Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar æfa kvöldlokkur þriðjudagsins. Kvöldlokkur í Kristskirkju Léttsveitin í Listaklúbbnum SÍÐASTA dagskrá Listaklúbbsins fyrir jól verður í Leikhúskjallaranum mánudaginn 14. desember kl. 20.30. Léttsveitin, undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, mun flytja jólatónlist. Léttsveitin, sem er skipuð rúm- lega 100 konum, vai- stofnuð haustið 1995. Aðalheiður Þorsteinsdóttir sér um píanóundirleik. Léttsveitin fær til liðs við sig tvo aðra undirleikara, þau Vilmu Young á fiðlu og Tómas R. Einarsson á bassa. Þorvaldur Þorsteinsson myndlist- armaður og rithöfundur flytur hug- vekju. -------------- Jólatónleikar Tónlistarskóla Rangæinga TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga heldur jólatónleika í Hellubíói, þriðjudaginn 15. desember, og á Heimalandi miðvikudaginn 16. des- ember, kl. 20.30 báða dagana. Boðið verður upp á söng- og hljóð- færaleik nemenda á öllum aldri. For- skólabörn munu leika og syngja og lúðrasveit skólans leikur. Stjórnend- ur sveitarinnar eru Ingibjörg Erl- ingsdóttir og Man'anna Másdóttir. Fiðlusveit leikur undir stjórn Guð- rúnar Markúsdóttur. BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur og félagar halda sína árvissu serenöðutónleika á aðventu. Að þessu sinni verða tónleikarnir þriðjudaginn 15. desember kl. 20.30 í Kristskirkju, Landakoti. Leiknar verða kvöldlokkur eftir Johann Christian Bach og Wolf- gang Amadeus Mozart. En stærsta verkið verður umritun samtíma- manns og vinar Beethovens, Wenzel Sedlak, á þáttum úr óperu Beethovens Fidelio. Sedlak var tónskáld og tónlistarstjóri við Vín- arhirðina og fylgdi vinsælli hefð á þeim dögum, að útsetja helstu smellina úr þekktum óperum fyrir átta eða níu blásara. Þeir sem koma fram á tónleik- unum eru Daði Kolbeinsson og Peter Tomkins á óbó, Einar Jó- hannesson og Sigurður I. Snorra- son á klarínettur, Jósef Ognibene, Emil Friðriksson og Þorkell Jóels- son á horn, Hafsteinn Guðmunds- son, Brjánn Ingason og Rúnar Vil- bergsson á fagott og kontrafagott. Jólabarokk í Digranes- kirkju HIÐ árlega ,jólabarokk“ verður í Digraneskirkju mánudagskvöldið 14. desember nk. kl. 20.30. Flytjendur eru: Camilla Söder- berg og Ragnheiður Haraldsdótt- ir, blokkflautur, Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau, barokkflautur, Snorri Orn Snorrason, teorba, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola da gamba, og Elín Guðmundsdóttir, semball. Flutt verða verk eftir Bois- mortier, Loeillet, de Visée og Telemann. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 1.000 kr. -----♦-♦-♦--- Jólasöngur Árnesinga- kórsins ÁRNESINGAKÓRINN í Reykja- vík heldur sína árlegu ,jólakaffi“- tónleika í safnaðarheimili Lang- holtskirkju í dag, sunnudag, kl. 15. Flutt verða nokkur verk af vænt- anlegri efnisskrá kórsins, auk jóla- laga frá ýmsum löndum. Verð aðgöngumiða er kr. 1.000 fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Magnað möguleikhús BÆKUR Skáldsaga PARÍSARHJÓL Eftir Sigurð Pálsson. Prentsmiðjan Oddi hf. Forlagið, Reykjavík 1998. 188 bls. SIGURÐUR Pálsson er skáld leiksins. Það er í raun nóg að vísa til nafna ljóðaþríleikjanna þriggja því tii áréttingar, ljóðvegaflokksins, ljóð- námu- og ljóðlínuflokksins. Og titill- inn á nýjustu bók Sigurðar, sem er jafnframt fyrsta skáldsagan hans, gæti líka verið tákn um þennan leik. Bókin heitir Parísarhjól og í henni þarf ekki að lesa lengi til að sannfær- ast um að Sigurður hefur ekki tapað neinum af sínum bestu eiginleikum sem ljóðskáld við að færa skáldskap sinn í nýtt fonn. Parísarhjól snýst um hamingju ungs Msta- manns, Viktors Kai-ls- sonar, sem dvelur um skeið í París við að myndskreyta Sonator- rek Egils Skallagríms- sonar sem gefa á út á bók. Fráfall náinnar systur hans skömmu áður en hann heldur til Parísar hefur fengið mjög á hann, hann er fullur af söknuði og reiði og sárar slitróttar minningar sækja á hann. Honum þykir gott að hverfa í mannhafíð í stórborginni, renna saman við þetta „unaðs- leg[a] úthaf', skynja sig einan en ekki undir stöðugu eftirliti náungans í smáborginni. Stórborgin veitir hon- um frelsi: „að upplifa sig einmitt og nákvæmlega sem einstakling, skynj- andi einingu, á furðulegan hátt stærri en úthafið, mannhafið.“ En Viktor dregst meir og meir inn í ið- andi líf borgarinnar og frelsið verður að hamlandi eirðarleysi, hann kemur engu í verk. Hann lærir vísur Sonatorreks utan að, reynir að finna hugmynd að útfærslu á myndskreyt- ingunni, sjónarhorn, en það velkist bara um í hausnum á honum ásamt tregablöndnum, grimmum minning- unum. París er hjól sem hættir aldrei að snúast, veltur bara áfram og vindur upp á sig. Viktor á sér í fyrstu sitt „sjónarhorn" í borginni (á borgina), sinn fasta punkt í borgartilverunni, þetta er veitingahúsið á Mont- parnasse á horninu á rue de la Gaité, Gáskagötu. Þai’na getur hann fylgst með parísarhjólinu snúast, verið áhorfandi: „Sit í salnum fremst, uppi við glervegginn milli salar og úti- stéttar, milli þess að vera inni og úti. Þaðan er gott að fylgjast með því sem gerist inni í salnum og eins úti á kaffistéttinni og torginu þar sem Edgar Quinet-búluvarður mætir fjórum götum. Úr þessu sæti er af- bragðs góð fjarvídd á sviðið ...“ Viktor kemst í kynni við nágranna sinn, Alex, sem er eins konar tákn- mynd þessarar borgar, fyri-verandi gígaló sem seldi sig konum og kom svo peningunum í lóg hjá öðram kon- um sem seldu blíðu sína. Líf hans var parísarhjól: „Líkamlegt sam- neyti bjó til fjármuni sem voru not- aðir til þess að kaupa líkamlegt sam- neyti. Þannig tókst honum að mynda stöðuga hringrás, stórkostlegt drif- hjól peninga og losta.“ Alex leiðir Viktor inn í aungþveitið þar sem bregður fyrir skyndimynd- um af fólki, andlitum: Botticelli-syst- urnar, heimspekingurinn Símon og svo Delphine sem stendur eins og fleygur í þessari borgarmynd sem rennur hjá. Hann býður honum sæti í parísarhjólinu og fyrr en varir er Viktor kominn inn í (ofan í) hringiðu borgarinnar og atburðir verða hrað- ari og óvæntari, frásögnin fyllist spennu og sjóðhitnar áður en yfir lýkur. Skyndilega hefur sjónarhorn Viktors snarbreyst, mörk og mæri þurrkast út og vitund hans rennur saman við borgina. í endurfundi með Delphine leysa „aðrar kenndir [] nautn sjónarhornsins af hólmi. / Nærverukenndirnar." Viktor lokar augunum, gefur þeim frí og parísar- hjólið stöðvast í hápunkti: „Meðan þetta gekk yfir þéttist ég og breyttist I þennan elskhuga sem lá í fangi hennar, þéttist og reis. Nú leitaði ég í saltan ilminn. Sleikti hana varlega, fyrst naflann og síðan háls- inn. Síðan neðar milli opinna var- anna og hárstæðið var mikið, þvert fyinr að ofan en óx frjálst aftur milli læranna kiángum rassinn. Ilmurinn þenur skynjunina inn á aðra bylgju- lengd, annað segulsvið, aðra tíðni. Ilmurinn og bragðið er með söltum kjama, sjávarkeimi. Söl.“ Hin söltu söl verða Viktori til lífs eins og Agli forðum. Hann gerir sátt við þessa ólgu, kastar sér út í flaum- inn: „Engin fjarlæging möguleg.“ I þessari sáttargjörð finnur hann eirðina aftur, eirð gagn- vart söknuðinum, gagn- vart skáldskapnum, gagnvart listinni. Það er magnað sam- hengi í þessari sögu Sigurðar, og hér hefur ekki einu sinni öllu ver- ið haldið til haga. Einn af grunnþáttum merk- ingarheims sögunnar er til dæmis sá að Vikt- or er fæddur í París í maí 1968, í miðri stúd- entauppreisninni. Fyrir vikið skipaði hann sér- stakan sess í huga eldri systur sinnar, Finnu, og vina henn- ar: „Það skipti engu máli þótt við blasi að ég hafi ekki verið til mikiis í götuóeirðum nýfæddur; það var bara betra, þá gat ég tekið að mér að vera hið hreina tákn einhvers óljóss draums hjá þessu fólki, Finnu og fé- lögum. Táknmynd reifuð og liggj- andi í jötu.“ Viktor heldur hugsjóna- baráttu ‘68-kynslóðarinnar gegn hvers konar kúgunarvaldi áfram en bara eins og til málamynda, þessi barátta hefur ekki lengur neina merkingu. Uppreisnir hans eru ým- ist hjákátlegir tilburðh' til að klæða sig öðruvisi, misskild viðleitni til að hneyksla rétthugsandi listaskóla- kennarana eða máttlaus og algjör- lega misheppnuð tilraun til að brjót- ast undan valdi fóður síns. Uppreisn- ir hans eru tilgangslausar, marklaus- ar. Uppreisnin sem slík skipth- raun- ar engu máli lengur. Það sem máli skiptir er ólgan sem geisar hið innra með hverjum manni - þar gerast brej'tingarnar. Eg sagði í upphafi þessa dóms að Sigurður hafi ekki tapað neinum af sínum bestu eiginleikum sem ljóð- skáld við að færa skáldskap sinn í nýtt form. Raunar er óhætt að segja að hann njóti sín að vissu leyti betur í skáldsögunni en í ljóðinu. Textinn er ekki bara ljóðrænn og fallegur, hnyttinn, grípandi og morandi í þessum fíngerðu tilbrigðum og teng- ingum, heldur ólgar hann hreinlega af spennu og átökum, bæði í fram- vindu atburða, þematískri úrvinnslu og í tungumálinu, tákn og vísanir kallast á svo úr verður magnað möguleikhús. Parísarhjól er tvímælalaust ein skemmtilegasta og frjóasta skáld- saga síðustu ára. Þröstur Helgason Fyrirlestur um Alvar Aalto HEIMSPEKINGURINN og rithöfundurinn Göran Schildt heldur fyrirlestur um Alvar Aalto í Norræna húsinu á morgun, mánudag, kl. 17.15. Fyrirlesturinn er á vegum Arkitektafélags íslands. Sigurður Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.