Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Farsimar teyg;ja sig f auknum mæli inn á svið einkatölvunnar
Stóri slagxirinn framund-
an á farsímamarkaðnum
Farsímarnir verða stöðugt fullkomnari
og þeir eru farnir að teygja sig inn á þau
svið, sem hingað til hafa tilheyrt einka-
tölvunni. Bill Gates hefur sagt, að þessi
þróun sé ein mesta ógnun við veldi
Microsoft frá upphafí og hann ætlar ekki
að horfa upp á hana með hendur í skauti.
A næstu árum má því búast við miklu
stríði umyfírráðin á þessum markaði,
annars vegar á milli Microsoft og sam-
starfsfyrirtækja þess og hins vegar far-
símarisanna þriggja, Nokia, Ericsson og
Motorola, og breska fyrirtækisins Psion.
Reuters
TOURE Diadie frá Malí með nýjan gervihnattasfma frá Motorola. Sl.
vor var haldin í Jóhannesarborg ráðstefna um fjarskiptamál í Afríku,
Africa Telecom ‘98, og þar hvatti Nelson Mandela, forseti Suður-Af-
ríku, til stóraukinnar Qárfestingar í fjarskiptabúnaði til að unnt yrði
að uppfylla þau grundvallarréttindi, að menn gætu haft samband hver
við annan.
AUNDANFÖRNUM árum
hefur sala í farsímum ver-
ið miklu meiri en nokkurn
óraði fyrir. Um 100 millj-
ónir síma voru seldar á síðasta ári
og nú er því spáð, að árssalan verði
komin í 360 milljónir árið 2002. Þar
af yrðu um 25-20% svokallaðir
snjallsímar, sem geta tekið við og
sent frá sér alls kyns upplýsingar
og gögn önnur en röddina eina. Hér
er því um að ræða markað, sem fer
að nálgast umsvifin á einkatölvu-
markaðinum, og engum blandast
hugur um, að stórstyrjöld er á
næsta leiti um yfirráðin eða foryst-
una á þessum vettvangi.
Forskot Evrópuríkjanna
Bandarísku fyrirtækin og þá
einkanlega Microsoft hafa algera
yfírburði á tölvumarkaðinum en í
farsímunum er því hins vegar öfugt
farið. Farsímanotkun er miklu
meiri í Evrópu en Bandaríkjunum
og það má ekki síst rekja til þeirrar
samvinnu, sem Evrópuríki hafa haft
með sér um tæknilega staðla:
Framleiðendur, netfyrirtækin og
hið opinbera komu sér saman um
einn staðal, GSM-kerfíð, árið 1991
og hann var síðan tekinn upp víða
um heim, til dæmis í Asíu og Astral-
íu. Bandarísku farsímafyriríækin
tóku aftur á móti upp hvert sinn
staðal og með þeim afleiðingum, að
farsíminn verður næstum ónothæf-
ur á leiðinni frá New York til Los
Angeles svo ekki sé talað um ferða-
lög út fyrir landsteinana.
Þrjú stærstu fyrirtækin í far-
símaframleiðslunni eru Nokia í
Finnlandi, Ericsson í Svíþjóð og
Motorola í Bandaríkjunum. Saman
ráða þau um 70% markaðarins. í
Bretlandi er fyrirtækið Psion, sem
framleiðir lófatölvur, og stofnandi
þess, David Potter, og loks hugbún-
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun
telja 47% Norðmanna að til lengri
tíma litið sé Noregi bezt borgið með
fullri aðild að Evrópusambandinu
(ESB). Hlutfall þeirra Norðmanna
sem eru andvígir aðild hefur minnk-
að í 40%.
Könnunin, sem var gerð frá mánu-
degi til miðvikudags í þessari viku,
bendir til að afstaða Norðmanna hafí
snúizt frá því í þjóðaratkvæða-
greiðslunni í lok nóvember 1994. Þá
höfnuðu 52,2% þjóðarinnar ESB-að-
aðarrisinn Microsoft. Bill Gates ætl-
ar ekki að horfa upp á þennan
markað þenjast út án þess að hafa
neitt um það að segja enda er þró-
unin í farsímunum farin að teygja
sig mjög inn á þau svið, sem áður
tilheyrðu einkatölvunni.
Symbian svarað
með Wíre/essKnowledge
Nokia, Ericsson og Motorola hafa
burði til að bjóða Microsoft birginn
en öðru máli gegnir um Psion. Það
ætti heldur ekki að geta staðist hin-
um fyrirtækjunum snúninginn og
algengasta spurningin, sem Potter
hefur orðið að svara að undanfómu,
er þessi: „Hvenær ætlarðu að
leggja upp laupana?“
Verið getur, að þessi glíma Da-
víðs og Golíats hafi annan endi en
ætlað var. Potter, sem er eðlisfræð-
ingur að mennt, fæddur í Suður-Af-
ríku og kunnur fyrir gott viðskipta-
vit, kom öllum á óvart í október sl.
þegar hann tilkynnti um samstarf
við farsímarisana þrjá, Nokia,
Ericsson og Motorola.
Samstarfsverkefnið heitir Symbi-
an og í því verður hugbúnaður frá
Psion notaður við framleiðslu nýrr-
ar kynslóðar snjallra tækja, allt frá
farsímum, sem geta tekið við tölvu-
pósti, vafrað um netið og annast og
greitt fyrir millifærslur, til tölvna,
sem tengjast netinu sjálfkrafa.
Bill Gates beið nú ekki lengur
boðanna og Potter hafði ekki fyrr
sagt frá Symbian-verkefninu en
Gates tilkynnti um sitt eigið sam-
starfsverkefni með farsímaframleið-
andanum Qualcomm. Wirel-
essKnowledge heitir það og á að
framleiða farsíma, sem geta tengst
netinu. Stríðshanskanum hefur ver-
ið kastað en baráttan snýst ekki
bara um tækjakostinn á næsta ári,
heldur um það hver muni ráða
ild, en það var í annað sinn sem það
gerðist frá því 1973. Allar nýjustu
skoðanakannanir um afstöðu Norð-
manna til ESB-aðildar benda til, að
fylgjendum aðildar hafí verið að vaxa
fískur um hrygg síðustu mánuðina
og andstaðan að minnka. Þykir lík-
legt að versnandi efnahagur landsins
sé meginskýringin á þessu.
En dagblaðið Aftenposten bendir
á, að mikilvægt sé að hafa í huga
hvernig hafí verið spurt. Ekki var
spurt í könnuninni sem hér um ræðir
mestu um kynslóðaskiptin á þessum
markaði.
Martin Heath, fjarskiptasérfræð-
ingur í London, metur stöðuna
þannig, að Symbian hafí nú foryst-
una „en það er 10 metra forskot í
maraþonhlaupi, ekki 100 metra
hlaupi".
Ekki bara sími
Tími snjöllu símanna er raunar
runninn upp. Nú í desember kemur
á markað frá Nokia 9110 Commun-
icator, símtölva, sem má opna eins
og samloku. Þá blasa við tölvuskjár
og lyklaborð. Þar er hægt að semja
fax, taka við og senda tölvupóst og
jafnvel vafra um á netinu. Franska
fyrirtækið Alcatel hefur nú þegar
sett á markað síma, sem það kallar
Ein snerting, One Touch Com, og
hann býður upp á alla möguleika
rafdagbókarinnar. Er hann ekki
stærri en svo, að hann kemst fyrir í
hvort fólk myndi greiða atkvæði með
eða á móti aðild ef gengið yrði til
þjóðaratkvæðis um málið núna, held-
ur hvers konar samband fólk teldi
þjóna Noregi bezt til lengri tíma lit-
ið.
Athyglisvert er að á sama tíma
sýnir þjóðaiyúls Gallup á íslandi að
yfír 52% Islendinga, sem ásamt
Norðmönnum tengjast ESB náið í
gegn um EES-samninginn, sé fylgj-
andi því að undirbúin verði umsókn
um ESB-aðild íslands.
vasa.
Það er einkum tvennt ásamt
öðru, sem hefur aukið eftirspurnina
í Evrópu. Símafyrirtækin áttuðu sig
fljótlega á því, að notendur myndu
hafa símana opna lengur ef sá, sem
hringdi, greiddi fyrir símtalið, en
ekki sá, sem tæki við því, eins og al-
gengt er enn í Bandaríkjunum.
Hagfræðingar komust líka að því,
að bandaríska aðferðin, sem er að
greiða niður farsímana til að lokka
fólk til að kaupa þá, höfðaði síður til
notenda en það, að þeir borguðu
fullt verð fyrir símann en minna
fyrir símtölin.
Farsími á hvert mannsbarn
í Finnlandi urðu merk tímamót í
ágúst sl. þegar tilkynnt var, að
meira en helmingur landsmanna,
sem eru 5,1 milljón, ætti farsíma.
Eru þeir hvergi fleiri og því er spáð,
að markaðsmettunin verði orðin
100% innan fimm ára en það þýðir í
raun, að þá verði farsímamir orðnir
fleiri en íbúarnir.
I Evrópu er farsíminn að verða
mjög hversdagslegur en um leið
ómissandi hluti af daglegu lífi fólks
og sem dæmi má ngfna, að á Italíu,
írlandi og í Poríúgal hefur salan
aukist um 38% árlega. Þar ýtti það
mikið undir hana þegar farið var að
selja ódýr, fyrirframgreidd síma-
kort. Fólki líkar það augljóslega vel
að vera búið að greiða fyrir notkun-
ina og eijga ekki von á reikningnum
síðar. í Israel er á markaðnum far-
sími, sem kallast Mango, og úr hon-
um er aðeins unnt að hringja í eitt
ákveðið númer. Af honum hafa selst
meira en 200.000 stykki og aðallega
til fólks, sem kaupir þá fyrir börnin
sín í hernum
Því er spáð, að árið 2005 verði
farsímanotendur orðnir einn millj-
arður og það er því engin furða, að
tölvufyrirtækin hafi áhuga á að
komast inn á þennan markað.
Bandaríska dagblaðið New York
Times sagði frá því fyrir skömmu,
að í minnisblaði til starfsmanna
sinna hefði Bill Gates látið svo um
mælt, að Psion-samningurinn,
Symbian, væri ein mesta ógnunin
við veldi Microsofts frá upphafi.
Ekki eru nema þrjú ár liðin síðan
Microsoft byrjaði á hugbúnaðar-
gerð fyrir lófatölvur og þá með
Windows CE-stýrikerfínu. Þá
samdi það við 10 fyrirtæki, þar á
meðal Hewlett-Packard, Sharp og
Philips, um framleiðsluna og hefur
síðan bætt við öðrum átta.
Krókur á móti bragði
David Potter gerði sér grein fyrir
því, að með tilkomu Microsofts inn á
þennan markað væri allt í uppnámi
með framtíð Psions og hann vissi
líka, að farsímafyrirtækin höfðu
ekki minni áhyggjur en hann. Saga
tölvuiðnaðarins sýnir, að framleið-
endur vélbúnaðar hafa ávallt lent
inni í vítahring sflækkandi verðs á
sama tíma og hugbúnaðarfyrirtæki
eins og Microsoft og Intel hafa
fleytt rjómann ofan af öllu saman.
Þess vegna bauð hann Nokia, Erics-
son og Motorola upp á samstarf um
framleiðslu farsíma eða snjallsíma
þar sem byggt yrði á EPOC-stýri-
kerfínu frá Psion.
Fram að þessu hafði aðeins eitt
fyrirtæki, Philips Electronics,
samið um að nota hugbúnað frá
Psion í farsímum en hann hefur
ásamt ýmsu öðru einn mikinn kost.
Symbian kostar aðeins 350 ísl. kr. á
síma en talið er, að Microsoft krefji
sína framleiðendur um 1.750 kr. fyr-
ir hvern og einn.
Alls konar þjónusta
inn á símreikninginn
Farsíminn er ekki lengur bara
sími, heldur er hann að verða svo
ótal, ótal margt annað. Sem dæmi
má nefna, að í flughöfninni í
Helsinld er kókvél og hún hefur sitt
farsímanúmer en enga rauf fyrir
peninga. Vilji einhver svala sér á
kók, þá hringir hann bara í númerið
og kostnaðurinn leggst við sím-
reikninginn. Bón- og þvottastöðvar
eru farnar að hafa sama háttinn á.
Fólk fer ekki út út bflnum, heldur
hringir í 1 fyrir bón, 2 fyrir ekkert
bón o.s.frv.
I Þýskalandi geta ökumenn
hringt í þjónustunúmer hjá
Deutsche Telekom, gefið upp
ákvörðunarstað og fá þá upplýsing-
ar um umferðina á 15 mínútna
fresti. Komi ferðafólk að einhverju
torgi í Róm eða annars staðar á
Ítalíu er ekki úr vegi að hringja í
Omnitel. Þar reiknar tölva út stað-
setninguna og gefur síðan túristan-
um allar nauðsynlegar upplýsingar
um staðinn á fímm tungumálum. I
flestum Evrópuríkjum er hægt að
fá um farsímann upplýsingar um
knattspyrnuleiki og kauphallar-
gengi og auglýsingaiðnaðurinn er
bara rétt að taka við sér. Bráðum
geta áhorfendur á knattspyrnuleikj-
um átt von á skilaboðum frá
McDonalds um að fá sér nú einn
hamborgara í hálfleik. Þetta er bara
byrjunin.
Gagnaflutningur um farsímana er
nú takmarkaður við 9,6 kílóbita en
búist er við mikilli breytingu á því á
næsta ári þegar þeir verða orðnir
150 á sekúndu með GPRS, endur-
bættu GSM-kerfi.
tírslitin ráðast
á næstu árum
Stóri slagurinn um tæknifoi-yst-
una gæti átt sér stað þegar þriðja
kynslóð farsímanna fer að koma á
markað um 2003 en Evrópuríkin og
Japan hafa orðið ásátt um, að
WCDMA (Wideband Code Division
Multiple Access) skuli taka við af
GSM-kerfinu. Um það er hins vegar
ágreiningur við Qualcomm og því
líklegt, að annað kerfl verði notað í
Bandaríkjunum.
Raunar getur vel verið, að mark-
aðurinn verði búinn að kveða upp
sinn dóm áður en til þessa kemur.
Framleiðendur lófatölvna munu þá
kannski bjóða upp á Symbian-hug-
búnað í von um, að hann höfði meira
til farsímanotenda eða að farsíma-
framleiðendur hafi þá tekið upp
Windows CE til að tryggja, að tæk-
in þeirra geti tengst við einkatölv-
urnar.
47% Norðmanna
vilja aðild að ESB
ósld. Morgunblaðið.