Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 51
fyrir allar þær góðu stundir sem
hún gaf mér. Kveð ég þig nú, amma
mín, og bið þér Guðs blessunar í
nýjum heimkynnum.
Pétur Pétursson.
Okkur langar að skrifa nokkur
orð um hana langömmu okkar sem
nú er látin. Við kölluðum hana alltaf
ömmu lang. í tólf ár bjuggum við og
fjölskylda okkar í næsta húsi við
hana. Á barnaskóla- og síðar ung-
lingsárum okkar í Laugarnes- og
Laugalækjaskóla komst sú venja á
að koma til hennar eftir skóla þar
sem okkar beið ávallt mjólk og snúð-
ur. Við eigum góðar minningar frá
þeim tíma.
Hún amma lang var fædd í
Reykjavík en fluttist ung til Viðeyj-
ar þar sem hún kynntist langafa
okkar, Kristjáni Porgrímssyni frá
Laugarnesi. Hann var m.a. organisti
í Viðeyjarkirkju og spilaði við ferm-
ingu hennar þar. Þau giftust á jóla-
dag árið 1928. Fyrstu hjúskaparár
sín bjuggu þau í Laugarnesi.
Langafi byggði síðan húsið Kirkju-
bæ við Laugamesveg og þangað
fluttu þau fjórum árum síðar og
voru þar í u.þ.b. 15 ár eða þar til þau
fluttust á Kirkjuteig 11. Langafi,
ásamt afa okkar, Júlíusi Hafsteini
Sveinbjömssyni, byggði síðan
Kirkjuteig 25 og þangað fluttu þau
svo árið 1948 og þar bjó amma lang í
meira en hálfa öld. Laugarneshverf-
ið var því hennar hverfí og þar bjó
einnig stór hópur af ættingjum,
tengdafólki og vinum. Hún amma
lang varð ekkja árið 1952 er langafi
lést af slysfömm. Þeim varð fjög-
urra bama auðið. Hún var því ekkja
í 46 ár en þrátt fyrir þennan langa
tíma var minningin um „hann Krist-
ján minn“ eins og hún talaði alltaf
um hann langafa, jafnfógur og sterk.
Hún amma lang lifði heilsusam-
legu lífi og var heilsuhraust alla tíð.
Mikla ánægju hafði hún af ferðum
sínum á Heilsuhæli NLFÍ í Hvera-
gerði á efri árum, þar sem hún
dvaldi um tíma eftir jóla- og
áramótahátíðir ár hvert um langt
árabil. Því hagaði þannig til að í
mörg ár sá hún langamma um að
elda hádegismat íyrir ömmu Dídí og
afa Júlla, meðan þau starfræktu fyr-
ii-tæki sitt, báðum til gagns og gleði
og var það ekki íyrr en fyrir átta ár-
um, þegar afi lést skyndilega, að
þessi venja lagðist af. Álltaf var ein-
staklega kært á milli þeiiTa mæðgna
og heimsótti hún amma lang ömmu
nær daglega síðustu ár. Kom það þá
oft til að við og fjölskylda okkar ók-
um henni á milli. Einnig var Árni
Þór, vinur hennar ömmu, boðinn og
búinn að gera allt fyrir ömmu Iang.
Á nær hverjum sunnudegi síðast-
liðinn ár, borðaði hún amma lang
hádegisverð hjá foreldrum okkar.
Að loknum snæðingi var farið í
bíltúr um bæinn. Á æskuárum okkar
fónim við oft með. Samskipti for-
eldra okkar við hana ömmu lang
voru mikil og góð síðustu ár af ævi
hennar. Voru þau henni alltaf til
taks. Til dæmis borðaði hún hjá
þeim á aðfangadag og
gamlárskvöldi.
Við minnumst hennar ömmu lang
sem trárækinnar konu. Þau voru ófá
skiptin á æskuárum okkar sem við
fórum til messu með henni á sunnu-
dögum í Laugarneskirkju. Hún sá
ávallt jákvæðu hliðar á málum og
stolt var hún af þeim fjölda afkom-
enda sem hún eignaðist, en þeir
voru 50 talsins á dánardegi hennar.
Langri ævi er lokið og að síðustu
viljum við kveðja hana ömmu lang
með hluta af sálmi Valdimars Briem
sem hljóðar svo:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Árni Björn og Sveinbjörn.
Þegai' föðui’systir mín er kvödd
langar mig að minnast hennar með
nokkrum orðum. Hún var hálfsystir
föður míns (sammæðra) og voru
samskipti þem-a ákaflega innileg og
góð. Það vildi svo til, að eftir að bæði
giftust voru heimili þeirra alla tíð í
aðeins nokkurra metra fjarlægð
hvort frá öðru. Úti í Viðey bjuggu
foreldrar mínir og Día og Kristján í
húsum, sem stóðu hlið við hlið. Bæði
fluttu svo til bæjarins og komu sér
upp húsum við Laugarnesveg. For-
eldrar mínir byggðu Hvamm 1930
og Kristján og Día Kirkjubæ 1927.
Var þar eitt hús á milli. Árið 1942
byggðu svo bæði sitthvort húsið við
Kirkjuteig (tvö hús á milli) og
skömmu síðar byggðu þau Día og
Kristján annað hús við sömu götu
(og þá þrjú hús á milli), svo ekki var
furða, að samgangur væri mikill á
milli heimilanna. Día hafði því átt
heima við Kirkjuteiginn í rámlega
56 ár.
Ekki var hægt að segja annað en
að frænka mín hafi átt góða ævi.
Mjög ung giftist hún Kristjáni Þor-
grímssyni frá Laugarnesi, manni
sem hún elskaði og dáði alla tíð.
Eignuðust þau fjögur efnileg börn
og bjuggu við góð efni allt þar til
reiðarslagið dundi yfir en hinn 19.
september 1952 lést Kristján í
hörmulegu slysi er bátur sem hann
var í ásamt syni sínum, bróður og
eiganda bátsins var sigldur niður á
ytri höfninni í Reykjavík. Er þetta
gerðist voru þau á góðum aldri, hún
46 ára gömul og hann 53. Börn
þeirra voru þá uppkomin nema
yngsta bamið, Ásta, sjö ára. Þetta
voru erfiðir tímar sem að líkum læt-
ur en Día sýndi mikinn styrk auk
þess sem hún átti góða að.
í því sambandi hlýt ég að geta
föður míns, sem gerði hvað hann gat
til að styðja systur sína og vera
henni innan handar meðan hann
lifði.
Þrátt fyrir makamissinn var Día
gæfumanneskja. Hún hafði átt góð-
an mann og eignast góð börn en auk
þess hafði hún hlotið í vöggugjöf
gott skap og jafnlyndi og sérlega
góða líkamlega heilsu. Ég held að
hún hafi aldrei legið á spítala nema
þessar þrjár vikur áður en hún dó.
Undanfarin ár hef ég og kona mín
heimsótt Díu nokkuð reglulega
(enda ekki langt að fara) okkur
þremur til ánægju og nokkurs fróð-
leiks, þar sem gjaman var rætt um
gamla daga fyrir mitt minni og gat
hún frætt mig um ýmislegt frá þeim
tíma, er hún og foreldrar mínir vora
ung - og ekki vantaði veitingamar.
Til gamans um heilsufar frænku
minnar ætla ég að geta þess, að oft
nú á síðari árum sagði hún við mig:
„Gunnar, ég skil þetta ekki, mér líð-
ur svo vel og ég finn hvergi til!“ Og
þetta var kona um og yfir nírætt!
Það eru örfá ár síðan hún sagði: „Ég
get varla farið með henni Dídí í
bæinn (dóttir hennar 22 árum
yngri), ég týni henni alltaf, hún
gengur svo hægt!“ Þeir sem þekkja
til, vita að Dídí er létt á sér.
Ég mun minnast frænku minnar
sem mikillar heiðurskonu. Hún var
höfðingi, hún var minnug og hún var
skapgóð og heilsubetri en gengur og
gerist. Ég mun sakna hennar.
Vil ég og systir mín og makar
okkar votta börnum hennar, tengda-
börnum og hennar fjöldamörgu af-
komendum samúð okkar.
Gunnar Svanberg.
r
is
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
UPPLÝSINGAR í SÍMUM
562 7575 & 5O5O 925
HOTEL LOFTLEIÐIR
RÓS
NÍELSDÓTTIR
+ Rós Níelsedóttir
fæddist á
Seyðisfirði 11. mars
1929. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 26. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Níels Sigurbjörn
Jónsson, f. 19. mars
1901, d. 24. janúar
1975 og Ingiríður
Ósk Hjálmarsdóttir,
f. 8. júlí 1898, d. 30.
mars 1961. Börn
þeirra auk Rósar
eru: Bragi, f. 16. febrúar 1926;
Sigrún, f. 19. desember 1927;
Hjálmar f. 15. nóvember 1930.
Eiginmaður Rósar var Hörð-
ur Jónsson, f. 11. september
1925 á Seyðisfirði, d. 23. júní
1983. Foreldrar hans voru Jón
Vigfússon og Sigurlín Sigurðar-
dóttir, eignuðust þau sex börn.
Börn Rósar og Harðar eru: 1)
Guðrún Lilja, f. 26. maí 1957,
hennar maður var Magnús B.
Bergsson. Þeirra börn eru
Berglind Rós, f. 1982, Ingi-
björg, f. 1984 og
Hörður, f. 1990. 2)
Jóna Sigurlín, f. 23.
inars 1959, hennar
maður er Ólafur
Gísli Reynisson.
Sonur þeirra er
Páll, f. 1991. 3)
Ingiríður, f. 10.
aprfl 1962. 4) Níels,
f. 10. aprfl 1962,
hans kona er
Sigrún Birgisdóttir.
Dóttir þeirra er Iris
Anna, f. 1990. 5)
Einar Ármann, f.
28. febrúar 1964.
Rós starfaði alla sína ævi sem
verkakona á Seyðisfirði við ým-
is störf, ásamt því að sjá um
Bókasafn Seyðisfjarðar með
eiginmanni sínum. Eftir hans
daga tók hún ein við rekstrin-
um. Hún vann oftast nær meira
en fulla vinnu og það fram á
síðustu stundu. Hún tók fullan
þátt í félagsst.örfum á yngri ár-
um.
títför Rósar fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku amma mín, nú er komið að
skilnaðarstund og er hún ekki
auðveld fyrir það hve yndisleg þú
varst og er erfitt að lýsa því með
orðum þar sem þú varst það mesta
og besta sem hægt er að koma fyrir
hjá einni manneskju.
ÚTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EWINDAR ÁRNASONAR
1899
X’Si&t?
Það var ávallt tilhlökkunarefni að
fá að koma til þín á sumrin, því það
var alltaf svo mikil gleði og hlýja í
kringum þig sama hvað gekk á og
varstu ávallt tilbúin að hlusta á hvort
sem um var að ræða vandamálin eða
bara daginn og veginn.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Það eitt að fá að rölta með þér
niður í búð, sitja með þér á bóka-
safninu eða það sem við oftast gerð-
um, sátum og spiluðum ólsen-ólsen,
er nokkuð sem ekki er hægt að
gleyma.
Éitt er víst að ekki varstu ein-
mana þar sem maður kom aldrei að
tómu húsi því gestirnir streymdu til
þín hvort sem það var bara til að
setjast niður með þér og tala um
líðandi stund eða til að dvelja um
lengi'i tíma en alltaf tókstu jafn vel
á móti öllum.
Árin hafa liðið fljótt og því miður
voru heimsóknirnar til þín farnar að
fara minnkandi og orsakaðist það
einnig af því hve oft þú varst farin
að koma til okkar um leið og þú
heimsóttir lækninn og geta senni-
lega allir verið samþykkir því að
varla finnst önnur eins manneskja
með svo mikinn þrótt og baráttu-
vilja og er það alveg víst að nú ertu
loksins búin að fá þá hvíld sem þú
áttir orðið skilið og veit ég að þú ert
aðeins komin á annan stað þar sem
þér mun líða betur en ert ekki búin
að yfirgefa okkur því að ég veit að
við munum aldrei skilja hvor við
aðra.
Nú þegar amma er ekki lengur
hér, heldur loksins komin aftur í
faðminn hans afa einsog hún ávallt
þráði og Ijóst er að sumarferðirnar
til ömmu verða ekki fleiri er erfitt
að gera sér í hugarlund hvernig allt
mun breytast en minningin mun ^
ávallt lifa.
Berglind Rós.
Elsku amma.
Mér fannst leiðinlegt að heyra
þetta en þér finnst allt í lagi að þú
ert uppi í himnaríki af því að þar ert
þú ekki veik.
Páll Ólafsson.
Blómabúði
IVT
öauðsk'
,om
v/ PossvogskÍpUjuga^ð
Sími: 554 0500
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
i© O
V _ ; m-'Á
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
I Wfe blómaverikstæði 1
I Binna I
- Skólavörftustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis.
sími 551 9090
Stofnað 1990
Sími: 567 9110 & 893 8638 - www.utfarir.is utfarir@itn.is
Hvít kista kr. 39.500
Furukista kr. 52.500 Eikarkista kr. 78.000