Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MARGRET FAI FJÁRHÚSIÐ KELDUR ERU þegar orðinn þekktur staður í tengslum við alþjóðlegar rannsóknir á hæggengum veirum, sem m.a. valda visnu og mæðiveiki. Þessar rannsóknir urðu þekktar í vísindaheiminum þegar á dögum dr. Björns Sigurðssonar, sem hóf þær, og við lát hans héldu menn áfram rannsóknum er hann hóf. Margrét Guðnadóttir, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarstofu í veirufræði, hefur undanfarin ár unnið að visnurannsóknum á stofnun sinni. I fyrradag sagði hún frá árangri af þessum störfum sínum og er ekki annað að sjá, en þar geti verið um tímamótaáfanga að ræða í baráttunni við hæggengar veirusýkingar. Því ber að fagna, vegna þeirra vona, sem við þennan áfanga eru bundnar og þá ekki síður með tilliti til þeirrar sérstöðu, sem íslenzk vísindi hafa aflað sér á þessu sviði, en visna er notað í alþjóðlegu vísindamáli vegna þessa brautryðjendastarfs, sem hér hefur verið unnið. Þetta íslenzka orð er þannig alþjóðlegt orð með sama hætti og t.a.m. geysir eða saga. Tilraunir Margrétar Guðnadóttur vekja vonir um að ekki líði mörg ár þar til fundið verði bóluefni við hinum lífsháskalega sjúkdómi, alnæmi í mönnum, sem einnig orsakast af hæggengum veirum. Um það segir prófessor Margrét m.a.: „Eyðniveiran er mjög lík veirunni, sem veldur mæðiveiki og visnu. Þær tilheyra allar sama veiruflokknum og eru með erfðaefni sem er að stórum hluta eins. Sjúkdómsmyndin í kindum og í fólki er ekkert ósvipuð. . . Ef það er hægt að bólusetja við annarri veikinni, myndi ég halda að það sama ætti við um hina.“ Margrét Guðnadóttir verður sjötug á næsta ári. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún vildi halda áfram að rannsaka þetta bóluefni, en til þess þyrfti hún helzt fjárhús og aðstöðu. Kanna þyrfti betur bóluefnið, hve mikið þyrfti að gefa af því o.s.frv. Það virðist sjálfsagt að Margrét fái allt það sem hún þarf til þess að geta haldið áfram þessum rannsóknum. Að stöðva hana vegna þess að hún er sjötug, þegar hún ef til vill stendur frammi fyrir því að leysa einhverja erfiðustu gátu læknisfræðinnar nú á dögum, er blátt áfram fáranlegt. Margrét Guðnadóttir á að fá alla þá aðstoð við rannsóknir sínar, sem hún þarf. BÖRN OG HEILBRIGÐI GREINILEG FYLGNI er á milli þjóðsfélagsstöðu foreldra - það er menntunar, atvinnu og ráðstöfunartekna - og heilsufars barna þeirra. Veikindi barna eru almennari hjá þeim þjóðfélagshópum sem verr eru settir. Þetta er niðurstaða norrænnar könnunar sem náði til 15 þúsund fjölskyldna á Norðurlöndunum öllum. Hún var kynnt á ráðstefnu um lýðheilsu og læknisfræði sem haldin var í Reykjavík í fyrradag í tilefni af því að Olafur Olafsson landlæknir er að láta af störfum. „Þetta er auðvitað í fyllsta máta óréttlátt gagnvart þessum börnum,“ sagði Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir í erindi um heilbrigði barna og þjóðfélagsstétt á ráðstefnunni. Undir þau orð skal tekið. En hvað veldur? Orsaka þarf að leita - og bregðast við þeim. Leita foreldrar af efnahagslegum ástæðum sjaldnar, of seint og í sumum tilfellum alls ekki til læknis vegna sjúkleika barna sinna? Ef svo er þarf samfélagið að bregðast við, fljótt og vel. Allir - ekki sízt börn - eiga að hafa greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahagslegrar stöðu. Það er bæði lagalegur og siðferðilegur réttur þeirra. Matthías Halldórsson sagði á ráðstefnunni: „Að einhverju leyti geta erfðir ráðið, lífsstíll foreldra, til dæmis hvort þeir reykja og hvort börn verða þá fyrir óbeinum reykingum og líði fyrir það. Verið getur líka að það að vera í minnihlutahópi, sem hefur það á einhvern hátt verra en aðrir efnahagslega, geti framkallað streitueinkenni sem koma niður á heilsufarinu almennt. Hugsanlegt er að allt komi þetta sem sagt gegn um streituhormón líkamans, að streita innan fjölskyldunnar sem berst í bökkum geti orðið til þess að börnin fái fleiri sjúkdóma en aðrir.“ Andleg og líkamleg heilsa barna ræðst m.ö.o. af því, hvers konar uppeldisskilyrði foreldrar - og samfélagið - búa þeim. Heimilishagir, fæðuval, leikskólar og skólar vega þungt á vogarskálum barnsins. Og einkum og sér í lagi samvistir foreldra og barna - sú hlýja og öryggistilfinning, sem hvert barn hefur ríkulega þörf fyrir. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er síðan lykilatriði, sem sérhvert siðað samfélag á að sjá sóma sinn í að sjá um. Útsvarstekjur borgarinnar aukast úr 11,8 milljörðum 1997 í 15,4 milljarða samkvæmt áætlun árið 1999 Utsvarstekjur Reykjavík- urborgar aukast um tæpa tvo milljarða króna á næsta ári miðað við árið í ár og er áætlað að þær nemi tæpum 15,4 milijörðum króna samanborið við 13,4 milljarða króna í ár sam- kvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætl- un. Um helming aukningar útsvars- teknanna má rekja til hækkunar út- svarsprósentunnar úr 11,24% í 11,99%, en hinn helminginn til auk- inna umsvifa í þjóðfélaginu og launahækkana. Veruleg hækkun út- svarstekna varð einnig milli áranna 1997 og 1998 vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu og má því gera ráð fyrir að útsvarstekjur borgarinnar aukist um 3,6 milljarða króna á tveggja ára tímabili úr 11,8 milljörð- um 1997 í 15,4 milljarða króna á ár- inu 1999. Á sama tímabili hafa rekstrarút- gjöld borgarinnar einnig aukist verulega og segja má að á næsta ári sé áætlað að útgjöld aukist vegna nærfellt allra málaflokka á vegum borgarinnar. Þannig er áætlað að á næsta ári aukist rekstrarútgjöld vegna fræðslumála um i'úmar 600 milljónir króna og nemi samtals rúmum 5 milljörðum króna. Kostn- aður vegna skipulags- og byggingar- mála vex um 50 milljónir króna, út- gjöld vegna menningarmála aukast um tæpar 150 milljónir króna og út- gjöld vegna æskulýðs- og tóm- stundamála aukast um tæpar 80 milljónir króna. Útgjöld vegna Dag- vistar barna aukast um rúmar 185 milljónir króna og framlag vegna SVR um íúmar 65 milljónh’ króna. Gert er ráð íyrir að samanlögð rekstrarútgjöld án fjármagnstekna og -gjalda nemi 14.862 milljónum króna á næsta ári samanborið við 13.591 samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar í ár og hækki því um 1.271 mhljón króna milli ára. Veruleg útgjaldaaukning varð einnig milli áranna 1997 og 1998 og jukust útgjöldin um nærfellt tvo milljarða króna milli áætlana eða úr rúmum 11,5 milljörðum króna í rúma 13,5 milljarða króna. Þá var einnig um að ræða hækkun á nær- fellt öllum rekstrarliðum. Sýnu mest jukust útgjöldin til fræðslu- mála þá eins og nú eða um tæpar 690 milljónir króna, rekstrargjöld Dagvistar barna hækkuðu um 260 milljónir króna og útgjöld vegna fræðslu- og öldrunarmála jukust um annað eins, svo dæmi séu tekin. Heildarskatttekjur 18,2 milljarðar Áætlaðar heildarskatttekjur á ár- inu 1999 samkvæmt fjárhagsáætlun, sem verður til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar á morgun, eru 18,2 milljarðar króna og rekstrargjöld að meðtöldum fjármagnsgjöldum eru talin nema 15,4 milljörðum króna. Afgangur samkvæmt rekstraáætlun er tæpir 2,8 milljarðar króna sem gengur til eignabreytinga, en sam- anlagt er áætlað að til ráðstöfunar þar séu tæpir 4,2 milljarðar króna. Þar eru stærstu útgjöldin vegna bygginga skólahúsnæðis rúmar 900 milljónir króna nettó, en einnig er áætlað að verja um 850 milljónum króna nettó til ný- ---------------- byggingar gatna og holræsa, 230 milljón- um í Listasafn í Hafn- arhúsinu, 175 milljón- um í Safnahúsið Tryggvagötu 15 og 267 milljónum til leikskóla, svo dæmi séu tekin. Heildarútgjöld borgarsjóðs, þ.e.a.s. rekstrargjöld að viðbættum eignabreytingaliðum, hafa verið talsvert umfram skatttekjur í Reykjavík síðustu árin og því hefur annaðhvort verið mætt með lántöku eða sölu eigna. Það sést þegar skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu hans eni skoðaðar, en skuldirn- ar hafa aukist hröðum skrefum all- an þennan áratug. Þar er auðvitað einnig um að ræða skuldir vegna fjárfestinga. Skuldir borgarsjóðs hafa hins vegar staðið í stað síðustu þrjú árin, en það skýrist að tals- Tekjur af útsvari hækka um 3,6 millj- arða á tveimur árum Tekjur af útsvari í Reykjavík hafa aukist hröðum skrefum á síðustu misserum. Það hefur þó ekki orðið til þess að skuldir borgarsjóðs ---------------------------------------------7---- hafí minnkað þar sem útgjöldin hafa einnig aukist verulega. I sam- antekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að hækkun útsvarsprósentunnar í Reykjavík á næsta ári og auknar tekjur vegna þess verði til þess að minnka skuldir borgarinnar. Skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu Reykja ví kurborgar 1991-1997 á verolagi nvers árs millj. kr. 49.686 20.000 Skuldir borgarsjóðs — og fyrirtækja skv. samstæðureikningi Skuldir borgarsjóðs skv. efnahagsreiknmgi 16.553 15.421 14.238 - 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 ur borgarinnar sköpuðu svigrúm til þess að greiða niður skuldir hennar sagði hún svo ekki vera. Með þess- um auknu tekjum gæti borgin staðið undir þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar væru án þess að þeim væri mætt með lántöku, eins og á árum áður, eða með sölu eigna, eins og síðustu ár. Þeim fjármunurn sem öfluðust vegna hækkunar útsvarsins yrði varið til fjárfestingar, sem áður hefði ekki verið hægt að fjármagna öðruvísi en með lántöku eða sölu eigna. Hún sagðist gera ráð fyrir að það fé sem skapaðist við það að færa niður eigið fé hins nýja orkuveitu- fyrirtækis sem tekur til starfa um áramót yrði notað til þess að greiða niður skuldir borgarsjóðs. Það þýddi að skuldir borgarinnar að meðtöldum fyrirtækjum í eigu hennar, þ.e.a.s. samstæðunnar, minnkuðu ekki, en skuldir borgar- sjóðs myndu minnka sem næmi lækkun eigin fjár orkuveitufyrir- tækisins. Það yrði til þess að lækka vaxtagjöld borgarsjóðs og yrði til þess að svigrúmið til framkvæmda í framtíðinni yrði meira. „Það er auðvitað alveg ljóst og var auðvitað mikið rætt í kosninga- baráttunni í vor að skuldir samstæð- unnar væra ekki að minnka, heldur væra sþuldir borgarsjóðs að minnka. Eg geri skýi'an gi'einannun á því hvort um er að ræða skuldir sem greiðast af skattfé eða skuldir sem greiðast með öðram hætti,“ sagði Ingibjörg Sólrán. Hún sagði að fyrirtæki borgar- innar myndu geta staðið undir þess- ari skuldsetningu. Það gilti til dæm- is um Félagsbústaði þar sem gert væri ráð fyrir að þau lán sem þeir tækju yi'ðu greidd með leigutekjum eða húsaleigubótum sem borgin greiddi. Niðurfærsla á eigin fé orku- fyiirtækjanna og sú skuld sem við það skapaðist yi'ði gi-eidd af tekjum Heildarútgjöld borgarsjóðs í hlutfalli af skatttekjum 1990-1998 Fjarfesting \ 121,5% 123^% Rekstur án vaxta | 112,8% 113,8% 104,8% 103,6% 104.1% 106,2% 106,0% 22,1% 21,6% 22,1% 20,8% 82,0% | 82,0% | 84.1% I 85-2% 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Útgjöld til fræðslu- mála aukast um 600 milljónir verðu leyti af tekjum sem borgar- sjóður hafði vegna eignasölu til Fé- lagsbústaða, sem er fyrirtæki sem var stofnað í kringum leiguhúsnæði í eigu borgarinnar. Ekki era hand- bærar upplýsingar um þróun skulda borgarinnar og fyrirtækja hennar í ár, en á næsta ári er ekki gert ráð fyrir að skuldir borgarsjóðs og fyi'- irtækja í eigu borgarinnar aukist í heildina. Ekki er hins vegar reiknað með niðurgreiðslu skulda heldur að ------------ tekjunar, sem meðal annars skapast vegna hækkunar útsvarspró- sentunnar, standi undir rekstri og fjár- festingu á vegum borgarinnar á næsta ári. Þrátt fyrir auknar útsvarstekjur í heild eru útsvarstekjur á íbúa í Reykjavík lægi'i en útsvarstekjur á íbúa í mörgum öðrum sveitarfélög- um. Þannig voru útsvarstekjur á íbúa í Reykjavik á árinu 1997 sam- kvæmt árbók sveitarfélaga tæpar 112 þúsund, krónur, en voru á sama tíma 128 þúsund krónur að meðal- tali í Garðabæ, 121 þúsund í Vest- mannaeyjum og 131 þúsund á Sel- tjarnarnesi, svo dæmi séu tekin af sveitarfélögum með fleiri en eitt þúsund íbúa sem einnig hafa inn- heimt lágmarksútsvar. Hæstar eru hins vegar útsvarstekjurnar á íbúa í Neskaupstað þar sem þær vora rúmar 138 þúsund krónur að meðal- tali á árinu 1997. Þessar tölur end- urspegla auðvitað að laun era að meðaltali lægri í Reykjavík en í þessum umræddu sveitarfélögum. Einnig útgjaldaauki Aðspurð hvernig á því stæði að Reykjavíkurborg þyi'fti að hækka útsvarsprósentuna í ljósi þess mikla tekjuauka sem borgin væri að fá vegna aukinna umsvifa í þjóðfélag- inu, sagði Ingibjörg Sólrán Gísla- dóttir borgarstjóri að ekki væri ein- ungis um tekjuauka að ræða heldur einnig veralegan útgjaldaauka fyrir borgina vegna þeirra launahækkana sem samið hefði verið um í kjara- samningum. Að auki stæði borgin andspænis veralegum framkvæmd- um, eins og hvað varðaði einsetn- ingu skólanna, en áætlað væri að um einum milljarði króna yrði varið til byggingar skóla á næsta ári. Þá hefði rekstrarkostnaður vegna skóla aukist mjög mikið og sem dæmi um það ykist rekstrarkostnaður þeirra um 35% á milli áætlunar ársins 1997 og fjárhagsáætlunar næsta árs, eða á tveimur árum. Þar vægi kjara- samningur vegna kennara þyngst, en einnig væri um að ræða viðbótar- kostnað vegna fjölgunar kennslu- stunda í skólunum, ráðningu náms- ráðgjafa, fjölgun nemenda og fleira. Til dæmis hefði stöðugildum kenn- ara fjölgað um sjötíu á síðustu tveimur áram. Með sama hætti þýddu nýir leikskólar aukin rekstr- arátgjöld vegna fleiri starfsmanna. Ingibjörg Sólrún bætti því við að tekjuaukning borgarsjóðs vegna út- svarsins endurspeglaði þær launa- breytingar sem orðið hefðu í samfé- laginu. Borgin hefði ekki tekjur af veltusköttum eins og ríkið hefði og langstærsti útgjalda- liður borgarinnar væri laun. Því til stuðnings mætti benda á að rekstrarátgjöld borg- innar sem hlutfall af skatttekjum hefðu ekki verið að aukast sem neinu næmi á þessu ára- bili. Hins vegar hefði ekki verið nægur afgangur af skatttekjum til þess að standa undir þeim fram- kvæmdum sem nauðsynlegar væru, en þar vægju langsamlega þyngst skólarnir og gatnagerðin, en um 900 milljónum króna yrði varið til hvors málaflokksins um sig einungis á næsta ári eða samanlagt um 1,8 milljörðum króna. „Það er það sem er kannski vandamálið okkar að eiga fyrir þeim framkvæmdum sem við teljum að ekki sé hægt að fresta,“ sagði Ingibjörg Sólrán. Aðspurð hvort þessar auknu tekj- Arðgreiðslur orku- fyrirtækjanna lækka þeirra og ekki myndi þurfa að koma til hækkunar á gjaldskrá þeirra af þeim sökum. Hins vegar væri gert ráð íyrir því að arðgreiðsla fyrir- tækjanna í borgarsjóði lækkaði, en hún hefur numið nálægt 1,4 millj- örðum króna á 0x4 síðustu þi'jú ár. títgjöld ríkissjóðs aukist xneii'a Ingibjöi’g sagði að vissulega væi'i það i'étt að borgarsjóður hefði notið aukinna tekna vegna góðæi’isins að undan- fórnu, en ítrekaði að það endurspeglaðist einnig að veralegu leyti í auknum út- gjöldum borgarsjóðs vegna hærri launa og mem umsvifa. Því væri hins vegar öðnxvísi varið með x'íkis- sjóð, því að hann væi'i ekki bara að njóta aukinna tekna vegna góðæi’is- ins með meiri tekjum af tekjuskatti heldur einnig vegna hærri veltu- skatta. „Mér fmnst það mjög at- hyglisvei't þegar ég skoða saman- burð á milli ái'anna 1997 og 1999 hjá boi-ginni annai's vegar og í-fkinu hins vegar að bæði hafa tekjur n'kis- sjóðs vexið að aukast meii’a en tekj- ur borgai'innar og rekstrai'útgjöld x-íkisins hafa verið að hækka meira en rekstrarútgjöld borgarinnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún að lokum. Thant Myint-U segir Sameinuðu þjóðirnar hafa gert mörg mistök í starfí sínu í Kambódíu og Bosníu 1989-1996 Morgunblaðið/Golli FRÁ fyrirlestri Thants Myint-U í Háskóla íslands. Tiltrú á friðargæslustarfi SÞ ekki lengur eins mikil EKKI er líklegt að Sameinuðu þjóðirnar muni í framtíðinni standa á bak við jafn umfangs- miklar friðargæsluaðgerðir og var raunin í Kainbódíu og ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1989-1996. Sú ofurtrú sem menn höfðu á slíkum friðargæsluað- gerðum SÞ í kjölfar falls Berlín- armúrsins og endaloka kalda stríðsins, þegar margir vonuðust til að SÞ gætu orðið sterkur og óumdeildur leiðtogi í alþjóðamál- um, er nú að mörgu leyti gufuð upp. Sýnir enda reynslan að þau markmið sem sveitirnar lögðu upp með er þær fóru inn í Kam- bódíu og Bosníu voru óraunhæf eða illa skilgreind, auk þess sem það var oft á tíðum ekki í valdi sveitanna að framfylgja þeim með viðunandi hætti. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Thants Myint-U, fræðimanns við Cambridge-háskólann í Bretlandi, í Lögbergi fyrir skömmu en fyrir- Iesturinn var í boði heimspeki- deildar Háskóla Islands og Al- þjóðamálaskrifstofu Háskólans. Sagði Thant í samtali við Morg- unblaðið að hins vegar megi ekki dæma SÞ of hart. Samtökin fái erfið verkefni upp í hendurnar með stuttum fyrirvara, allur und- irbúningur sé því gerður af van- efnum og á síðustu stundu. Bend- ir Thant aukinheldur á að árang- urinn sé ekki alltaf alslæmur, í Kambódíu hafi t.d. mjög dregið úr átökum á þeim tíma sem frið- argæslusveitir SÞ voru í landinu þótt öðrum markmiðum hafi ekki endilega verið náð fyllilega. Mistök endurtekin í Kosovo Thant Iauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1996 með ritgerð um nýlendustjórn Breta í Búrma á síðari hluta 19. aldar, en Thant á einmitt rætur að rekja til Búrma. Afi hans, U Thant, gegndi stöðu framkvæmdastjóra SÞ á ár- unum 1961-1971 og sjálfur hóf Thant fyrst störf fyrir SÞ árið 1987. Hann var siðan aðstoðar- maður forstjóra eftirlitsskrifstofu mannréttindamála í Kambódíu ár- in 1992-1993, talsinaður friðar- gæslusveita SÞ í Sarajevó 1994-1995 og árið 1996 var liann mn tíma sérstakur sendimaður framkvæmdastjóra SÞ í Bosníu- Hersegóvínu. Thant Myint-U, sem starfað hefur með frið- argæslusveitum Samein- uðu þjóðanna í bæði Kambódíu og Bosníu, hélt fyrir skömmu fyrir- - lestur í Háskóla Islands þar sem hann gaf nokkra innsýn í reynslu sína af þessum vett- vangi, Davíð Logi Sigurðsson átti spjall við Thant að fyrirlestr- inum loknum. Sagði Thant að SÞ hafí ekki lengur þá tiltrú sem samtökin höfðu er þau fóru inn í Kambódíu 1992 með friðargæslulið sitt, til að tryggja í sessi friðarsamning sem gerður var í París og þrýsta lýðræðisþróun áfram. Margt má hins vegar læra af mistökum SÞ í bæði Kambódíu og Bosníu, að sögn Thants, og þess vegna vekur það athygli hans að honum virðist sem nú sé verið að endurtaka sömu mistökin í Kosovo í Jú- góslavíu, en þar munaði fyrir skemnistu litlu að kæmi til hem- aðaríhlutunar vesturveldanna eft- ir hernað Serba þar í héraðinu gegn Kosovo-Albönum. Thant segir að reynsla sín af friðargæslustörfum í Bosníu geri það að verkum að haun telji að ekki eigi að senda jafn mikinn fjölda óvopnaðra eftirlitsnianna inn á átakasvæði eins og nú var gert í Kosovo, til að hafa eftirlit með því að Serbar dragi herlið sitt raunvenilega út úr héraðinu, enda geta þeir á engan hátt varið hendur sínar og eru því algerlega upp á náð og miskunn heima- manna komnir. Var hugmyndin sú að flugsveitir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) væru til taks, þyrfti að flytja eftirlits- inennina skyndilega á brott en Thant segir liins vegar að rétt, sé að velta því fyrir sér hvað til bragðs eigi að taka ef t.d. einn eftirlitsmanna lætur lífíð. Hvar ætlar alþjóðasamfélagið að draga líhuna og flytja eftirlitsmennina á brott? „Hættan er sú,“ segir Thant, „að inenn hugsi í hvert sinn,, ja, þetta var bara eitt einstakt atvik, eitt einstakt brot á skilmálum okkar" og slái striki yfir brot deiluaðila, rétt eins og gerðist ít- rekað í Bosníustríðinu, þegar friðargæslusveitir SÞ voni „létt- vopnaðar" - sem þýddi í raun að þær gátu aldrei varið hendur sín- ar.“ Ekki alltaf ógnvænlegt starf Sú spurning vaknar í framhaldi hvort starf friðargæsluliðans sé ekki heldur ógnvænlegt. Thant segir slíkt vitaskuld fara eftir að- stæðum á hverjum stað og oftast nær sé öryggi inanna með ágæt- um, það sé því alls ekki alltaf ógn- vekjandi að starfa sem friðar- gæsluliði SÞ. „Maður veit heldur aldrei í raun liversu mikla áhættu er verið að taka í það og það skiptið," segir Thant. Hann samþykkir reyndar að kannski sé slík óvissa jafnvel enn ógnvænlegri. „I Bosniu má segja að það hafi verið hálf „súrrealísk" upplifun að sitja e.t.v. í ró og spekt á kaffihúsi í kunnuglegu evrópsku umhverfi og verða síðan allt í einu fyrir því að flugskeyti rýfur friðinn með því að skella á næsta húsi.“ Jafnframt segir Thant það hafa verið undarlega upplifun að sitja sem stjórnarerindreki í siðuðum kvöldverðarboðum í Bosníu með mönnum sem áttu yfír höfði sér ákærur vegna stríðsglæpa og þjóðarmorða. Segist hann reynd- ar efast um að sú stefna að reyna að friða þessa aðila, í þeirri von að þeir kæmu til móts við óskir umheimsins, hafi verið rétt og að hún minni að mörgu leyti á frið- kaup með undanlátssemi. „Bosnía var í Evrópu, þar var að finna tuttugu þúsund hermenn á vegum Vesturveldanna og samt gátu 5-6 menn sem sýnt höfðu einræðistilburði stjórnað atburða- ' rásinni og sagt, Sameinuðu þjóð- unum og öðrum sem stuðla vildu að friði fyrir verkum. Þetta er það sem var svo rangt, að mínu niati. Þær stofnanir sem ætluðu að ná fram friði, tryggja líf íbúa þessara stríðshrjáðu landa voru í raun gíslar þessara rnanna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.