Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 6/12 -12/12 ►STJÓRN íslenskra sjávar- afurða hefur átt í óforraleg- um viðræðum við norska fyr- irtækið Norway Seafood um samvinnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um hvort af samstarfí verður en næsti reglulegur stjórnar- fundur IS er 16. desember. ►BUIÐ er að viðurkenna ís- lenskt samheitalyf sem lyija- fyrirtækið Omega Farma hefur þróað og framleiðir, á lyfjamarkaði í Þýskalandi. Lyfið er gefið við háþrýst- ingi og í meðferð vegna stækkunar blöðruhálskirtils. Hundrað þúsund skammtar af lyfinu, að verðmæti 14 milljóna króna, hafa verið fluttir til Þýskalands það sem af er þessu ári. Óheftur aðgangur að veiðileyfum SAMKVÆMT frumvarpi ríkisstjómar- innar til laga um breytingu á gildandi lögum um stjórn fiskveiða, sem lagt var fram í kjölfar Hæstaréttardóms, verður öllum þeim sem eiga haffær íslensk fiskiskip leyfilegt að sækja um og öðlast veiðileyfi innan lögsögu Islands. Slíku veiðileyfi fylgir þó engin aflahlutdeild, heldur leyfi til veiða úr fiskstofnum ut- an kvótakerfisins. Ýmsir talsmenn útgerðarmanna telja að afnám úreldingarreglna, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, geti haft í fór með sér málshöfðun á hendur ríkinu, enda hefur hundmðum milljóna króna verið varið á síðustu árum í kaup á úr- eldingarrétti. Vísir hf. kaupir Búlandstind hf. ►EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur gert at- hugasemd við áform rikis- síjórnarinnar um að fram- lengja skattaafslátt vegna fjárfestinga í hlutabréfum í innlendum hlutafélögum. ESA telur að skattaafsláttur af þessu tagi eigi að ná til hlutabréfakaupa á öllu efna- hagsssvæðinu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skýra ESA frá því að hún taki ekki tillit til þessara athugasemda. ►FJOLDI útlendinga sem sækja um hæli á íslandi sem pólitískir flóttamenn hefur margfaldast á þessu ári sam- anborið við undangengin ár. Alls sóttu 24 útlendingar um hæli hér á landi á fyrstu ell- efu mánuðum ársins en voru sex á síðasta ári og fjórir ár- ið 1996. Samkvæmt tölum Útlendingaeftirlitsins hefur útlendingum sem veitt hefur verið dvalarleyfi hér á landi Ijölgað verulega á síðustu tveimur til þremur árum. Mál Pinochets til dómstóla ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Vísir hf. í Grindavík hefur eignast 51% hlut í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Fjórir ný- ir stjómarmenn hafa tekið sæti í stjórn fyrirtækisins í kjölfar kaupanna. I fyrra varð 194 milljóna tap á rekstri þess. Metþátttaka í hlutafjárútboði UM þriðjungur þjóðarinnar, eða 90 þús- und einstaklingar, skráðu sig fyrir hlut í útboði Búnaðarbankans hf. sem lauk á fóstudag. Alls voru boðnar út 350 millj- ónir að nafnverði á fóstu gengi. Áætlað var að hlutur hvers og eins yrði um átta þúsund krónur. Haldið aftur af útgjöldum FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur að nauðsynlegt verði á næstu árum að halda aftur af aukningu 1'íkisút.gjalda á sem flestum sviðum vegna hættu á verðbólgu. Þó muni framlög til brýnna málaflokka á borð við velferðar- og menntamál aukast. JACK Straw, innanríkisráðherra Bret- lands, ákvað um miðja síðustu viku að staðfesta þá niðurstöðu lávarðadeildar- innar, að taka mætti fyrir þá kröfu spænska dómarans Baltasars Garzons, að Augusto Pinochet, fyirverandi ein- ræðisherra í Chile, yrði framseldur. Fögnuðu mannréttindasamtök þeim úr- skurði en stjómvöld í Chile bmgðust mjög hart við og kölluðu heim sendi- herra sinn í London. Daginn eftir lagði Garzon fram formlega ákæm á hendur Pinochet þar sem hann er sakaður um glæpi gegn mannkyni, að hann beri ábyrgð á dauða og hvarfi 3.000 manna á ámnum 1973 til 1990. Talið er, að mál Pinochets fyrir breskum dómstólum geti tekið allt að tvö ár en lögfræðingar hans hafa farið fram á það við lávarða- deildina, að hún falli frá úrskurði sínum. Segja þeir, að einn dómaranna, Hoffman lávarður, hafi verið vanhæfur vegna þess, að hann sé frammámaður í Amnesty Intemational. Israelsher sagt að sýna hörku BENJAMIN Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, hefur skipað hernum að taka engum vettingatökum á óeirðum Palestínumanna en þeir minnast þess nú meðal annars, að 10 ár em liðin frá Intifada, uppreisninni eða andófinu gegn hersetu ísraela. Þá em þeir reiðir því, að Netanyahu skuli ekki hafa sleppt pólitískum föngum eins og samið var um með Wye-samningnum, heldur aðal- lega ótíndum glæpamönnum. Heimsókn Bills Clintons, forseti Bandaríkjanna, til palestínsku sjálfstjómarsvæðanna hófst í gær en hún hefur ekki fallið í góðan jarðveg meðal ísraelskra hægrimanna. Var Netanyahu ekki viss um, að hann myndi hitta þá Clinton og Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, að máli og ætlaði ekki að taka ákvörðun um það fyrr en Palestínska þjóðamáðið hefði ógilt ákvæði um tortímingu Israelsríkis. Hefur það nú verið gert. ►DÓMSMÁLANEFND full- trúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á föstudag þrjú ákæmatriði gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta og búist var við, að það fjórða yrði samþykkt í gær, laugardag. Breytti það engu þótt Clinton bæðist enn einu sinni afsök- unar á framferði sínu og fer nú málið fyrir fulltrúadeild- ina. Verð það líklega tekið til umræðu þar nk. fimmtudag. Talsmaður Hvíta hússins sagði i vikunni, að Clinton væri ekki fráhverfur hugsan- legri tillögu flokksbræðra sinna, demókrata, um að hann yrði víttur fyrir „ranga yfirlýsingu“ í Lewinsky-mál- inu. ►RÚSSNESKA sljórnin lagði fjárlög næsta árs fyrir dúmuna, neðri deild þingsins, á föstudag og eru þau sögð aðhaldssamari en um langt skeið. Gera þau ráð fyrir tekjuafgangi ef afborganir af skuldum eru frátaldar en Míkhaíl Zadornov, fjármála- ráðherra Rússlands, sagði, að tækist ekki að semja um eft- irgjöf eða núja skilmála á skuldunum, blasti ekkert annað við en efnahagslegt, hrun. Borís Jeltsfn, forseti Rússlands, kom til vinnu i þrjár klukkustundir í vik- unni, rak fjóra menn úr emb- ætti, og lagðist síðan inn aft- ur. ►ÞEIR David Trimble, leið- togi sambandssinna, og John Hume, leiðtogi hófsamra kaþólikka á Norður-írlandi, tóku við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló á fimmtudag. Kváðust þeir deila þeim með öllum fbúum landsins og hvöttu þá til að vinna að var- anlegum sáttum og friði. Þjóðarbókhlaðan fær það sem upp á vantaði TILLAGA meirihluta fjárlaganefnd- ar um að aukafjárveitingu til Há- skóla Islands var til umræðu á Al- þingi í gær þegar fjárlagafrumvarp ársins 1999 var tekið til 2. umræðu. Jón Kristjánsson, foi-maður fjái'- laganefndar, sagði við Morgunblaðið að öruggt væri að tillaga meirihluta fjárlaganefndar færi í gegnum þing- ið og kæmi fjárveitingin til greiðslu á næsta ári. Aukafjárveitingin, sem alls er um 18 milljónir króna gerir stjórnendum Þjóðarbókhlöðunnai' kleift að standa straum af kostnaði vegna lengingar afgi'eiðslutíma úr 59 í 81 klukku- stund í viku. 4 milljónir hafa þegar verið reiddar fram, en á næsta ári verður unnt að hafa opið í Þjóðar- bókhlöðunni frá 8.15-22 frá mánu- degi til fimmtudags og frá 8.15-19 á föstudögum. Á laugardögum verður opið frá 9-17 og á sunnudögum frá 11-17. Ásdís Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist fagna því ef fjárveitingin verður samþykkt. „Eg er mjög ánægð ef þetta gengur og þetta er það sem þurfti," sagði hún. Himinlifandi yfir framvindu mála Þórlindur Kjartansson, varafor- maður Vöku, segist himinlifandi yfir framvindu mála og fagnar auknum skilningi stjórnvalda á þörfum stúd- enta og Háskólans. Hann segir að sá tími sem Þjóðarbókhlaðan er opin sé ekki í samræmi við þróun mála á öðrum sviðum í þjóðfélaginu og bendir á að þegar verslanir og lík- amsræktarstöðvai' séu opnar langt fram eftir kvöldum og jafnvel allan sólarhringinn teljist eðlilegt að Þjóð- arbókhlaðan taki mið af þeim breyt- ingum sem víða eiga sér stað varð- andi þann tíma sem opið er. „Eg get ekki ímyndað mér að það verði nokkur mótstaða gegn þessu, en mér skilst að sátt sé um málið innan fjárlaganefndar og get ekki ímyndað mér að það hlaupi í einhver vandræði þegar inn á þingið er kom- ið,“ segii' Þóriindur. Vertíð í jóla- trjáasölunni framundan Skartgripaverslun í Kópavogi • • Onnur tilraun gerð til innbrots ÞEIR Þorsteinn og Ragnar, starfs- menn Blómavals, voru að snyrta jólatré og gera þau að sómasam- legu stofustássi fyrir heimili lands- manna næstu vikurnar. Kristinn Einarsson, sölusfjóri hjá Blómavali, segir að jólatrjáasalan hafi undan- farin ár verið að færast sífellt nær jólunum og ei'fitt sé orðið að anna eftirspurninni siðustu dagana. Nú er ætlunin að snúa þróuninni við og því verður boðinn kaupbætir með trjánum um helgina. REYNT var að brjótast inn í Gull- smiðju Óla í Hamraborg 5 í Kópa- vogi aðfaranótt laugardags. Ekki eru nema þrjár vikur síðan brotist var inn í verslunina og stolið það- an verðmætum fyrir tæpar tvær milljónir króna. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þess máls. Svo virðist sem þeir sem voru að verki að þessu sinni hafi tekið gangstéttarhellu og kastað henni í rúðuna, en hún stóðst álagið, þótt ljótar spungur hafi komið í hana. Eftir síðasta innbrot lét Óli Jó- hann Daníelsson, gullsmiður og eigandi verslunarinnar, setja enn sterkari rúðu með þykku öryggis- gleri með öryggisfilmu til stuðn- ings og segist vera farinn að verða býsna þreyttur á atlögum misindismanna að verslun sinni. „Það er alveg hundfúlt að lenda í þessu rétt fyrir jólin,“ sagði hann. Viðvörunarkerfi verslunarinnar fór ekki í gang, líklega vegna þess að gangstéttarhellan fór ekki nægilega illa með rúðuna. Skemmdarvargar á ferð Óli Jóhann segir að nú síðast geti hafa verið á ferð skemmdar- vargar sem hafi átt leið fram hjá versluninni, eða þeir hinir sömu og vóru á ferð síðast, en um það sé hins vegar erfitt að segja. „Að ráðast á gluggann með svona lítilli gangstéttarhellu finnst mér vera viðvaningslegt. Ef þetta hefðu verið þjófarnir, sem brutust inn síðast hefðu þeir komið með al- mennileg verkfæri í þetta skipt- ið,“ sagði hann. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni í Kópavogi. kortatimahti J Opiö mánudag og þriÖjudag til 18.30. Opið til 22.00 frá miðvikudegi fram aá jólum. Opið í dag 13.00-18.00 KRINGMN Gleðilega hátið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.