Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 55
H
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
1
Stjórn Dagsbrúnar og Framsóknar
Abyrgðarleysi sveitarfélaga
bitnar á launafólki
STJORN Dagsbninar og Framsókn-
ar sendi á mánudag frá sér yfírlýsingu
þai- sem mótmælt er fyrirhugaðri
skattahækkun meh-ihluta borgar-
stjómai- Reykjavíkur og hvetm- borg-
arstjómina til að endurskoða
ákvörðun sína.
I yfirlýsingunni segii-: „Stjórn
Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt-
arfélags minnir á að við gerð síðustu
kjarasamninga var gengið út frá því
að forsendur kjarasamningsins
skiluðu auknum kaupmætti. Sú hef-
ur orðið raunin á. Kaupmáttur hefur
aukist í stöðugu verðlagi.
Sveitarfélögin hafa hins vegar
aukið útgjöld sín langt út fyrir það
sem þau höfðu svigrúm til og þannig
sýnt ábyrgðarleysi sem nú bitnar á
almennu launafólki. Hluti af skýring-
unni er vegna umframlaunahækkana
til annama hópa en félagsmanna inn-
an ASÍ, sem fulltrúar sveitarfélag-
anna stóðu að.
A sínum tíma varaði stjórn Dags-
brúnar og Framsóknar - stétt-
arfélags við þessum hækkunum og
benti á að þær væru ávísun á skatta-
hækkanir. Þessi hækkun bitnar
þungt á félagsmönnum D&F - stétt-
arfélags þar sem stærsti hluti félags-
manna býr í Reykjavík.
Því lýsir stjórn félagsins fuilri
ábyrgð á hendur meirihluta borg-
arstjórnar Reykjavíkur því skatta-
hækkanir á borð við þær sem
boðaðar eru hafa hlutfallslega
"mest áhrif á ráðstöfunartekjur
þeirra heimila sem höfðu minnst
fyrir.“
Soroptimistar
leggja Hringn-
um lið
SOROPTIMISTAKLÚBBUR Hóla
og Fella í Reykjavík hefm’ ákveðið
að leggja Hringnum lið í fjáröflun
vegna byggingar Bamaspítala
Hringsins í tilefni af degi soroptim-
ista 10. desember. Klúbburinn hefur
afhent gjöf að andvirði 500 þúsund
króna til byggingarinnar.
Gjöfín inniheldur 500 pakka af 13
kortum með íslensku jólasveinunum.
A kápu kortanna er mynd af Grýlu
og Leppalúða, en á bakhlið hennar
er mynd af jólakettinum. Ætlunin er
að kortin fari í skóinn hjá börnunum.
Fyrh-mynd kortanna er bókin Jól-
in koma eftir Jóhannes úr Kötlum.
Hönnuðm- þeirra er Herdís Egils-
dóttir, kennari og rithöfundur.
í fréttatilkynningu kemur fram að
kortin verði seld hjá Leikbæ, Faxa-
feni 11, í Mjódd og Fjarðargötu 13 til
15 í Hafnarfirði, og Máli og menningu,
Laugavegi 18, og Síðumúla 7 til 9.
----------------
Málstofa Lag-a-
stofnunar og Lög-
fræðingafélagsins
MÁLSTOFA í samvinnu Lagastofn-
unar Háskóla íslands og Lög-
fi'æðingafélags Islands verður haldin
fimmtudaginn 3. desember. Þar mun
Agúst Þór Amason, framkvæmda-
stjóri Mannréttindaskrifstofu íslands,
hafa framsögu um efnið: Stjórnarskrá
sem grundvöllur stjómskipunai'.
Agúst Þór fjallar í inngangserindi
um það hvaða form og innihald
stjórnarskrá þarf að hafa til að hún
falli undh' nútíma skilgreiningu á
stjórnarskrá og hvaða þýðingu
stjórnarskrár hafa sem grundvöllur
stjórnskipunar. Að lokinni framsögu
verða frjálsar umræður.
Málstofan verður haldin í stofu
201 í Lögbergi, húsi lagadeildar
Háskóla Islands, og hefst kl. 16.
---------------♦“♦-♦--------
Morgunblaðið/Árni Sæberg
María Lovísa
opnar nýja
verslun
MARÍA Lovísa fatahönnuður hefur
opnað nýja verslun á Skólavörðustíg
3A. Maiía hefur um árabil rekið versl-
un á Skólavörðustíg, en hefur nú fært
sig um set og er við hliðina á Mokka.
María hefur starfað við fatahönn-
un síðastliðin tuttugu ár. Ymist hjá
öðrum fyrirtækjum eða í eigin
rekstri. Hún útskrifaðist sem fata-
hönnuður frá Margrethe Skolen árið
1979 og segir í fréttatilkynningu að
nýstárleg hönnun hennar hafi vakið
athygli hérlendis sem erlendis.
María hefur á boðstólum sér-
hannaðan kvöldklæðnað, sport-
klæðnað og yfirhafnir.
Listaverka-
kort frá Lista-
safni Islands
LISTASAFN íslands hefur gef-
ið út tvö listaverkakort. Er
annað þeirra eftir málverki
Hjörleifs Sigurðssonar, „Mál-
verk“, frá 1955-56, sem var á
sýningu safnsins, „Draumurinn
uin hreint form“, fyrr í haust.
Hitt kortið er eftir málverki
Jóns Stefánssonar, „Stilleben“,
frá 1919.
Ennfremur hefur safnið end-
urútgefíð kort eftir málverki
Þórarins B. Þorlákssonar,
„Þingvellir", frá árinu 1900.
Kortin eru til sölu í Listasafni
Islands á opnunartíma þess,
sem er alla daga nema mánu-
daga kl. 11-18. Hægt er að
panta kortin á skrifstofutíma
safnsins virka daga kl. 8-16.
Heldur þú að j:
C-vítamm sé nóg ? -
NATEN I
_______- er nóg!_5
\l
30% afsláttur mán.-mið. kl. 9■
Andlitsbai li-980
Litun og ptoláun 1.690
Handsngrting 2.690
Samt.
9.160
30°Io afsl.
6.612
SNYRTI & NUDDSTOFA
Hönnu Krístínar Didriksen
Laugavegi 40, sími 561 8677
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 5 5
J
.1
JOOP
jóla
■ii
LEÐURHORNSOFI
SOFATILBOÐ
- - Leður á slitflötum
Litir: brúnt og grænt
>