Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 60
. ðO MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
" FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
í DAG
Hönnuðir sýna
prjónafatnað
ELM er nýstofnað fyrirtæki
þriggja hönnuða sem undanfarið
hafa unnið að gerð kvenlegs
prjónafatnaðar úr alpaca
gæðaull frá Perú sem er einstök
hvað varðar mýkt og léttleika,
segir í fréttatilkynningu.
Haldin verður sýning á þessari
fyrstu framleiðslu ELM á Café
Sóloni Isiandusi miðvikudags-
kvöldið 2. desember kl. 20. Hönn-
uðirnir eru þær Erna Steina
Guðmunsdóttir, Lísbet Sveins-
dóttir og Matthildur Halldórsdótt-
ir.
Einnig verða þessar vörur til
sýnis og sölu í Sölvasal, Sóloni Is-
landusi, föstudaga og laugardaga
kl. 12-16, sunnudaga kl. 14-18,
mánudaginn 21. des. kl. 16-22,
þriðjudaginn 22. des. kl. 16-22
og miðvikudaginn 23. des. kl.
12-24. Skófatnaður á sýningunni
er frá versluninni 38 þrep.
Þjónustusamningur við
Naust á Þórshöfn
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
Isak Ólafsson, sveitarstjóri Þórs-
hafnar, og Jóhann Sigfússon, odd-
viti Svalbarðshrepps, hafa undirrit-
að þjónustusamning vegna starf-
semi stofnunarinnar.
Samningurinn felur í sér að heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
ið kaupir fyrir hönd ríkissjóðs þjón-
ustu af stofnuninni en hún selur 7
hjúkrunarrými og 2 dagvistunar-
rými og eru ákvæði í samningnum
um að nýting rýma verði ekki minni
en 98 af hundraði á ári hverju. Að
auki leggur stofnunin til 4 dvalar-
rými sem lífeyristryggingadeild
Tryggingastofnunar ríkisins greiðir
fyi'ir.
Skilgreindar eru í samningnum
kröfur heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytis vegna aðbúnaðar og
þjónustu við vistmenn, markmið
með því að veita þjónustuna, um
hjúkrunarþátt þjónustunnar og eft-
irlit með framkvæmd samningsins.
Ríkissjóður greiðir Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Nausti, Þórs-
höfn, 21 milljón og 9 hundruð þús-
und krónur árlega fyrir þjónustu
sem vistmönnum er veitt á stofnun-
inni.
Verslunarferð til
St. John's
í Kanado*
á aðeins kr. 19.200,-
(Innifalið: Flug - gisting - skattar)
Eigum enn nokkur sæti laus í þessa einstöku
ferð til St. John’s, höfuðborg Nýfundnalands.
Verslunarhús í St. John’s bjóða upp á frábæra
þjónustu og flest opin til kl. 23.00. Góður
afsláttur og tilboð, sérstaklega fyrir íslendinga.
Lent er í Kanada kl. 6.40 8. des. eftir 3ja tíma
flug frá Kef., flogið frá Kanada kl. 19.00 9. des.,
lent í Kef. kl. 1.55. Gist er eina nótt á Holiday Inn.
Bókanir í síma 562-9950
Vestfjarðaleið -
Ferðaskrifstofa,
Skógarhlíð 10.
íþróttir á Netinu ^mbl.is
ALLTAf= €=ITTH\/ALD A/ÝT7
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Stuðningnr
við grein
ÉG VIL lýsa yfir stuðn-
ingi við grein, sem birtist
sl. laugardag í Morgun-
blaðinu, sem fjallar um
ólöglega ríkisinnheimtu.
Mér fínnst þessi inn-
heimta Landmælinga Is-
lands á birtingaleyfís-
gjaldi forkastanleg, sér-
staklega þar sem hér er
um að ræða hiuti sem all-
ur almenningur í landinu
á og hefur borgað með
skatti sínum. Þessi Land-
mæiingastofnun minnir
orðið óþægilega á
Bifreiðaeftirlit ríkisins og
þá „kommisera“ sem þar
störfuðu. Ég var farinn að
vona að þessi vondu ein-
okunarfyrirtæki ríkisins
væru liðin undir lok. Ég
tek undir með greinarhöf-
undi þar sem hann hvetur
þá sem greitt hafa þetta
ólöglega gjald að heimta
fulla endurgreiðslu. Svona
svívirða gengur bara ekki
lengur.
Kortaáhugamaður.
Lánleysi
Framsóknar
VELVAKANDA barst
eftirfarandi bréf:
„Skammsýnir og lán-
lausir voru framsóknar-
menn á þingi sínu sunnu-
daginn 22. nóvember að
kjósa Siv Friðleifsdóttur
ekki nýjan varaformann
flokksins. Slíkur frísk-
leiki er yfir henni, þrótt-
ur, leiftrandi gáfur og
málsnilld, að hún hefði
sópað nýju fylgi að
flokknum um lands-
byggðina alla, ef þing
þetta hefði borið gæfu til
að leiða þessa frábæru
konu til öndvegis í
fiokknum við hlið for-
mannsins. En, því miður,
á þessum bæ eru menn
oft seinheppnir og því
mun nýtt fylgi við hinn
gamla Framsóknarflokk
ekki sópast að honum í
komandi alþingiskosning-
um. Ég, sem þessar línur
sendi frá mér, vonsvikin,
mun snúa mér að öðrum
valkostum með atkvæði
mitt - og svo munu marg-
ir gera, veit ég. Finnur,
hinn óvinsælasti meðal
allra ráðherra ríkis-
stjórnarinnar, segist ætla
að snúa sér að því að efla
innra starf flokksins.
Flestum sýnist hann hafa
meira en nóg að gera við
að sinna öllum ráðherra-
viðfangsefnunum, sem
hann ræður þó ekki við
sem skildi. Til þess skort-
ir hann sitthvað, sem Siv
býr yfír í ríkum mæli.
Litlir kariar í valdastól-
um eru oft lafhræddir við
að fá nýtt hæfileikaríkt
fóik í nálægð sína. Því fór
nú sem fór. Bless, Fram-
sókn.
Helga R.
Ingibjargardóttir.
Tapað/fundið
Gulur plastkassi
datt af bfl
NOKKUR vitni voru að
því þegar gulur plast-
kassi datt af bíl við um-
ferðarljósin hjá Kolaport-
inu sunnudaginn 23. nóv-
ember kl. 18 og sáu bfl-
stjóra á tvflitum Ford
Econiline pallbfl taka
hann upp. Ökumaður
pallbílsins er vinsamlega
beðinn að skila þessum
plastkassa strax á skrif-
stofu Kolaportsins alla
virka daga kl. 10-16
(gengið inn í Tollhúsið að
norðanverðu og hringt
dyrabjöllu). Einnig er
hægt að ná í kassann til
viðkomandi ef hann
hringir í síma 562 5030 á
sama tíma og lætur vita
hvar hann er niðurkom-
inn. í kassanum voru
peningar, gögn og áhöld
sem eru eigandanum
mikils virði.
Gullhringur með blá-
um steini týndist
14 karata gullhringur með
bláum steini týndist sl.
þriðjudag, 24. nóvember,
sennilega fyrir utan
Læknasetrið, Þöngla-
bakka 6, eða innan dyra.
Hringurinn er afar breið-
ur. Eigandinn er gjörsam-
lega miður sín og biður
skilvísan fínnanda hafi
samband í síma 552 0356.
Barnagleraugu
í óskilum
BARNAGLERAUGU
fundust sl. föstudag á lóð
Breiðholtsskóla. Upplýs-
ingar í síma 557 7913.
Myndaalbúm
týndist í Kringlunni
ÉG týndi í Kringlunni
svart/hvítu myndaalbúmi
viku fyrir versiunar-
mannahelgi með myndum
síðan 1930.
Þeir sem kannast við að
hafa séð albúmið hafi vin-
samlega samband í síma
568 7717.
SKÁK
Kfö 33. Hxf7 mát) 29. - g5
30. g4 og svartur gafst upp
því 30. - gxf4 31. Dxg7+ -
Kxg7 32. Hh7+ - Kg6 33.
Bxf7+ - Kg5 34. Hh5 er
mát.
Ilin.sjón Miirgeir
Pcturssnn
STAÐAN
kom upp á
svæðamóti
Úkraínu í
nóvember.
Gennadi
Kuzmin
(2.560) hafði
hvítt og átti
leik gegn S.
Ovsejevitsj
(2.500).
29. Be8! (Býr
til máthótun-
ina 30. Dh8+
- Bxh8 31.
Hxh8 - Kg7
32. Hh7+ -
HOGNI HREKKVISI
nTJan/7 farsér i/arama/ms þegar hann/
i/er&ur ve/ kor."
Yíkverji skrifar...
VÍKVERJI var staddur í
London á dögunum og lá leið
hans þá sem oftar í bókaverzlun, að
þessu sinni rétt fyrir lokun. Tilvilj-
un olli því svo að Víkverji og af-
greiðslumaður sá, sem afgreitt
hafði hann í bókaverzluninni, hitt-
ust handan götunnar og tóku tal
saman. Þeim brezka þótti forvitni-
legt að heyra af íslenzkum bók-
menntum og bóksölu á Islandi.
Hvorki hafði hann nafn neins rit-
höfundar íslenzks á takteinum né
sagðist hann reka minni til að hafa
lesið bók af íslenzkum uppruna. En
hann hafði Björk á hreinu.
Englendingurinn sagði frásagnir
af jólabókaflóði á Islandi og bóka-
mörkuðum athyglisverðar, einkum
það fyrrnefnda, en í Englandi er
bókaútgáfa til þess að gera jöfn ár-
ið um kring. En þá tók steininn úr,
þegar Víkverki sagði þeim enska
bókabúðarmanni frá því, að á ís-
landi væru bækur á boðstólum í
matvörumörkuðum. Fór honum
reyndar sem Njáli að hann lét
segja sér þrisvar áður en hann
trúði. Sagði hann slíkt aldrei
myndu gerast í Englandi; að menn
myndu kaupa jólasteik og jólalesn-
ingu í sömu verzlun. Fyrr myndi
konungdæmið lagt af!
XXX
TERRY Pratchett heitir rithöf-
undur sem hefur heillað enska
lesendur upp úr skónum með bók-
um sínum af ævintýrum í
Discworld. Þegar Víkverji var í
London sat Pratchett í tveimur
efstu sætum lista yfír þær bækur,
sem þá vikuna seldust mest í borg-
inni. í efsta sætinu var nýjasta
bókin (númer 23 að því er Víkverja
minnir) og í öðru sæti sú, sem þar
kom á undan, (númer 22). Seldust
7.888 eintök af þeirri fyrrnefndu og
af hinni 7.599.
XXX
DAGARNIR 11, sem Agatha
Christie lét sig hverfa 1926,
hafa verið mönnum stöðugt tilefni
alls kyns vangaveltna, var hún
veik, átti hún í ástarævintýri, var
hún þreytt á eiginmanninum, eða
þurfti hún einfaldlega á einverunni
að halda sjálfri sér til framdráttar.
I sjónvarpi hérlendis var á dögun-
um sýnd kvikmynd um þetta efni
og í Englandi kom nýlega út enn
ein bókin um þessa huldudaga
skáldkonunnar. Höfundur hennar
heitir Jared Cade og vill hann
meina, að í eðli Agöthu hafí
hefnigirnin ríkt og hún hafí með
hjálp vinar falið sig til að ná sér
niðri á eiginmanni sínum. Af dóm-
um, sem Víkverji sá, að dæma hef-
ur Cade þó farið í geitarhús að leita
ullar. Hann er sagður hafa eytt sex
árum til bókarinnar og einn rit-
dómarinn sagði í lokin, að það væri
sorglegt, þegar svo löngum tíma
væri svo illa varið.
En fráleitt er þetta síðasta orðið
um þetta leyndarmál skáldkonunn-
ar. Það virðist nefnilega freista
manna ekki síður, en þau leyndar-
mál, sem hún sjálf setti á bækur.
Þó er sá munur á, að í bókarlok
ganga menn jafnan í músagildruna
meðan hún sjálf sleppur.