Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 ♦ Gefðu þá Trend gjafapakkninguna ♦ Hún er á tilboðsverði ♦ Með Trend næst árangur Fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum um allt land Andtítskremin írá Trend í tilboðspakkningum 1. Duo-Liposome krem, dsg- og næturkrem 2. Free Radical gel, til að fjarlægja úrgangsefni úr húðinni. 3. AHA krem til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Notist sem næturkrem eina viku í mánuði. Með Trend næst árangur ÚTSÖLUSTAÐIR: Ingólfsapótek, Kringlunni, - Rima Apótek, Grafarvogi. UTILIF adidas mmi&m Handboltinn á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SA& A/ÝT7 FÓLK í FRÉTTUM Verðugur minnisvarði TONLIST Geisladiskur SÖKNUÐUR Ellefu söngvarar heiðra minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar og syngja lögin hans. Flytjendur: Helgi Björns- son, Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Stefán Hilmarsson, Bubbi Morthens, Páll Rósinkranz, KK og EUen Krist- jánsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, auk hljómlist- armanna úr ýmsum áttum. Laga- og textahöfundar ýmsir. í mörgum til- vikum annast flytjendur sjálfir út- setningar ásamt öðrum, þ.á m. Mána Svavarssyni í þremur lögum, sem einnig annast upptökustjórn á sömu lögum, en í öðrum lögum eru ýmsir upptökustjórar. Skífan gefur út. Lengd: 38:25 min. ÞEGAR ráðist er í útgáfu á göml- um lögum, sem notið hafa fádæma vinsælda, taka menn vissulega mikla áhættu. Ekki síst þegar um er að ræða lög sem virtir og ástsæl- ir listamenn á borð við Vilhjálm heitinn Vilhjálmsson hafa gert ódauðleg. Eg verð því að játa að ég var fullur efasemda þegar ég heyrði fyrst af þeirri útgáfu sem hér er til umfjöllunar, þar sem nokkrir þekktir söngvarar og tónlistarmenn flytja lög Vilhjálms í nýjum útsetn- ingum. Einhvem veginn fannst mér að þessi verk Vilhjálms væru ósnertanleg og við þeim ætti ekki að hrófla, enda yrði tæpast betur gert. Þessar efasemdir hurfu þó fljótlega eftir að ég fór að hlusta á plötuna enda hefur vel tekist til, að mínu mati, og er .verkið í heild verðugur minnisvarði um þá tónlist, sem Vil- hjálmur skildi eftir sig og arfleiddi okkur hina að. Og það er eins og maður fínni hjá hverjum og einum flytjanda, að hann hefur gengið til verks af einlægri virðingu fyrir minningu Vilhjálms. Helgi Bjömsson ríður á vaðið og syngur lagið Ég fer í nótt, með „sínu nefi“, en lagið er gamall amerískur slagari sem margir þekkja undir nafninu „Put your sweet lips“. Svona fyrirfram fannst manni Helgi kannski ekki heppileg- asti kandídatinn til að flytja þetta lag, en hann kemur hér þægilega á óvart og hefur sniðið laginu, sem hann útsetur sjálfur ásamt ágætri hljómsveit og Ólafi Gauk, þann stakk sem hentar honum vel. Björg- vin Halldórsson syngur titillagið Söknuð eftir Jóhann Helgason við texta Vilhjálms, en þetta lag er lík- lega eitt þekktasta og vinsælasta lag Vilhjálms, og án efa eitt falleg- asta lag sem Jóhann hefur samið um ævina. Björgvin syngur lagið, sem hann hefur sjálfur útsett ásamt Þóri Baldurssyni, af tilfinningu, en útsetningin er látlaus og ekki ósvipuð hinni upprunalegu í meðför- um Vilhjálms. Sigríður Beinteins- dóttir syngur lagið Lítill drengur eftir Magnús Kjartansson við texta Vilhjálms í sérlega skemmtilegri út- setningu Sigríðar og Mána Svavars- sonar, sem einnig annast upptöku- stjórn. Sigga fer afskaplega vel með þetta lag og góður undirleikur þeirra Eiðs Arnarsonar á bassa, Jóns E. Hafsteinssonar á gítar og Mána Svavarssonar á hljóðgervil gefur laginu nýja vídd. Lagið Bíddu pabbi er hér í flutningi og útsetn- ingu hljómsveitarinnar Sóldaggar, en einhverra hluta vegna finnst mér sveitin ekki nægilega sannfærandi í þessu lagi, því miður. Frostrósir eftir Freymóð Jóhannsson í flutningi Andreu Gylfadóttir er hins vegar hápunktur þessarar plötu, að mínum dómi. Andrea syngur lagið af slíkri tilfinn- ingu og innlifun að það getur tæpast látið nokkurn mann ósnortinn sem á hlýðir. Að minnsta kosti kallar túlk- un hennar fram afar sterk hughrif hjá mér í hvert skipti sem ég hlusta á lagið. Útsetning lagsins er ein- staklega vel heppnuð, en heiðurinn af henni á Andrea sjálf, ásamt stórgóðri hljómsveit sem annast undirleikinn, þar sem hæst rísa smekklegar slaufur Kjartans Valdi- marssonar á píanó. Stefán Hilmars- son syngur lagið Það er svo skrýtið eftir Magnús Eiríksson og gerir það vel eins og hans er von og vísa, og enn gerir skemmtileg útsetning, upptaka og hljóðblöndun Mána Svavarssonar lagið sérlega áheyri- legt. Líkt og með Helga Björnsson hafði ég fyrirfram ákveðnar efa- semdir um Bubba Morthens í hlut- verki túlkanda á verkum Vilhjálms, en hann sleppur vel frá þessu. Bubbi syngur hér lagið Hrafninn eftir Gunnar Þórðarson við texta Kristjáns frá Djúpalæk, en þetta lag vai’ ekki í hópi þekktustu laga Vilhjálms á sínum tíma svo ég muni. Líklega hefur Bubbi hitt naglann á höfuðið þegar hann hætti við að krefjast þess að fá að syngja Sökn- uð og valdi þetta lag í staðinn. Lagið stingur í stúf við annað efni á plöt- unni og túlkun Bubba gefur því ákveðna sérstöðu. Bubbi syngur og spilar þetta lag á gítar og munn- hörpu og honum til aðstoðar við út- setningar er Eyþór Gunnarsson. Að mínu mati hefur þeim félögum tek- ist ágætlega upp á því sviði. Páll Rósinkranz syngur Svefnljóð eftir Magnús Kjartansson í suðrænni út- setningu Þorvaldar B. Þorvaldsson- ar með dálítið „skemmtaralegu" undirspili. Páll fer ágætlega með lagið, en þótt það sé eitt eftirminni- legasta lag, sem Vilhjálmur heitinn söng inn á hljómplötu á sínum tíma, situr ekki mikið efth’ af því í mínum huga eftir að hafa hlustað á það í þessum flutningi. Ellen Kristjáns- dóttir og KK, bróðir hennar, flytja og útsetja lagið Ljúfa líf, sem Vil- hjálmur söng ásamt systur sinni, Ellý Vilhjálms, inn á hljómplötu á sín- um tíma. Samsöng- ur þeirra systkina, Ellenar og Krist- jáns, lætur vel í eyr- um og útsetning Kristjáns virkar vel á mann, og því bet- ur sem oftar er hlustað. Það tók mig dálít- inn tíma að venjast túlkun Pálma Gunnarssonar á laginu I rúmi og tíma eftir Magnús Einarsson, en lagið vinnur á við hlust- un. Pálmi útsetur sjálfur ásamt Krist- jáni Edelstein, en þeir tveir annast einnig hljóðfæraleik. Pálmi er enn- fremur höfundur síðasta lagsins á þessum geisladiski, Dans gleðinnar, en þetta lag er annað stærsta tromp þessarar útgáfu, að mínu mati. Bæði er lagið sjálft stórgott frá hendi höfundar og það sem meira er: Hér syngur Vilhjálmur sjálfur og er stuðst við upptöku frá því 1976, þar sem lagið er flutt í útsetn- ingu Magnúsar Ingimarssonar. Máni Svavarsson annast útsetningu þessarar endurgerðar, og með að- stoð stafrænu tækninnar færir hann lagið í nútímalegri búning, meðal annars með því að skipta um hljóm í undirleikshljóðfærum. Hér er afar smekklega að verki staðið og í raun merkileg reynsla að upplifa með þessum hætti möguleika nútímatækni í hljóðupptöku. Það hvarflaði að mér, eftir að hafa hlust- að á þetta lag fram og til baka, hvort það hefði verið ráð að vinna alla plötuna með þessum hætti? I öllu falli er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvernig útkoman hefði þá orðið. Með þessum hugleiðingum er ég þó ekki að gera lítið úr túlkun þeirra sem hér koma við sögu, síður en svo. Þessi diskur er hinn eiguleg- asti gripm- og öllum hlutaðeigandi til sóma. Sveinn Guðjónsson NIKEBÚÐIN Laugavegi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.