Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hafnarfjarðarbær
Skipulags- og umhverfisdeild
Hafnarfjörður
Breytt deiliskipulag á
Hauka- og iðnskólareit
í samræmi við gr. 25 í skipulags- og byggingar-
lögum nr. 73/1997 er hér með auglýsturtil
kynningar uppdráttur arkitektastofu Hilmars
Þ. Björnssonar og Finns Björgvinssonar, dags.
16. nóvember 1998, að breyttu deiliskipulagi
á Hauka- og iðnskólareit við Flatahraun í
Hafnarfirði, sem staðfest var 12. apríl 1985.
Breytingin felst í því að uppbyggingu á lóð
iðnskólans er breytt. Núverandi bygging er
fjarlægð og byggingareitir fyrir tveggja hæða
viðbyggingar felldar niður, í stað þess er gert
ráð fyrir byggingareit fyrir eins til þriggja hæða
byggingu við Flatahraun.
Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn
Hafnarfjarðar 24. nóvember 1998 og liggur
hún frammi í afgreiðslu umhverfis- og tækni-
sviðs, Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 2. desem-
ber til 30. desember 1998.
Ábendingum og athugasemdum skal skila
skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði, eigi
síðar en 13. janúar 1998.
Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna
teljast samþykkir henni.
25. nóvember 1998,
Skipulags- og umhverfisdeild
Hafnarfjarðar.
Hafnarfjarðarbær
Skipulags- og umhverfisdeild
Hafnarfjörður
Breytt landnotkun
aðalskipulags í Ásum
í samræmi við gr. 18 og 25 í skipulags- og
byggingarlögum nr. 73/1997 er hér með aug-
lýstur til kynningar uppdráttur skipulags- og
umhverfisdeildar, dags. 11. nóv. 1998, að
breytingu á landnotkun Aðalskipulags Hafnar-
fjarðar 1995—2015, sem staðfest var 23. des.
1997.
Breytingin felst í því að íbúðarsvæðið breytist,
stofnanasvæði og stofnanasvæði/opið svæði
til sérstakra nota bætist nú við.
Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn
Hafnarfjarðar 24. nóvember 1998 og liggur
hún frammi í afgreiðslu umhverfis- og tækni-
sviðs, Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 2. desem-
ber til 30. desember 1998.
Ábendingum og athugasemdum skal skila
skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði, eigi
síðar en 13. janúar 1998.
Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna
teljast samþykkir henni.
25. nóvember 1998,
Skipulags- og umhverfisdeild
Hafnarfjarðar.
BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Marargata 2,
breyting á landnotkun
í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 samanber 17.
og 18. gr. sömu laga, er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breyttu Aðalskipulagi
Reykjavíkur hvað varðar landnotkun
lóðarinnar Marargata 2. í breytingunni felst
að stofnanasvæði verður íbúðarsvæði.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgar-
skipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 2.
til 30. desember 1998. Ábendingum og
athugasemdum vegna ofangreindrar
kynningar skal skila skriflega til Borgar-
skipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 13.
janúar 1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja
tillögurnar.
Mosfellsbær
Breyting á deiliskipulagi við Hjallahlíð,
nánar tiltekið Klapparlóð
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hjalla-
hlíð/Klapparlóð í Mosfellsbæ auglýsist hér með
samkvæmt 25. gr. skipulagslaga nr. 73/1997.
Uppdrættir, auk byggingar- og skipulagsskil-
mála, verða til sýnis á bæjarskrifstofum Mos-
fellsbæjar, 1. hæð, frá kl. 8.00—15.30 frá og
með 23. nóvember til 6. janúar 1999.
Skriflegar athugasemdir eða ábendingar skulu
hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar eigi
síðar en kl. 15.00 þann 6. janúar 1999.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar.
KOPAVOGSBÆR
Miðbær Kópavogs,
Hamraborg 8 — úthlutun
Kópavogsbær auglýsir verslunar- og þjónustu-
lóð við Hamraborg 8 lausa til úthlutunar.
Á lóðinni má byggja tveggja hæða byggingu,
um 1.000 m2 að grunnfleti, með aðkomu frá
Hamraborg.
Skipulagsuppdrættir ásamt umsóknareyðu-
blöðum fást afhent á Bæjarskipulagi Kópa-
vogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9.00—15.00
alla virka daga.
Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir
kl. 15.00 miðvikudaginnn 9. desember nk.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
TILBOÐ/ÚTBOÐ
Útboð
Landssími íslands hf. óskar eftirtilboðum í
pappír í símaskrá fyrir árið 1999.
Helstu stærðir eru:
— Hvítur pappír
— SC hvítur pappír
— Annar pappír
um 514 tonn
um 136 tonn
um 13,4 tonn
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fjár-
málasviðs Landssímans við Austurvöll frá og
með föstudeginum 4. desember.
Landssími íslands hf.
Útboð
Nemendagarðar Hólaskóla auglýsa eftir tilboð-
um í byggingu þríbýlishúss á Hólum í Hjalta-
dal. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum
með kraftsperruþaki, grunnflötur um 125 fer-
metrar. Húsinu skal skila fullbúnu fyrir 20. des.
1999. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hólaskóla frá föstudegi 4. desember 1998 gegn
30.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu Hólaskóla
fyrir kl. 10.30, 21. des. 1998 og verða þau
opnuð á Hólum kl. 11 þann sama dag.
FÉLAGSSTARF
VEitt sveitarfélag,
eitt kjördæmi, mót-
vægi við Reykjavík
Á morgun, 3. desember, verður haldinn fundur með bæjarstjórum
Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar, þeim Sigurði Geirdal,
Magnúsi Gunnarssyni og Ingimundi Sigurpálssyni.
Fundarefnið er um mögulega sameiningu þessara sveitarfélaga.
Fundurinn verður haldinn í félagsmiðstöðinni Garðalundi, Garðaskóla
og hefst kl. 20.30.
Fjölmennum og mótum okkur skoðun á mikilvægu málefni.
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar.
Jólafundur Hvatar
Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna, heldur jólafund sinn í Valhöll
sunnudaginn 5. desember kl. 15.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin.
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
éSAMBAND fSŒNZKRA
____' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Lilja
S. Kristjánsdóttir minnist Her-
borgar Ólafssonar, kristniboða
(f. 1898) og Ragnheiður Hafstein
syngur. Ræðumaður er Friðrik
Hilmarsson. Allir velkomnir.
I.O.O.F. 7 = 17912028'/2 = 9. III.
EINKAMÁL
Bandaríkjamaður
á miðjum aldri
Hvítur, fjárhags-
lega vel stæður, í
tilfinningalegu
jafnvægi. Býr í
hlýju umhverfi í
N-Ameríku í Kent-
ucky. Líkamiega
hraustur og drekkur hvorki né
reykir. Pær sem hafa áhuga á að
kynnast honum og eru á aldrin-
um 20—30 ára, hringi i s.
562 6250 á Hótel Reykjavík.
Leyfí fyrir
sölu flugelda
Hörður Torfa
í Iðnö
TÓNLEIKARÖÐIN heldur áfram
í Iðnó í kvöld, miðvikudagskvöld,
kl. 21. Þá mun tónlistarmaðurinn
Hörður Torfason þenja raust sína
og plokka gítarinn á sinn kunna
hátt.
Húsið verður opnað kl. 20.30.
Lögreglan í Reykjavík hefur sent
frá sér eftirfarandi upplýsingar:
„Upplýsingar til umsækjanda
tímabundins leyfís fyrir sölu skot-
elda í smásölu, fyrir og eftir ára-
mót 1998-1999. Þeim aðilum, sem
hyggjast sækja um leyfí fyrir sölu
skotelda í smásölu í Reykjavík, á
Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, í Mos-
fellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og
eftir áramót 1998-1999, ber að
sækja um slíkt leyfí til embættis
lögreglustjórans í Reykjavík fyrir
10. desember 1998. Leyfi eru veitt
samkv. reglugerð um sölu og með-
ferð skotelda nr. 536/1988.
Sérstök athygli er vakin á eftir-
farandi: Leyfí eru aðeins veitt fyrir
sölu skotelda að fyrir liggi sam-
þykki eldvarnareftirlits vegna sölu,
pökkunar- og geymslustaða, einnig
leyfi lóðareiganda ef umsækjandi
er ekki umráðamaður lóðar þar
sem sala á að fara fram og staðfest-
ing tryggingarfélags vegna sölu,
geymslu og notkunar skotelda.
Ef fyrirhugað er að selja úr
skúrum eða gámum, skal vera búið
að ganga frá slíkum sölustöðum
fyrir kl. 16:00, 28. desember 1998,
svo skoðun geti farið fram á að-
stöðu og öryggisþáttum.
Vakin er athygli á reglum Eld-
varnaeftirlits Reykjavíkur, varð-
andi söluskúra (hús-gámar) sem
ganga í gildi frá og með 28. desem-
ber 1998 og hljóða svo: Söluskúrar
skulu vera a.m.k. 25 fermetrar að
stærð. Önnur ákvæði eru óbreytt.
Upplýsingar um fyrirhugaðan
geymslustað fyrir óselda vöru við
lok söludags, eða eftir að sölutíma
lýkur, skal fylgja umsókn um sölu-
leyfi.
Tilgreina þarf ábyi’gðarmann
fyrir sölustað, sem þarf að mæta á
kynningarfund hjá lögi'eglunni á
Hverfísgötu 115, 27. desember
1998, kl. 9. Eftir fundinn verða
leýfi afgreidd hjá gjaldkera.