Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 55
H MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR 1 Stjórn Dagsbrúnar og Framsóknar Abyrgðarleysi sveitarfélaga bitnar á launafólki STJORN Dagsbninar og Framsókn- ar sendi á mánudag frá sér yfírlýsingu þai- sem mótmælt er fyrirhugaðri skattahækkun meh-ihluta borgar- stjómai- Reykjavíkur og hvetm- borg- arstjómina til að endurskoða ákvörðun sína. I yfirlýsingunni segii-: „Stjórn Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt- arfélags minnir á að við gerð síðustu kjarasamninga var gengið út frá því að forsendur kjarasamningsins skiluðu auknum kaupmætti. Sú hef- ur orðið raunin á. Kaupmáttur hefur aukist í stöðugu verðlagi. Sveitarfélögin hafa hins vegar aukið útgjöld sín langt út fyrir það sem þau höfðu svigrúm til og þannig sýnt ábyrgðarleysi sem nú bitnar á almennu launafólki. Hluti af skýring- unni er vegna umframlaunahækkana til annama hópa en félagsmanna inn- an ASÍ, sem fulltrúar sveitarfélag- anna stóðu að. A sínum tíma varaði stjórn Dags- brúnar og Framsóknar - stétt- arfélags við þessum hækkunum og benti á að þær væru ávísun á skatta- hækkanir. Þessi hækkun bitnar þungt á félagsmönnum D&F - stétt- arfélags þar sem stærsti hluti félags- manna býr í Reykjavík. Því lýsir stjórn félagsins fuilri ábyrgð á hendur meirihluta borg- arstjórnar Reykjavíkur því skatta- hækkanir á borð við þær sem boðaðar eru hafa hlutfallslega "mest áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem höfðu minnst fyrir.“ Soroptimistar leggja Hringn- um lið SOROPTIMISTAKLÚBBUR Hóla og Fella í Reykjavík hefm’ ákveðið að leggja Hringnum lið í fjáröflun vegna byggingar Bamaspítala Hringsins í tilefni af degi soroptim- ista 10. desember. Klúbburinn hefur afhent gjöf að andvirði 500 þúsund króna til byggingarinnar. Gjöfín inniheldur 500 pakka af 13 kortum með íslensku jólasveinunum. A kápu kortanna er mynd af Grýlu og Leppalúða, en á bakhlið hennar er mynd af jólakettinum. Ætlunin er að kortin fari í skóinn hjá börnunum. Fyrh-mynd kortanna er bókin Jól- in koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Hönnuðm- þeirra er Herdís Egils- dóttir, kennari og rithöfundur. í fréttatilkynningu kemur fram að kortin verði seld hjá Leikbæ, Faxa- feni 11, í Mjódd og Fjarðargötu 13 til 15 í Hafnarfirði, og Máli og menningu, Laugavegi 18, og Síðumúla 7 til 9. ---------------- Málstofa Lag-a- stofnunar og Lög- fræðingafélagsins MÁLSTOFA í samvinnu Lagastofn- unar Háskóla íslands og Lög- fi'æðingafélags Islands verður haldin fimmtudaginn 3. desember. Þar mun Agúst Þór Amason, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrifstofu íslands, hafa framsögu um efnið: Stjórnarskrá sem grundvöllur stjómskipunai'. Agúst Þór fjallar í inngangserindi um það hvaða form og innihald stjórnarskrá þarf að hafa til að hún falli undh' nútíma skilgreiningu á stjórnarskrá og hvaða þýðingu stjórnarskrár hafa sem grundvöllur stjórnskipunar. Að lokinni framsögu verða frjálsar umræður. Málstofan verður haldin í stofu 201 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands, og hefst kl. 16. ---------------♦“♦-♦-------- Morgunblaðið/Árni Sæberg María Lovísa opnar nýja verslun MARÍA Lovísa fatahönnuður hefur opnað nýja verslun á Skólavörðustíg 3A. Maiía hefur um árabil rekið versl- un á Skólavörðustíg, en hefur nú fært sig um set og er við hliðina á Mokka. María hefur starfað við fatahönn- un síðastliðin tuttugu ár. Ymist hjá öðrum fyrirtækjum eða í eigin rekstri. Hún útskrifaðist sem fata- hönnuður frá Margrethe Skolen árið 1979 og segir í fréttatilkynningu að nýstárleg hönnun hennar hafi vakið athygli hérlendis sem erlendis. María hefur á boðstólum sér- hannaðan kvöldklæðnað, sport- klæðnað og yfirhafnir. Listaverka- kort frá Lista- safni Islands LISTASAFN íslands hefur gef- ið út tvö listaverkakort. Er annað þeirra eftir málverki Hjörleifs Sigurðssonar, „Mál- verk“, frá 1955-56, sem var á sýningu safnsins, „Draumurinn uin hreint form“, fyrr í haust. Hitt kortið er eftir málverki Jóns Stefánssonar, „Stilleben“, frá 1919. Ennfremur hefur safnið end- urútgefíð kort eftir málverki Þórarins B. Þorlákssonar, „Þingvellir", frá árinu 1900. Kortin eru til sölu í Listasafni Islands á opnunartíma þess, sem er alla daga nema mánu- daga kl. 11-18. Hægt er að panta kortin á skrifstofutíma safnsins virka daga kl. 8-16. Heldur þú að j: C-vítamm sé nóg ? - NATEN I _______- er nóg!_5 \l 30% afsláttur mán.-mið. kl. 9■ Andlitsbai li-980 Litun og ptoláun 1.690 Handsngrting 2.690 Samt. 9.160 30°Io afsl. 6.612 SNYRTI & NUDDSTOFA Hönnu Krístínar Didriksen Laugavegi 40, sími 561 8677 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 5 5 J .1 JOOP jóla ■ii LEÐURHORNSOFI SOFATILBOÐ - - Leður á slitflötum Litir: brúnt og grænt >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.