Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 44
t44 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fjárfest í þjóðarauði Tinna _ Sesselja Traustadóttir Ómarsdóttir ' BLÁSIÐ hefur verið til söfn- unarátaks fyrir bættum tölvu- og hugbúnaðarkosti háskólanema. Að átakinu standa Hollvinasam- tök Háskóla Islands og Stúdenta- ráð og er ætlunin að leita eftir fjárframlögum hjá fyrirtækjum og einstaklingum í landinu. Ærin ástæða liggur að baki, því há- skólanemar, sem eru um 6.000 talsins, hafa afnot af 150 tölvum í opnum tölvuverum á Háskóla- svæðinu. Þetta þýðir að 40 nem- endur eru um hverja tölvu, sem er ^állt of lítið. Páll Skúlason rektor orðar það reyndar svo að tölvu- skortur Háskólans standi öllu daglegu starfí skólans fyrir þrif- um og skapi ólýsanlega erfiðleika við nám og kennslu. I byggingunni Haga, þar sem lyfjafræði er kennd, er staða tölvu- mála þannig að lyfjafræðinemar, sem eru 79 talsins, hafa tvær tölv- ur til afnota og einn prentara sem þeir sjá sjálfír um reksturinn á. Fyi-ri tölvan kom haustið 1997 og sú seinni nú í haust ásamt prentar- anum. Þessar tvær tölvur eru í stöðugri notkun og biðin eftir að komast í þær getur verið löng. * Svo virðist sem fámennustu námsbrautirnar í Háskólanum séu látnar mæta afgangi í tölvumálum og þangað er oft látinn fara tækja- búnaður sem nemar í raunvísinda-, verkfræði- og viðskiptafræðideild- um hafa haft til afnota og þykir ekki nógu góður fyrir þá lengur. Þannig er prentarinn í Haga bæði gamall og sljór og suðið í tölvunum óhemju hátt. Af hugbúnaðarkosti nemenda við deildina má nefna rausnarlega gjöf frá Lyfjaverslun ^ Islands sl. vor á gagnagrunninum Micromedix, sem kostar um eina milljón króna. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að Reiknistofnun Há- skóla Islands hefur ekki séð sér fært ennþá að setja hugbúnaðinn upp í tölvunum hjá okkur. Að auki skortir fé til þess að greiða íyrir kostnaðinn við þessa uppsetningu sem og í framtíðinni, því viðbætur af Micromedix berast ársfjórð- ungslega. Betur má ef duga skal Æ mikilvægara er að nemendur, líkt og aðrir, afli sér upplýsinga eftii- nýjum og skiivirkari leiðum. í lyfjafræðinámi er mikið um verk- efnavinnu þar sem þess er krafist að stuðst sé við nýjustu rannsókn- ir. Við undirbúning fyrirlestra og ritgerðarsmíð hafa lyfjafræðinem- ar aðgang að útdráttum á verald- arvefnum úr greinum sem birst hafa í virtum vísindatímaritum. Bið eftir greinum tekur yfírleitt þrjár vikur séu tímaritin ekki til á bókasafni í landinu og þurfa nemar að bera sjálfir kostnaðinn við pönt- unina. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa aðgang að gagnabönkum þar sem hægt er að nálg- ast þessar upplýsing- ar á auðveldan og fljótlegan máta. Goodman og Gilm- an The Pharmacolog- ical Basis of Thera- peutics auk Mart- indale eru dæmi um uppflettirit lyfjafræði- legs eðlis sem nú er hægt að fá á tölvu- tæku formi og eru orðin nær ómissandi í lyfjafræðinámi. Formúlu-teikniforrit kæmi sér einnig vel fyrir lyfjafræðinema. Að slíku forriti hafa nemar í raunvís- Stefnt er að því í Há- skólanum, segja þær Tinna Traustaddttir og Sesselja Ómars- dóttir, að ein tölva verði á hverja tuttugu nemendur. indadeild þegar aðgang. Kostnað- urinn samfara því að setja slíkt forrit inn á tölvurnar í Haga ætti ekki að vera hár og virðist sem málið strandi á að fá leyfi íyrir að setja það upp. Á bókasafn HI hefur lengi vant- að ýmis uppflettirit á sviði efna- fræði og náttúruvísinda svo sem Chemical Abstracts og Beilstein. Fjárskortur hefur verið aðal- ástæðan fyrir þessari vöntun. Hef- ur þetta rýrt gæði námsins við Há- skólann þar sem þessi uppflettirit eru til í nær öllum vestrænum há- skólum þar sem sambærilegt nám er stundað. Þessir stóru gagna- grunnar hafa nú verið tölvuvæddir og hafa allir háskólar á Norður- löndum utan Islands gengið inn í hið svokallaða Midas-kerfi. Að- gangur að Chemical Abstracts myndi kosta eina og hálfa milljón á ári fyrir Háskólann en aðgangur að Midas kostar tvær milljónir fyr- ir þrjú ár. E.t.v. væri unnt að gera samning við erlenda háskóla um aðgang að gagnagrunnum. Það yrði sennilega ódýrari kostur en að kaupa aðgang beint. Áhersla skal lögð á að aðgangur að Midas eða Chemical Abstracts myndi ekki eingöngu nýtast lyfja- fræðinemum heldur einnig hinum fjölmörgu nemendum og kennur- um í Háskólanum sem stunda nám eða kenna við námsbrautir þar sem efnafræði kemur við sögu. Áhugi á að nýta möguleikana sem veraldarvefurinn býður upp á er fyrir hendi innan lyfjafræðideild- arinnar. Heimasiður fyrir einstök námskeið eru smátt og smátt að líta dagsins Ijós. Síður þessar eru hluti af námsvefnum og er hug- myndin að þar sé að finna lýsingu á viðkomandi námskeiði, fyrir- lestraskrá, kennslugögn svo sem tímaglósur, dæmahefti, heima- verkefni og gömul próf. Stofn- kostnaðurinn, þegar farið er út í heimasíðugerð, felst í kaupum á nauðsynlegum tækjum, en þó er stærsti kostnaðarliðurinn senni- lega fólginn í að greiða laun fyrir heimasíðugerðina. Á móti kemur sparnaður í Ijósritunarkostnaði auk tíma- og vinnuspamaðar kennara og starfsfólks við deildina. Úrbætur nauðsynlegar Stefnt er að því að í Háskólan- um verði ein tölva á hverja tuttugu nemendur. Samkvæmt þessu er ljóst að í lyfjafræðideildina vantar tvær tölvur til viðbótar. Full þörf er þó fyrir sex tölvur í allt að mati prófessors við deildina. Sér maður í hendi sér að þegar fjörutíu nem- endur era að vinna verkefni sam- tímis, sem kalla á nýtingu upplýs- inga úr tölvulægum gagnagrunn- um, hrekkur aðgangur að tveimur tölvum skammt. Lélegur aðbúnað- ur i Háskóla Islands á þessu og fleiri sviðum er ekki til þess fallinn að stemma stigu við þeim atgervis- flótta sem færst hefur í vöxt á seinni árum. Fjárframlög ríkisins til Háskólans era af mjög skornum skammti og duga ekki til eðlilegr- ar endurnýjunar og uppbyggingar innan hans. Borið saman við önnur OECD-ríki er hlutfall tekna Há- skólans sem kemur frá atvinnulíf- inu lægra en annars staðar gerist. Þetta þarf að laga og gæti liður í því verið að styrkja yfirstandandi tölvuátak. Til þess að nemendur hljóti full- nægjandi menntun verða þeh- að venjast notkun gagnagranna í námi sínu. Kennarar í lyfjafræði hafa opinberlega lýst yfir áhuga á að skipuleggja árangursríkari kennslu með hagnýtingu slíkra gagnagrunna. Þetta er þó aðeins hægt ef Háskólanum gefst kostur á aðgangi að mikilvægustu gagna- bönkunum. Háskólinn gæti einnig með slíkri tölvuvæðingu veitt ís- lensku atvinnulífi aukna þjónustu, þar sem nemendur og starfsfólk innan Háskólans hefðu þá mun gi’eiðari aðgang að nýjum upplýs- ingum. Höfundar eru lyfjafræðinemar. Happdrætti Háskóla Islands ÉG ÁTTI leið fram hjá aðalumboði HHÍ í Tjarnargötunni 10. nóvember sl. Inni í af- greiðslunni var mikið fjölmenni. Auðvitað, * j)að var útdráttardag- ur og þar sem ég á miða í HHI eins og svo margir aðrir þá ákvað ég að fara inn. Mér hafði líka verið boðið eins og öllum hinum miðaeigendun- um (eram við ekki bara nokkurs konar hluthafar) að vera við- staddir hina stóru stund, þegar öllum milljónunum væri úthlutað. Þegar inn var komið, um 4-5 mínútur fyr- ir klukkan 6, voru fáeinir „hluthaf- ar“ eins og ég fyrir framan af- -greiðsluborðið, en innan búðar var mikið lið sjónvarpsupptökumanna og starfsmanna HHI. Þá sá ég tölvuna, sem sér um að úthluta öll- um milljónunum. Mikið var hún nú lítil, bara eins og venjuleg einka- tölva, ein af þessum sem maður getur sett undir handlegginn. Og ég sem hélt að ógnarstór tölva yrði að notast fyrir svona mikið og ábyrgðarfullt verkefni. Svona veit maður nú lítið um tölv- ur. Þegar ég kom inn var þegar búið rjúfa innsiglin á tölvunni. Já, virðuleg innsigli hljóta jú að hafa verið á tölv- unni til þess að enginn gæti fiktað við hana á milli útdrátta. Það var líka búið að kveikja á tölvunni og einn starfs- manna HHI, líklega tölvufræðingur, var búinn að koma sér fyr- ir við hana. Við næsta borð sat maður og skrifaði í stóra bók. Hann grúfði sig yfir bókina með bakið í tölvu- fræðinginn og tölvuna og skrifaði mikinn. Ég hugsaði með mér: Þetta hlýtur að vera eftirlitsmað- urinn frá dómsmálaráðuneytinu, en mikið var hann jú ungur fyrir svona ábyrgðarmildð starf. Þá mundi ég. Þeir áttu að vera tveir eftirlitsmennirnir. Jú, mikið rétt. Stundvíslega klukkan 6, eða var klukkan kannski eina mínútu yfir, vatt sér inn maður og varð honum að orði um leið og hann gekk í sal- inn, „er þetta bara ekki allt búið?“ Þá vissi ég að þarna var aðaleftir- litsmaðurinn kominn. Enginn nema aðalmaður myndi segja svona á slíkri stundu. Og ég sem hélt að aldrei mætti hreyfa við neinu fyrr en aðalmaðurinn væri mættur. Mikið létti mér þó. Það gat auðvitað ekki verið að ungi maðurinn sem skrifaði í doðrantinn mikla væri aðalmaðurinn. Staða aðalmanns hlýtur alltaf að krefjast margi-a ára starfsreynslu. Ég var næstum því búinn að gleyma. Nei, Hyggilegt væri að hætta notkun tölvunnar við útdrátt, segir Einar * Róbert Arnason, en nýta boltavélina einvörðungu. það var ekki hægt. Hún ungfrú ís- íand fyrrverandi, sem brosti svo fallega til okkar allra. Mikið getur eitt þros annars hlýjað manni um hjartaræturnar. Ég var næstum því viss um að nú myndi ég vinna, kannski ekki þann stóra, en ..., nei það gat ekki verið. Ekki má heldur gleyma forstjóranum sjálfum. Hann var mættur líka, svo brosmildur og líklega hugsandi um alla hluthafana sem fengju nú arð- inn sinn. Stuttu eftir komu aðaleftirlits- mannsins byrjaði hann að snúa teningastokk fram og aftur og áður en varði lá fyrir hverjar endatöl- urnar væra. Það eru þessar sem gefa af sér 2500 krónur í vinning. Nú færðist meira fjör í leikinn. Aðaleftirlitsmaðurinn sneri ten- ingastokknum án afláts og þuldi upp tölur (eru þær ekki 48?), sem hinn eftirlitsmaðurinn skrifaði í bókina góðu og síðan las aðaleftir- litsmaðurinn upp tölurnar fyrir tölvumanninn, sem færði þær inn í tölvuna. Skyldu nú aldrei skolast til tölur? Era þessir menn alveg óskeikulir? Já, líklega er þarna komin hin fullkomna þrenning. Mér fannst allt þetta umstang svo mikið og satt að segja ekki nógu traustvekjandi. Ég held bara að öll sýningin hefði fengið falleinkunn hjá mér. Á meðan á þessu stóð Einar Róbert Árnason voru starfsmenn HHÍ, í hinum enda herbergisins, byrjaðir að taka númeraðar kúlur upp úr tösku og raða í vélina, þessa sem er notuð til að draga út hæsta vinninginn og við sjáum mánaðar- lega í sjónvarpinu á dráttardegi. Og ekki má gleyma henni fyrrver- andi. Hún æfði sig stíft við að segja ralluna sína. Mikið hvað það kostar mikla vinnu og tíma að setja saman svona stutta auglýs- ingu. Allt í einu heyrðist hávaði frá vélinni, boltarnir byrjuðu að hoppa og skoppa undan vindblæstrinum sem lék um þá. Stóra stundin var rannin upp. Nú myndi ráðast hver hlyti stærsta vinninginn. Hvernig skyldi „hluthöfunum", sem fylgjast með, vera innanbrjósts. Margir eru til kallaðir en svo fáir útvaldir. Skyndilega var útdrætti hæsta vinnings lokið, en hvað þetta var snöggt. Boltarnir með réttu núm- eranum voru komnir á sinn stað. Urslitin lágu fyrir. Ur hinum enda herbergisins heyrðist tölvumaður- inn segja „nú drögum við“. Bingó, ekki leið löng stund þar til prent- arinn byrjaði að gubba út úr sér blöðum með tölum á. Utdrætti í flokki 11 í HHÍ var lokið. Allir við- staddir fengu afrit af vinninga- skránni. Fólkið byrjaði að rýna í skrána. Ég veit að það er vinsælt að spila í HHI. Kannski hafa allir sem viðstaddir voru átt miða. For- stjórinn sjálfur hafði sagt mér að, að meðaltali fengi annar hver miði vinning á ári hverju og að HHÍ greiddi út um 70% af innkomu í vinninga. Allt byggist þetta þó á meðaltölum. Það er því ljóst að sumir miðar bera sjaldan eða jafn- vel aldrei vinning á meðan aðrir fá vinning oft, eins og miðinn sem fékk vinning 7 sinnum sama árið, að sögn forstjórans. Þar sem 70% af þeim peningum, sem maður kaupir miða fyrir, eiga að skila sér til baka og 30% fara til Háskólans er það ekki slæmur kostur að spiia í HHI. Allir vilja veg Háskólans sem mestan og er ég engin undan- tekning þar á. Ég gleymdi einu þó. Kostnaðinum við „apparatið". Hann hlýtur að vera töiuverður. Það var svo mikið í kringum þetta. Það hlýtur að vera mikið atriði að halda kostnaði í lágmarki. Hann er jú tekinn af hlut HHÍ (30%). En þar sem ég minntist á boltavélina góðu. Af hverju er hún ekki notuð til að draga út alla vinninga. Þetta virðist vera öndvegis vél og eru ekki svona vélar notaðar í útland- inu til útdráttar á vinningum? Á tímum samrana og hagræðingar vilja væntanlega öll fyrirtæki skera niður allan óþarfa kostnað. Væri bara ekki rétt að losa sig við tölvuna og allt umstangið sem fylgir notkun hennar. Veralegur niðurskurður kostnaðar yrði af þessu. Síðast en ekki síst, ef „boltavélin" er notuð til að draga alla vinninga í HHÍ út, þá sjá allir hvað er á ferðinni. Málið verður gegnsætt eins og sagt er og allt væri uppi á borðinu. Eitt enn sem mælir gegn notkun tölvunnar, þessi voðalegi aldamótavírus, sem getur jafnvel byrjað að hrella tölvukerfin þann 19.9. 1999 að sögn tölvufræðinga. Ef til vill er hann bara búinn að koma sér fyrir nú þegar í tölvunni litlu og er þar vel falinn í einhverjum afkima hennar. Var það kannski hann sem orsakaði að sl. sumar kom sama vinningaskrá HHI upp tvisvar sinnum í röð, eða yrði það ekki „katastrofalt" ef vírusinn ylli því að tölvan tæki upp á því að úthluta næsthæsta vinningi til allra „hlut- hafanna", eða ef þeir hættu nú bara að mæta með sitt mánaðar- lega hlutafé. Þetta gæti hæglega gerst hætti þeir að hafa fullt traust á „apparatinu“. Eigi öryggið að vera í fyrirrúmi, kostnaður í lág- marki og hluthafamir ánægðir, þyk- ir mér einsýnt að notkun tölvunnar verði hætt og boltavélin verði ein- göngu notuð til útdráttar á öllum vinningum HHÍ. Það er svo einfalt í framkvæmd og tæki ekki lengri tíma en núverandi fyrirkomulag. Höfundur er dcildarsljóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.