Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BERGÞÓRA LÁR USDÓTTIR + Bergþóra Lár- usdóttir fæddist á Heiði á Langanesi 19. janúar 1915. Hún lést 4. desem- ber siðastliðinn. Bergþóra var síðast til heimilis í Víði- lundi 24, Akureyri. Foreldrar Berg- þóru voru Lárus Helgason og Arn- þrúður Sæmunds- dóttir, Heiði á Langanesi. Systkini Bergþóru voru tólf auk uppeidisbróður. Þrjú þeirra lifa systur sína. Bergþóra var gift Jónatani Magnússyni, vélstjóra, f. 26.6. 1910, d. 26.1. 1966. Böm þeirra: 1) Alda, maki Gunnar Baldvins- son, búsett í Keflavík, þeirra synir eru fjórir. 2) Magnús, maki Sig- ríður Jósteinsdóttir, búsett á Akureyri, saman eiga þau sjö börn. 3) Jóna Þrúð- ur, maki Ari Jón Baldursson, búsett á Akureyri, þeirra böm em þrjú. 4) Sævar, maki Þór- unn Þorgilsdóttir, búsett á Akureyri, þeirra börn em fjögur. 5) Björgvin Smári, maki Svava Asgeirsdóttir, bú- sett á Akureyri, saman eiga þau fimm börn. Utför Bergþóru fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún amma nafna er dáin. Söknuðurinn er sár. Minning- arnar eru óteljandi sem við systk- inin og frændsystkin okkar getum deilt. Eitthvert okkar sitjandi við eldhúsborðið að rembast við að læra stafína eða margföldunartöfl- TJftna. Síðan var farið í stökuleik þar sem kveðist var á og verðlaunin voru svo gjarnan tíu dropar af kaffí með mjólk og sykri í bláa glasið og eitthvað með. Amma hafði metnað fyrir hönd okkar barnabamanna að við stæðum okkur við lærdóminn. Meðan á kennslunni stóð settist amma þó aldrei niður, hún var alltaf að fást við einhver verk. Verk sem við krakkarnir gjarnan tókum þátt í. Sláturgerð á haustin, laufabrauð fyrir jólin, kartöflugarðurinn á vorin, bakstur, saumar eða þrif, verk sem alltaf urðu að leik hjá ömmu. Heimilið hennar var vinnu- staður þar sem athafnasemin varð ekki hamin, um það bera naglarn- ir, sem við fengum að negla í þröskuldinn í búrinu, vitni. Að miklu leyti miðuðust störfm við það að eiga til eitthvað matarkyns. Osjaldan var saumavélin frammi og við í flíkum frá henni. Hún var + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA STRÖM SCHJETNE, Norðurbrún 1, sem lést sunnudaginn 6. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.30. Nína Schjetne, Guðjón Haraldsson, Laila Schjetne, Pétur Kristjánsson, María Schjetne, Þorgeir Axel Örlygsson, Guðný Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, BERGÞÓRA LÁRUSDÓTTIR frá Heiði á Langanesi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, föstudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Alda Jónatansdóttir, Magnús Jónatansson, Jóna Þrúður Jónatansdóttir, t Sævar Jónatansson, Björgvin Smári Jónatansson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, stjúpföður og afa, FRIÐRIKS L. GUÐMUNDSSONAR, Espigerði 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11B á Landspítala og L3 á Landakoti fyrir góða umönnun. Guðbjörg M. Friðriksdóttir, Eiríkur Þóroddsson, Gylfi Friðriksson, Þórarinn Baldvinsson, Ólöf Eiríksdóttir, Þóroddur Eiríksson. af þeirri kynslóð sem þekkti skort- inn og innprentaði hún okkur að fara vel með. Oft tók hún okkur í göngutúra niður á Tanga að skoða skipin og bryggjumar, fískvinnslu- húsin og sláturhúsið eða inn í inn- bæ að líta á gömlu húsin þar og var þá oftast endað í spákonukaffí hjá Öbbu systur. Þessar ferðir voru fullar af sögum og fróðleik. Ferðirnar upp á fótboltavöll að sjá „strákana“ spila. Sólskinsstundir úti í garði í Norðurgötunni þar sem amma naut þess að sitja í horninu og láta sólina verma sig meðan við krakkarnir klifraðum í reynitrénu. Tilveran í kringum ömmu var alltaf spennandi og full af ævintýram. Amma var fædd og uppalin í stóram systkinahóp á Heiði, Langanesi, N-Þing. Sveit sem nú þykir á hjara veraldar og komin í eyði að mestu. Hér áður þótti hún hin mesta matarkista með sinn fugl og físk auk fjörabeitar fyrir féð. Þar bjuggu langafi og langamma myndarbúi og ber hið stóra hús sem þau reistu og stendur þar enn, merki um stórhug og dugnað. En amma fluttist burt úr sveitinni ásamt flestu öðra ungu fólki því þéttbýlið óx þegar líða tók á öldina og möguleikarnir að sjá sér far- borða þar urðu stöðugt fleiri. Leið- in lá til Akureyrar þar sem hún kynntist afa. Þau áttu sér síðan sitt heimili að Norðurgötu 26 þar sem amma bjó lengstum. Hjá þeim bjuggu einnig foreldrar afa, þau Magnús Oddsson og Ólöf Arna- dóttir. Afi var vélstjóri og oftast úti á sjó svo það kom í ömmu hlut að sjá um heimili og börn en jafn- framt vann hún iðulega utan heim- ilis. Oftast bauð lífíð uppá góðar stundir eins og þegar hún fór í pelsinn og á Geysisball, en afi söng með karlakórnum Geysi. Margt á heimilinu minnti á siglinguna til Englands með afa. Amma var sterk kona. Dugnaðurinn, kraftur- inn og atorkan einkenndi hana alla tíð ásamt góðri kímnigáfu sem oft hefur hjálpað henni í gegnum erf- iða tíma. Langar sjúkralegur bama og maka hafa öragglega tekið mikið á þó hún léti það aldrei sjást. Hún missti svo afa langt fyr- ir aldur fram. Hin síðustu æviár bjó amma í þjónustuíbúð aldraðra við Víðilund. Hin minnkandi starfsgeta reyndist henni erfíð en alltaf var þó reynt að fínna verk við hæfí og aldrei kvartað. Amma var alltaf hressileg í við- móti, skörp og skemmtileg við- ræðu. Gestrisnin var mikil og alltaf til kleinur og annað brauð ásamt hinu ómissandi kaffí. Hjá henni var iðulega fullt hús af fólki, oft ætt- ingjar á leið suður eða austur á Langanes. Það var þó aldrei svo fullt að ekki fengjum við krakkarn- ir að gista ef við vildum og var þá lagst til svefns á eldhúskollunum. Fólkið hennar var það sem skipti hana mestu og tengslin við það og ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararsfíóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ átthagana voru mjög sterk og full virðingar. Endalausar sögur frá því þegar hún var lítil stelpa á Heiði hafa átt stærstan þátt í því að við bömin lærðum að þekkja rætur okkar og upprana sem síðan hefur skapað okkur öryggi í rót- lausum nútímanum. Umhyggjan fyrir fólkinu kom skýrt í ljós nú hin síðustu misseri í veikindum hennar því aldrei vék hún talinu að sér og sinni líðan heldur spurði fregna af öllum öðram. Hnarreist og stolt yfir miklu og góðu dagsverki getur hún lagst til kærkominnar hvíldar. Vissan um að nú er hún hjá afa og öllum öðr- um sem vora henni kærir gerir söknuðinn léttari. Okkar gæfa var að fá að njóta hennar svona lengi. Þakkir fyrir allt og allt. Guð blessi þig- Þín barnabörn Bergþóra, Alfa og Ari Jón Arabörn. Hún amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vörum hennar sjá. I rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir hún mig er dimma tekur nótt. Syngur hún við mig sálma og kvæðin fógur softia ég þá sætt og vært og rótt. (Höf. ókunnur) Þessar vísur eru eitt af mörgu sem minna mig á ömmu mína sem nú er dáin. Eg man mjög snemma eftir mér í Norðurgötunni hjá ömmu, þar sem ég eyddi mörgum góðum stundum. Amma var alltaf að kenna mér eitthvað, t.d. vísur og sögur, en af þeim kunni hún ógrynni. Sérstaklega era minnis- stæðar sögumar frá Heiði, æsku- heimili hennar. Hún sagði mér frá lífi og störfum fólksins þar. Allar frásagnir hennar þaðan einkennd- ust af virðingu og ást á fólkinu sínu og landinu. Fyrir mér vora þessar sögur stórkostleg ævintýri sem ég þreyttist aldrei á að hlusta á. Hjá henni lærði ég að lesa og skrifa og hún fylgdist með mér í náminu alla tíð og hafði metnað fyrir mína hönd. Snemma lét hún mig fínna til mín með því t.d. að senda mig í Ránargötubúðina að sækja sitt lítið af hverju og sparaði hún þá ekki við mig hrósið. I gönguferðum okk- ar spjölluðum við um heima og geima, stöðugt reyndi hún að miðla mér af fróðleik sínum og reynslu. Pönnukökurnar hennar ömmu vora gómsætari en flest annað. Ekkert var betra en að vera einn með ömmu og njóta þess að láta hana dekra við sig. Þá leið mér eins og konungi. Hún var alltaf til stað- ar fyrir mig, hvatti mig áfram og taldi í mig kjark ef ég var eitthvað daufur í dálkinn. Hennar kynslóð þekkti skortinn og hún reyndi að innprenta mér að fara vel með alla hluti og eyða ekki í óþarfa. Enginn 9* % 1 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn fyllir skarðið hennar ömmu. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og ég mun sakna þín. Guð blessi þig. Þinn, Jónatan Þór. Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig með þessum örfáu orð- um. Þegar ég lít til baka koma upp margar og skemmtilegar minning- ar frá appelsínugula og brúna hús- inu, Norðurgötu 26. Að fara til þín í heimsókn var ávísun á lummur, pönnsur, kleinur og ástarpunga sem enginn virtst geta fengið nóg af. Manstu allan þann tíma sem við eyddum í lander og löngu vitleysu við gula eldhúsborðið. Einnig stendur hvíti koppurinn uppúr sem átti sinn stað undir ráminu og kom oft að góðum notum þær nætur sem ég gisti hjá þér í gamla daga. Eg gæti eflaust haldið lengi áfram en við verðum bara að ræða betur saman síðar. Núna ert þú komin á nýjan stað þar sem þér líður vel og færð frið fyrir veikindum, hittir afa og gamla vini sem ég er viss um að hafa margt að segja þér. Að lokum vil ég þakka fyrir sam- fylgdina og allar þessar góðu minn- ingar sem ég á um þig og munu þær ylja mér um ókominn ár. Guð blessi þig. Elvar Smári Sævarsson. Þegar farið var frá Keflavík til Þórshafnar á sumrin var ávallt stoppað og gist hjá Tótu, eins og Bergþóra Lárusdóttir var ávallt kölluð, á Norðurgötunni. Það var alltaf sérstök tilfínning að koma inn í vaskahúsið hjá Tótu og ein- hvern veginn fylltist maður kæti og ánægju þegar komið var á Norður- götuna. Þó var ráðlegt að vera vel klæddur því Tóta vildi hafa húsið kalt og hressandi hjá sér. Eg man alltaf hvað mér þótti mikið líf og fjör þegar móðir mín, systir Tótu, og Tóta hittust. Gleðin og um- hyggjan fyllti hreinlega andrúms- loftið. Slíkt hið sama má segja um öll systkinin 14 og Snorra; ánægj- an, lífsviljinn og umhyggja þeirra allra var með eindæmum. Þær minningar og sú persónumótun sem ég fínn fyrir eftir snertingu þessara systkina er svo sannarlega þakkarverð. Eg kynntist Tótu sérstaklega vel á áranum 1975 til 1979 þegar ég var í sveit á Hvammi í Eyjafirði og á togaranum Svalbak frá Akureyri. Avallt kom ég í heimsókn og gisti hjá Tótu þegar ég kom í bæinn eða í land og sátum við oft við eldhús- borðið á Niðurgötunni og spjölluð- um um daginn og veginn. Þessi samtöl vora mér sérstaklega ánægjuleg og gaf Tóta mér, sem unglingi, alltaf trá á það sem ég var að fást við og þeim ákvörðun: um sem ég stóð frammi fyrir. í raun veittu þessi samtöl mér vissa undirstöðu undir mitt sjálfstæði, sjálfstæði sem sem ég nýt í dag og þurfti á að halda til að taka ákvarð- anir í mínu lífi. Það er engin smá gjöf frá einni manneskju og þakka ég Tótu fyrir þessa sem og margar aðrar slíkar gjafir. Nú eru einungis þrjú af þessum stóra systkinahópi eftir, móðir mín Bára, Þórdís og Einar, börn Láras- ar og Arnþrúðar frá Heiði á Langanesi. Farin eru Guðlaug, Sæ- mundur, Lára, Anna, Ari, Jón Trausti, Ingimar, Þorgerður, Mar- grét, Aðalbjörg og Snorri, sem er einnig farinn, og nú Bergþóra. Kærleikur, hlýja og traust þessara systkina hefur snert margan manninn og er mikill söknuður að slíku fólki. Eg segi það oft að ég vildi svo sannarlega að mín börn hefðu notið þess að vera með og að kynnast þessum systkinum því erfítt er að lýsa þeim áhrifum sem þau hafa haft á mitt líf. Ég bið góðan Guð að styrkja fjölskyldu Tótu í sorginni og votta mína dýpstu samúð og vona að það sé einhver styrkur í því að nú er Tóta komin heim. Ingimar Orn Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.