir í haust eru sennilega ekkert síðri en þættir fyrri ára, þeir þurfa bara sífellt að verða betri til að standa undir eigin orðstír. Um leið er Ríkissjón- varpið í þeiiri stöðu að vera orðið helsta vígi íslenskrar nútímarevíu og ber að sjálfsögðu að hampa þeirri staðreynd að verðleikum. LANDALFAR Þær tréstyttur nýjar, sem Sæmundur Valdimarsson sýnir nú í Gerðarsafni í Kópavogi, seldust upp á fyrsta hálftíma sýningarinnar. Og nú er komin út bók um Sæmund og stytturnar hans, sem Bragi Asgeirsson fjallar hér um. BOKAUTGAFAN Forlagið hefur gefið út rit í tilefni áttræðisafmælis Sæmund- ar Valdimarssonar, sem aflað hefur sér mestra vinsælda ís- lenskra myndhöggvara á síðari tím- um með sínum bernsku tréstyttum. Þetta er óvenjuleg bók, því Guðbergur Bergsson rithöfundur spjallar þar frjálslega við lista- manninn og bætir við eigin hugleiðingum um alþýðulist og sjálf- sprottna sköpun, jafn- framt les hann í mynd- verkin á sinn sérstæða hátt og þar svíkur hvorki orðgnóttin né hugai-fimin. Sé rýnt í hlutina í ljósi uppstokkunar hugtaka á listavett- vangi undanfarna ára- tugi, hljóta að hafa ver- ið settar upp sýningar sem falla undir hug- takið alþýðulist fyrir árið 1974. En rétt mun vera, að á listahátíð það ár var fyrst reynt að skilgreina eðli alþýðulistar og kryfja hugtakið, og stóð Guðbergur einmitt fyrir því í salarkynnum SUM. Mér er þessi sýning í góðu minni og kemur engan veginn á óvart að Sæmundur Valdimarsson mun eini þátttakandinn af fjölmörgum sem haslaði sér völl og er enn að. Flest hugtök er skara myndlistir eru um stund komin langt út fyrir uppnmalegan og viðtekinn ramma og burðargrind, sem þau fengu á tímum endurreisnar, er hugtakið' list var lagt að jöfnu við vísindi. Til skemmri tíma litið var alþýðulist skilgi-eining á sköpunarþörf svo- kallaðra lægri stétta í tónum, kveð- skap, minnum og munnmælum er gengu kynslóða á milli og listamenn hafa óspart sótt föng til á þessari öld, ásamt fleira sjálfsprottnu og upprunalegu meðal frumstæðra þjóða. Menn voru einfaldlega að leita til hins upprunalega og sjálf- krafa á tímum iðnvæðingarinnar er var að ganga af þessum kenndum dauðum. Svipuð viðbrögð en öllu al- mennari hefur hátæknin og tölvan framborið, sem kemur fram í stórauknum áhuga fólks af öllum stéttum á hinu lífræna og skapandi sem einna greinilegast opinberast í síaukinni aðsókn á söfn og til minna fortíðar. Eðlilega er flóknara að skilgreina alþýðulist í velferðarþjóðfélögum nútímans og breyttum hlutverka- skiptum er bæði alþýðan og milli- stéttin eim að hverfa í sinni fyrri mynd, ný stéttaskipting komin er greinist í auðsöfnun/fátækt í vestr- inu, en ráðastétt, nómenklatúru og öreiga í austrinu. Fyrir margt er alþýðulist orðin að væmnu yfirborði í vestri, kitsch, en hefur haldið sér mun betur i austri og meðal vanþróaðri þjóða þar sem framrás- in er öllu hægari. Það er eðlilegt að hugsandi mönnum verði þetta að ásteyting- arsteini og tilefni hugleiðinga og skilgi-eininga. Hins vegar er sköpunarþörfin til í öllum stéttum, því lífsmögnin fara ekki í mann- greinarálit. Hún verður hvorki að fullu skilgreind, né hægt að kenna hana í skólum sem afmarkað fyrir- bæri, frekar en sjálfa lífsgátuna og hún getur kviknað við hinar ólík- Sæmundur Valdimarsson ustu aðstæður og þróast í hinar undarlegustu verundir, ekki síst ef um er að ræða minjar og geymd glataðs tíma sbr. rit Prousts. Minn- ist þess er ég var að lesa Leiðin til Swann efth- Proust hér á Kjarvals- stofu, að þá hvarflaði hugurinn 20 ár aftur í tímann, er ég kom inn í herbegi Hans Svar- stad Undset í Osló, sem leigði hjá þekkt- um málara og vini mínum. Áhrifin af öll- um þessum hlutum og minnum frá móður hans, Sigrid Undset, voru yfirþyrmandi og sitja enn í mér. Sjálf- sprottin, ósjálfráð, sjálfkrafa viðbrögð eru ekkert sem ein- angrast við alþýðu manna og síður eru það haldbær rök að alþýðulist og list yfir- höfuð spretti fram án auðsærrar ástæðu, lærdóms eða sýnilegs Iífsvilja. Þótt við getum ekki skil- greint listþróunina til hlítar, má vera ljóst að hún er einskonar upp- fylling tómsins, kviknar af þörf vitsmunaverunnar fyrir lifandi andrými og lýt- ur sama lögmáli og eldsneyti er knýr efnis- heiminn áfram. Nærtækast að vísa til hins uppruna- lega, sem getur verið svo erfitt að höndla, en sumir varðveita þó í sér fram eft- ir aldri, jafnvel alla tíð. Tengist sköpunarþörfinni og lífsmögnum er býr í börnum en sljóvgast um leið og þau fara að taka til sín almennan staglkennd- an lærdóm og frjálsborin athafnaþörfin mætir af- gangi. Rétt að vísa til og minna á, að fátt er sjálf- sprottnara og ósjálfráð- ara en hin austræna kalli- grafía í fullkomnun sinni og er hér um háþróuð vís- indi að ræða, hliðstæðu skapandi lista. Og vel að merkja, er sagt að það taki heil 13 ár að verða stórmeistari í kalligrafíu og þurfa viðkomandi að ganga í gegn um ýmis erf- ið reynslustig ögunar og hugleiðslu. Kalligrafía þeirra fáu sem ná full- komnun í henni, er líkust orðgnótt mikilla rit- höfunda er ná fullkomnu valdi á blæbrigðum tung- unnar og auka við hana skapandi næmi. Sjónlest- urinn er mögnuð lifun, jafnvel þótt menn skilji ekki táknin, líkt og menn njóta tónlistar án þess að hún sé útlistuð í bak og fyr- ir. I sjálfu sér öðlast hvorki tónlist né myndlist dýpri merkingu, né verður betri og fullkomnari við slík- an lestur, en skilningur kann að vakna hjá þeim sem á annað borð hafa móttökutækið í lagi, radarinn virkur, eins og stundum er komist að orði. Sé þessi innbyggða ratsjá skilningarvitanna ekki virk skynjar viðkomandi ekki dýpt hlutanna í formum og litum málverka né kalli- grafíunni. Þetta hefur einmitt kom- ið mjög neyðarlega fram á síðustu áratugum, er fólk afskrifar gróna hluti fyrir fræðilega úttekt manna sem byggja niðurstöður sínar meh-a á hugarleikfimi en sjálfum skynfænmum. Sækja fóng sín til fræðikenninga, sem búnar eru til jafnharðan og settar fram í máli sem á að vera tungutak vatns og vinda, en fáir skilja og síst af öllu almenningur. Viðleitni Guðbergs Bergssonar til að skilgreina alþýðulist er verð fyllstu athygli, en hann virðist ein- blína full mikið á marxískar fræði- kenningar fyrri ára. Kenningar sem byggðust á því að rífa niður hefðir og gildi, og framfylgt var af stjórnlausu bráðræði ómenntaðs og fávíss múgs, sem svalaði þar frum- stæðri eyðileggingarhvöt. Kom skýrt fram í menningarbyltingunni í Kína 1966-76 er kostaði 30 millj- ónh- mannslífa og niðurrif ótal hofa, hörga og minja úr fortíð að óg- leymdum ofsóknum á hendur menntamönnum. Merkilegt nokk virðist angi hennar standa enn yfir á vesturlöndum! Það hefur gerst á seinni tímum, að almenningm- hef- ur nú meiri skilning á menningar- verðmætum, og er sýning á dýr- gripum úr fornminjasafninu í Taipei, Taívan, skýrt dæmi hér um. Hún hefur vakið feikna athygli hér í París og mun meiri en aðrar sýn- ingar sem ganga samtímis á Grand og Petit Palais. Er um að ræða minjar fortíðar sem menningar- byltingunni á meginlandinu tókst ekki að tortíma. Það er þannig trauðla í sam- ræmi við nýja tíma að hefja upp hinn ómenntaða almúga á kostnað hámenning- ar. Almenningur er að vísu ekki lengur ómenntaður, en er naumast betur settur heilaþveginn og gegn- sýrður tilbúnum gervi- þörfum. Ráðandi öfl hugsa hvarvetna ein- ungis um sinn hag og sitt skinn og beita múgnum fyrir drög- ur þarfa sinna. Á undanfórnum áratug- um byggist það m.a. á því að mylja undir listir og menning- arþorsta almennings í heimi sem stöðugt gerist staðlaðri, tæknivæddari og manneskjufjandsam- legri. Upplýstari heim- ur hefur mótað kröfur um framsókn andlegra þarfa og nýrra gilda í nánum tengslum við hámenningu fortíðar... Alþýðulist hefur sér það helst til ágætis og ávinnings að hún fram- ber í eðli sínu engan pólitískan boðskap, náttúra hennar er að fylla upp í andlegt tómarúm hvunndags- ins, og þannig séð er Sunnanvindur Mn náskyld frumþörf mannsins til að tjá sig. Tréstyttur Sæmundar Valdimarssonar eru einfaldlega sprottnar af innri þörf sem ber í sér mun gildari og dýpri ástæður en venjuleg tómstundaiðja og fylgir ekki neinni markaðri utanaðkom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.