Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 41 + Alda I. Jóhanns- dóttir fæddist á Blönduósi 6. ágúst 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 1. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann G. Kristjáns- son, lést 1980, og Sig- ríður Guðmundsdótt- ir, lést 1926. Fyrri eiginmaður Oldu var Guðjón Benedikts- son, f. 3.12. 1920, d. 1.1. 1975, þau skildu. Alda hóf sambúð árið 1968 með Agli Pálssyni f. 16.1. 1923, d. 22.1. 1987. Þau bjuggu saman þar til hann lést. Alda og Guðjón eignuðust 3 syni. 1) Sig- urður J., f. 27.2. 1944, kvæntist Steinunni Gísladóttur, þau eru skilin. Börn þeirra eru Björgvin, f. 14.9. 1966, haim á einn son, Alda, f. 17.5. 1973, í sambúð með Ómari Kaldal Ágústssyni, f. 14.10. 1972, Sigríður Rúna, f. 25.5. 1978. 2) Ó, elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ég hefði' ekki átt þig og afa að meðan hann lifði. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur systkinin þegar á þurfti, þú varst kletturinn í lífi mínu. Ég á svo mikið af dýrmætum minningum um þig. Öll ferðalögin sem við fórum saman með afa og Siggu Rúnu. I sumarbústaði hingað og þangað um landið, í tjaldútileg- ur, í heimsókn austur á Nýjabæ og svona gæti ég lengi talið. Skemmti- legast var að fara í bústað vestur á Barðaströnd í Djúpadal. Það var paradís. Á hverju sumri í nokkur ár fóruð þið í 2 vikur í júlí með okkur systurnar og seinna bættist Einar Þór frændi við í hópinn. Það var ekki nóg heldur fórum við alltaf í viku í september í berjatínslu. Þetta var gefandi tími og þú hugs- aðir svo vel um okkur að alltaf kom- um við nokkrum kílóum þyngri í bæinn. Þó að Egill afi hafi ekki ver- ið blóðskyldur okkur, þá átti hann okkur samt. Hann var alltaf svo duglegur að fara með okkur í göngutúra, hvort sem það var með- fram læknum upp á fjall, út í fjöru að tína krækling, upp í dal að veiða silung eða út á nes að tína ber. Hann var frábær afi, fór með okkur systumar á skauta á veturna og ég veit ekki hvenær ég á að hætta að telja upp góðverkin hans. Ég veit að þú misstir þinn besta vin þegar afi dó. Þrátt fýrir það áttir þú enn svo mikið af kærleik og hlýju handa okkur. Eitt eftirminnilegasta ferða- lagið okkar var þegar ég, þú og afi fórum á æskuslóðirnar þínar í Húnavatnssýslunni fyrir 12 árum. Þú sýndir mér rústirnar af torf- bænum í Engihlíðinni í Langadal þar sem þú bjóst þar til móðir þín dó. Þá sýndirðu mér Hvamm í Vatnsdal og ég man hvað þér fannst gaman að heimsækja sveit- ina þína aftur. Ég gleymi ekki þeg- ar við heimsóttum Theodóru heitna, gömlu fóstruna þína á Hvammi, og hún sagði að við hefð- um sama brosið. Ég man hvað ég var glöð, enda ekki leiðum að líkj- ast. Þó að við færum ekki lengur í ferðalög eftir að afi dó að þá áttum við yndilsegar stundir saman. Það var svo gaman að sitja og hlusta á sögurnar þínar í litla eldhúsinu á Grettó, hvernig Reykjavík leit út þegar þú varst ung og nýkomin á mölina. Heilu íbúðarhverfin komin í stað gömlu sveitabæjanna. Ég man hvað ég var ánægð þegar ég kom frá Flatey sumarið 1992 og heyrði að þú borðaðir signa grásleppu. Við borðuðum nú nokkrar þannig sam- an, svo ekki sé minnst á hákarlinn. Nú í seinni tíð kunni ég að meta mikils hvað þú fylgdist vel með öllu því sem var að gerast í þjóðfélag- Benedikt, f. 9.2. 1954, er í sambúð með Hrönn Norðfjörð Ólafsdóttur, f. 13.6. 1948. Dóttir þeirra er Perla, f. 1.8. 1987. Benedikt á dóttur frá fyrra hjónabandi, Elvu, f. 15. 12. 1979. Hrönn á 2 dætur frá fyrra hjónabandi sem eru Berglind N. Goldstein, f. 28.9. 1975, í sambúð með Tómasi Einarssyni, f. 19.2. 1970, og eiga þau þrjú böm, Andr- ea N. Goldstein, f. 9.11. 1976, í sambúð með Geir Guðjónssyni, f. 24.12., 1971. 3) Einar, f. 17.2. 1958, er í sambúð með Björk Jó- hannesdóttur. Einar á son frá fyrra bjónabandi, Einar Þór, f. 12.4. 1980. Björk á 3 böm frá fyrra hjónabandi. Þau em Hrefna, Jóhannes og Margrét. Utförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. inu. Þú varst mjög nútímaleg í hugsun og það var svo gaman að spjalla við þig, um allt milli himins og jarðar. Þú varst líka svo skemmtileg, með mikinn húmor og fallegan dillandi hlátur. Ég sakna þín sárt, ekki bara bestu ömmu í heimi, heldur líka frábærrar vin- konu. Vertu sæl að sinni elsku Alda amma á Grettó. Þín Alda. Hlýleg gömul kona er horfin úr þessum táradal. Hún kom inn í líf okkar upp úr 1970 við hlið fóður- bróður míns Egils Pálssonar, sem hafði fengið ást á þessari konu, sem hafði búið með þremur sonum sín- um frá fyrra hjónabandi. Egill reyndist sonum hennar sem besti vinur og barnabörnum hennar vai' hann eins góður afi og nokkur afi gat verið, og var hans sárt saknað er hann lést langt um aldur fram árið 1987. Ekki má gleyma ein- stakri natni Öldu og Egils við fóður hennar sem bjó hjá þeim um nokk- urra ára skeið. Til Öldu og Egils var alltaf gott að koma, alltaf allt hreint og strokið og gamla gestrisnin efst á baugi, engin undankoma með kaffisopa og góðgæti á diski. Alda og Egill ferðuðust mikið um landið og unaðsstundir áttu þau vestur í Djúpadal í sumarhúsum Landhelgisgæslunnar, þau um- gengust bústaðina eins og þau ættu þá sjálf og ætíð var eitthvað af smá- fólki með í fór. Eina viku dvaldi ég hjá þeim vestra ásamt yngstu dótt- ur minni, var þá mikið spilað og mikið hlegið, er minningin okkur ljúf. Eftir að Egill kvaddi þessa jarð- vist var sem eitthvað slokknaði innra með Öldu, lífsgleðin dofnaði í augunum og hún vildi gjarnan hverfa yfir móðuna miklu í faðm hans. Hún sagði mér eitt sinn, að árin sem þau áttu saman hefðu ver- ið hennar bestu ár í þessu lífi. Aida bar hag föður míns ávallt fyrir brjósti og fylgdist hún náið með honum allt þar til hann lést í júní sl., en þá var hún orðin svo las- burða, að hún treysti sér ekki til að fylgja honum síðasta spölinn. Lífsganga hennar var fremur erfið, hún missti móður sína er hún var smátelpa, þá búsett á Blöndu- ósi. Var hún eina barn foreldra sinna og var henni komið fyrir að Hvammi í Vatnsdal, sagði hún mér að fólkið hefði verið sér gott en á þessum tímum þurftu allir að taka til hendinni og þá var ekki spurt um aldur, litla móðurlausa telpan varð að vera dugleg til verka eins og all- ir aðrir og sofnaði því oft dauð- þreytt með tár á vanga, sem enginn strauk burt. Alda gekk í húsmæðraskólann á Blönduósi, hafði hún gaman af því að rifja upp þær stundir, sem henni fannst vera sælustundir í lífi sínu og hafði hún eignast góðar vinkon- ur úr hópi stúlknanna þennan vet- ur. Alda giftist og eignaðist þrjá drengi. Stúlkubarn eignaðist hún sem lést samdægurs, enda fædd vel fyrir tímann. Minntist hún þessarar litlu stúlku ætíð með trega. Manni finnst alltaf, að þegar fólk er horfið, þá hefði maður getað ver- ið duglegri með heimsóknirnar og kem ég til með að sakna raddar hennar í síma, því dugleg var hún að hringja og þá spurðist hún fyrir um alla fjölskyldumeðlimi og alltaf gladdist hún ef vel gekk og allir voru frískir. Ég veit að Alda fær góðar viðtök- ur í nýjum heimkynnum. Guð veri með þessari góðu konu. Hvíli hún í friði. Jóhanna G. Halldórsdóttir. Alda vinkona mín er látin. Það er mikill missir að slíkri heiðurs- konu. Hún var fluggáfuð og lífs- reynd kona. Við vorum góðar vin- konur. Gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, síðan hlógum við stundum að allri vitleysunni sem okkur datt í hug, en þetta voru skemmtilegar stundir. Alltaf gat ég leitað til hennar og fengið góð ráð. Það var eins og hún hefði ráð undir rifi hverju, þótt mér fyndist sumir hlutir óleysanlegir. Aldrei fór ég frá henni öðruvísi en full af gleði og vellíðan. Hún átti svo mik- inn kærleik að gefa, en þáði aldrei neitt sjálf. Það var alltaf sama við- kvæðið: „Ég þarf ekkert og ég á alltaf nóg af öllu,“ sagði hún. Það er þroskandi að hafa kynnst þess- ari mætu konu. Ég er viss um að við vorum leiddar saman af æðri máttarvöldum. Þessum kynnum hefði ég ekki viljað missa af, þótt þau væru stutt. Tæpt ár eða þar um bil. Það var eins og heil ævi að hlusta á allan þennan fróðleik hjá henni. Hún sagði mér frá svo mörgu, bæði erfiðleikum, sorgum og gleði, sem hún gekk í gegnum í lífi sínu, en það virtust vei'a smá- munir í samanburði við aðra, engin mál voru óleysanleg. Hún virtist hafa ráðið fram úr því öllu, dugn- aðurinn við að koma drengjunum til manns, Sigga, Einari og Binna ásamt barnabörnunum, sem hún var alltaf með. Það voru miklar ánægjustundir að fá að hafa barnabörnin hjá sér enda var hún meira og minna með þau. Þau dýrkuðu líka ömmu sína því þau áttu yndislega ömmu. Þetta voru sólargeislarnir hennar. Þeim fannst alltaf gott að leita til henn- ar, þvi hún var sannur trúnaðar- vinur. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni. Hún virtist sjá gott í öllum. Björgvin, sonur Sigurðar, var stoltið hennar. Hann stóð alltaf eins og klettur við hlið hennar, hjálpaði henni við ýmsa hluti, t.d. að mála, sendast, gerði hreint húsið og um síðustu jól hjálpaði hann henni að elda og halda jólaboð fyrir fjölskylduna. Það mættu margir unglingar á hans aldri taka hann sér til fyrir- myndar, þennan hugprúða og hjálpsama dreng. Það er af svo mörgu að taka, sem verður ekki upptalið hér, enda efni í heila bók, slík öndvegiskona og kærleiksrík, sem hún var. Alltaf var heitt á könnunni, þegar ég kom. Þá sagði hún: „Ertu nokkuð búin að borða, Eyja mín,“ enda fór aldrei neinn svangur frá henni. Við hringdum reglulega hvor í aðra, stundum tvisvar á dag og ég heimsótti hana þegar ég var að þvælast í bænum. Mér fannst ég alltaf verða að koma við hjá henni, annars var dagurinn ónýtur hjá mér. Ég ætlaði með hana í bíltúr heim til mín á Meist- aravelli. Hún hlakkaði mikið til þess, en hún treysti sér ekki til þess, þegar til þess kom, því hún var orðin heilsutæp, sagðist vera orðin svo veik fyrir hjartanu, þannig að það varð ekkert af þeirri heimsókn, en hún verður bara þess í stað í kringum mig. ALDA L JÓHANNSDÓTTIR Hún var óskaplega góð við drenginn minn. Deki'aði við hann, eins og sín börn. Við Björn söknum hennar sárt, en sárastur er þó harmur barna hennar og barna- bama. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V- Briem.) Eyja og Björn. Elsku Alda. Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér árin okkar, en þau telja nú allan minn aldur, því þú hefur alið manninn í bakhúsinu alla mína ævi. Þú varst ekki bara hún Alda í bakhúsinu, þú varst mér kær og góð vinkona. Við gátum setið tímunum saman og spjallað um alla heima og geima, það nægði enginn hálftími fyrir okkar spjall. Þú varst dugleg að ráðleggja mér ef upp komu vandamál, enda lást þú síður en svo á skoðunum þínum. Ég mun svo sannarlega sakna þess að geta ekki skroppið yfir til þín og stytt okkur báðum stundirnar. En þú þráðir þessa hvíld og núna líður þér vel þar sem þú ert, hjá honum Agli þínum. Þú vissir hversu illa mér leið og líður eftir andlát móður minnar og litaði það því oft samtöl okkar. Við höfðum báðar misst þann sem okkur var einna kærastur. Þú hjálpaðir mér að takast á við erfiðan og sáran veruleika og er ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Kæra vinkona, ég kveð þig nú með söknuði og þakklæti í huga. Guð geymi þig! Fyrir hönd fjölskyldunnar á Grettisgötu votta ég ykkur, elsku Bjöggi, Alda yngri, Sigga og aðrir ástvinir, okkar dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og minningin um góða konu lýsa ykkur leiðina áfram um ókomin ár. Minn Jesú, andláts orðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá softia ég burt úr heimi. (Hallgr. Pétursson.) Þín, Ágústa. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA I. JÓHANNSDÓTTIR, Grettisgötu 20c, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður J. Guðjónsson, Benedikt Guðjónsson, Hrönn Norðfjörð Ólafsdóttir, Einar Guðjónsson, Björk Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ZAKARÍASSON, Austurbrún 2, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 13.30. Soffía Magnúsdóttir, Stefán Magnússon, Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Stefán Stefánsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA EIRÍKSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 14. desember kl. 13.30. Sigursteinn Sævar Hermannsson, Anna Þórarinsdóttir, Jóhann Bragi Hermannsson, Guðrún Ingadóttir, Eríkur Rúnar Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR GUÐLAUGSSONAR, Hjallabrekku 3, . Ólafsvík, og Lautasmára 3, Kópavogi. Lydía Fannberg Gunnarsdóttir, Ómar Ingi Magnússon, Óskar Örn Gíslason, systkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.