Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 63
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 63
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________
FÓLK í FRÉTTUM
Strokin og
slegin Didda
TÓJVLIST
Geisladisknr
STROKIN OG SLEGIN
Strokin og slegin, tónlist ýmissa
tónsmiða við ljóð Diddu. Lög eiga á
diskinum Sigtryggur Baldursson,
Magnús „Herb Legowitz" Guðmunds-
son, Magrét Kristín Blöndal og Val-
geir Sigurðsson, Margrét Örnólfs-
dóttir, Sölvi Blöndal, Pétur Hall-
grímsson, Hilmar Jensson, Sigur Rós
og Óskar Guðjónsson. Smekkleysa
s/m hf. gefur út.
FÁTT FELLUR betur saman en
ljóðlestur og tónlist; þegar vel tekst
til undirstrikar tónlistin ljóðið, gef-
ur því aukið vægi og dýpt alþjóð-
legs tungumáls tónlistarinnar.
Helst hafa menn fléttað saman ljóð-
list og djass, enda er hvort tveggja
persónleg upplifun og túlkun. Á
vegum Smekkleysu kom fyrir
skemmstu út diskur með tónlist
ýmissa tónlistarmanna við ljóð
Diddu, Strokið og slegið. Ekki
kemur fram á umslagi hvernig plat-
an var unnin, en framsögn Diddu er
svo ólík milli laga að getur má að
því leiða að hún hafí lesið inná eft-
irá, til að mynda nánast syngur hún
í Iaginu/ljóðinu Vitlaus í’ða. I sum-
um tilfellum hafa tónsmiðirnir leik-
ið sér með röddina og jafnvel nýtt
sér hana eins og hvert annað
áhrifshljóð; heyi' til að mynda ann-
að lag disksins, Enginn, þar sem
Herb Legowitz nýtir orðið enginn
sem skraut og taktmerki.
Eitt það skemmtilegasta við
Strokið og slegið er hversu margir
koma að verkinu, því platan er frá-
bærlega fjölbreytt. Pegar við bæt-
ist að á henni eru saman komnir
margir skemmtilegustu tónsmiðir
og tónmyndlistarmenn landsins
hlýst eðlilega af öllu saman hin
besta skemmtun.
Einna skemmtilegustu lögin eru
frá Margréti Örnólfsdóttur, það
fyrra Augnablik þar sem strengir
og leikhúslegur sprettur falla frá-
bærlega að ljóðinu og síðar gjörólík
breakbít-stemmning í laginu 1
gramm, þar sem píanómillispil ljær
ljóðinu upphafna fegurð. Mikið
væri gaman að fá að heyra frá Mar-
gréti meira af slíku.
Sigtryggur Baldursson á líka
bráðskemmtileg lög og fékk við að
eiga einna skemmtilegustu ljóðin á
plötunni. Upphafslagið er verulega
skemmtilegt en það síðara slær því
við í fjöri og frumlegheitum. Það
nýtur vissulega einnig þess að ljóðið
Mjólkaðu mig er með þeim bestu á
plötunni, litað myrkri kímni.
Herb Legowitz á mjög góða
spretti, sérstaklega er gaman að því
hvernig hann notar nánast óbærileg
hljóð í lok fyrra lags síns svona rétt
til að undirstika tónlistina sjálfa, en
í öðru laginu fær hann útrás fyrir
reggí í skemmtilegu lagi.
Magga Stína og Valgeir Jónsson
eiga tvö lög líkt og þau sem talin
eru og sérstaklega er það fyrra
skemmtilegt þar sem þau leika sér
með bi-othljóð og þunga undiröldu. í
seinna laginu, Aldrei örið, eiga þau
erfiðara með að halda athygli hlust-
andans, enda er það alllangt, hálf tí-
unda mínúta.
Hilmar Jensson veltir upp spurn-
ingum um tónlist með sérkennilegu
undirspili undir áhrifamikið ljóð,
Pað er ekki ósennilegt, þar sem
bjögun og suð kallast á við mjúk-
róma gítarundirspil. Seinna lag
hans er á svipuðum slóðum utan að
nú er röddin einnig bjöguð og fram-
andleg. Bráðgott lag.
Sigur Rós á eitt lag á plötunni,
við ljóðið Dót, þar sem fagrir hljóm-
ar nánast hverfa fyrir ásókn eyðing-
araflanna, suðið hefst og hnígur þar
til það hefur betur í lokin.
Öskar Guðjónsson á lokaorð plöt-
unnar og fléttar framandlegum
blásturshljómum við röddina, sem
er á köflum svo fjarri að varla er
hægt að heyra orðaskil, eða að hún
kastast á milli rása. Pétur Hall-
grímsson á líka gott lag á diskinum
við ljóðið Sómi íslands þar sem
hann fer á kostum á fetilgítar.
Einnig er lag Sölva Blöndals við
ljóðið Kisa gott, hrátt slagverk og
þungur bassi.
Niðurröðun laga á diskinn er
einkar vel heppnuð, sérstaklega
hljóma vel saman lögin á loka-
sprettinum.
Strokið og slegið er vel heppnuð
plata og skemmtileg. Vissulega eru
sum ljóðanna erfið fyrir viðkvæm
eyni og tónlistin sumstaðar líka, en
það margborgar sig að leggja við
hlustir.
Umslag plötunnar er mjög gott
að utan, en aftur á móti óaðlaðandi
og litlaust þegar það er opnað. Gott
hefði verið að fá ljóðin með, til að
mynda í lokalaginu, þar sem oft er
erfitt að greina hvað sagt er.
Árni Matthíasson
Draumkennt tölvupopp
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
BANG Gang kynnir skífu sína í lastabæli.
JULIE Walters og Brenda Blet-
hyn í Girl’s Night.
Stórleikkon-
ur í hjart-
næmri mynd
►LEIKKONAN Brenda Blethyn
hefur ekki sést. á hvíta tjaldinu
hérlendis síðan hún sló í gegn í
Secrets and Lies, fyrr en nú að
Háskólabíó hefur tekið til sýn-
inga myndina hinni hjartnæmu
mynd Girl’s Night, þar sem
Brenda er í aðalhlutverki ásamt
Julie Walters.
Báðar hafa aðalleikonurnar
verið tilnefndar til óskarsverð-
launa, Brenda fyrir Secrets and
lies og Julie fyrir leik sinn í Ed-
ucating Rita árið 1983.
Leikstjóri þessarar bresku
myndar er Nick Hurran en sagan
er byggð á handriti eftir Kay
Mellor. Julie og Brenda leika vin-
konurnar Dawn og Jackie.
Líf þeirra tekur miklum breyt-
ingum þegar Dawn (Brenda Blet-
hyn) vinnur stóra vinninginn í
föstudagsbingóinu. Þær halda
upp á vinninginn en þá segir
Dawn vinkonu sinni að hún sé
með krabbamein, eigi skammt
eftir ólifað og ætli að afþakka
læknismeðferð. Þær ákveða að
njóta síðustu stundanna saman
og skreppa til Las Vegas.
TONLIST
Geisladiskur
YOU
You, geisladiskur Bang Gang. Bang
Gang skipa Barði Jóhannsson og Est-
er Thalía Casey. Barði semur öll lög
og texta og annast útsetningar, en
Ester syngur. Ymsir komu við sögu í
upptökunum. Sproti gefur út, Skífan
dreifir. 42,33 mín.
BARÐI Jóhannsson hefur víða
komið við í íslensku tónlistarlífi og
jafnan vakið athygli fyi'ir frumlega
tónhugsun og skemmtilegar hug-
myndh-. Ekki er ástæða til að tíunda
fyrri sveitir hans, enda eru þær svo
frábrugðnar því sem gefur að heyra
á fyrstu breiðskífu samstarfsverk-
efnis hans og Esterar Thalíu Casey,
Bang Gang. Lög sveitarinnar hafa
hljómað í útvarpi og notið vinsælda
undanfarið, en í þeim er Barði að
marka sér nýjar brautir í lagrænni
danstónlist og um leið orðinn meðal
frumherja í íslensku danspoppi.
Aðal Bang Gang er grípandi lag-
línur í hægfara draumkenndu tölvu-
poppi með lágstemmdum söng
Esterar. Textar eru mai-gir allmyrk-
h' og útsetningar th þess fallnar að
ýta undir stemmninguna í þeim. Þær
eru reyhdar fjölbreyttar, þótt yfir-
bragðið sé yfirleitt hið sama, heyi-
þannig hve slagverk og tölvuhljómar
falla vel saman í upphafslaginu,
framúrstefnulegan trommutakt í
öði-u laginu og íslensk-indverska
strengi í því fjórða. Seint verða
menn leiðir á að hlusta á You, slík er
fjölbreytnin í útsetningum og hljóð-
færaslætti.
Lögin eru misgrípandi og sum til-
raunakennd. Nefna má lög eins og
Save Me, sem gengur vel upp í slitr-
óttri útsetningu, Never Ever, sem er
afskaplega gott lag með þykkum
hrynhljómum, og Another You, þar
sem gítarhljómar koma skemmtilega
fyrh' og taktskiptin hálfa þriðju mín-
útu inn í lagið og svo aftur 40 sek-
úndum síðar vel af hendi leyst.
Upphafslag plötunnar er bráðgott
með skemmtilega lifandi slagverki.
Ester syngur það líka vel og líkt og
víðast á plötunni fer vel á því að
Barði raddar. Ekki er raddsetning
þó alltaf vel heppnuð, til að mynda
eru raddinnskot í Hazing Out ekki til
þess fallin að lyfta laginu. Groddaleg
rödd Bai'ða kallast vel á við tæra og
sakleysislega rödd Esterar og gefur
nauðsynlega dýpt í lögin.
Flestir þekkja lög eins og So
Alone? og Sleep, sem hljómar alltaf
jafn vel, afspyi-nugott popplag í
skemmtilegri útsetningu, en bestu
lög á plötunni eru þó Sacred Things,
Liar, Falling Apart og Never Ever
með frábærum bassainngangi og
góðu slagverki.
Bang Gang hefur hlotið athygli
fyrir tónsmíðar sínar ytra og ekki
nema von, sveitin á fullt erindi á er-
lendan markað og lítur stíft þangað;
umslag plötunnai’ er allt á ensku.
Væntanlega þarf þó að herða á út-
setningum og slípa eitthvað betur
áðui' en sveitin verður alþjóðleg
markaðsvara. Ester Talía þyrfti og
að leggja meiri rækt við enskan
framburð sinn og þjálfa betur
áherslur, þær eru fullíslenskar eins
og heyra má til að mynda í lokalagi
plötunnar. Það er þó það eina sem
telja má mínus á þessari skífu; Barði
og Ester hafa náð að setja saman
framúi'skarandi plötu sem er með
því besta sem komið hefur út á árinu
og markar módernísku íslensku
poppi nýja stefnu.
Árni Matthíasson
MYNPBÖND
Saga af smábæ
Hver er Gummo?
(Gummo)__________
Gaman il rama
★V4
Framleiðendur: Cary Woods. Leik-
stjóri: Harmony Korine. Handritshöf-
undur: Harmony Korine. Kvikmynda-
taka: Jean Yves Escoffier. Tónlist:
Randal Poster. Aðalhlutverk: Linda
Manz, Max Perlich, Jacob Reynolds,
Chloe Sevigny, Jacob Sewell, Nick
Sutton. 90 mín. Bandaríkin. Mynd-
form 1998. Myndin bönnuð börnum
innan 16 ára.
HARMONY Korine er aðeins 24
ára en honum skaut upp á stjörnu-
himininn eftir að hann skrifaði hina
umdeildu „Kids“.
Hver er Gummo? er
fyrsta mynd Korine
sem leikstjóra og er
hún að mörgu leyti
merkileg en að litlu
leyti góð. Korine
sjálfur segist vera
Wemer Herzog fyr-
ir MTV-kynslóðina
sem segir að annað-
hvort sé eitthvað
virkilega mikið að MTV-kynslóðinni
eða Korine sjálfum.
Myndin reynir merkilega mikið að
hneyksla áhorfandann og sýna smá-
bæinn Xenia í Ohiofylki uppfullan af
heimsku, ógeðslegu og skemmdu
fólki, sem hefur búið við innvensl um
árabil. Það eru nokkrar sögur í gangi
í myndinni og allar ganga þær ekki út
á neitt og verður brátt hundleiðinlegt
að fylgjast með þessu tilgangsleysi.
Leikararnir standa sig prýðilega og
eru nokkur þekkt andlit í myndinni
og má benda á Max Perlich í hlut-
verki hómangara, sem leigir van-
skapaða konu út til allra sem hana
vilja' og Chloe Sevigny úr „Kids“ er í
hlutverki heimskrar ljósku. Á meðan
John Waters gerði það að hneyksla
fólk að umdeildri list þá tekst Har-
mony Korine að gera merkilega leið-
inlegt myndrænt hneyksli.
Ottó Geir Borg
Frekar þá
dönsku
Næturvaktin
(Nightwatch)_____________
Sppiinuliro II ui'
★
Framleiðandi: Michael Obel.
Leikstjóri: Ole Bornedal. Handrit:
Ole Bornedal og Steven Soederberg.
Kvikmyndataka: Dan Laustsen.
Aðalhlutvcrk: Ewan McGregor,
Patricia Arquette og Nick Nolte. (97
mín.) Bandarfsk. Skífan, nóvember
1998. Bönnuð innan 16 ára.
DANSKA kvikmyndin „Nattevagt-
en“ þótti vel heppnuð spennumynd
sem færði hefðbundna raðmorðingja-
frásögn í ferskan
búning og danskt
umhverfi. Með
bandarísku endur-
gerðinni sem hér
um ræðir hefur
morðsaga þessi
e.t.v. verið færð
nær upprunanum,
þ.e. hinni sívinsælu
bandarísku
raðmorðingjamynd.
Endurgerðin skilar spennu og
ísmeygilegum hrylhngi án vand-
kvæða en í henni eru smávægilegar
breytingar til að myndin falli betur
að formúlunni. Þannig er heildarútlit
sótt í þá hryllingsmyndatísku sem
„Seven” kom af stað auk þess sem
Hollywood-útgáfan gefur sér meiri
tíma í að nostra við líkamsmeiðingar
og niðurlægingu kvenlíkamans sem
er undirstaða þessarar hrollvekju líkt
og margra annarra. Þá myndar
klisjukennd persónan, sem Nick
Nolte leikur, veikan hlekk sem ekki
var til staðar í dönsku myndinni. Þó
svo að bandaríska Næturvaktin sé
sæmileg hrollvekja, mæh ég með að
fólk leigi sér frekar dönsku
frummyndina, því þessi hefur
nákvæmlega engu við hana að bæta.
Heiða Jóhannsdóttir