Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Klerkarnir í ráðningarherferð ✓ Iranar hafa um árabil reynt að ráða rússneska sérfræðinga í sýklahernaði til starfa. Rússar eru tregir til en þó hafa nokkrir látið freistast og telja Bandaríkja- menn fullvíst að Iranar séu að koma sér upp sýkla- og efnavopnum. Reuters ÍSRAELSKUR hermaður klæddur gasgrímu gægist út um lúgu á brynvörðu farartæki sínu við heræfingu fyrr á árinu þar sem sérstök áhersla var lögð á aðstæður er myndu myndast við efnavopna- eða sýklavopnaárás. RÚSSNESKIR vísinda- menn sem búa yfir þekk- ingu á sviði sýklahernaðar hafa undanfarna mánuði og ár fengið mörg og á stundum dularfull atvinnutilboð. Flest eru þau frá Iran og hafa nokkrir vís- indamenn þekkst boðið, enda freista góð laun manna sem margir hverjir hafa dregið fram lífið á lúsarlaunum frá hruni Sovétríkjanna. Hefur þetta valdið ráðamönnum í Banda- ríkjunum og Rússlandi miklum áhyggjum, enda ekki að fullu ljóst, hvert starfssvið vísindamannanna á að vera. Óttast menn hins vegar það versta, að íranar stundi sýkla- og efnavopnaframleiðslu. í vikunni birtist ítarleg úttekt í The New York Times á tilraunum íranskra embættismanna til að ráða rússneska vísindamenn. Þar kemur m.a. fram að háttsettir embættis- menn hafa boðið vísindamönnunum allt að 5.000 dali í mánaðarlaun, um 350.000 ísl. kr., sem er mun meira en þeir hafa í árslaun. Rússneskir vísindamenn segja að flestir hafi hafnað þessum tilboðum enda hafi þeir illan bifur á því sem kunni að búa að baki. Þó hafi að minnsta kosti fimm vísindamenn haldið til írans á síðustu árum og nokkrir til viðbótar hafi gert samninga við Irana sem geri þeim fyrmefndu kleift að búa og starfa í Rússlandi. Enda er vart að furða að vísinda- menn grípi gæsina, fjölmargir þeima hafa misst vinnuna, laun hinna hafa hrapað. Blaðamenn NYT ræddu við á ann- an tug rússneskra vísindamanna sem eru sérfræðingar í að framleiða efni til sýklahemaðar. Þeir höfðu all- ir fengið tilboð frá írönum og vora flest þeirra óljóst orðuð. Tveir kváð- ust hins vegar hafa verið beðnir um að aðstoða Irana við að framleiða líf- efnavopn og að sögn bandarískra embættismanna era vísindamenn- imir miklu fleiri sem hafa verið í sambandi við írana. Velkjast þeir ekki í vafa um að íranar séu að koma sér upp sýkla- og lífefnavopnum. Nú er vitað að á tímum kalda stríðsins bjuggu Sovétríkin yfir mesta sýkla- og efnavopnabúri í heimi. A hápunkti þróunarstaifs Sovétmanna unnu þarlendir vís- indamenn með um fimmtíu tegundir sýkla og vora á annan tug þeirra þróaðir til hemaðar. Sprengjuílug- vélar og eldflaugar hefðu getað sprengt sprengjur með miltis- brandi, bólusótt og svartadauða sem hefðu þurrkað út heilu þjóðfé- lögin. Sýklavopn í nágrenninu Iranar hafa ýmsar ástæður fyrir því að vilja koma sér upp slíku vopnabúri og lýstu yfir áhuga á því þegar fyrir tíu árum. Flestir íranar era þeirrar skoðunar að írakar hafi notað lífefna- og efnavopn í stríði ríkjanna á níunda áratugnum. Þá leikur einnig granur á að margar þjóðir í næsta nágrenni írana, þ.á m. Israelar, Sýrlendingar og Irakar, eigi efnavopn. Gholamhossein Dehghani, ráð- gjafi hjá írönsku sendinefndinni hjá Sameinuðu þjóðunum, segir marga útlenda vísindamenn starfa í íran en fullyrðir að þeir vinni allir að friðsamlegum rannsóknum. Þá leggur Dehghani áherslu á að íran- ar hafi samþykkt alþjóðlegan sátt- mála frá 1972 um bann við sýkla- hernaði. Neitar hann með öllu full- yrðingum um að Iranar séu að koma sér upp sýklavopnum, stjórn- völd telji ekki að slík vopn auki ör- yggi þjóðarinnar. Rússneskir og bandarískir sér- fræðingar í sýklavopnahernaði vísa fullyrðingum Dehghani hins vegar á bug. „Það er oft erfitt að greina á milli lyfs og vopns eða rannsókna sem miðast við varnir eða árásir,“ segir Lev Sandakjíev, forstöðumaður rannsóknarstöðvar sem kallast Vector og framleiddi banvænar veirur í vopn á Sovét- tímanum. Klerkar og vísindaráðgjafi í atvinnumiðlun Rússar fullyrða að einn mikilvæg- asti hlekkurinn í mannaráðningum til sýklavopnaframleiðslunnar sé „vísindaráðgjafi" Mohammads Khatamis Iransforseta. Heitir sá Mahdi Rezayat og er enskumælandi lyfjafræðingur. Hann hefur boðið fjölmörgum vísindamönnum vinnu og segja þeir að þær aðferðir sem hann beiti veki einar og sér spurn- ingar. Segja vísindamennirnir að oftar en ekki séu það klerkar sem ræði við vísindamennina en ekki íranskir starfsbræður þeirra og að þeir vilji sjaldnast gefa upp hvert verksvið Rússanna á að vera. Þá hafa íranar ítrekað lýst yfir sérstökum áhuga á upplýsingum er varði örverar sem má nota i hernaði eða til að eyðileggja uppskeru, svo og upplýsingar í erfðaverkfræði, sem nýtast bæði til löglegra rann- sókna og til að þróa banvæna sýkla sem engin lækning er til við. Bandarískir vísindamenn telja að nú þegar kunni áætlanir írana um sýklahemað að vera komnar í fullan gang og vopn jafnvel tilbúin en litl- ar staðfestar upplýsingar liggja hins vegar fyrir. Hins vegar eru beinar sannanir fyrir því að Rússar hafi bætt kjamorku- og eldflauga- vopn Irana. Það sem vekur mestar áhyggjur á Vesturlöndum era grunsemdir um að Iranar hafi áhuga á því að þróa tækni til að ráðast gegn erfðaefni manna. Fræðilega séð væri hægt að þróa vopn sem drepa eða skaða að- eins ákveðna hópa eftir kynþætti eða þjóðerni. Enn era þó mörg ár í að slíkur hernaður geti orðið að veraleika. Reynt að vinna gegn Irönum Til að koma í veg fyrir að illa launaðir rússneskir vísindamenn láti freistast af boðum írana, hafa Bandaríkin lagt töluvert fé í verk- efni sem miða að því að starfsfólk í sýklahernaði snúi sér alfarið að framleiðslu í friðsamlegum tilgangi. Er það t.d. gert með samningum um að rássneskir vísindamenn starfi tímabundið í Bandaríkjunum og öfugt og að þeir eigi samstarf við bandaríska starfsbræður sína. Nú þegar hefur um 10 milljónum dala, um 700 milljónum ísl. kr. verið var- ið til þess að beina augum ráss- neskra vísindamanna frá íran og einnig ríkjum á borð við Kína og Norður-Kóreu, sem einnig hafa sýnt áhuga á því að ráða Rússana til starfa. Þá hafa margir Rússar áhyggjur af tilraunum írana til að fá til sín rássneska vísindamenn. Segir í NYT að þrátt fyrir að flestar stofn- anirnar og fyrirtækin þar sem sér- fræðingarnir starfa nú að verkefn- um sem ekki tengjast hernaði, séu fjárvana, sé allt reynt til þess að halda þeim í vinnu. Launagreiðslur til þeirra hafi algeran foi'gang og reynt sé að koma í veg fyrir að þeir missi vinnuna. Enda nauðsynlegt, vilji menn koma í veg fyrir að hin hættulega þekking, sem þeir búi yf- ir, breiðist út. Annar mannanna er sökktu íslenskum hvalveiðibátum í viðtali Fyrsta hryðjuverkið framið í Reykjavík Toronto. Morgunblaðið. ANNAR mannanna tveggja sem sökktu hvalbátununm í Reykjavíkurhöfn 1986 situr í fangelsi í Banda- ríkjunum fyrir afbrot sem hann hef- ur unnið í baráttu sinni fyrir dýra- vernd. í nýlegu viðtali sagði hann málstaðinn verðan mikilla fórna. Rodney Coronado situr í fangelsi í Tuscon í Bandaríkjunum fyrir hryðjuverk. Málstaðurinn sem hann berst fyrir er vernd og réttindi dýra. I viðtali við kanadíska dagblaðið The Globe and Mail nýverið gi-eindi Coronado meðal annars frá því að fyrsta hryðjuverkið sem hann vann í nafni þessa málstaðar var að sökkva hvalbátum í Reykjavíkurhöfn. Coronado hefur setið inni í þrjú ár og verður látinn laus eftir sex mánuði. Hann segir dvölina bak við lás og slá ekki hafa verið sérlega erfiða og vel virði baráttunnar fyrir réttindum dýra og vernd náttúr- unnar. „Þetta er ekki mikil fórn,“ sagði hann. „Ég held að fólk sé farið að gera sér grein fyrir því að mál- staðurinn sem við berjumst fyrir krefst fórna.“ Lengsti klukkutiminn Coronado ólst upp í grennd við San Fransisco þar sem mikið fór fyrir hvers kyns réttindabaráttu á þeim tíma. „Móðir mín segir að ég sé eins og ég er vegna þess að hún fór á svo marga baráttufundi þegar hún bar mig undir belti,“ segir hann. Fjölskylda hans lét sig varða afdrif dýra og skaut skjólshúsi yfir flóttamenn frá Mið-Ameríku. Þegar Coronado lauk framhalds- skólanámi átján ára hélt hann til Vaneouver í Kanada, gekk til liðs við Sea Shepherd-samtök Pauls Watsons og 1986 var hann tilbúinn til stórtækra aðgerða. Hann hélt við annan mann, Dave Howitt, til Reykjavíkur þar sem þeir sökktu tveim hvalbátum í höfninni og unnu ennfremur skemmdir á hvalaaf- urðavinnslutækjum áður en þeir drifu sig út á flugvöll. Þá kom í ljós að fluginu er þeir ætluðu að taka hafði verið seinkað um klukkustund. „Það var lengsti klukkutími sem ég hef nokkurn tíma lifað,“ sagði Coronado í viðtal- inu. Þar með var ferill Coronados sem „umhverfishryðjuverkamanns" haf- inn. Hann traflaði refaveiðar í Bret- landi, skotveiðar í Kaliforníu og í Vancouver vann hann skemmdir á níu pelsaverslunum, braut rúður og málaði slagorð á borð við „feldur er morð“. Hann hvatti aðra til að fylgja fordæmi sínu og gaf út frétta- bréf fyrir málstaðinn. „Goðsögnin" Coronado I byrjun áratugarins hóf Coronado baráttu sína gegn minka- rækt, sem fól meðal annars í sér að þykjast vera minkabóndi til þess að geta tekið kvikmyndir af ómannúð- legri meðferð á skepnunum og voru myndir hans m.a. sýndar í frétta- þættinum 60 mínútur, loðdýrarækt- endum til mikillar armæðu. Síðan beindi hann kröftum sínum gegn rannsóknum í þágu loðdýra- ræktunar og vann skemmdir á há- skólarannsóknastofum í Oregon, Washingtonríki og Michigan. En þá komust yfirvöld á spor hans og hann var í felum víðs vegar um Bandaríkin í tvö ár. Að endingu settist hann að á indíánalendu í Arizona en þar var hann svo handtekinn og frá því-1995 hefur hann setið á bak við lás og slá. Utan rimlanna lifir goðsögnin um hann góðu lífi. Fréttabréf samtaka á borð vid Earth First! (Jörðin fyrst!) og Engin málamiðlun! greina frá störfum Coronado og fara fögr- um orðum um hugrekki hans. „Þetta er frábær náungi," hefur Globe and Mail eftir Peg Millet, þjóðlagasöngvara og dansara í Arizona. Hún segir hann virkilegan umhverfisbaráttumann. Ekki eru allir sammála þessu. Ron Ai'nold, er stjórnar íhaldssinn- aðri rannsóknamiðstöð í Was- hington-ríki, er fylgst hefur með hreyfingu umhverfisverndarsinna, segir Coronado og þá sem feta í fót- spor hans ekkert annað en hryðju- verkamenn. „í hvert sinn sem þeir kveikja í einhversstaðar er hætta á að ein- hver slasist," segir Arnold. „Þetta er eins og írski lýðveldisherinn, fyrst kasta þeir grjóti; áður en varir eru þeir farnir að sprengja vínveit- ingahús." Jörðin að veði? Það er reyndar meira í húfi en líf dýranna, að mati umhverfisvernd- arsinna á borð við Coronado. Bron Taylor, prófessor í mannfræði við Háskólann í Wisconsin, segir þó ekki sanngjarnt að flokka hreyfing- una sem hryðjuverkasamtök því meðlimir hennar noti ekki skotvopn og það sé ekki markmið þeirra að meiða fólk. í nýlegi-i ritgerð um hugmynda- fræði umhverfisverndarsinna segir Taylor þá sameinaða í „siðferðisleg- um hugmyndum um skyldleika og helgi alls lifs“ og segir hann þessar hugmyndir tengjast hugmyndum um yfii-vofandi endalok hins. helga vistkerfis. Coronado tekur undir þetta við- horf. Hann kveðst hafa lesið rit- gerðir eftir fornaldarfræðinga sem telji mikla hættu á allsherjarátrým- ingu. Að þessu sinni eigi mennirnir stóran þátt í því hvernig komið sé. „Eini möguleikinn sem við eigum á að tryggja að við getum áfram lifað á jörðinni er að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi annarra líf- vera en mannanna og hættum að þykjast sitja í hásæti og ríkja yfir öðram lífverum," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.