Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 13 Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaður skrifar vestfírskum framsóknarmönnum bréf FRETTIR Vill víkja úr 1. sæti ef réttur fram bjóðandi finnst GUNNLAUGUR M. Sigmundsson, alþingismaður, hefur skrifað upp- stillingarnefnd Framsóknarflokks- ins á Vestfjörðum bréf og boðist til að víkja úr efsta sæti framboðslista flokksins ef í stað hans fínnst ung- ur, vel menntaður frambjóðandi, sem getur veitt forystu fram á næstu öld. „Eg hef skrifað uppstillingar- nefnd og sagt að menn verði að horfa til þess að það séu yfirgnæf- andi líkur á að frumvarp um breytta kjördæmaskipun fari í gegn og þá þurfum við að horfa á taflborðið eins og það lítur út þá,“ sagði Gunn- laugur, aðspurður hvers vegna hann hefur boðist til að víkja. „Það er vegna þess að mér finnst mjög ólík- legt í dag að ég vilji vera í pólitík eftir 2003. Eg vil segja það strax en ekki þegar menn standa frammi fyrir því að þurfa að fara í prófkjör í nýju, stóru kjördæmi þannig að Vestfirðir þurfi að stilla fram nýj- um, ókunnum manni til forystu." Gunnlaugur sagði að ef uppstill- ingarnefnd fellst ekki á rök hans og hann verði áfram í efsta sæti listans þá vildi hann hins vegar hafa þann fyrirvara að sér kunni að h'ka það vei í pólitík að hann vilji sitja þar áfram. „En ég sé það ekki í dag og þess vegna segi ég við þá: skoðið þið það að finna mann, sem er ungur og mun endast í allnokkurn tíma.“ Gunnlaugur sagðist ekki vera með neinn ákveðinn mann í huga í sinn stað enda væri það ekki sitt að huga að því. Hins vegar kvaðst hann hafa sagt uppstillingarnefnd- inni að slíkur maður þurfi að vera ungur, og þurfi fyrst og fremst að búa yfir nokkuð góðri menntun enda krefjist þingmennska sífellt meiri erlendra samskipta. Gunnlaugur sagðist sjálfur tilbú- inn að skipa annað sæti listans ef þessi framtíðarframbjóðandi fynd- ist og kvaðst telja að með sterkum framboðslista ætti flokkurinn möguleika á að ná tveimur mönnum inn á Vestfjörðum. „En aðalmálið er að menn horfi til þess hverju þeir standa frammi fyrir þegar stilla þarf upp 2003.“ Gunnlaugur sagði að raddir hefðu heyrst um að Vestfirðir ættu erfitt með að koma að þingmönnum eftir að núverandi þingmenn hætta, þar sem nýir aðilar hafi ekki fengið færi á að kynna sig og í nýju kjördæmi, þar sem Vesturland, Vestfírðir og Norðurland vestra sameinast, muni vægið færast í þéttbýlissvæðin, annars vegar til Akraness-Borgar- ness og hins vegar til Sauðárki’óks. Gunnlaugur var spurður hvort Kristinn H. Gunnarsson, núverandi þingmaður Alþýðubandalags á Vestfjörðum, sem orðaður hefur verið við Framsóknarflokkinn, væri frambjóðandi sem hann mundi taka sæti á eftir á lista. Gunnlaugur sagðist nokkuð viss um að Fram- sóknarflokkurinn á Vestfjörðum vildi ekki stilla upp nýliða í flokkn- um í 1. sæti og hann vildi líta til þess að nýr maður gæti veitt for- ystu fram á næstu öld. Hins vegar kvaðst Gunnlaugur vel treysta sér til að vinna með Kristni H. Gunn- arssyni. Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skoðar hér bókasafn Wallenberg-stofnunarinnar, sem er mikið að vöxtum, ásamt Helga Agústssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, og á milli þeirra sést í Göran Melander, sem kom stofnuninni á fót. / Forseti Islands hjá W allenberg-stofnuninni FORSETI fslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heim- sótti Raoul Wallenberg-stofnunina í Lundi í lok heimsóknar sinnar í Svíþjóð í síðustu viku. Stofnunin annast rannsóknir, kennslu og ráðgjöf á sviði mann- réttindamála og heldur einnig sjálfstæð námskeið eftir því sem óskað er. í heimsókn sinni í stofnunina flutti forsetinn fyi-ir- lestur sem Ijallaði um lýðræði og mannréttindi, ekki síst meðal lítilla þjóða í Evrópu, og flutti inngangs- orð í umi-æðutíma í stofnuninni. Komu fram ýinsar spurningar og urðu líflegar umræður í þessum tím- um að sögn Komelíusar Sigmundssonar forsetarit- ara. Göran Melander kom stofnuninni á fót og er forstöðumaður liennar ásamt Guðmundi Alfreðssyni. Utanríkisráðherra segir deilur um þróunarsjóð alvarlegar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að deilan um greiðsl- ur Islands og Noregs í þróunarsjóð Evrópusambandsins sé farin að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Island. Erfitt sé að finna lausn á málinu m.a. vegna þess að það sé prófmál i deil- um innan ESB um greiðslur í byggða- þróunarsjóði þess. Spánverjar hafa hótað því að hindra staðfestingu Schengen-sam- komulagsins milli Evrópusambands- ins og Islands og Noregs verði ekki búið að ganga áður frá samkomulagi um greiðslur landanna í þróunarsjóð ESB. Halldór sagðist gera sér grein fyr- ir að það þyrftu að eiga sér stað samningaviðræður um þróunarsjóð- inn jafnvel þó að við værum þeirrar skoðunar að við hefðum uppfyllt okk- ar lagalegu skuldbindingar. Það væri hins vegar mjög erfitt að eiga í samn- ingaviðræðum þegar slíkar hótanir væru uppi á borðinu. Hann sagðist vænta þess að ESB tæki þær til baka ef einhver von ætti að vera til þess að Bland- ast inn í deilur innan ESB ná þessum samskiptum í lag. „Þetta ástand er mjög alvarlegt. Við blöndumst þai-na inn í ákvarðan- ir um svo kallaða „cohesion-sjóði“ sem Evrópusambandið þarf að taka ákvarðanir um núna alveg á næst- unni. Meðaltekjur á Spáni eru 80% af meðaltekjum í ESB og það hefur komið fram hjá seridiherra Spánar að þeir geti samþykkt að leggja sjóð- ina niður þegar meðaltekjurnar ná 90%. Það eru uppi hugmyndir innan ESB að draga úr þessum greiðslum. Því miður er verið að reka þetta mál með þróunarsjóðinn sem einhvers konar prófmál’ í þeirri miklu deilu sem á sér stað innan ESB um þessar greiðslur." Stöðva aðild að fimmtu rammaáœtluninni Halldór sagði að þessar deilur um þróunarsjóðinn væru farnar að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Island. „Þessar deilur hafa þegar haft áhrif á samstarf á sviði almanna- varna og nú er því hótað að við get- um ekki komið að fimmtu rammaá- ætlunni um rannsóknir og vísindi, sem skiptir okkur miklu máli. Eg tel að á þessu stigi sé það langalvarleg- asta málið sem er uppi á borðinu." Halldór sagðist ekki sjá fyrir sér lausn á þessu máli. Reynt yrði að kanna leiðir til lausnar með óform- legum hætti. Hann sagðist koma til með að eiga fund með utanríkisráð- herra Austurríkis um miðja næstu viku. Hann sagðist einnig hafa beðið um fund með utanríkismaráðherra Spánar í tengslum við NATO-fund í næstu viku.“ Fjármálaráðherra á fundi með fulltrúum á fjármagnsmarkaði Auka þarf sparn að almennings GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hélt fund með fulltrúum frá við- skiptabönkum, verðbréfafyi-irtækj- um, lífeyrissjóðum og tryggingafé- lögum þar sem hann kynnti fyrir- hugaðar lagabreytingar sem stuðla eiga að aukningu þjóðhagslegs sparnaðar. „Mér þótti rétt að kynna þessum aðilum breytingarnai' og hvetja þá til samstarfs um að virkja almenning til þátttöku í hinum nýja viðbótarlífeyr- issparnaði,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Breytingarnar eru annars vegar framlenging skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa í sama mæli og á síðasta ári og hins vegar sú viðleitni að auka frjálsan viðbótarlífeyris- sparnað með 0,2% lækkun trygg- ingagjalds launagreiðanda sem rynni inn á séreignareikninga launþega. Samkvæmt gildandi lögum eiga launþegar frá næstu áramótum möguleika á að leggja 2% launa sinna skattfrjálst sem lífeyrissparn- að á séreignareikninga. „Það eru sameiginlegir hagsmunir að ná fram meiri sparnaði í þjóðfé- laginu, sem er efnahagsmál, meðal einstaklinga, sem er hagsmunamál almennings og fyrir fyrirtækin er um mjög aukið fjármagn að ræða,“ sagði ráðhen-a. „Um áramótin hækkar kaup yfir- leitt um 3-4%, skattar lækka um 1% og þannig kemur fram rúmlega milljai'ður á mánuði í auknum ráð- stöfunartekjum almennings. Mér finnst mikið atriði að leita leiða til að fanga strax hluta af þessu fjármagni í sparnað og þess vegna hafði ég frumkvæði að því að kalla þessa aðila á fund. Þannig viljum við bæði leggja áherslu á hversu stórt mál er hér um að ræða og við ætlumst líka til þess að þeir leggi eitthvað af mörkum, það reynir á þá að gera sparnaðinn aðlaðandi,“ sagði Geir H. Haarde að lokum. Enein ilmefni 1 í j 4,r ' x- T 4 iiðUN ' r. salvt ■ \C,{ ■ r sV»ð tux 4 4 4 4íl ÁCÖ raskcba AGO BARN htion fdpe IVí.N •• sHampó *»*>*«* olje ' «< n »'■ ■ y « nmw *&»!* “■ «»»*■ rutswu ACO BARN Fæst í apótekinu þínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.