Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 33
LISTIR
Glettin sýn á mannlífíð
BÆKUR
Skáldsögur
ALMIÍGAMENN
Eftir Arnmund Backman. Fróði,
Reykjavík 1998, 231 bls.
ARNMUNDUR Backman sýndi
það greinilega í sögu sinni Her-
mann, að honum lét vel að segja
skemmtisögur af venjulegu fólki,
hann hafði næmt auga fyrir hinu
skoplega í fari fólks en dró jafn-
framt fram hinn mannlega þátt svo
skopið átti sér alltaf flöt í raun-
veruleikanum. Sögur Arnmundar
vitna um glettna sýn hans á mann-
lífíð, persónur hans eru skilgetin
afkvæmi kómedíunnar, en kómísk
persóna rís ekki undir nafni nema
hún standi traustum fótum í veru-
leikanum. Arnmundur staðfesti
það svo enn frekar í leikritum sín-
um tveimur, Blessuð jólin og Mað-
ur í mislitum sokkum, að honum
var ekki einungis gefíð að skrifa
bráðfyndinn texta heldur hafði
hann ríka tilfínningu fyrir mikil-
vægi kómískra aðstæðna í gaman-
leikriti; það er ekki nóg að semja
fyndnar setningai' upp í leikarana,
heldur verða aðstæðumar að vera
kómískar í sjálfum sér, það sem
sagt er verður að spretta úr að-
stæðunum, kvikna af þörf persón-
anna til að tjá sig um
það sem er að gerast í
kringum þær. Otaldir
hafa flaskað á þessu
grundvallaratriði kó-
mískrar leikritunar og
skrifað fyndinn texta
sem í rauninni þarf
ekki á leikuram eða
sviðsetningu að halda.
Það nægir að lesa
hann upphátt eða í
hljóði.
Arnmundur lést
langt fyrir aldur fram í
september sl., en hafði
þá nokkra áður skrifað
tvær skáldsögur og tvö
leikrit. Þriðju skáld-
söguna, Almúgamenn, hafði hann
rétt lokið við og kemur hún nú út
að honum látnum. Rithöfundarfer-
ill Arnmundar var ekki langur,
hann mun ekki hafa snúið sér að
skriftum af alvöru fyrr en veikindi
hindraðu störf á öðrum vettvangi,
en árangur hans á ritvellinum er
umtalsverður og vitnar skáldsagan
Almúgamenn um að honum var að
aukast ritleiknin; tökin á foiTni og
stíl era hér ákveðnari og markviss-
ari en í fyrri bókum.
Sögusvið Almúgamanna er ís-
lenskt sjávarþorp á sjötta áratugn-
um og þó eflaust geti kunnugir les-
ið ýmislegt á milli lína um uppvöxt
Arnmundar sjálfs á
Akranesi á sama tíma-
skeiði, rís sagan vel yf-
ir flokk dulbúinna ævi-
sagna; bernskuminn-
ingar höfundarins
verða honum kveikja
og efniviðm’ í þessa
sögu af lífi íslensks al-
þýðufólks og lætur
honum einstaklega vel
að di'aga upp skýrar
myndir af alls kyns
fólki, sérkennum þess
og uppátækjum í dag-
legu lífí. Þrátt fyrir
kómíska frásagnarað-
ferð er alvara lífsins
höfundi ávallt hug-
stæð, barátta fólks fyrir grandvall-
arréttindum sínum, kröfunni um að
allir eigi jafnan rétt til lífsins gæða
og í hinu sértæka samhengi sem
sagan lýsir, er hún markverð heim-
ild um eina hlið íslenskrar verka-
lýðsbaráttu um miðja þessa öld.
Hér sést glöggt hversu persónuleg
sú barátta var í hinu þrönga
þorpssamfélagi, auðvald og verka-
lýður áttu jafnvel samleið á sum-
um sviðum baráttunnar fyrir
bættu mannlífí um leið og tekist
var á af hörku á öðram sviðum.
Höfundur kallar fram fjölda fólks
og tekst að gæða það allt sínu sér-
staka lífí en stígur yfir sinn stærsta
veikleika sem skáldsagnahöfundar
sem um leið er hans meginstyrkur
sem sagnamanns; að segja ekki
bara skemmtisögur af fólki heldur
leiða það áfram inn í heim skáld-
sögunnar og þróa persónurnar til
einhvers þroska eða persónulegi'ar
niðurstöðu. I Hermanni tókst Ai-n-
mundi ekki að kveikja líf í skáld-
sögunni, þar segir hann allt til
enda sögur af fólki án þess að kom-
ast lengra. I Almúgamönnum er
formið að opnast fyrir honum, sag-
an fer reyndar hægt af stað, því
marga þarf að kynna til sögunnar
og höfundur beinir sjónum að ýms-
um sviðum þorpslífsins áður en hin
eiginlega saga byrjar að krauma
og söguþráðurinn að flétta sig
fram. I Hermanni er höfundurinn
oft nokkuð áberandi og útlegging-
ar hans fyi-irferðarmiklar, hér
heldur hann sig meira til hlés og
felur sig á bakvið tilteknar persón-
ur, drenginn Láras og frændann
Benna, og kallast þannig á við
sjálfan sig yfír tímann; þar á milli
skipast ævi höfundarins og gæðir
söguna mun persónulegri og ein-
lægari blæ.
Oþarfa ljóður á bókinni er óná-
kvæmur prófarkalestur því frá-
gangur hennar er að öðru leyti
góður.
Hávar Sigurjónsson
Arnmundur
Backman
Ballettvandi
í London
KONUNGLEGI breski ball-
ettinn á nú í miklum vanda
eftir að nokkrir bestu dansar-
ar hans sögðu upp. Þeir fylgdu
í kjölfar dansarans Tetsuya
Kumakawa sem stofnað hefur
nýjan ballettflokk en ástæða
þess að flótti er nú brostinn á
innan konunglega ballettsins
er fjárhagsvandi hans.
Kumakuwa hefur fengið
nokkur fjársterk japönsk fyr-
irtæki til að styðja við bakið á
sér og hefur nú stofnað eigin
dansflokk sem á að keppa við
konunglega ballettinn. I síð-
ustu viku sögðu fímm bestu
karldansarar þess síðar-
nefnda upp og gerðist það í
kjölfar fyrsta blaðamanna-
fundar nýs dansstjóra kon-
unglega ballettsins, Michaels
Kaisers, þar sem hann stærði
sig af því að stjórna besta
ballett heims.
Eins og vonlegt er hefur
hinn nýi ballett Kumakuwa
vakið mikinn ugg hjá stjórn-
endum konunglega ballettsins
og bíða þeir nú á milli vonar
og ótta þess að ballerínurnar
taki ákvörðun um hvort þær
eigi að þiggja tilboð
Kumakawas eða halda tryggð
við gamla dansflokkinn.
UNGUM RÉTT HÖND
Horfst í augu
við úlfínn
BÆKUR
Saga
RÁÐGÁTA UM RAUÐANÓTT
eftir Ingibjörgu Möller. Kápuhönnun:
Linda Guðlaugsdóttir. Prentverk:
Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi:
Fróði hf. 1998 - 136 sfður.
SKEMMTILEGA gerð saga,
því hér er allt sem til þarf: Hug-
myndaflug; lipurt og ljúft mál;
hraði og spenna; virðing fyrir les-
anda.
Höfundur strýkur ryk af göml-
um blöðum, og af síðum þeirra
stíga endurminningarnar fram.
Diljá, táningur í áttunda bekk,
rekur sögu. Okkur er boðið til
kynna við frænda hennar Barða;
vinkonuna Kamillu og Einar
bekkjarbróður, dreng sem sjúk-
dómskrumla hafði læst í. Það er
vor í lofti, fyrirheit um ferð í Þórs-
mörk, en sá hængur er á, að
þroskalitlir slánar eru nærri búnir,
með dekri sínu við niðurrifsöflin,
að hafa ferðina af krökkunum.
Fleira en kjánar geta heft ferðir
hinna ungu á sóllendur vorsins,
það gera sjúkdómar líka. Ekki vil
eg gera höfundi upp skoðanir, en
BÆKUR
Barnabðk
TALNAPÚKINN
eftir Bergljótu Arnalds.
Teikningar: Omar Örn Hauksson
Virago, 1998 - 45 s.
HÖFUNDUR hefur áður gert
tvær bækur sem tengja saman
gagn og gaman. „Stafakarlarnir"
hafa orðið gríðarlega vinsælir og
bókin um „Tótu og tímann" féll
einnig í góðan jarðveg þar sem
börnum var kennt á klukku. I þetta
sinn eru það tölurnar sem eru við-
fangsefni höfundar og hún semur
skemmtilegt ævintýri um talna-
púkann sem býr djúpt í iðrum jarð-
ar en þarf engu að síður að tileinka
sér tölurnar.
Sagan byrjar á núlli, þar sem
myndin er dökk og í raun ekkert að
sjá, Núll og nix! Síðan fæðast töl-
urnar smátt og smátt og púkinn
ferðast víða í leit sinni að tölum.
eg les úr orðum bókar, að eins og
sjúkdómar geta heft líf, deytt, eins
geti slæpuháttur letingjans haml-
að heilbrigði og þroska, janfvel
deytt. Þetta fínnst mér snjallt.
Þörf að minna á. En lífíð er gert úr
ljósi og skuggum, og kærleikur
höfundar til lífs-
ins veldur, að
slæpingjarnir
sjá að sér, Þórs-
mörk breiðir
faðm móti ung-
lingunum; og
lífsvilji hins
sjúka veitir hon-
um þrek, sem
hinir fullorðnu
töldu hann ekki
eiga. Hann kemst, með félögum, í
útilegu, verður þátttakandi í
æsispennandi hi'yllingi, þar sem
foreldrar, sem misst höfðu taktstig
á vegi, eru að takast á um saklaust
barn, heiftin orðin slík, að vit er
allt úr kolli.
Svið átakanna er Engey, - hellir
sem sjávaraldan hefir gert, og hol-
ur grafnar undir svörðinn af
mönnum í byssuleik. Lýsingar höf-
undar eru margar svo snjallar, að
þær fylgja lengi eftir lestur, t.d.
myndin af Signýju Sól, þar sem
Tölurn-
ar fá líf
Hann telur
babúskur í
Rússlandi og fíla
á Indlandi,
kengúrur í
Ástralíu og mör-
gæsir á Suður-
skautslandinu.
Fyrst er kennt
upp í töluna 10
og svo útskýrt á
skemmtilegan
hátt hvernig tölurnar milli 10 og 20
eru gerðar og svo áfram upp að
100. í lok sögu er svo ofurlítil
kennsla í frádrætti og samlagn-
ingu. Myndirnar styrkja textann
vel, era skýrar og jafnframt gefa
þær tilefni til að velta vöngum yfir
því sem verið er að kenna.
hún situr ein á dúkaðri gi-und, með
krásir sínar og kei'talog, er að
minnast brúðkaupsdags síns og
elskhuga, sem frá henni er þó fyrir
löngu með annarri floginn.
Já, höfundur segir listavel frá,
kann að lýsa æstri „öldu“, hrammi
hennar, en Iíka, hvernig lífíð sefar,
svo logagyllt dýrðin litkar „hjalsæ-
inn“.
Þetta er holl lesning, hverjum
sem er, því að fengizt er við spurn-
ir af taflborði lífsins, hins daglega
lífs.
Málfar höfundar er agað og lip-
urt, eg minnist ekki að hafa hrokk-
ið við nema í tvígang: „... helling af
e-u ,..“,_og svo þetta leiðinda tízku-
orð: „Eg elska...“, ekki unnusta
eða unnustu, heldur allan fj... nú,
jafnvel hefí eg heyrt að fólk elski
skóinn sinn! Börn tala svona, eg
veit það, en það réttlætir hvorki
eitt né neitt.
Kápa, prentverk, frágangur all-
ur til stakrar prýði. Bandalag
kvenna í Reykjavík valdi þessa
bók, 1997, til verðlauna. Eg er
þeim sammála, að hér er burðar-
mikil saga, sem átti erindi á bók.
Hafí þeir, er að unnu, þökk fyrir.
í sögunni er einnig svoKtil heim-
speki þar sem púkinn og máninn
ræðast við og máninn segir púkan-
um að eftir því sem menn viti
meira, viti þeir í raun hversu lítið
þeir vita.
Það sem gerir bókina fullmikið
að kennslubók er að í bókarlok
eru spurningar sem lesendum er
ætlað að svara. Mér finnst alltaf
svona yfirheyrsluspurningar
heldur til lýta á skemmtilegum
bókum en get líka séð að sá sem
er að kenna ungu barni tölurnar
geti notað spurningarnar til að
ræða málin og spurningarnar
geta líka leitt til ýmiss konar
vangaveltna, eins og t.d. af hverju
menn halda að talan 13 sé óhappa-
tala. Þessi bók er því tilvalin fyrir
fullorðna sem vilja kenna börnum
tölurnar á bráðskemmtilegan
máta og vilja jafnframt gefa sér
tíma til að ræða það sem sagan
býður upp á.
Sigrún Klara Hannesdóttir
BÆKUR
Þýilfl skáldsaga
SLÉTTUÚLFURINN
eftir Hermann Hesse. Elísa
Björg Þorsteinsdóttir islenskaði.
Steinholt prentaði. Ormstunga
1998 - 246 síður. 3.290 kr.
SLÉTTUÚLFURINN sem fyrst
kom út í Þýskalandi 1927 er nú loks
kominn út í íslenskri þýðingu en ætla
má að margir hafi lesið
hann á frummálinu og í
þýðingum á önnur mál,
einkum ensku og Norð-
urlandamál.
Þýðandinn, Elísa
Björg Þorsteinsdóttir,
skrifar í eftinnála að
bókin hafí reynst áhrifa-
ríkust þeirra skáldverka
sem birta heimsósóma
þriðja áratugarins og
rifjar upp endurreisn
sögunnar á hippatímun-
um, ekki síst í Banda-
ríkjunum. Sjálfur var
höfundurinn ekki sam-
mála öllum túlkunum
sögunnar og er það að
vonum um jafnflókið skáldverk.
Þýðingin er læsileg enda er í senn
hugað að tránaði við höfundinn, þá
tíma sem sagan er skrifuð á og að
gera textann aðgengilegan, „á eins
eðlilegu máli og kostur er“, en stíll
höfundarins er „orðmargur og á köfl-
um tilfínningaþrunginn“, svo að vitn-
að sé í þýðandann.
Það er ljóst að tímarnir sem kröfð-
ust nýtískulegra vinnubragða í skáld-
skap fengu ekki að öllu leyti það sem
óskað var eftir í Sléttuúlfínum. En
stíllin er í senn háleitur og nútíma-
legur og efnið ekki síst fallið til að
storka borgaralegum viðhorfum síns
tíma. Sagan er opinská og „hneyksl-
anleg“ sem slík.
Sléttuúlfur Hesses er vafalaust
hann sjálfur að einhverju leyti. Hann
er í mörgum, ekki síst listamönnum.
Þeir eru í senn einmana úlfar og
værukærir borgarai', tvíeðli þein'a
er óhjákvæmilegt og óviðráðanlegt
og oft hvati til stórra hluta. Fyrst og
fremst er það þó vandamál í daglega
lífinu. Úlfurinn á erfitt með að leyna
sínu innsta eðli og það kemur honum
einatt í koll.
Haný Haller sögupersóna Sléttu-
úlfsins er maður mótsagna, sakleys-
ingi og spekingur í einni persónu.
Hann á margt eftir ólært en lærir
smám saman á lífið, síðast með hjálp
hins svokallaða Töfraleikhúss. Þó er
það einkum vændiskona og konur af
þeirri gerð sem leiða hann í allan
sannleika, afdrifaríkan og háskaleg-
an sannleika. Hai'ry er dæmdur til að
farast og fær jafnvel enn veiri dóm
en það. Hann er sá að
dæmast til að lifa áfram
þegar hann hefur orðið
íyrir óbærilegri reynslu.
Með þessum hætti leik-
ur skáldið Hesse sér að
sínum innra heimi,
innra manni.
Sléttuúlfúr Hesses
horfist í augu við sjálfan
sig í Töfraleikhúsinu
(sem er aðeins íyrir vit-
fimnga) þar sem eru
mai'gh' speglar. Maðm'
og úlfur bera kennsl
hvor á annan. Sam-
kvæmt skilgreiningu
Hesses gerist það að
maður og úlfur annað-
hvort „splundrast og skilja að eilífu
svo að enginn sléttuúlfui' yði framar
til eða semja frið báðum til hagsbóta í
ljósinu frá rísandi sól kímninnar".
Það er líklega þetta sem Hesse á
við þegar hann segir þvert ofan í
skoðanir margra að boðskapur
Sléttuúlfsins sé þjartsýni, ekki upp-
gjöf eða flótti. I eftirmála hans frá
1941 (sem þýðandinn vitnar til) við-
urkennir hann að skáldsagan fjalli
um „sjúkdóm og kreppu, en ekki
kreppu sem leiðir til dauða, ekki til
glötunar, heldur þvert á móti: til
bata“.
Kannski er þetta fróm ósk og fyrst
og fremst siðferðileg. Heimur Sléttu-
úlfsins er vissulega dimmur og ógn-
vekjandi á köflum, skáldsagan tím-
anna tákn. Einnig má segja að það
sem á sér stað í Töfraleikhúsinu und-
ir lok bókarinnar (m. a. bílahasar og
skotbai'dagar) sverji sig í ætt við
tölvuleiki og kvikmyndir nú undir lok
aldarinnar.
Jóhann Hjálmarsson
Sig. Haukur
Bergljót
Arnalds
Hermann Hesse