Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 37 en ólst upp frá fimm ára aldri í Landeyjunum í Rangárvallasýslu. Þar var ég fram yfir fermingu, þá fór ég til Vestmannaeyja aftur,“ segir Björgvin sem sestur er hjá mér við borðið skamma stund, Hall- ur tekur við afgreiðslustörfunum á meðan. Björgvin var sjómaður í nokkur ár í Vestmannaeyjum. „En svo bilaði heilsan og ég varð að fara í land og hóf þá verslunarstörf árið 1948,“ segir hann. „Fyrst fór ég að vinna í verslun hjá Einar Sigurðs- syni, Einari ríka sem kallaður var. Hann var bæði með stórútgerð og verslanir. Síðan fór ég að versla sjálfur með öðrum í Versluninni Borg í Vestmannaeyjum. Þegar gaus í Eyjum flutti ég ásamt kon- unni minni, Sigríði Karlsdóttur, og fjórum börnum okkar hingað til Reykjavíkur. Við tókum á leigu verslun í Skerjafirði, gamla KRON- búð, og við rákum hana þangað til ég hóf störf í JL-markaðnum.“ Björgvin segist hafa haft mikla ánægju af samstarfinu í Svalbarða. „Þetta hefur verið spennandi og skemmtilegt, allt annað en að vinna í stórmarkaði. Þetta er persónulegt starf sem einkennist mjög af mann- legum samskiptum," segir Björgvin um verslunarrekstui'inn í Sval- barða. En hvað var gert við verslunina Svalbarða meðan Hallur vann í JL- markaðnum. „Þá hafði sonur minn, sem er húsasmiður, plássið hér und- ir vélarnar sínar,“ segir Hallur sem aftur er kominn að borðinu til mín en Björgvin farinn fram til að sinna enn einum viðskiptavini. „Eg áttaði mig fljótlega á að ég hafði farið úr öskunni í eldinn, ef svo má segja. Það var síður en svo að ég ynni minna hjá JL-markaðnum en með- an ég rak eigin verslun. Eg var áður en varði farinn að vinna nærri því allan sólarhringinn. Ég þoldi þessa miklu vinnu illa, var kominn með blæðandi magasár eftir tveggja ára starf hjá JL-markaðnum og þá ákvað ég að hætta þar. Björgvin vildi þá ekki vera þar lengur og þegar ég sagði honum mínar ráða- gerðir um að fara aftur að reka eig- in verslun þá kom hann til liðs við mig, við gerðumst verslunarfélagar, við eigum reksturinn til helminga og erum búnir að reka verslunina Svalbarða frá því í febrúar 1983. Samstarf okkar hefur gengið vel, þótt verslunarreksturinn hafi ekki alltaf verið neinn dans á rósum. Okkur hefur gengið misjafnlega vel að afla hráefnis. Þegar við hófum samstarfið ákváðum við að sérhæfa okkur talsvert í sölu á sjávarfangi. Svona lítil „hornaverslun" hefði ekki getað gengið hér við hliðina á markaðnum nema einhvers konar sérhæfing hefði komið til. Við fórum að selja harðfisk, hákarl, saltfisk, siginn fisk, skötu og yfirleitt þetta gamla íslenska sjávarfang. Nýjan fisk létum við eiga sig nenya hvað við erum með frosinn fisk. Ég veit ekki betur en við séum þeir einu sem sérhæfum okkum á þennan hátt á þessu svæði.“ Harðfískurinn En hvaðan skyldu þeir félagar fá þá vöru sem þeir selja? „Við fáum harðfiskinn frá Vestfjörðum. Við kaupum mest núna af Antoni Proppé á Þingeyri. Hann er einhver vandaðasti maður sem ég hef skipt við. Hann hefur síðustu árin séð Svalbarða fyrir harðfisk, sem allur er útiverkaður í hjöllum. Verkunin á svona harðfiski tekur um tólf vikur, eftir því hvemig þurrkur er. Anton rekur fyrirtæki sitt í félagi við konu sína, Gretu Gunnlaugsdóttur, þau eru sérstaklega dugleg að ná í gott hráefni og þess vegna er framleiðsl- an frá þeim sérlega góð. Lítillega hef ég þó verslað við aðra en það er hverfandi síðari ár. Við seljum herta lúðu, sem Guðmundur Hagalín kallaði sýslumannskonfekt. Hannesi heitnum Hafstein sýslu- manni þótti hert lúða herramanns- matur og þess vegna reyndu fyrir- menn í vestfirskum sveitum að hafa hana á boðstólum þegar hann bar að garði. Einnig seljum við í Sval- barða herta ýsu, ef hún hefur hang- ið í frosti verður hún hvít og þá köll- um við Vestfirðingar hana freðýsu. Við seljum líka hertan þorsk og steinbít. Steinbítur og lúða eru oft VEDSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Verslunin Svalbarði sérhæfir sig í að selja matvæli sem verkuð eru á gamlan íslenskan máta. Þeir Björgvin Magnússon og Hallur Stefánsson eru báðir komnir nálægt sjötugsaldri en vinna enn langan vinnudag. Þeir eiga fasta viðskiptavini víða um land og leggja sig fram um að selja sem margbreytilegast- an þjóðlegan mat. Það er mikið að gera í Svalbarða þessa dagana og bara ilmurinn þar innan dyra gerir komuna þangað eftirminnilega. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ú FER að líða að þeim dögum sem fólk vill gera hvað best við sig í mat og drykk á árinu. Jólin eru ekki aðeins sú verslunarhátíð, sem halda mætti núna þegar jólaversl- unin er í algleymingi, jólin eru held- ur ekki aðeins sú trúarhátíð, sem þau augljóslega eru, þegar þau loks ganga í garð. Jólin eru ekki síst matarhátíð - og það hafa þau verið á íslandi frá örófi alda. Um það vitna gamlar lýsingar t.d. í íslensk- um þjóðháttum eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili og fjölmargar aðrar heimildir. Mikið af jólaundirbúningnum er fólgið í ým- iskonar matargerð. A seinni áratug- um hafa Islendingar í æ ríkari mæli leitað út fyrir landsteinana eftir nýstárlegum jólamataruppskriftum. Hinn gamli íslenski matur er þó enn vinsælasti jólamaturinn. Margir borða skötu á Þorláksmessu, hangikjöt þykir ómissandi á jóla- dag, svo og síld og harðfiskur, flat- kökur, reyktur magáll - jafnvel há- karl er í afhaldi hjá sumum sem hafa afar þjóðlegan smekk. Sval- barði heitir verslun að Framnesvegi 44 þar sem fólk með þjóðlegan mat- arsmekk ætti að finna sitt hvað við sitt hæfi. Þeir félagar Björgvin Magnússon og Hallur Stefánsson hafa sérhæft sig í sölu á fiskmeti og kjöti sem verkað er á gamlan ís- lenskan máta. Þeir hófu verslunar- rekstur saman árið 1983 en höfðu áður verið vinnufélagar í matvöru- verslun í JL-húsinu þar skammt frá. Ég heimsæki félagana snemma morguns í Svalbarða og fæ að setj- ast á háan stól „baksviðs“, við hlið Halls, sem tekur að sér að spjalla við mig um verslunarreksturinn í Svalbarða, meðan Björgvin afgreið- ir viðskiptavinina sem tínast inn einn af öðrum frammi í búðinni. Það er matarlegur ilmur af hverskyns matvælum þama inni, mest má sín þó harðfiskurinn. Hákarlinum eru þeir félagar íyrir margt löngu búnir að koma í glerkrukkur sem kemur blessunarlega í veg fyrir að hann sendi frá sér sína frægu lykt. „Við komumst að því að plastið gulnaði og breyttist þegar það hýsti hákarlsbitana. Sumir hlógu að okk- ur þegar við tókum að nota gler- krukkur undir hákarlinn en nú eru þeir hættir að hlæja og farnir að pakka hákarlinum sínum í gler- krukkur eins og við,“ segir Hallur og hlær sjálfur. Að svo mæltu hefur hann frásögn sína og smám saman tekur að skýrast lífshlaup Halls og tengsl hans við matvæli verkuð á gamla mátann. Hallur er frá Flateyri á Önundar- firði. „Ég ólst upp í því litla sjávarþorpi, pabbi var sjómaður og verkamaður og ég er næstyngsta barn hans og móður minnar. Hugur minn var allur við sjóinn, snemma var ég að snudda í flæðarmálinu og við bryggjuna og sjálfsagt ekki alltaf vel séður þar,“ segir hann og brosir. „Þetta var svo lítið samfélag að við héldum hópinn allir strákam- ir í þorpinu sem vorum á svipuðum aldri. Ég var ellefu ára gamall þeg- ar ég fór fyrst að beita línu á bát sem var frægur fyrir vestan og hét Kvikk. Skipstjóri á honum hét Helgi Sigurðsson. Þetta var má segja „skólaskip Súgfirðinga og ekki síður Önfirðinga, á þessum báti hófu mjög margir strákar sína sjómennsku. A þessum litla bát var ég starfandi í ftmm sumur og átti fjarskalega góða daga þar og lærði margt af Helga. Það var „mottó“ hjá Helga að strák- ar sem hjá honum voru urðu að vera hæstir í afla. Ef einhver var með hærri aflahlut en við þá skipti hann upp „dauða“ hlutnum, sem báturinn fékk, til þess að rið gætum verið hæstir. Helgi varð sjálfsagt aldrei ríkur að fjármunum en hann kenndi mörgum, svo mikið er víst.“ Þegar Hallur komst á unglingsár fór hann í Reykholtsskóla og var þar rið nám í tvo vetur. „Ég ætlaði í Sjó- mannaskólann og var búinn að ráða mig á togarann Gylfa, en það kriknaði í honum og hann brann. Þá fór ég heim í Önundarfjörð og hitti konuna mína Fjólu Haraldsdóttur. Hún er frá Haukabergi í Dýrafirði. Það varð ekki af náminu í Sjómanna- skólanum en ég tók smáskipapróf sem kallað var og var riðloðandi sjóinn þar til ég var 35 ára gamall, þá flutti ég hingað suður með fjöl- skylduna. Þá var ég orðinn æði slæmur í baki, þoldi ekki kuldann, en ég ætlaði hreint ekki að fara að versla. Það kom aldrei í hug mér. Það sem réð þeim örlögum var að ég keypti af Gesti Guðmundssyni, þeim heiðursmanni, efri hæðina í húsinu hér. Hann rak þá verslunina Sval- barða á neðri hæðinni. Ég vann hins vegar í fiskverslun. Gestur fór svo að orða það rið mig hvort ég rildi ekki kaupa af honum Svalbarða. Mér fannst það fráleitt fyi’st, en Gestur gekk nokkuð fast eftir þessu og taldi að ég hefði eitthvað til þess að bera að reka verslun. Það endaði með að ég keypti Svalbarða 1. ágúst árið 1970, þá rétt rösklega fertugur að aldri. Um þetta leyti voru á Framnes- veginum sjö verslanir, mjólkurbúð, skóbúð, fiskbúð og svo þessi litla ný- lenduvöruverslun Svalbarði, sem byrjaði hér í þessu húsnæði árið 1942. Þetta hús var upphaflega byggt af Vélstjórafélagi íslands árið 1929. Nú er Svalbarði eina verslunin sem eftir er á Framnesveginum. Hér var aldrei mjólkursala og mjög lítil kjötsala en ég fór að selja unnar kjötvönir. Þetta var endalaus rinna en fjölskyldan stóð með mér í þessu, þannig var þetta hægt. Konan mín og þrjú af fjórum bömum okkar unnu héma með mér. Arið 1979 vom bömin hins vegar að mestu flogin úr hi-eiðrinu og rið hjónin ákváðum að rétt væri að draga saman seglin. Það var lagt að mér að fara til Jóns Loftssonar, sem þá var að stofna JL- markaðinn. Ég gerðist verslunar- stjóri þar í matvörudeild sem var opnuð um haustið. Þá var það sem leiðir okkar Björgrins félaga míns lágu saman. Hann var aðstoðarversl- unarstjóri hjá mér í JL-markaðn- um.“ Spennandi og skemmtilegt Björgvin Magnússon er fæddur í Vestmannaeyjum. „Að Hásteinsveg STUNDVM GEFIÐ Á BÁTINN F.V. Björgvin Magnússon og Hallur Stefánsson í Svalbarða. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.