Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 43 ----------------------------1 AÐSENDAR GREINAR Rökhyggja og tilfinningar FYRIR fáum dögum birtist í dagblöðunum áberandi auglýsing frá Landsvirkjun, þar sem settar voru fram til- teknar staðhæfingar og jafnframt var lögð fyrir lesandann spurn- ing varðandi hug hans til ábyrgrar ákvarð- anatöku um virkjun fallvatna. Auglýsingin var fagurlega mynd- skreytt og því áber- andi. Staðhæft var, að „gild rök, útreikningar og staðreyndir sýni að virkjun fallvatna efli þjóðarhag". Jafnframt var tekið fram, að „tilfínningar skipti einnig máli“, en að mikilvægt sé að beita þeim m.a. í „réttum mæli“ og á „réttum tíma“. Síðan er spurt, hvort lesandinn telji rétt, að „ákvarðanir um virkjun fallvatna eigi að taka á grundvelli tilfínninga fremur en raka?“ Ekki er óeðlilegt að auglýsand- inn minni á starfsemi sína og stefnumið með þessum hætti, til mótvægis við þau sjónarmið um- hverfisverndarmanna í stórvirkj- anamálum, sem öllum eru kunn og njóta nú hraðvaxandi fylgis meðal þjóðarinnar. Þá munu þeir og vera fáir, sem geta mótmælt því, að virkjun fallvatna almennt (og að undanskildum virkjunum til stór- iðju sérstaklega) hafi eflt þjóðar- hag. Hins vegar vekur orðalag aug- lýsingarinnar lesend- ur hennar til hugleið- inga um kjarna þeirr- ar umræðu, er nú fer fram um virkjanir og náttúruvernd. Athygl- isvert er, að sterklega er gefíð í skyn í aug- lýsingunni, að við ákvarðanir í virkjana- málum geti ekki farið saman röksemdir og tilfinningar - þannig að annað hljóti að úti- loka hitt - og að til- finningamar skuli víkja fyrir röksemd- um. Með öðram orð- um, að niðurstöður í virkjanamálum skuli einvörðungu byggjast á þeirri hugarstai’fsemi, sem lýtur lögmálum kaldrar skyn- semi einnar og grandvallast á „út- reikningum og staðreyndum“ (eins og í auglýsingunni segir), en um að leið að í því sambandi verði útilok- ur sá þáttur manneðlisins, sem auglýsandinn kallar „tilfinningar“. Með þessu er einnig gefið í skyn - miðað við ástæður þær, er liggja að baki auglýsingarinnar - að mál- flutningur þeirra, sem helst hafa tjáð sig um náttúravemdarhlið virkjanamálanna, hafi ekki byggst á skynsamlegu viti, en þess í stað einkennst af óábyrgri afstöðu, er hafi tilfinningasemina eina að bak- landi. Sannleikurinn er hins vegar sá, að við vandlega íhugun hljóta flest- Eru hin fræðilegu „rök“ auglýsandans skotheld? spyr Páll Sigurðsson. Lesandinn hlýtur að spyrja, hvort „útreikningar“ og þær „staðreyndir“, sem talsmenn aukinna virkj anaframkvæmda á hálendinu hossa, séu óyggjandi. ir að viðurkenna, að fjölmargar þeirra ákvarðana, sem teknar era og áhrif hafa á líf einstaklinga jafnt sem mannfélagsheilda, byggjast hvort tveggja í senn á rökhyggju og svokölluðum „tilfinningum" og þá stundum með þeim hætti að ógemingur er að segja, hvor þátt- urinn hafi mátt sín meira eða verið heillavænlegri, þegar á allt er litið. Lífsreynslan kennir okkur, að heppilegast sé, að saman fari „vit“ og „tilfinning" og að ólifandi sé í mannlegu umhverfi, sem einvörð- ungu lúti lögmálum „útreikninga og staðreynda". Jafn tilfinninga- bundnir eðlisþættir og samviska, ábyrgðarvitund og fegurðarskyn (svo að einungis fá dæmi séu nefnd um tilfinningabundin svið, svoköll- Páll Sigurðsson uð) mælast illa á kvarða þeirrar reiknilistar, sem auglýsandinn hampar svo berlega. Þar að auki má fullyrða, að hin tilfinninga- bundnu svið séu mikilvægur hluti vitsmunanna eða vitsmunalífsins, réttilega séð, þannig að ákvarðanir, sem ekki byggjast í einhverjum mæli á tilfinningum heldur ein- göngu á „útreikningum og stað- reyndum", geti í raun verið óvitur- legar, séu þær virtar af nægilega háum sjónarhóli. Ekki er því lík- legt, að ákvarðanir í virkjanamál- um verði til farsældar nema þar sé hvort tveggja í senn haft mið af „útreikningum og staðreyndum" og „tilfinningum“, þannig að hvor- ugt útiloki hitt heldur vinni saman. Séu sjónarmið umhverfisverndar- sinna, hvað varðar hálendismálin nú um stundir, m.a. byggð á svokölluðum tilfinningum (sem ein- ungis á við að nokkru marki) eru þau a.m.k. nauðsynlegt framlag til þeirrar almennu umræðu, sem er og verður óhjákvæmilegur grund- völlur endanlegrar ákvarðanatöku um stói-virkjanir á komandi áram. Tilfinningar fólks ætti aldrei að misvirða - á þessu sviði jafnt sem öðrum. En eru þá hin fræðilegu „rök“ auglýsandans skotheld? Lesand- inn hlýtur að spyrja að því, hvort þeir „útreikningar" og þær „stað- reyndir", sem talsmenn stórauk- inna virkjanaframkvæmda á há- lendinu hossa, séu óyggjandi þeg- ar vel er að gáð. Margt bendir til að svo sé ekki, a.m.k. að því er varðar útreikninga á meintri arð- semi þeirra virkjana, sem einkum eru bundnar þörfum stóriðju, svo og stóriðjunnar sjálfrar. Aðgengi- leg gögn gefa þar tilefni til veru- legra efasemda. Sem skýrt dæmi má nefna, að í skýrslu, sem Lands- virkjun sendi frá sér fyrr á þessu ári og nefnist „Mat á þjóðhagsleg- um áhrifum stóriðju á íslandi 1966-1997“, er því haldið fram, með tilteknum rökum og sundur- liðuðum reikningi, að ávinningur þjóðfélagsins af stóriðju á um- ræddu tímabili hafi orðið yfir 90-. milljarðar króna^ að núvirði. Gott er ef satt væri! A það verður hins vegar að benda, að í ágætri grein eftir hagfræðing, er birtist í blað- inu „Vísbendingu“ (vikuriti um viðskipti og efnahagsmál), 7. ágúst 1998, og nefnist „Kostnaður Is- lendinga af stóriðju“ er því haldið fram, með hagrænum rökum, sem ekki virðast ómerkari en þau, er birtust í fyrmefndri skýrslu, að þjóðhagsleg áhrif stóriðju á fyrr- nefndu tímabili jafngildi, þegar á heildina er litið, tapi fyrir þjóðar-^ búið upp á 35-40 milljarða króna. Era þá, réttilega, tekin með spjöll vegna mengunar, sem hins vegar eru ekki í höfð í reiknidæminu í skýrslu Landsvirkjunar. Hvorri niðurstöðunni á nú að tráa? Hér skal ekki lagður endanlegur dóm- ur á það, heldur einungis bent á, að þessar andstæðu niðurstöður lærðra manna um jafn mikilvægt málefni sýna okkur að varlegt er að treysta einföldum fullyrðingum um „útreikninga og staðreyndir“ á þessu sviði. Sést þetta enn betur ef þess er gætt, að í hvorugu dæminu er tekið með tjón á landi vegna virkjanaframkvæmda, sem vitan- lega verður þó að gaumgæfaf' ásamt mörgu öðru, við það heild- stæða arðsemismat á fyrirhuguð- um stórvirkjanaframkvæmdum, sem nauðsynlegt er að beitt verði framvegis til að fást megi full- nægjandi heildaryfirlit yfir þann ávinning og um leið það tjón, sem reikna verður með, áður en ákvarðanir era teknar. Höfundur er prófessor í löguni við Háskóla íslands. t M ánað arlin sur frá Ciba Vision HA6KAUP Skeifunni sími 563 5125 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.