Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Ferdinand I PREW ANOTHER PICVJRE OF YOUR P06..D0 YOU U)ANT TO BUY IT7 THI5 TIME IT'S IN COLOR.. PURPLE P06S? ÉG teiknaði aðra mynd af hundin- um þínum... langar þig að kaupa hana? p7 I ÞETTA sinn er hún í lit... Hund- urinn minn er svartur og hvítur... GEÐJAST þér ekki að purpura- rauðum hundum? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 ÞAÐ virðist einkennandi fyrir okkur ungu ökumennina að aka óhikað að gatnamótum án þess að athuga hvort við eigum forganginn eða ekki. Varnaðarorð frá ungum ökumönnum Frá hópum 75 og 76 hjá Sjóvá-Almennum: VIÐ ERUM 2 hópar sem voru á námskeiði ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í Reykjavík og Sauðárkróki í lok október. Við skoðuðum sérstaklega hvers vegna árekstrar verða við gatnamót og eins mikilvægi góðra hjólbarða. Árekstur á gatnamótum: Þriðja algengasta óhappið hjá ungum ökumönnum er árekstur á gatnamótum þar sem við vh-ðum ekki forgangsreglur. Þvi er mikil- vægt fyrir okkur að aka gætilega og með opinn huga gagnvart um- ferðinni þegar við komum að gatna- mótum, virða umferðarmerkin sem segja til um forgang eða hægri regl- una, sé ekkert merki sem segir til um hann. Á ljósastýrðum gatnamót- um ber að vii-ða rautt ljós og aka alltaf samkvæmt aðstæðum. Hægj- um á bílnum áður en við komum að gatnamótum, notum réttar akreinar miðað við akstursstefnu. Ef við ætlum að beygja skulum við muna að gefa stefnuljós, vara okkur á öðrum bílum og sýna gangandi vegfarendum tillitssemi. Við skulum sýna fötluðum, öldruðum og börnum tillitssemi. Reiðhjól og mótorhjól sjást oft illa og því skulum við sýna sérstaka varúð ef þau eru á ferð. Stórir og miklir skór geta verið til vandræða við akstur. Erfítt getur verið að finna bremsur, bensíngjöf eða kúplingu í þykkbotna og stórum skóm. Klæðumst því skóm við hæfí. Hjólbarðar: Verum alltaf á vel búnu ökutæki og miðum búnað þess við aðstæður á hverjum tíma, hjólbarða sem henta aðstæðum á hverjum árstíma og gleymum ekki varadekkinu. Mikilvægt er að hafa réttan loftþrýsting í dekkjum. Veggrip hjól- barða þarf að vera nógu mikið, þ.e. gott mynstur yfir 1,6 millimetra djúpt. Ætíð er gott að hafa keðjur í far- angursgeymslu bíls á vetrum ef þeirra kynni að vera þörf. Þar sem götur eru saltaðar, sest tjara á dekkin og virkar hún sem besti skíðaáburður. Því þurfum við að bera tjöruhreinsi á dekk sé ekið þar sem götur eru saltaðar. Það þarf að hafa alla hjólbarða jafn stóra og af sömu gerð. Að lokum viljum við minna á að aka ekki undir áhrifum áfengis eða eftir að hafa neytt lyfja sem merkt eru með rauðum þríhyrningi. Fyrir hönd hópa 75 og 76 í Reykjavík og Sauðárkróki. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra. Hugleiðingar aldraðs Snæfellings Frá Halldóri Finnssyni: MYND í Morgunblaðinu 29.11. af fundi um hálendismál. Hvar var allt þetta fólk, þegar verið var að virkja fyrir stór-Reykjavíkursvæðið? Þær uppistöður, sem hafa verið gerðar vegna raforkuvirkjana, hafa skapað í flestum tilfellum meiri gróð- ur og fuglalíf í kringum vötnin og í þeim sjálfum en var áður. Til þess að skapa t.d. 1.000 manns atvinnu á Austurlandi við ferðaþjón- ustu, er meiri mengun af flutn- ingatækjum sem til þess þarf en af einu álveri. Nokkrir íslenskir ofurhugar hafa undanfarið klifíð hæstu tinda jarðar af miklum fí-æknleik. Það kom fram í viðtali við eitt þessai'a hraustu ung- menna, hversu leiðinlegt væri að sjá allskonar rusl langt fyiTr ofan alla mannabyggð, jafnvel á fjallinu Ever- est. Hvernig væri að leiða hugann aðeins út fyrir hátíðarsal Háskóla ís- lands, og leggja niður fyrir sér hvernig börnin og barnabörnin okk- ar lifa sem best á íslandi? Er það með því að lifa af því sem landið gef- ur, eða eigum við að draga hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir ferða- manna til landsins? Því þurfum við að fordæma nokkuð fyrirfram? HALLDÓR FINNSSON, Grundarfírði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.