Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
Vitundarvígsla manns og sólar
Dulfræði fyrir þá sem leita.
Fæst í versi. BETRA LÍF í Kringlunni 4-6
Námskeið og ieshringar. Opnar umræður á hóppóstlista-rafpósti
Áhugamenn um Þróunarheimspeki
Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, fax 587 9777, sími 557 9763
^JÓLATRÉ*
TIIE ORIGL\AL/l’SA
★ TÍU ÁRA ÁOYRGD, ÆVIEIGN
★ VERD AÐEINS FRÁ 2900.-
★ MARGAR STÆRÐIR
★ JÓLASERÍA & FÓTUR FTLGIR
3 ÚTSÖLUSTAÐIR ALASKA
Alaska v/BSÍ, Borgartúni 22 ft Ármúla 34 s: 562 2040
Dantax
- þessi dásamlegu dönsku tæki.
Bjóðum nú í tilefni
hátíðanna takmarkað
magn af þessum
vönduðu sjónvarps- og
myndbandstækjum á
stórskemmtilegu verði.
*****
!
Dantax TLD 30
28" Black Matrix
k í >
_
• T« T
II
Dantax VCR 220
Tveggja hausa, einfalt í notkun,
flotttæki á stórfínu verði:
19.900,-
Dantax er nýtt merki á íslandi
en virt og vinsælt á hinum
Norðurlöndunum.
Komdu og kynntu þér fjölbreytt
úrval sjónvarpstækja, videotækja
og hljómtækja, því sjón (og heyrn)
er svo sannarlega sögu ríkari.
Dantax
Dásamleg dönsk tæki
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
í DAG
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Söluæði versl-
unarinnar
ÞAÐ er vægt til orða
tekið að tala um hörku í
sambandi við æði það sem
allt frá 1. nóv. sl. er runn-
ið á verslunargeirann í
þjóðfélagi okkar. Grimmd
er nær lagi. Hinar litríku
opnu- og heiisíðu auglýs-
ingar í dagblöðunum í
þessum nóvembermánuði
eru til marks um það. í
einni slíkri hér í blaðinu
sunnudaginn 2. nóvember
lýkur heilsíðu auglýsand-
inn boðskap sínum með
„Gleðilega hátíð“ meira
en máuði fyrir jóla-
hátíðina. Kannski er allur
þessi æsingur kominn úr
hugarheimi auglýsinga-
stofumanna, sem nú telja
sig komna í feitt í hinu
umtalaða góðæri í
þjóðfélagi okkar. Að nota
hin komandi jól í slíkt
braskarafár áróðurs-
manna er auðvitað fjarri
öllu lagi. í jólaguðspjall-
inu segir: „Yður er í dag
frelsari fæddur..." Sá er
þá fæddist gekk síðar um
í musterinu í Jerúsalem,
sá þar fyrirferðarmikla
kaupahéðna, tók sér keyri
í hönd, velti um borðum
„héðnanna" og sagði:
„Þér hafið gjört hús fóður
míns að ræningjabæli.“
Hann sem velti um borð-
um í Musterinu í Jerúsal-
em forðum kemur aftur
skv. guðspjalli síðasta
sunnudags kirkjuársins,
nú 22. nóv. (Matt. 25,31-
46). Sú frásaga er holl
lesning fyrir alla, einnig
fyrir hina söluóðu nú fyrir
komandi jól.
„Allt kann sá er hóf
kann,“ segir í Gísla sögu
Súrssonar. Það eru einnig
orð að sönnu.
H.V.Þ.
Skattur á lífeyrissjóðs-
greiðslur
Á FUNDI Félags eldri
borgara íyrir nokkru
spjallaði fjármálaráðherra
við okkur og var mjög
jákvæður þótt engu væri
lofað.
Ég vona að sú réttlætis-
kennd ríkisstjórnarinnar sé
fyrir hendi að skattur á h'f-
eyrissjóðsgreiðslur eftir
persónuafslátt verði skatt-
lagður sem fjármagnstekj-
ur 10% en ekid eins og nú -
tæp 40% tekin af þessum
sparnaði okkar á lífsleiðinni
- sem skattur var greiddur
af allan okkai- starfstíma.
Kona.
Tapað/fundið
Svart geisladiska-
hulstur týndist
SVART geisladiskahulstur
með ca. 20 diskum í týndist
fyrir 2 vikum líklega fyrir
utan Þórshöll. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
899 8192 eða 552 6432.
Dýrahald
Svartur skógarköttur í
óskilum í Hafnarfirði
SVARTUR loðinn skógar-
köttur er í óskilum að
Heiðarlundi 19, Gai-ðabæ.
Hann hefur verið í óskilum
í ca. 2 mánuði. Þeir sem
kannast við hann hafi sam-
band í síma 565 7178.
Hundur týndist
í Mosfellsbæ
Hundur af nýfundna-
landskyni, hvítur og svart-
ur, týndist í Mosfellsbæ sl.
fimmtudagskvöld úr hest-
húsahverfinu. Þeir sem
hafa orðið hans varir hafi
samband í síma 898 5997
eða 894 1058.
MorgunblaðiðlÁrni Sæberg
I Bankastræti
Víkverji skrifar...
IDAG er 13. desember, Lúsíu-
messa, kennd við heilaga Lúsíu,
sem notið hefur talsverðrar helgi
um Norðurlönd. Á íslandi þekktust
af henni bæði myndir og sögur í
kaþólskum sið. Það kann þó að hafa
dregið úr dýrkun hennar að
snemma á 12. öld var Magnúsar-
messa Eyjajarls sett á sama dag.
Aðfaranótt Lúsíumessu var fram
á 18. öld talin lengsta nótt ársins.
Lúsíumessa lagðist af um siðaskipti
á norðurslóðum. f Svíþjóð lifði
Lúsía þó áfram í þjóðtrú og hefur
hérlendis komið við sögu eftir 1930 í
sænskum búningi.
XXX
EN HVER var þessi Lúsía? Sam-
kvæmt „Sögu daganna“ eftir
Árna Bjömsson var Lúsía sam-
kvæmt helgisögn efnuð kristin jóm-
frú á Sikiley nálægt aldamótunum
300. Þegar hún skyldi giftast, gaf
hún fátækum heimanfylgju sína.
Það líkaði heitmanni Lúsíu illa og
kærði hana fyrir rómverska lands-
stjóranum. Honum mistókst bæði
að brenna hana og koma henni í
vændishús og að lokum var hún
hálshöggvin. Eftir yngi-i sögn reif
hún úr sér bæði augun og sendi þau
á diski ungum manni sem hafði
dáðst að þeim. Einkenni hennar á
myndum eru því oft tvö augu í skál
og gott þótti að heita á hana við
augnveiki. í samræmi við gjafmildi
sína í sögunni er hún stundum talin
færa fátækum gjafir. Messudagur
Lúsíu er í dag, 13. desember.
XXX
SÆNSKIR stúdentar taka upp á
því á 19. öld að halda upp á
Lúsíuhátíðir 13. desember með því
að skála í svokölluðu glöggi og
borða með því piparkökur. Glögg er
stytting úr orðmyndinni glödgad,
og merkir „glæddur" eða „hitaður
drykkur". Um miðja 19. öld var
Lúsíuhátíð orðin fastur liður meðal
stúdenta og um svipað leyti eða
1852 skrifaði glúntaskáldið Gunnar
Wennerberg upp dægurlag suður í
Napólí, sem hét Santa Lucia. Text-
inn snerist um ítalskt fiski-
mannaþorp, sem bar nafn hinnar
heilögu meyjar. Þetta lag varð síðar
einn helsti Lúsíusöngur Svía og
sænskmenntaðra manna.
XXX
JÁ, ÞANNIG er nú upphaf
„glöggsins", sem breiðst hefur út
og nú gera starfsmannafélög sér oft
glaðan dag í byrjun jólamánaðaiins
og slá upp teiti íyrir félagsmenn
sína. Þetta er í senn skemmtilegt og
svolítil upplifun í svartasta skamm-
deginu.
En þessi siður er hættulegur að því
leyti að við drykkju þessa sænska
drykkjar daprast mönnum oft dóm-
gi'eind og þeir gera sér ekki grein
fyrir því hvort þeir geti ekið bíl eður
eigi. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því
að í desemberbyrjun um helgar tek-
ur lögreglan hvað flesta ökumenn
drukkna við akstur.
Eins og það er skemmtilegt að
gera sér glaðan dag í skammdeginu,
verða menn að gera sér ljóst að akst-
ur og áfengi fara aldrei saman. Það
má enginn setjast undir stýri sem
dreypt hefur á áfengi. Slíkt getur
stefnt í voða bæði lífi viðkomandi svo
og annarra.