Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SÝNISHORNIÐ er OPIN SIÓNVARPSRÁS
sem þú færð sjálfkrafa aðgang að
SÝNISHORNIÐ þegar þú tengist breiðbandinu.
Sýnishornið næst einnig á kapalkerfi
Rafveitu Hafnarfjarðar. í Sýnishorninu eru kynntar þær
stöðvar sem í boði eru á Breiðvarpinu. Hver stöð er send
út opin í heilan mánuð að jafnaði og þannig gefst góður
tími til að kynna sér efni hennar.
o
2
2
O
o
2
>
z
2
* í desember verður cartoon network barnarásin
° kynnt í Sýnishorninu. castoon network sendir út
í úrvals bamaefni allan sólarhringinn á Breiðvarpinu.
SYNISHORN
í DESEMBER
CQRQOElN
□EQwHRQ
VÖNDUÐ IÓLADAGSKRÁ f DESEMBER
Dagskráin á Cartoon Network verður sérstaklega vönduð í
desember og verður jólastemmningin allsráðandi í teikni-
myndaheiminum. Fylgist með uppáhalds teikni-
myndahetjunum halda upp á jólin.
GAMLIR OG GÓÐIR KUNNINGJAR
í opinni dagskrá á Breiðvarpinu í desember verður
m.a. að finna Tomma og Jenna, Steinaldarmennina,
Addams fjölskylduna, Scooby Doo og The Mask.
GÓÐ BYRJUN Á NÝJU ÁRI
Cartoon Network byrjar nýja árið með
maraþonsýningum á Tomma og Jenna.
Þessir óviðjafnanlegu þættir verða sýndir
stanslaust í 24 klukkustundir.
IRITT
ICO STN AÐ armat
20.000 HEIMILIEIGA ÞESS NÚ KOST
AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG
MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST
VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM.
Hringdu strax
OG KYNNTU ÞÉR MÁLID!
7474
Opið allan sólarhringinn
V
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
NEMENDUR níunda og tíunda bekkjar Grunnskóla Seyðisfjarðar stilltu sér upp við liaug Hrafnkels heinia á
Aðalbóli ásamt kennurum sínum, Báru Mjöll Jónsdóttur og Elísabetu Magnúsdóttur.
Grunnskólanemendur frá Seyðis-
firði á söguslóðum Hrafnkelssögu
Vaðbrekku, Jökuldal - Nemendur
níunda og tíunda bekkjar Grunn-
skóla Seyðisfjarðar brugðu sér á
söguslóðir Hrafnkelssögu Freys-
goða í Hrafnkelsdal í siðustu
viku. Ferðin var farin í tilefni
þess að þessir bekkir eru að lesa
söguna um þessar mundir og
þótti hæfa að fara á þær slóðir
sem sagan gerðist á og líta á
staðhætti.
Nemendurnir fóru 25 saman í
rútu frá Seyðisfirði uppí Hrafn-
kelsdal að líta á staðhætti og afla
efnis í fréttabréf sem þeir ætla
að gefa út um Hrafnkelssögu
Freysgoða. Teknar voru myndir
af stöðum þar sem atburðir sög-
unnar gerðust og sviðsett smá at-
riði úr sögunni sem ætlað er að
birtast í fréttabréfinu.
Á Aðalbóli í Hrafnkelsdal
skoðuðu ferðalangarnir meðal
annars bæjarstæði bæjar Hrafn-
kels Freysgoða og hvar útibúr
hans mun hafa staðið, en
einmitt þar á milli var lagt tré
það er Hrafnkell var hengdur
upp á á hásinunum eins og segir
í sögunni. Haugur sá er Hrafn-
keli og konu hans var orpinn
heima á Aðalbóli var einnig
skoðaður.
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
JÓNMUNDUR Kjartansson yfirlögregluþjónn, Kolbeinn Engilbertsson lögregluþjónn, Guðgeir Eyjólfsson
sýslumaður, Haraldur Johannessen ríkislögreglusijóri, Guðni Sveinsson aðalvarðstjóri og Guðbrandur Ólafs-
son varðstjóri fyrir framan lögreglustöðina í Siglufirði.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
SUM börnin héldu fast um sitt ftílk en gáfu Grýlu
og kettinum þeim arna auga annað slagið.
Grýla og jólakött-
urinn boða jólin
Egilsstöðum - Það var margmenni
fyrir utan Vöruhús KHB þegar
kveikt var á jólatrénu, hæsta ís-
lenska jólatrénu. Grýla og jólakött-
urinn mættu á staðinn og töluðu við
börnin. Flestum leist bömunum vel
á þau en þó voru nokkur sem ekki
leist á að tala við þessi skrýtnu fyr-
irbæri sem þau höfðu aldrei augum
litið fyrr.
Ríkislög-
reglustjóri
á yfirreið
um landið
HARALDUR Johannessen ríkis-
lögreglustjóri og Jónmundur
Kjartansson yfirlögregluþjónn
hjá embætti ríkislögreglusljóra
eru um þessar mundir á yfirreið
um landið til að kynna sér að-
stöðu og búnað lögregluembætta.
Þeir Hai aldur og Jónmundur
voru staddir á Siglufirði í liðinni
viku. Þar kynntu þeir sér m.a.
nýjan tölvubúnað embættisins og
starfsaðstöðu og búnað lögreglu-
manna.
Guðni Sveinsson aðalvarðstjóri
á Siglufirði sagði heimamenn
ánægða með að fá slíka heim-
sókn og kvað hann gestina sátta
við allar aðstæður á Siglufirði.
„Heimsóknir sem þessar eru
ekki síður á mannlegu nótunum,
að menn kynni sig og sjái aðra.
Það er mjög gott fyrir okkur sem
búum úti á landi að hitta per-
sónulega okkar yfirmenn, sem
við þurfum svo oft, að hafa sam-
skipti við í gegnum sima, t.d. til
að leita aðstoðar og fá góð ráð
hjá,“ sagði Guðni.