Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 29
Morgunblaðið/Kristinn
ÞÓR Whitehead, prófessor, lítur upp úr skjalabunkunum.
ERINDREKI Himmlers á íslandi, Paul Burkert, fær sér skyrspón í
íslandsferð sinni sumarið 1936. Burkert er „aðalsöguhetjan" í /s-
landsævintýri Himmlers.
erts, var ekki áhrifamaður á íslandi
þótt hann hefði aðgang að ýmsum
ráðamönnum. Miðað við það að Is-
lendingar virðast almennt veikir
fyrir skrumi útlendinga um sjálfa
sig og landið, þá er það mesta furða
hvað þýskir nasistar komust
skammt með því að dásama þessa
hetjuþjóð af konungakyni. Tor-
tryggni íslenskra ráðamanna og al-
mennings setti nasistum greinilega
skorður þótt fjölmargir Islending-
ar, þar á meðal Hermann Jónasson,
væru mjög vinsamlegir í garð
þýsku þjóðarinnar og dáðust að
þýskri menningu og vísindum. En
ráðamenn hefðu aldrei gefið
Þjóðverjum hér lausan tauminn
þótt þeir reyndu að hafa gott af
Himmler. Svo má segja að stríðið
hafi á endanum bægt frá hættunni
af nasistum, það er niðurstaða mín í
bókinni. En víst hefði þetta getað
skapað ákveðna ógn, ef íslenskir
ráðamenn hefðu ekki verið vakandi
fyrir hættunni af of nánu sambandi
við Þýskaland Hitlers. Menn áttuðu
sig á því að nasistar voru viðsjár-
verðir og ekki var allt sem sýndist í
Þriðja ríkinu.“
Var beiðni Þjóðverja um aðstöðu
til flugs á Islandi í samhengi við
fyrirætlanir Himmlers?
ei, það tel ég ekki vera.
Beiðnina um flugaðstöðu
ber fyrst og fremst að
skoða út frá þörfum þýska flug-
hersins við upphaf stríðs."
Það er því ekki hægt að tala um
heiidstæða stefnu Þriðja ríkisins
gagnvart íslandi?
„Nei, ekki fram til 1939. Koma
Gerlachs vorið 1939 markar upphaf
að miklu hnitmiðaðrí stefnu, eins og
„Utanríkisstefna Islendinga, eins og
flestra annarra þjóða, hefur öðrum
þræði alltaf ráðist af viðskiptahags-
munum, og hvernig ætti svo sem
annað að vera. En menn vilja auðvitað
oft ekki viðurkenna þetta, hvorki fyrir
sjálfum sér né öðrum.“
segir frá í ritröð minni um Island í
síðari heimsstyrjöld. Fram að þeim
tíma er SS að þreifa hér fyrir sér án
samráðs og jafnvel í andstöðu við
þýska utanríkisráðuneytið. í ís-
landsævintýri Himmlers kemur það
fram eins og í mörgum öðrum bók-
um um Þriðja ríkið að æðstu stofn-
anir þess voru iðulega að vinna hver
gegn annarri. Áður en styrjöldin
skall á var ekki um eina markvissa
stefnu nasista að ræða eins og menn
stundum ímynduðu sér. Einstakar
stofnanir otuðu sínum tota - oft í
andstöðu við fyrirætlanir annarra
stofnana. Gott dæmi er til dæmis að
Burkert, erindreka Himmlers, lenti
heiftarlega saman við Timmermann
ræðismann, fulltrúa utanríkisráðu-
neytisins. Þessi sundi-ung dró að
nokkni leyti úr hættunni sem okkur
stafaði af tilraunum þýskra nasista
til að ná fótfestu á Islandi.“
Hvernig koma íslenskir ráða-
menn út úr þessari sögu?
ér finnst þeir hafa komist
ágætlega frá samskiptum
sínum við stórveldin al-
mennt, bæði á þessum árum og svo
síðar. Það eru vissulega skuggahlið-
ar á utanríkispólitík þessara ára,
svo sem viðurkenning Islands á
svívirðilegu landráni Mússólínis í
Afríku. En ráðamenn hafa sér það
til málsbóta að hér var smáþjóð að
reyna að bjarga sér í hörðum heimi
á erfiðum tímum. Það er stundum
sagt að ríki eigi sér ekki vini aðeins
hagsniuni. Það er nokkuð til í þessu
og Islendingar hafa aldrei gefið
neitt eftir gagnvart öðrum þjóðum,
þótt hér hafi því verið haldið fram í
áratugi að íslenskir ráðamenn væru
alltaf að láta útlendinga plata sig og
gerðu ekki annað en selja þeim
landið og miðin! Þessum firrum hef-
ur jafnvel verið haldið leynt og ljóst
að unglingum í skólum landsins. Ut-
anríkisstefna íslendinga, eins og
flestra annarra þjóða, hefur öðrum
þræði alltaf ráðist af viðskiptahags-
munum, og hvernig ætti svo sem
annað að vera. En menn vilja
auðvitað oft ekki viðurkenna þetta,
hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum.“
Voru þeir Islendingar sem tengd-
ust bralli þýsku nasistanna dæmi-
gerðir tækifærissinnar eða
harðsvíraðir nasistar?
„Það eru aðallega tveir menn sem
koma þarna við sögu, Guðbrandur
Jónsson og Guðmundur Einarsson
frá Miðdal. Hvorugur þeirra taldi
sig vera nasista, að því er ég best
veit. Báðir sáu hins vegar sitthvað
jákvætt við Þriðja ríkið og þjóðern-
isjafnaðarstefnuna (nasisma).
Guðrandur sá meira að segja ýmis-
legt lofsvert í Dachau-fangabúðun-
um - rétt eins og forystumenn ís-
lenskra kommúnista töldu fanga-
búðir í Sovétríkjum Stalíns og í
Kína Maós til algjörrar fyrirmynd-
ar. Guðbrandur Jónsson var mikill
Þjóðverjavinur og hafði brennandi
áhuga á að efla sambandið milli ís-
lands og Þýskalands. Það er hins
vegar mjög erfitt að segja til um
hve langt hann vildi ganga í sam-
starfi við Þjóðverja. Sama má segja
um Guðmund frá Miðdal. Hann var
mikill aðdáandi þýskrar menningar
og hugsjónamaður sem stefndi að
því að nýta íslenskar náttúru-
auðlindir. En það var áreiðanlega
ekki takmark hans að koma þýskum
nasistum til valda á íslandi eða að
stuðla að því að ísland legðist undir
Þýskaland. Þessir menn höfðu sín
markmið og Himmler önnur mark-
mið, en gátu þó verið samferða ein-
hvern spöl.“
Hitler kemur ekki við sögu íþess-
ari bók?
„Nei, ekki beint. Burkert taldi sig
að vísu vinna í samvinnu við
Keppler nokkurn sem var einn nán-
asti samstarfsmaður Hitlers og
hann taldi sig líka hafa samráð við
starfslið Hitlers um ráðabrugg sitt
á Islandi. Það er hins vegar ljóst að
Hitler leit heiminn dálítið öðrum
augum en Himmler. Himmler vai-
miklu ákafari en Hitler að sameina
allar „norrænar" eða germanskar
þjóðh- í eitt ríki. Og Hitler gekk
aldrei jafn langt í dýrkun sinni á
fom-germönskum menningararfi og
Himmler. Hitler hæddist meira að
segja að því að Himmler væri að
grafa upp einhverjar rústir sem
sýndu aðeins að Germanir hefðu ver-
ið óttalegir barbarar á dögum Róm-
verja“!
Heldurðu að það gætu enn komið
fram heimildir sem kölluðu á þriðju
endurskoðaða útgáfu?
„Eg efast nú um það. En það ber
að athuga að heimildir í bók sem
þessa liggja ekki til reiðu í hillum
þar sem maður getur gengið að þeim
vísum. Það þarf að eltast við gögn,
reyna að veiða þau upp úr haugum
án þess að maður viti hvað getur
komið á krókinn. Sumt er komið í
mínar hendur íyrh- algera tilviljun.
Meginástæðan fýiir því að þessi bók
stendur utan ritraðarinnar um ís-
land í síðari heimsstyrjöld var sú að
ég leitaði lengi að gögnum um Paul
Burkert. I tvö ár fann ég ekkert að
gagni um aðalsöguhetjuna, en upp-
götvaði þá að nafn hans var rangt
stafsett! Og heimildimar geta leynst
víða. Þýski sagnfræðingurinn
Christian Gerlaeh - ekkert skyldur
Gerlach ræðismanni - fann óvænt í
Moskvu fyrir fáum árum skrifstofu-
dagbók og ýmislegt úr fórum Himm-
lers. Þessi gögn geyma mjög mikil-
væga vitneskju um Himmler og
ýmsa þætti í starfsemi SS og það
hefur meira að segja verið fullyrt að
fundur þessara heimilda muni skera
úr um áralangar deilur sagn-
fræðinga um gang helfararinnar. Og
ekki alls fyrir löngu sögðu bresk blöð
frá mönnum í Moskvu sem vildu
selja hæstbjóðanda óbirt leyniskjöl
frá leiðtogum Þriðja ríkisins. Þeir
efndu til einhvers konar bögglaupp-
boðs á Netinu, en ekki veit ég hvort
bögglamir gengu út. Hvað um það,
þá sýnir þetta að lengi er von á ein-
um, eins og þar stendur. Það er þess
vegna hugsanlegt að einhvers staðar
í skjalafjöllum Þriðja ríkisins gæti
leynst frekari fróðleikur um Islands-
ævintýri Himmlers."
London Bus
2.900 kr.
habitat
KRINGLUNN
Opið sun: 13:00 - 18:00
I