Morgunblaðið - 02.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
+ Jónas Sigurðs-
son fæddist á
Hellissandi hinn 4.
ágúst 1927. Hann
lést á Landspítalan-
um 18. nóvember
síðastliðinn. Jónas
ólst upp á Hell-
issandi hjá foreldr-
um sinum, þeim
Sigurði Magnússyni
og Guðrúnu Jónas-
dóttur. Sigurður
fæddist í Stóru-
Tungu á Fells-
strönd hinn 17.
ágúst 1903, sonur
hjónanna Karólínu J. Kristins-
dóttur frá Stykkishólmi og
Magnúsar Magnússonar frá
Purkey á Breiðafirði. Sigurður
lést hinn 26. nóvember 1989.
Guðrún fæddist á Hellissandi
hinn 11. október 1904, dóttir
þeirra Jónasar Þorvarðarsonar
frá Hallsbæ á Hellissandi og
konu hans, Ingveldar Gísladótt-
ur frá Skíðsholtum í Hruna-
hreppi á Mýrum. Guðrún lést
hinn 23. ágúst 1995. Jónas var
elstur af íjórum systkinum. Hin
eru: Arnar, kvæntur Helenu
Guðmundsdóttur og eru þau bú-
sett í Reykjavík; Inga Þórey,
gift Herði Pálssyni og eru þau
búsett á Akranesi; og Magnús í
sambúð með Rögnu Magnús-
dóttur og búa þau í Reykjavík.
Jónas giftist Theódóru Björg-
vinsdóttur og átti með henni
íjögur börn. Þau eru: 1)
Elsku pabbi.
Nú loksins hefur þú fengið hvfld-
ina sem þú þráðir svo lengi að fá.
Þú varst búinn að vera lasinn svo
lengi og ég er viss um að ekkert
okkar veit hversu mikið þú þjáðist.
Það var svo sárt að sjá hvernig
líkami og sál gáfust smátt og smátt
upp fyrir þeim sem að lokum vitjar
okkar allra.
Þú varst elstur af systkinunum
og ólst upp á Sandi hjá afa og
ömmu. Æskuárin liðu í öryggi og
við almenn störf sem börn þíns
tíma unnu þá. Einnig var brugðið á
leik og á Sandi var mikið um að
fólki væri strítt á allan mögulegan
hátt. Þú og vinir þínar voru engar
undantekningar í þeim púkaskap,
en ekki veit ég til þess að neinn af
þeim sem fyrir stríðninni varð hafi
hlotið af henni skaða.
Þú byrjaðir snemma að vinna
eins og á þeim tíma var siður og um
fermingu fórstu með afa til Reykja-
víkur til þess að vinna við lagningu
hitaveitustokksins á milli Reykja-
víkur og Mosfellssveitar sem þá
var. Það hlýtur að hafa verið erfitt.
Svo varstu nokkrar vertíðir á Akra-
nesi og vannst þar við beitningar og
önnur tilfallandi störf. Á vorin
komstu svo heim til afa og ömmu
með hýruna þína. Það þótti sjálf-
sagt að leggja til heimflisins. Svo
fórstu suður til Keflavíkur til þess
að komast í „Bretavinnuna"
svokölluðu. Forlögin snera þó mál-
um þínum þannig að þar hittir þú
Einar Sveinsson, múrarameistara,
sem bauð þér að koma í læri til sín.
Þú þáðir það og þóttir liðtækur við
múrverkið. Svo vannstu við múr-
verk þann tíma sem þú bjóst í
Reykjavík og fyrst eftir að þú flutt-
ir vestur á Sand með konu og börn.
Einnig hef ég heyrt sögur af því
þegar þú og Siggi múrari fóruð
norður á Olafsfjörð til þess að
múra. Þá þótti ekki tiltökumál að
fara á milli sveitarfélaga eftir
vinnu, eins og það er í dag. „Vinnan
göfgai' manninn" voru einkunnar-
orð þín. En þú gast ekki séð fyrir
fjölskyldunni með múrverkinu til
lengri tíma svo þú fórst að vinna í
frystihúsinu hjá Rögnvaldi og við
hliðina á afa. Svo brástu þér á sfld,
varst á Skarðsvíkinni, sem okkur
krökkunum þótti alveg æðislegt
skip. Eftir eina síldarvertíðina
komstu heim með jólaljósaseríu
Jarþrúður, f. 14.
mars 1959. Hún
giftist Birgi Marel
Jóhannssyni og á
með honum eina
dóttur, Jarþrúði, f.
4. júní 1986. Þau
skildu. 2) Lárus
Skúli, f. 23. febrúar
1960 og á hann einn
son, Ingvar, f. 17.
október 1981. 3)
Auður, f. 13. júní
1964. Sambýlismað-
ur hennar er
Trausti Ólafsson og
eiga þau þrjú börn,
Einar Þór, f. 24. nóvember
1990, Snorra, f. 17. ágúst 1992,
og Guðlaugu Dóru, f. 24. mars
1996. 4) Sigríður, f. 9. mars
1966. Eiginmaður hennar er
Sigurðui' Arnar Böðvarsson og
eiga þau tvær dætur, Auði
Örnu, f. 4. júní 1996, og Brynju,
f. 23. nóvember 1997. Fyrir átti
Jónas soninn Sigurþór, f. 14.
maí 1956, sem ólst upp hjá móð-
ur sinni, Astu Þorsteinsdóttur.
Theódóra átti fyrir soninn Vil-
hjálm Hafberg, f. 8. mars 1953
og gekk Jónas honum í föður
stað. Vilhjálmur er giftur Svölu
Geirsdóttur og eiga þau
tvíburana Geir Má og Ragnar
Má, f. 23. júní 1973, og Elínu
Ósk, f. 6. desember 1981. Jónas
og Theódóra skildu árið 1992.
títför Jónasar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
sem blikkaði. Hún var sú flottasta á
Sandi og svo endingargóð að hún
dugði líka í mörg ár í Reykjavík. Þú
varst mikið jólabarn og vildir alltaf
hafa jólaljós. Á jólanótt var alltaf
látið loga á seríunum alla nóttina og
líka á einu Ijósi inni. Nú verða ekki
sett upp jólaljós hjá þér, elsku
pabbi minn, en efalaust muntu
njóta jólagleði og dýi'ðar, nú í öðru
rými. Ég sé fyrir mér herbergið
þitt á Felli þegar við vorum búin að
setja upp halastjörnuna og seríuna
sem við settum upp á milli mynd-
anna. Og litla jólatréð. Það passaði
svo vel inni hjá þér á Felli.
Þú hófst búskap með mömmu,
Theódóru Björgvinsdóttur, á árinu
1957 í Sigluvoginum, en eftir að ég
fæddist fluttuð þið vestur á Hell-
issand með mig og Villa bróður. Við
áttum heima í kjallaranum hjá
ömmu og afa og stiginn upp var svo
flottur og sleipur og hættulegur, en
samt var alltaf farið upp til þeirra.
Svo fæddist Lalli, alltaf svo lasinn
og rann niður stigann og beit í
sundur á sér tunguna, og svo fædd-
ist Auða, sem var skírð út í loftið af
því að þér fannst þú svo ríkur, að
eiga öll þessi börn og búinn að
byggja þetta fína hús í Nausta-
búðinni. Og þú gast mublerað upp
nýja heimilið eftir eina sfldar-
vertíðina. Sigga fæddist í Nausta-
búðinni og setti allt Snæfellsnesið á
annan endann, því það þui-fi að
sækja ljósmóður inn í Grundarfjörð
um hávetur. Þið Helló fóruð á vöru-
bílnum hans og sóttuð hana og þeg-
ar hún kom út á Sand frestaði
Sigga því að koma í heiminn um
eina viku og ljósmóðirin var voða
ergileg.
Við áttum góð ár fyrir vestan,
þar þvældumst við börnin allt frá
íjöruborði lengst upp í fjall og nut-
um hverrar árstíðar eins og börn
gera sem fá að kynnast öðru en
malbiki borgarinnar. Og við byrjuð-
um líka snemma að vinna, við vor-
um ekki gömul þegar við vorum lát-
in „kalla út“ og svo fórum við bara
að vinna í frystihúsinu löngu fyrir
fermingu. „Vinnan göfgar mann-
inn“ sagðir þú alltaf. Svo rammlega
hafa þessi orð fest í minni mér að
enn þann dag í dag á ég erfitt með
að vinna bara eina vinnu. En hver
veit nema það takist. Það mátti
engum skulda neitt og mömmu og
Ingu og Hörð langaði svo mikið að
fara til Spánai', kannski var það
árið 1970, ég man það ekki, og þau
vissu að þú fengist ekki til þess að
fara því það voru ekki til aurar og
þú svo heimakær. Mamma og Inga
lögðu því á ráðin með að nota olíu-
peningana til þess að borga inn á
ferðina ykkar og þú varst voðalega
reiður þegar þú uppgötvaðir þetta.
En þú varðst að fara, því annars
var féð glatað. Og þið komuð heim
svo glöð bæði tvö og síðan voru sól-
arlandaferðir í miklu uppáhaldi hjá
þér og ég held þú hafir fyrirgefið
þeim mömmu og Ingu að hafa farið
svona á bak við þig. Þú undir þér
vel í sólinni og eftir að þú varðst
orðinn einn og veikindin farin að
segja til sín, fórstu til Noregs, til
Siggu, og uppgötvaðir að þar var
líka sól, og þar undir þú glaður í
sólinni með fólkinu þínu. Svo fórstu
norður á Húsavík til Auðu en þar er
veðrið ekki eins stöðugt og í Nor-
egi, en þar var líka gott að vera inn-
an um krakkana hennar.
Eins og nú, fara ekki saman
hagsmunir þeirra sem á landið trúa
og þeirra sem landinu stjórna,
landsfeðurnir eru ekki eins örlátir á
að greiða til baka það sem þeim
hefur verið fengið til úthlutunar og
því kom að því að þið mamma tókuð
þá ákvörðun að flytja suður til
Reykjavíkur til þess að koma okkur
börnunum til mennta, því engir
voru skólarnir úti á landi. Það var
flutt með allt sitt hafurtask í ágúst
1972, fyrst til Magga á Hverfísgöt-
una og svo á Meistaravelli 13 hér í
borg. Þú varst heppinn, fékkst
fljótlega vinnu við Álverið í
Straumsvík. Þið mamma byggðuð
sumarbústað við Meðalfellsvatn og
Auða og Sigga hjálpuðu ykkur mik-
ið. Sumarbústaðurinn var ykkar líf
og yndi í mörg ár og á sumrin var
farið um hverja helgi upp í bústað
ef ekki var verið á sólarströnd.
Fyrir 15 árum fórstu í hjartaupp-
skurð til London, en varðst aldrei
samur að þrótti eftir það. Þú undir
þér vel í Straumsvík en þú vildir
hætta að vinna þegar þú varðst 67
ára og eftir það var eins og það færi
að halla undan fæti hjá þér. Veik-
indin létu á sér kræla af meiri
krafti en áður og svo fór að þú gast
ekki hugsað um þig einn og fékkst
inni á Dvalarheimilinu Felli í Skip-
holti. Þar undir þú þér vel og þar
var hugsað vel um þig. Þú
braggaðist til þess að byrja með og
varst á meðal fjölda góðra manna
og kvenna. En hjartað þitt var
lengi að hugsa um að gefast upp og
dældi því ekki nægu súrefni til
líffæranna þinna og heilans. Það
gerði það að verkum að þú smátt og
smátt misstir minnið og þrekið. Þér
leiddist að þurfa að fara á spítala,
þótt þú vissir að það væri það eina
sem hægt væri að gera og vissir að
þar væri hugsað vel um þig. I
spítalaferðunum í haust nefndir þú
það hversu heitt þú þráðir að fá að
sofna svefninum langa. Nú ertu
laus við þetta helsi, elsku pabbi
minn, ert frír og frjáls í öðrum
heimi, laus við þjáningar og basl,
a.m.k. trúðum við á annað líf eftir
dauðann, líf sem væri sælla en
jarðvistin og öðru vísi á allan hátt.
Elsku pabbi, Guð geymi þig og
hafðu þakkir fyrir allt og allt. Að
lokum sendi ég þér ljóð eftir
Matthías Jochumsson, sem mér
finnst fallegt:
Þá ég hníg í djúpið dimma,
Drottinn, ráð þú hvernig fer.
Þótt mér hverfi heimsins gæði, -
hverfi allt, sem kærst mér er:
Æðri heimur, himnafaðir,
hinumeginfagnarmér.
Þín dóttir,
Jarþrúður.
Elsku pabbi, afi og tengdapabbi.
Við kveðjum þig með söknuði og
þökkum þér fyrir yndislegu stund-
irnar sem við áttum saman. Það var
svo gott að þú gast komið og
heimsótt okkur til Noregs í fyrra
og hitteðfyrra þrátt fyrir að heilsu
þinni væri farið að hraka. Við fund-
um það á milli ára að þú varst
orðinn meira lasinn, en þú lést þig
JONAS
SIGURÐSSON
hafa það og komst í góða veðrið og
sólina. Þér fannst svo notalegt að
sitja bara úti í garði í sólinni og
fylgjast með litla barnabarninu
þínu henni Auði Örnu, fyrra árið
þar sem hún bara lá og hjalaði og
seinna árið þegar hún var farin að
hlaupa. En Brynju litlu náðir þú lít-
ið að kynnast en við munum segja
henni frá þér og ekki gleyma afa
Jónasi. Við erum svo þakklát fyrir
að hafa flutt heim í ár og fengið að
vera nálægt þér þessa síðustu mán-
uði sem þú lifðir, elsku pabbi.
Þú varst orðinn svo þreyttur og
lasinn og svo tilbúinn að yfírgefa
þessa jarðvist. Það var gott að geta
kvatt þig eins vel og við gerðum og
við vitum að þér líður betur hjá
Guði og englunum sem gæta þín
núna.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni ég dey,
þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Ki'isti krafti ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
tHallgrímur Péturss.)
Blessuð sé minning þín.
Sigríður, Sigurður,
Auður Arna og Brynja.
Ég finn mig knúna til að skrifa
nokkur kveðjuorð vegna fráfalls
bróður míns, Jónasar Sigurðssonar.
Það er ávallt sár söknuður sem sest
að í brjósti manns þegar nánustu
ættingjar eru hrifnir brott úr þessu
jarðlífi. Jónas hafði átt við van-
heilsu að stríða um nokkurra ára
skeið svo að andlát hans kom í
rauninni ekki á óvart. Samt er það
svo að við erum sjaldnast viðbúin
helfregninni þegar hún kemur.
Jónas var elstur okkar systkin-
anna. Þess vegna varð það hlut-'
skipti hans að fara mjög ungur að
vinna og létta þannig undir með
foreldrum okkar því að lífsbaráttan
var ekki auðveld í þá daga.
Við vorum fjögur systkinin, fædd
og uppalin í Hallsbæ á Hellissandi.
Foreldrar okkar voru hjónin
Guðrún Jónasdóttir og Sigurður
Sandhólm Magnússon sem um
langt árabil var verkstjóri við
hraðfrystihúsið á Hellissandi. Þau
eru nú bæði látin.
Eins og fyrr var getið fór Jónas
mjög ungur að vinna, bæði til sjós
og við þau störf í landi sem til féllu
á hverjum tíma. Upp úr tvítugu fór
hann til Reykjavíkur, lærði þar
múraraiðn og vann við þá iðngrein í
nokkur ár. Síðan lá leið hans aftur
vestur á Hellissand og var hann að
störfum við hraðfrystihúsið þar
með föður okkar um nokkurra ára
skeið. Þaðan fluttist hann til
Reykjavíkur og réðst til starfa hjá
íslenska álfélaginu og vann þar
meðan heilsa entist.
Þegar Jónas var við nám í
Reykjavík kynntist hann lífsfóru-
naut sínum, Dórótheu Björgvins-
dóttur. Þeim varð fjögurra barna
auðið en hann hafði áður eignast
son. Hún hafði einnig átt son áður
en þau kynntust og var hann alinn
upp hjá þeim.
Jónas var mikill heimilisfaðir.
Segja má að heimilið, börnin og eig-
inkonan hafi verið honum allt. Það
var því mikið reiðarslag fyrir
nokkrum árum þegar þau slitu
samvistum og heimilinu var
sundrað. Hefi ég haft það á tilfinn-
ingunni að lífslöngun hans hafi
slokknað eftir þá atburði.
Seinustu árin dvalist hann á
Dvalarheimilinu Felli við Skipholt.
Þar leið honum vel enda sagði hann
ávallt þegar við heimsóttum hann
að sig vanhagaði ekki um neitt. Er
starfsfólki heimilisins þökkuð um-
hyggjan góða og hlýjan sem hann
naut þar.
Jónas hafði afar létta lund og var
mjög gamansamur. Hann var hrók-
ur alls fagnaðar í góðra vina hópi.
Hann var mér mjög kær bróðir,
Ijúfur og hlýr, og einstaklega gott
að vera í návist hans. Hann var
hógvær og nærgætinn í orðum.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni og ævinlega tók
hann málstað þeh'ra sem minna
máttu sín.
Kæri bróðii'. Við leiðarlok kvpð
ég þig með söknuði og trega. Ég -«
votta börnum þínum, barnabörn-
um, venslafólki og vinum dýpstu
samúð. Guð geymi þig.
Inga Sigurðardóttir.
Afi var fyndinn og mikill grínisti.
Eins og þegar ég var tveggja til
þriggja ára gömul voru mamma,
pabbi, Auða og Sigga að mála
grindverkið hjá sumarbústaðnum
og vildi ég endilega hjálpa til. Þeg-
ar ég var búin með u.þ.b. einn
tíunda fannst mér ég vera búin a&
vera svo dugleg að ég þurfti endi-
lega að hvfla mig en afi sagði að þá
fengi ég enga gjöf, svo að ég kláraði
u.þ.b. einn níunda og sagðist vera
búin. Afi fór inn og sótti klósett-
pappír með mjmd af 100 kr. á.
Eitt sinn þegar ég var sjö ára var
ég í pössun hjá afa. Fyrst spiluðum
við eitt spil en svo sagði afi: „Já það
þýðii' ekkert að hanga inni í góðu
veðri,“ svo að við drifum okkur út
og niður í bæ og fórum á kaffihús
Síðan röltum við um bæinn og nið-
ur á höfn. Á meðan sagði afi mér
fyndnar sögur frá því að hann var
lítill strákur á Sandi. Síðan þegar
hann veiktist gat hann ekki passað
mig en samt gat hann stundum veifc,~*
ið fyndinn. Og til að gera langa
sögu stutta samdi ég lítið ljóð:
Afi minn var góður karl,
fyndinn og skemmtilegur.
Veikur var orðinn og Ula leið.
Loks fékk hann hvíldina langþráðu.
Jarþrúður Birgisdóttir.
Nú er hann Jónas afi okkar
dáinn. Hann er farinn upp til Guðs
og orðinn að engli. tam
Við vitum að hann gætir okkar
og sest á sængina okkar á kvöldin
þegar við erum farin að sofa.
Og við eigum góðar minningar
um hann. Jónas afi sem kom norður
til okkar og átti herbergi í kjallar-
anum. Jónas afi sem spilaði við okk-
ur ólsen ólsen og sýndi okkur tenn-
urnar.
Jónas afi sem við heimsóttum á
Fell og fengum hjá honum djús úr
vél. En elsku afi, þú varst orðinn
þreyttur og lasinn og við kveðjum
þig með söknuði en vitum samt að
þú ert kominn á góðan stað, þar
sem öllum líður vel.
Vertu yfir og allt um kring «*,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Einar Þór, Snorri
og Guðlaug Dóra.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fóstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
gi'einin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útnmninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu gi-eina,
enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.