Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 41%
og fólki þykir lystug og hafa bæði
grænmeti og ávexti sem hluta af
mataræðinu, borða fitulitlar súpur
og velja sér fitulítla fæðu reglu-
bundið. Þessi ráð eru að sjálfsögðu
ætluð fullorðnum. Börn í vexti þurfa
óskerta málsverði.
Ákveðið magn af fítu er líkaman-
um nauðsynlegt, hann þarf 30 g af
fitu á dag til að tryggja nauðsynleg
næringarefni. Upptaka vítamína
eins og A- og D-vítamína verður
best þegar þeirra er neytt með fítu.
Einnig er líkamanum nauðsynlegt
að fá fitusýrur sem hann getur ekki
framleitt sjálfur.
í umfjöllun um mataræði og við-
hald á kjörþyngd kemur alls staðar
fram mikilvægi líkamsæfinga. í of-
angreindri bók er því haldið fram,
að matarkúr án líkamsæfinga setji
fólk fljótlega í sömu þyngd og það
var í áður eða jafnvel meiri. Avinn-
ingur af líkamsæfíngum er tíma-
bundin aukin orkubrennsla, æfingar
setja hömlur á matarlysina, draga
úr streitu og steitubundinni löngun
í mat og þær auka ki'aft og líkam-
lega vellíðan. Reglulegar líkamsæf-
ingar styrkja líkamann og líkami í
góðri þjálfun brennir meiri líkams-
fitu en líkami í lélegri þjálfun.
Ef til vill væri ráð að dusta í-ykið
af aðgangskortinu að heilsuræktinni
eða tækjasalnum sem keypt var í
haust en stungið undir stól, þegar
ákveðið vai' að púlið væri meira en
ávinningurinn. Það er misskilning-
ur, ei-fiðið skilar árangri til lengdar,
með því að styrkja líkamann er ver-
ið að vinna að ákveðnum forvömum.
Við höfum aðeins einn líkama og
viðhald hans er, þrátt fyrir tæknina,
ódýrara og sársaukaminna en við-
gerðir.
Nú hafa ekki allir aðstöðu til að
komast í heilsurækt eða tækjasal,
því er mjög ánægjulegt að sjón-
varpið eða Stöð 2 skuli sýna þætti í
líkamsþjálfun. Þeir sem standa að
þessum þáttum eiga einnig þakkir
skilið fyrir framtakið. En það er
ekki fyrir aðra en þá sem eru í topp-
þjálfun að fylgja æfingunum eftir.
Hraðinn er slíkur að æfingar verður
að gera með íykkjum með átaki á
liði fremur en vöðva, ef fylgja á æf-
ingunum eftir. Það væri frábært ef
farið væri ögn hægar í æfingarnar
svo hægt sé að fylgja þeim eftir og
hafa gagn af. Æfingarnar mættu
vera fjölbreyttari.
Megrunarkúrar hafa sjaldan
reynst haldgóðir til langframa.
Handhæg gullin regla er að hafa
freistingar utan seilingar, baka mat
fremur en steikja og borða í hófi.
Matarkúrar einir og sér hafa sjald-
an skilað árangri til langframa, aft-
ur á móti virðast heilbrigðar matar-
venjur jafnhliða reglubundinni lík-
amsþjálfun skila bestum árangri,
ekki tímabundið heldur til frambúð-
ar.
Höfunduv er blnðamaður.
kirsuberjatréð
vesturgötu 4
#!
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
; -it' 2 J;
-«3 IILL . íit
lis !5E:
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
sími 567 4844
BRIDS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Breiðfirðinga
AÐSÓKN að spilakvöldum hjá
Bridsfélagi Breiðfirðinga hefur ver-
ið þokkaieg að undanförnu, en síð-
astliðinn fimmtudag var hún í
dræmara lagi. Aðeins 8 pör mættu
til leiks og má vera að jólabakstur-
inn hafi átt einhvern þátt í aðsókn-
inni. Mikil og jöfn keppni var um
efsta sætið í riðlinum og enduðu
leikar þannig að tvö pör enduðu jöfn
í efsta sæti. Meðalskor var 84 stig:
Jóna Magnúsd. - Jóhanna Sigurjónsd. 93
Jón V. Jónmundsson - Kristinn Karlsson 93
Einkur Guðmundsson - Geir Björnsson 91
Jón Stefánsson - Guðlaugur Sveinsson 88
Asmundur ðmólfss. - Gunnlaugur Karlss. 84
A fimmtudagskvöldum er ávallt
spilaður eins kvölds tvímenningur
með forgefnum spilum.
Bridsfélag Suðurnesja
Sveit Arnórs Ragnarssonar sigraði
í meistaramóti félagsins, sem lauk sl.
mánudagskvöld. Sveitin hlaut 101
stig en sveit Sigríðar Eyjólfsdóttui'
varð í öðru sæti með 83 stig.
I sveit Ai-nórs spiluðu auk hans
Karl Hermannsson og feðgarnir Óli
Þór Kjartansson og Kjartan Ólason.
Með Sigríði spiluðu Gísli ísleifsson,
Isleifur Gíslason, Hafsteinn Ög-
mundsson og Þröstur Þorláksson.
Dræm þátttaka var í mótinu, aðeins
6 sveitir.
Lokastaðan:
Amór Ragnarsson 101
Sigríður Eyjólfsdóttir 83
Pétur Júlíusson 78
Jón Erlingsson 76
Sveit Arnórs tapaði fyrsta leikn-
um í mótinu en vann hina leikina
nokkuð örugglega. Sveit Sigríðar
tapaði hins vegar þremur leikjum og
vann tvo en varð samt í öðru sæti.
Næsta mót félagsins er tveggja
kvölda jólatvímenningur sem hefst
nk. mánudagskvöld.
Afmælismót Bridsfélags
Suðurnesja 5. desember
Bridsfélag Suðurnesja er 50 ára á
þessu ári og af því tilefni verður
haldið eins dags tvímenningsmót í
félagsheimilinu við Sandgerðisveg.
Mjög veglega verður staðið að
mótinu. M.a. verður boðið upp á kaffi
í spilahléi og dregnir út a.m.k. fimm
spilarar í mótslok þar sem glæsilegir
aukavinningar eru í boði. Þeiira á
meðal er ferðavinningur frá Utval-
Útsýn að verðmæti 30 þúsund kr. og
matarúttektir á þekktum veitinga-
húsum.
Heildarverðlaunin í mótinu eru að
verðmæti a.m.k. 250 þúsund kr.
Skráning í mótið stendur nú sem
hæst og geta væntanlegir þátttak-
endur ski'áð sig hjá Kristjáni í síma
4216156, hjá Kjartani í síma
421 2287 eða hjá Bridssambandinu.
Lokafrestur til mætingar í mótið
er kl. 10.45 en spilamennskan hefst
kl. 11. Mótinu lýkur með verðlauna-
afhendingu og í lokin verða auka-
vinningarnir dregnir út. Allir spilar-
arnir verða í pottinum en þeir verða
líka að vera í húsi þegar dregið er,
annai-s verður dregið aftur um vinn- ^
inginn.
Bridsfélag Hreyfils
Hafinn er barometer-tvímenning-
ur hjá félaginu með þátttöku 26
gara. Flosi Ólafsson og Sigurður
Ólafsson byrjuðu mótið mjög vel og
náðu 65,5% skor fyrsta kvöldið en
staða efstu para er þessi:
Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafsson 393
Friðbjörn Guðmundss. - Bjöm Stefánss. 360
HeimirTryggvason-ÁrniMárBjömsson 354
Gísli Tryggvason - Arni Már Bjömss. 350
Hlynur Vigfússon - Omar Óskarsson 34fc
Smári G. Snædal - Asgrímur Aðalsteinss. 333
Mótinu verður fram haldið nk.
mánudagskvöld.
LIMDE ÁVALLT í
FARARBRODDI
Mú kynnum við frábæra nýjung frá Linde.
Lyftari með „5ervo stýringu" .
Linde hugsunin byggist á því að ef
ökumanninum líður vel í starfi, næ5t
hámarksframleiðni
á lyftaranum.
Þessu takmarki hafa þeir náð með
E18 Linde lyftaranum.
rWW^-- Ingvar
| 1=| Helgason hf.
^ = ? Sœvarhöfða 2
Simi 525 8000
Rafmagnsstjórnbás vel
einangraður frá bleytu og saltl
en samt vel aðgengilegt til
eftlrllts.
Vökvafjaðrandi sætl með ótal
stilllngum.
5ervo stýringln hentar hvaða
stærð af ökumannl sem er.
Linde hugsjónin: fætur stjórna
aftur og fram, vinstri hönd
öllum stundum á stýri og
flngur hægrl handar stjórna
öllum masturshreyflngum.