Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur NICHOLAS EVANS HOFUNDUR HESTAHVISLARANS skottinu „The Lady In The Car With Glasses And A Gun“ B/lferð konunnar með gleraugun og byssuna eftir Sé- bastien Japrisot 233 blaðsíður Har- vill Press, London, árið 1998 Mál og menning 1.315 krónur. Árið er 1966. Dany Longo er ljós- hærð, ung og lagleg stúlka sem vinnur sem ritari í París. Dag einn keyrir hún yfírmann sinn og konu hans út á flugvöll í bíl þeirra, glænýjum, hvítum Thund- erbird. Gripin stundarbrjálæði skilar Dany ekki bílnum eins og hún átti að gera heldur keyrir suður á bóginn og ákveður að skvetta aðeins úr klaufunum. Undarlegir hlutir fara fljótlega að gerast. Fólk sem hún hefur aldrei séð áður þekkir hana og heldur því fram að hún hafi aðeins sólar- hring áður verið á stöðum sem hún hefur aldrei komið á áður, keyrandi þennan sama hvíta Thunderbird. Sífellt fleira bendir til þess að hún sé ekki ókunnug um þessar slóðir og þegar hún fínnur lík í skottinu á bílnum fer hún að efast um geðheilsu sína og óttast um líf sitt. Þetta er alveg óskaplega skemmtileg spennusaga sem heldur dampi allan tímann og gengur snilldarlega upp. Dany segir sjálf söguna af því hvernig ferðin breytist smám saman í full- komna martröð. Þessi áþreifan- lega nálægð við aðalpersónuna og sálarKf hennar gerir söguna óvenjulega og virkilega spenn- andi. Þetta er mjög smart og spennandi saga sem hefur klass- ískt yfírbragð í anda Hitehcock mynda. Elsa Eiríksdóttir ROBERT Redford og Kristin Scott-Thomas í hlutverkum sínum í Hestahvíslaranum. Fúll út í gagnrýnend- ur en selur grimmt pK ÞEGAR rithöfundurinn Nicholas Evans var að ljúka við nýjustu bók sína velti hann því fyrir sér livort hann ætti að tileinka hana gagn- rýnandanum sem dæmdi fyrstu bók hans „Hestahvíslarann“ sem „væmið rusl“. Nú, þegar Hesta- hvíslarinn hefur selst í yfír 13 núlljónum eintaka og gerð hefúr verið eftir bókinni kvikmynd með Robert Redford, er Evans nokkuð sama hvað gagnrýnendur segja um verk hans. En þrátt fyrir að það séu þrjú ár siðan bókagagnrýnandi New York Times birti afar neikvæðan dóm um Hestahvíslarann getur Evans ekki gleymt gagnrýnandanum sem sagði að frumraun hans á bók- menntasviðinu væri „ruslahaugur hugmynda fengnum úr gömlum kvikmyndum og lélegum bókum“. Hellir eitri úr pennastaf „Hún heitir Michiko Kakutani og ég hef gert mér rnjög ákveðnar hugmyndir um hana og líf henn- ar,“ segir Evans. „Eg sé hana fyrir mér þar sem hún situr alvarleg á svip í tómlegri „minimalískri" íbúð á Manhattan og hellir eitri úr pennastaf sínum á pappír,“ segir Evans og hlær að tiihugsuninni. „Það niunaði engu að ég myndi tileinka henni nýju bókina. En það var frábær tilfinning að aðeins viku eftir að hún birti eitraðan dóm sinn í New York Times fór Hestahvíslarinn í efsta sæti bóka- sölulista sama blaðs.“ Evans segir að sögusagnir hafi farið af stað eftir dónúnn í New York Times að allir gagnrýnendur hefðu hatað bókina en lesendur fellt allt annan dóm. Hann vill leiðrétta þennan misskilning. „Það voru nokkrir slæmir dómar sem bókin fékk en líka : nokkrir frábærir. Hins vegar 1 man fólk bara eftir þessum eina dómi sem birtist í New York Times, því blaðið hefur þvílík ógnaráhrif á bók- menntamafíuna í þessu landi.“ Evans er svekktur út í gagnrýn- andann því hann segir að hún hafi ekki gert sér grein fyrir hvaða áhrif dóniur hennar hefði, „hún leit á dómiim sem persónulega æfingu í kaldhæðni". Gagmýnandinn Kakutani, sem hefur unnið til Pulitzer-verðlauna fyrir bókagagnrýni sína, fannst Hestahvíslarinn svo hræðileg bók að hún lagði til í dómi sínum að á forsíðunni væri mynd af ítalska vöðvatröllinu Fabio, sem hefur ver- ið fyrirsæta á forsíðum ljölmargra bandarískra ástarsagna. Nicholas Evans skaust upp á stjömuhimininn þegar fyrsta bók hans, Hestahvíslarinn, náði metsölu og hann fékk átta milljónir dollara fyrir útgáfu- og kvikmyndaréttinn, þrátt fyrir að bókin hlyti engin húrrahróp frá gagnrýnendum. Evans gefur það skýrt til kynna að fyrirlitning gagnrýnenda á honum sé gagnkvæm. „Mér er alveg sama þótt þeim líki ekki bókin. Þegar allt kemur til alls er það dómur lesenda sem máli skiptir, og ég get þakkað Guði fyrir að þeim líkaði bókin.“ Það er kamiski eins gott að Evans sé kom- inn með þetta æðruleysi gagnvart dómum gagnrýnenda, því nýja bók- ina hans „The Loop“ er að fá svip- aða útreið hjá gagnrýnendum og Hestahvíslarinn. Fjörinu áfátt í stflnum? Gagnrýnandinn Craig Nova skrifaði í Washington Post að „best væri að lýsa stflbrögðum bókarinn- ar með því að segja að þau væm „Prozac-prósi“,„ svo greinilegt er að honum hefur fundist fjörinu heldur áfátt í stflnum, enda Prozac- lyfið eitt helsta geðdeyfðarlyf Bandaríkjamanna í dag. I nýju bókinni heldur Evans sig á gamalkunnum slóðum, því hann er ennþá að kanna vestrið sem virðist sitja í honum eftir kúreka- og indíánaleiki æskunnar. I nýju bók- inni víkja hestamir fyrir úlfum í at- burðarás sem gerist í litlum bæ í Montana. Gagnrýnendur virðast sammála um að persónur Evans séu flatar týpur sem tala í klisjum, en þrettán milljónir lesenda fyrri bók- ar Evans munu eflaust ekki vera á sama máli. Á meðan Evans kynnti sér efnivið fyrri bókar sinnar kynntist hann manni sem hafði rannsakað úlfa í tuttugu ár. Þegar liann hóf rann- sóknarvinnu við nýju bókina tók hann þátt í því rannsóknarverk- efni að laða að úlfa til að sefja á þá hálsólar með senditækjum. Þann starfa segir Evans ekki vera fyrir viðkvæmar sálir. „Beitan sem notuð var til að laða úlfana að er sú ógeðslegasta sem ég hef nokkurn tíma fundið lyktina af,“ segir Evans. „Beitan er búin til úr úldn- um hreysiketti og geijuðum innyfl- um sléttuúlfs. Menn lágu nánast í yfirliði yfir hryllilegri lyktinni, en úlfamir virðast dragast að henni af einhverri ástæðu sem ég get ekki skýrt.“ Okkar maður í París? Ef örlögin hefðu ekki gripið í taumana fyrir nokkriun árum gæti verið að Evans hefði aldrei notið þeirrar sælu að laða að sér úlfa með daunillri beitu. Á sínum tíma þráði Evans ekkert heitar en verða fréttamaður við Reuter-fréttastof- una, en hann klúðraði atvinnuvið- talinu. „Eg sagði að ég kynni frönsku til að liðka fyrir starfs- möguleikum. Ekki fór betur en svo að ég fékk þá í hendumar Le Monde og var sagt að þýða blaðið!“ I stuttu máli gekk sú þýðing afar illa og Evans fékk vinnu við tíma- ritið Newcastle Evening Chronicle og svo fékk hann framleiðenda- stöðu við sjónvarpsþáttinn „The Southbank Show.“ Þegar níundi áratugurinn gekk í garð var Evans heldur óhress með stöðu sína. Framleiðandastarfið gekk brösuglega og hann hafði ekki komið neinu frá sér í þijú ár. Nálægt gjaldþroti ákvað hann að setjast niður og skrifa bók og af- raksturinn var Hestahvíslarinn. Evans segir að nýja bókin muni ekki fara á hvíta tjaldið jafn fijótt og Hestalivíslariim, því „hún verð- ur að lifa sem bók fyrst“. Sú ákvörðun Evans gæti þó allt eins tengst þeirri staðreynd að Robert Redford, sem leikstýrði og lék aðal- hlutverkið í Hestahvíslaranum, ger- breytti endi sögunnar í myndinni. En óháð því hvort fleiri bækur Evans rata á hvíta Ijaldið segist hann vera ánægður með að hafa fundið sér sinn stað í tilverunni. „Hestahvíslar- inn breytti auð- vitað lífi nnnu að mörgu leyti, en það sem bókin gerði fyrir mig fyrst og fremst var að sýna mér hvaða starfsvett- vang ég hefði átt að kjósa fyrir löngu.“ Ekki þurrt fræðamál 100 myndir sem þú hefur aldrei heyrt um áður eftir David N. Meyer. 204 bls. St. Martin’s Griffin, New York, árið 1997. Eymundsson. 1.495 krónur. ALDREI hefur mig langað meira út á myndbandaleigu heldur en eftir lestur þessarar bókar. Meyer hristir fram úr erminni 100 sígild- ar myndir og þótt deila megi um valið á sumum þeirra er úi'valið fjölbreytilegt og úr öllum geirum kvikmynda. Meyer flokkar myndirnar niður í vestra, gamanmyndir, drama, hrollvekjur, vísindaskáldskap, rómantík, stríðsmyndir, listrænar myndir, erlendar myndir (utan Bandaríkjanna), heimildarmyndir, rokkmyndir og sígildar myndir. Hann leggur þó áherslu á að allar listrænar myndir í bókinni hafí skemmtanagildi og að allar skemmtilegar myndir séu listræn- ar. Þegar maður rennir augunum yfír þær 100 myndir sem fjallað er um í bókinni eru þar vissulega ótrúlega margar sem maður hefur aldrei horft á. I upphafi hafði ég velt því fyrir mér hvern höfundur- inn þættist vera að ávarpa í titli bókarinnar, fannst hann kok- hraustur en komst svo að því að ég var einn þeirra sem titillinn er tileinkaður. Sjálfsagt eru þeir ein- hverjir kvikmyndaspekúlantarnir sem hafa séð allar þessar myndir, en þeir verða að átta sig á að bók- in er ekki skrifuð fyrir þá. Höfuðkosturinn við bókina er hvað hún er vel og skemmtilega skrifuð. Ekki er lagt mikið upp úr þurru fræðamáli heldur er um- fjöllun um hverja mynd aðgengi- leg, skemmtileg og varpar nýju ljósi á hana jafnvel þótt maður hafí séð hana áður. Síðast en ekki síst er textinn drýgður með for- vitnilegum fróðleik frá gerð myndarinnar eða um höfunda hennar. Bók sem þjónar sínum til- gangi. Pétur Blöndal er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.