Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLADIÐ + Bjarni Kristinn Bjarnason fæddist 31. ágúst 1926 að Öndverðar- nesi í Grímsnesi. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavflait' 22. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, bóndi, f. 6.11. 1883, d. 22.12. 1926 og Kristín Halldórsdóttir, hús- móðir og bóndi, f. 25.5. 1890, d. 7.8. 1984. Systkini Bjarna voru: 1) Ragnar, f. 28.10. 1909, d. 5.12. 1977. 2) Þórunn, f. 3.2. 1913, d. 3.4. 1949. 3) Jón, f. 25.10. 1915, d. 9.6. 1950. 4) Hall- dóra, f. 2.10. 1918. 5) Anna, f. 28.5. 1920. 6) Hjalti, f. 3.6. 1922, d. 23.5. 1970. 7) Gunnar, f. 25.6. 1924, d. 17.3. 1980. 8) Unnur, f. 17.8. 1927, d. 6.3. 1982. Bjarni kvæntist 4. júlí 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Pálsdótt- ur læknaritara, f. 30.4. 1930. Foreldrar hennar voru Laufey Böðvarsdóttir, húsmóðir á Búr- Nýlega rifjaði tengdafaðir minn upp hluta af lífshlaupi sínu og komst að þeiri'i niðurstöðu, að hann hefði verið gæfumaður. Tilefni þessarar upprifjunar voru minningar frá al- varlegu slysi er hann varð fyrir sext- án ára gamall og sú reynsla sem í kjölfarið fylgdi. Þetta slys átti eftir að móta líf hans á þann máta að hann gaf frá sér allar hugmyndir um að gerast bóndi en lagði þess í stað inn á braut menntunar. Þótt Bjarni ► teldi sig gæfumann hafði hann ekki sloppið við áföll. Er hann var fjög- urra mánaða gamall missti hann fóð- ur sinn af slysförum en móðir hans var þá þunguð af sínu áttunda barni. Fleiri áföllum varð hann fyrir er komið var fram á unglings- og full- orðinsár. Áföllum tók Bjarni af æðruleysi og ef til vill hefur marg- vísieg lífsreynsla haft talverð áhrif á skaphöfn hans en eigin vanda heyrði ég hann aldrei ræða. Þótt aðstæður höguðu því þannig að Bjarni legði ekki stund á búskap, unni hann ætíð landinu og gróðrin- um sem á því vex. Frá því að ég kynntist Bjarna fyrst var hugur hans við trjárækt og hrynjandi lífs hans snerist að talsverðu leyti um gróðursetningu trjáplantna sem hann hafði sjálfur ræktað. Hringrás gróðursins var Bjarna hugleikin og ég hygg að vart hafi nokkur trjá- sproti farið forgörðum. Trjágreinar og tré sem þurfti að fella voru nýtt sem stiklingar og það sem ekki var hægt að nýta til fjölgunar var bútað niður til frjóvgunar jarðvegsins. Mest sinnti Bjarni þessari hugsjón sinni í kyrrþey en tók þó mikinn þátt í félagsstarfi í tengslum við trjáræktina, sat meðal anpars í stjórnum skógræktarfélaga Islands og Reykjavíkur um árabil. Eftir stúdentspróf úr Verslunar- skólanum hóf Bjarni nám í lagadeild Háskólans og lífsstarf hans varð starf dómara, fyrst í Borgardómi og síðar í Hæstarétti. Sem dómari var Bjarni farsæll í sínum störfum og þó að réttlætið sæti ávallt í fyrir- rúmi taldi hann ekki þýðingarminna að starf dómarans skapaði sátt. Hann taldi miklu skipta að málsaðil- ar skynjuðu sanngirni réttarhalda og tækist honum að sætta deiluaðila og leiða mál til lykta án dómsupp- kvaðningar fann hann fyrir ánægju sem var ekki síðri en sú sem fylgdi vel unnum og fram settum dómsúr- skurði. Bjarni var hár maður og . tígulegur. Að jafnaði var hann hæg- ur í fasi og hafði virðulegt svipmót. Hann var nákvæmur að eðlisfari, kunni því illa að láta hálflokin verk bíða sín og lagði metnað í að ljúka öllum verkum á tilskildum tíma. Hann ávann sér því traust þeirra sem við hann áttu samskipti. Þegar Bjarni, skömmu fyrir and- ^ látið horfði yfir farinn veg, skynjaði felli í Gríinsnesi, f. 24.11. 1905, d. 6.11. 1974 og Páll Diðriks- son, bóndi, hrepp- stjóri og oddviti, f. 8.10. 1901, d. 6.6. 1972. Bjarni og Ólöf eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi: 1) Laufey Ragn- heiður, f. 13.2. 1955, eiginmaður hennar er Torfi Magnússon, f. 29.9. 1950. Þeirra börn eru: a) Magnús Þór, f. 28.11. 1976, b) Bjarni _ Kristinn, f. 17.12. 1980 og c) Ólafur Páll, f. 9.2. 1984. 2) Birna Kristín, f. 4.8. 1956, d. 25.2. 1981, dóttir hennar er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, f. 24.2. 1975, sambýlismaður Tinnu er Einar Scheving, f. 5.6. 1973. Faðir Tinnu er Asgeir Haralds- son, f. 20.5. 1956. 3) Auður, f. 14.11. 1958, eiginmaður hennar er Hákon Leifsson, f. 7.5. 1958, börn Auðar eru: a) Hlynur Helgi Hallgrímsson, f. 12.9. 1987, faðir hans er Hallgrímur Helgason, f. 22.12. 1957, b) Inga Huld, f. hann vel hversu stóran þátt Ólöf tengdamóðh' mín átti í gæfu hans. Þau gengu í hjónaband 4. júlí 1954 og skapaði Ólöf heimili þeirra og lífi Bjarna umgjörð sem gerði líf hans innihaldsríkara og frjórra. Sú vin- átta, ást og gagnkvæma virðing sem ríkti á milli þeirra bæði jók á þann unað sem lífíð hefur upp á að bjóða og gerði þeim kleift að takast í sam- einingu á við holskeflur lífsins. Síð- ustu dagar og vikur höfðu verið þeim einkar ánægjuleg, þau voru nýkomin úr skemmtilegri ferð til Rómar og sátu í fagnaði góðra vina er öllu lauk svo skjótt. Þegar leiðir okkar nú skilur finn ég vel þann styrk sem sterkur bak- hjarl hefur veitt og forréttindin sem fylgja því að eiga góða að. Eg kveð Bjarna með söknuði og þakklæti fyrir þá umhyggju og alúð sem hann hefur sýnt okkur Laufeyju og son- um okkar. Ólöfu votta ég dýpstu samúð. Torfi Magnússon. Það bar brátt að að hann Bjarni K. Bjarnason, tengdafaðir minn, kveddi þennan heim. Fáeinum stundum áður en hann slasaðist ræddi ég við hann í síma, og var hann þá eldhress á leiðinnni á skemmtun með fjnTverandi starfs- bræðrum sínum úr Dómarafélaginu. Ég hringdi í hann frá Seattle og var að biðja hann að erindast svolítið fyrir mig. Ekki bar hann þá með feigðina með sér, boðinn og búinn að vanda til þess að útrétta fyrir okkur hérna uppi á Islandi. Fáum stundum síðar fréttum við af hörmulegu slysi því er dró hann svo skyndilega til dauða. Kynni mín af Bjarna hófust fyrir tæpum tíu árum, er ég og Auður kona mín fórum að draga okkur saman. Mig minnir að við Bjarni höfum hafið samræður okkar úti á tröppum á Einimelnum og þar hafi Bjarni spurt mig um ættir mínar að íslenskum sveitasið. Eg var svo heppinn að Bjarna var sérlega kært til móðurforeldra minna, sem höfðu verið honum vinir, reyndar bæði í leik og starfi, og fékk ég oft að njóta þeirrar vináttu í návist hans. Bjarni var í mínum huga afar vel gefinn maður og farsæll með afbrigðum, þrátt fyrir talsvert mótlæti á æv- inni. Hann var rökfastur og rökfim- ur, skarpskyggn og afar fljótur að setja sig inn í mál og tileinka sér kjarna þess. Hann var ræðinn mjög og forvitinn og gat tekist fast á um málefni þau er honum þóttu ein- hverju varða, þannig að mönnum stóð stundum jafnvel ekki alveg á sama. Rótin var yfirleitt að ég tel aðeins forvitni og löngun til þess að komast að einhverju nýju og óvæntu sjónarhorni. 15.12. 1990, dóttir Auðar og Há- kons, 4) Ragnhildur, f. 24.11. 1961, 5) Bjarni Þór, f. 25.9. 1965. Bjami varð stúdent frá Versl- unarskóla Islands árið 1949. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Islands árið 1955. Eftir embættispróf var Bjarni dómarafulltrúi við emb- ætti borgardómara 1955 til 1961 og borgardómari 1962 til 1985. Árið 1986 var Bjarni skipaður hæstaréttardómari og gegndi því embætti til 1991 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var varadómari og fastadómari í Félagsdómi 1965 til 1983 og for- seti Félagsdóms 1983 til 1985. Hann var formaður Siglinga- dóms 1975 til 1986. Bjarni var í stjórn Dómarafélags Reykjavík- ur 1964 til 1973, Dómarafélags Islands 1965 til 1972. Hann var einnig í sljórn Árnesingafélags- ins í Reykjavík 1961 til 1985, Skógræktarfélags Reykjavíkur 1979 til 1989 og Skógræktarfé- lags íslands 1980 til 1985. Bjarni sat í tölvunefnd dómsmálaráðu- neytisins 1982 til 1985. Frá 1992 var hann prófdómari við mál- flutningspróf héraðsdómslög- manna. Utför Bjarna verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Það var afar gott að leita til Bjarna með hvers kyns mál og var hann alltaf boðinn og búinn að létta undir eða gefa góð ráð svo fremi sem það væri á hans valdi. Er mér þá sérstaklega minnisstætt hve vei og nærgætnislega hann tók mér þegar ég velti bíl dóttur hans í snjó og gereyðilagði einu sinni fyrir margt löngu. Það kom mér á óvart hve mikla sálarvisku og kyri'lyndi hann Bjarni hafði að geyma þegar á reyndi og átti ég oft eftir að kynnast því betur. T.d. síðastliðið vor, er fað- ir minn féll frá, voru Bjarni og frú Óiöf manna fyrst til að koma heim og votta mér samúð sína. Þannig var Bjarni vitur og þekkti þarfir hjart- ans í raunum. Hann Bjarni elskaði fjölskyldu sína mikið, og tók ekkert fram yfir hana. Þá var og áberandi umhyggja Bjarna fyrir tveimur fötluðum börnum sínum, þeim Bóbó og Öddu, og fylgdist ég oft fullur aðdá- unar með umhyggju hans og ást gagnvart þeim. Þessi fjölskylduást varð að ég tel að aðaláhugamáli, þegar Bjarni hóf skógræktina sem hann stundaði af svo miklu kappi áratugum saman. Hann sagði mér oft að hann gæti ekki hugsað sér að vera í einhverju sporti eins og golfi og reiðmennsku í frístundum sín- um. Hann vildi miklu fremur gera eitthvað gagnlegt. Með skógrækt- inni byggi hann í haginn til framtíð- ar fyrir fjölskyldu sína, land og þjóð og heiminn allan. Og það gerði hann svo um munaði. Þannig var Bjarni, nákvæmur, umhyggjusam- ur og agaður, að yrkja landið á meðan aðrir vönduðu sig við að eyða því, alltaf að hugsa um fjöl- skylduna og velferð hennar í heim- inum. Hann var börnum okkar Auð- ar afar góður afi, og er ég honum alveg sérlega þakklátur fyrir það. Hann var fullkomlega ósínkur á tíma sinn með þeim og jafnan fús til að hafa þau hjá sér, fæða þau og klæða, jafnt á nóttu sem degi. Fráfall Bjarna er okkur mikill missir og ég er honum mjög þakklát- ur fyrir að hafa fengið að njóta hans og ganga með honum þennan spöl á lífsleið minni. Með þeim orðum kveð ég Bjama, með minningu um góðan mann, þökk og virðingu í hjarta. Hákon Leifsson. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Nú ert þú afi farinn í ferðina miklu sem við vitum öll af en hugsum sjaldan til. Eftir stöndum við og lítum á okkar stöðu í lífinu með hliðsjón af nýliðnum atburðum. Það er þungbært að velta sér upp úr erfiðum hlutum og oft verður lítið úr. Amstur hversdagsins er einfald- ara og átakaminna, stöðugt og kunnuglegt. En nú er siglt úr vör, og verður ekki aftur snúið. Elsta myndin sem ég á í huga mér um afa á sér stað á Einimelnum þar sem alltaf var eitthvað gott á boðstóln- um. Oftast fékk ég afakex og mjólk og yfir kexinu sagði ég afa og ömmu hvað var helst að frétta af smástrák- um þessa tíma og hvað þeir gerðu sér til dundurs eftir skóla. Þótt afa- kexið hafi smám saman hoifið af stalli hjá afa og ömmu á Einimeln- um var gestrisnin og veigarnar alltaf í sama dúr og upphófust stundum miklar umræður um það hvernig gera mætti best fyrir litla gesti. Svo gerðist það fyrir nokkram ár- um að við vorum minnt á að allt er hverfult. Eftir hjartaáfall afa varð lífið þyngra og raunverulegra, tengsl lífsins við dauðann urðu mér að einhverju leyti ljós, eftir milda og verndaða æsku. En afi stóð af sér þá hrinuna og kom aftur til leiks fullur orku. Hann bar þessa reynslu þó alltaf með sér, jafnvel svo að of- vernduðum unglingspilti þóttí á stundum nóg um. En hann nýtti þessa reynslu til góðs, sér og öðrum. Þótt einhvern tíma hafi mér fundist þessi áþreifan- lega fullvissa um endalokin óþægi- leg, líðm' mér nú svo vel að vita af því að afi var reiðubúinn að takast á við það óumflýjanlega þrátt fyrir að hugurinn væri við gleði líðandi stundar. Og fann ég svo vel hvað viðkynningin við dauðann jók virð- inguna og þakklætið gagnvart lífínu. Kæri afi, eftir að þú fórst las ég bók Sigurðar Nordal, Líf og dauði, sem ég hafði byrjað á nokkrum sinnum en aldrei lokið. Þar las ég orð sem lýsa vel lífsspeki þinni og sátt við æðri máttarvöld: „Við erum að deyja alla okkar ævi, andartökin fæðast og deyja í senn, hver stund, sem líður, er horfín og verður ekki aftur tekin. Sál okkar er heimtuð af okkur á hverjum degi, í hverri andrá. Alltaf styttist leiðin til grafar við hvert spor, sem við stíg- um. Dauðinn minnir okkur á að lifa, lifa af alefli, vaxa, starfa, njóta.“ Þetta viðhorf er öllum gott, og áminning um að reyna að gera sem mest úr þeirri gleði sem lífið er, jafnvel þegar gustar um mann líkt og nú. Elsku amma, á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til ykkar afa fyrir allar stundirnar sem ég hef fengið að eiga með ykkur. Megi góð- ur Guð styrkja þig í sorginni, og okkur öll. Magnús Þór Torfason. Elsku afi. Ég kveð þig með sorg og söknuð í hjarta. Alijir góðu minn- ingarnar sem ég á um þig fylla hug- ann. Efst er mér þó í huga hversu vel þú studdir alltaf við bakið á mér og öllum í kringum þig. Þú varst eins og klettur þegar á reyndi, ekki síst þegar mamma dó. Þá tókuð þið amma Ólöf mig upp á arma ykkar, óluð mig upp og hafið alla tíð elskað mig sem ykkar eigið barn. Þið bjugguð mér gott og traust heimili og gáfuð mér það veganesti sem hef- ur átt svo stóran þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Því kveð ég þig, elsku afi, með inni- legu þakklæti. Elsku amma mín, ég vona að styrkur afa og minningin um ykkar trausta hjónaband verði þér huggun í sorginni. Tinna. Nú þegar Bjarni K. Bjarnason frá Öndverðanesi er kvaddur hinsta sinni langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Bjami kom frá myndarheimili sem þekkt var fyrir glaðværð og dugnað, og þá sérstaklega húsfreyj- unnar, Kristínar Halldórsdóttur, móður Bjarna, sem bjó sem ekkja á Öndverðarnesi í 30 ár og ól upp stór- an barnahóp eftir að hafa misst eig- inmanninn af slysforum 1926. Ég þakka honum samfylgdina þau 50 ár sem við höfum þekkst og þá reisn og velvild sem hann ávallt sýndi okkur, tengdafólki sínu frá Búrfelli. Það var mikill hátíðisdagur 4. júlí 1954 á Búrfelli þegar Olöf systir mín og Bjarni giftu sig í Búr- fellskirkju. Veðrið var bjart og fag- urt og brúðhjónin ungu glæsileg. Eg minnist orða föður míns þegar hann talaði til brúðhjónanna og óskaði þeim heilla. Þrátt fyrir langskóla- nám þeirra sem þá var kallað, treysti hann þeim til að takast á við starf bóndans eða hvað annað sem krefðist líkamlegs álags, svo vel væra þau af Guði gerð. Bjarni var enn við lögfræðinám og lauk því árið eftir. Fyrsta verk ungu hjónanna var að koma sér upp heim- ili og innrétta nýja íbúð á Hagamel 43 í Reykjavík. Þetta gekk fljótt og vel. Ólöf sá um eldhúsinnréttinguna og Bjarni um múrverkið. Við systk- inin frá Búrfelli vorum tíðir gestir á heimilinu en þá þótti sjálfsagt að gista hjá ungu hjónunum í Reykja- vík. Húsbóndinn, Bjami, tók okkur vel. Allt var sjálfsagt, gisting, að lána okkur bílinn eða annað sem við þurftum með. Við Bjarni fórum saman á rokktónleika í Austurbæj- arbíói hjá Tony Combi, þar sem Helena Eyjólfsdóttir, 12 ára, söng fyrst opinberlega. Já, margar góðar minningar koma upp í hugann, ferðalag norður Kjöl, um Skagafjörð og Húnaþing, þar sem við Bjarni, Ólöf og foreldrar mínir fórum saman 1958 á rússajeppa. Það var ekki nóg að þekkja bæina, heldur var rætt um fólkið og ættir sem Bjarni hafði sérstakan áhuga á og faðir minn þekkti frá vera sinni í Hólaskóla 1927. Já, svona er lífið, það er margs að minnast. Bjarni átti hér á Búrfelli nokkrar kindur sem hann kom með frá Öndverðanesi 1955 þegar móðir hans hætti þar búskap. Þetta var stuttu eftir fjárskipti og þá voru ærnar kenndar við bæi í Þingeyjar- sýslu. Fjárstofninn var býsna ólíkur eftir því frá hvaða bæjum hann var. Bjarni var fljótur að sjá fjárbragðið og þekkti allar kindurnar með nöfn- um enda er ég sannfærður um að Bjarni hefði orðið góður bóndi ef það hefði legið fyrir honum. Bjarni var nákvæmur og vandvirkur í öll- um sinum störfum. Skógrækt átti mikinn þátt í tómstundastarfi hans. Þess sjást víða merki í Grímsnesi og Laugardal. Þær plöntur sem Bjarni gróðursetti munu vaxa og bera fóstra sínum vitni í tímans rás. Önn- ur áhugamál Bjarna vora ættfræði, lögfræði, veiðiskapur, útivist og um- hverfismál. Nú, þegar leiðir skilur um stund, vil ég þakka Bjarna fyrir hlýhug og virðingu sem hann ávallt sýndi for- eldram mínum. Þau Ólöf voru gest- risin og nutu þess að bjóða til fagn- aðar við flest tækifæri sem gáfust á heimili sínu, á Einimel 18 þar sem þau ræktuðu samband við alla fjöl- skylduna. Við, tengdafólkið, þökkum sam- fylgdina og biðjum góðan Guð að styrkja þig, Ólöf mín, og alla fjöl- skylduna í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Bjarna K. Bjarnasonar. Böðvar Pálsson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) I dag kveð ég með söknuði móð- urbróður minn og nafna, Bjarna Kristin Bjarnason. Fráfall hans bar brátt að og allir voru óviðbúnir þeg- ar kallið kom. Minningarnar raðast upp ein af annarri eins og perlur á bandi. Öndverðarnesheimilið var glað- vært menningar- og myndarheimili þar sem flest var leyfilegt nema það að gera ekki neitt. Heimilisbragur- inn mótaðist bæði af persónu ömmu minnar og annarra heimiiismanna og þeim aðstæðum sem þau bjuggu við. Bjarni Kristinn, sem var átt- unda barn ömmu og afa, var tæp- lega fjögurra mánaða, þegar faðir hans lést af slysförum, og þá var yngsta systirin, Unnur, enn ófædd. Þótt elsti sonurinn, Ragnar, væri þá aðeins 17 ára gamall hélt amma áfram að búa með einstökum kjarki og dugnaði. En auðvitað urðu allir að leggja sitt af mörkum til að þetta tækist, enda held ég að vinnusemi hafi verið ríkur þáttur í fari allra Öndverðarnessystkinanna og lifi jafnvel með mörgum afkomendum BJARNIKRISTINN BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.