Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Evrópusambandið vinnur að stefnumótun um hafnamál og innviði siglingamála OLJOS AHRIF A ÍSLENSKAR HAFNIR ÚR REYKJAVÍKURHÖFN. Flestar hafnir á íslandi eru hreinar fiskihafnir en aðrar blandaðar flutninga- og fiskihafnir. Morgunblaðið/Þorkell Innan Evrópusam- bandsins (ESB) er nú unnið að stefnumótun um sjávarhafnir og inn- viði siglingamála. Kjartan Magnússon fjallar um skýrslu framkvæmdastj ór nar ESB um málið. ESSI vinna er fyrsti hluti víðtækrar stefnumótunar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel um samræmt flutningakerfí hafna í Evrópu. Stefnumótunin fer þannig fram í grófum dráttum að fyrst er óskað eftir hugmyndum frá ýmsum hags- munaaðilum. Þessar hugmyndir eru settar fram í samfelldum texta í svokallaðri grænbók en henni er ætlað að hleypa af stað víðtækum umræðum um einstök málefni hafna og framtíðarstefnumótun. Kynntar eru margvíslegar aðgerðir, sem hægt er að grípa til, einkum hvað varðar markaðsaðgengi og gjald- töku fyrir afnot hafna og hafnaþjón- ustu en einnig á sviði umhverfís- og öryggismála. Grænbókinni er dreift til hagsmunaaðila hvarvetna í Evr- ópu og óskað eftir áliti þeirra. Þessi sjónarmið eru notuð til áframhald- andi stefnumótunar og útfærslu, sem lýkur með útgáfu svokallaðrar hvítbókar, en niðurstöður hennar eru síðan hafðar til hliðsjónar þegar endanleg tilskipun um málið er gef- in út af framkvæmdastjórn ESB. Margvísleg áhrif hérlendis Mörg af þeim atriðum, sem fjall- að er um í grænbókinni, hafa verið til umræðu á íslandi, sbr. tillögu Hafnasambands sveitarfélaga um framtíðarskipan í hafnamálum, og er búist við að hugmyndir úr bók- inni muni hafa áhrif hérlendis. Það liggur því í augum uppi að íslend- ingar þurfa að fylgjast grannt með stefnumótun þessara mála innan ESB vegna margvíslegra tengsla þeirra við bandalagið. Enn virðist þó vera óljóst að hve miklu leyti væntanleg tilskipun ESB um þessi mál hafí áhrif hér á landi. I fyrsta lagi virðist ekki vera ljóst hvort til- skipunin öðlist einnig gildi á Evr- ópska efnahagssvæðinu og þar með á Islandi. Þá virðist ljóst að umrædd stefnumótunarvinna er einkum miðuð við flutn- ingahafnir og ekki er ljóst hvaða áhrif hún hef- ur á fiskihafnir. Það skiptir Islend- inga miklu máli enda eru flestar hafnir hérlendis hreinar fískihafnir. Sú meginregla hefur ríkt hérlendis að rikið styrki fiskihafnir frekar en flutningahafnir. Á íslandi eru flestar stærri hafnir blandaðar físki- og flutningahafnir en í raun er ekki um neina hreina flutningahöfn að ræða. Straumsvík- urhöfn og Grundartangahöfn teljast hins vegar til svokallaðra iðnaðar- hafna og heyra ekki undir þessar umræður. Þá virðist t.d. ekki vera ljóst hvort væntanlegar reglur muni ná til allra flutningahafna álfunnar eða hvort t.d. 300 stærstu verði valdar út. Ekki hefur enn verið ákveðið hversu víðtæk áhrif tilskipunin mun hafa á hafnamál innan sjálfs banda- lagsins samkvæmt heimildum blaðs- ins en það kemur væntanlega í ljós á því stigi, sem stefnumótunarvinnan er á nú. Enn er því ójjóst hvort regl- umar taka gildi á Islandi og með hvaða hætti en það hlýtur að minnsta kosti að vera mikilvægt íyr- ir íslendinga að fylgjast grannt með þróun mála. Hér verður stiklað á stóru í grænbókinni og einnig stuðst við samantekt Hannesar Valdimars- sonar, hafnarstjóra í Reykjavík. Harðnandi samkeppni á milli hafna I grænbókinni er m.a. gerð grein fyrir stöðu hafnamála í Evrópu og helstu breytingum, sem átt hafa sér stað á þessu sviði á undanfomum ár- um. Bent er á að um hafnir ESB fari meira en 90% af viðskiptum þess við þriðju ríki og nær 30% af umferð innan ESB auk þess sem um þær fari meira en 200 milljónir farþega árlega. Samkeppni milli evrópskra hafna harðnar stöðugt með tilkomu innri markaðar, tæknilegra breyt- inga í flutningageiranum og stöðugr- ar þróunar á innlendum flutninga- kerfum í Evrópu. Afleiðingin er sú að hafnir hinna ýmsu aðildarlanda em nú í meiri samkeppni um við- skipti en nokkm sinni fyrr. „Hingað til hafa mál- efni hafna verið í útjaðri umræðna um stefnu ESB í flutningamálum. Nú er kominn tími til að leggja aukna áherslu á þessa stöðu og einbeita sér að lykilatriðum þeim sem varða hafnir í samkeppn- isumhverfi nútímans,“ segir í skýrsl- unni. Hlutverk evrópskra hafna Fjallað er um hlutverk hafna í flutningakeðju Evrópu og bent á nauðsyn þess að stækka samræmt evrópskt net um flutningamál (TEN-T) til nágrannalanda. Bent er á að samkeppni milli og innan hafna hafi aukist og hinir mismunandi hlutar Evrópu séu að nálgast hverj- ir aðra með auknu sjálfstæði á innra markaði. Samevrópskt flutninga- kerfí sé í mótun, þar sem áhersla sé lögð á aukna notkun upplýsinga- tækni og samhæfingu í flutninga- einingum, t.d. gámavæðingu. Evr- ópsk stjómvöld telja yfirleitt að hafnir séu vaxtarbroddur efnahags- legrar þróunar, bæði í landi og hér- aði, og því leitast þau við að styrkja innviði hafna og skylda starfsemi til að stuðla að atvinnuþróun innan lands. Auk þess er fjallað um nauð- syn á aukinni áherslu á rannsóknir og þróun á þessu sviði. ESB hefur gripið til margvíslegra aðgerða sem miða að því að hrinda alþjóðlegum samþykktum um um- hverfismál á sviði sjóflutninga í framkvæmd. í ár voru t.d. settar reglur um móttökustöðvar í höfnum fyrir sorp og annan úrgang frá skip- um. Þá eru ýmsar áætlanir um rannsóknir og þróun flutninga helg- aðar rannsóknum á sviði hafnamála og siglinga. Fjármögnun hafnaframkvæmda Eftir því sem samkeppni á milli hafna harðnar, verða auknar kröfur gerðar um að þær keppi á svipuðum forsendum og eðlilegum viðskipta- grundvelli. ESB hyggst því móta stefnu um verðlagningu og fjárfest- ingar í höfnum, sem jafnframt tekur tillit til slíkrar stefnu á öðrum flutn- ingaleiðum og tryggir jafnræði á milli sjóflutninga og annaira flutn- ingakosta. ESB hyggst tryggja að notendur greiði raunkostnað fyrir hafnarmannvirki og þjónustu og hugleiðir jafnvel að koma fram með leiðbeinandi reglur, sem eiga að tryggja að nýjar fjárfestingar bygg- ist á raunverulegri eftirspurn og þar með raunhæfri gjaldtöku. Með harðnandi samkeppni hafna og aukinni þátttöku einkageirans á þessu sviði telur framkvæmda- stjórnin að stefna þurfi að því að gjaldskrá hafna byggist á því að notendur greiði raunverulegan kostnað fyrir hafnarþjónustu og að- gengi að því sem þeir nýta. Gengið er út frá þeirri meginreglu að við- komandi höfn nái til baka kostnaði við nýjar fjárfestingar, þjónustu o.fl. til að tryggja að fjárfestingar séu í samræmi við þörf og að sam- keppni sé á jafnræðisgrundvelli þegar til lengri tíma sé litið. Aðgangur að þjónustu hafna Meginhlutverk hafna er að tengja saman vöru- og fólksflutninga á sjó og landi og veita þær margvíslega þjónustu í þessu skyni. Á undan- fömum árum hefur slík þjónusta, einkum vörutengd þjónusta, í aukn- um mæli verið flutt frá hinu opin- bera í hendur einkaaðila til að auka skilvirkni og draga úr útgjöldum. í skýrslunni segir að hafnaþjón- usta hafi yfirleitt verið starfrækt í samræmi við einangruð rammavið- mið sem helgist af einkarétti og/eða lögbundinni einokun eða einokun í reynd, hvort sem hún er opinbers eðlis eða í höndum einkaaðila. „Hefð- bundið skipulag á hafnarþjónustu, einkum það sem tengist vöruflutn- ingum, hefur þó víða verið dregið í efa undanfarinn áratug á þeim for- sendum að það sé ekki í samræmi við nýjar tæknilegar kröfur og aukna samkeppni. Afleiðingin hefur orðið sú að takmörkunum hefur smám saman verið aflétt í vöruflutn- ingamarkaðnum. Þar kemur fram sí- fellt meiri tilhneiging í átt til aukinn- ar samkeppni með auknum afskipt- um einkageirans. Takmarkanir ein- kenna hins vegar þann markað sem snýr að þjónustu við skipin sjálf (siglingatæknilega þjónustu.)“ Aðgengi að höfn er háð hafnsögu- skyldu eftir stærð skipa eða því hvers konar farm þau flytja. I ESB- löndunum er algengast að þjónust- an sé falin ríkis- eða hafn- aryfirvöldum og hafn- sögumenn eru þá opin- berir starfsmenn. Það þekkist þó einnig að samið sé við verktaka þótt afskipti hins opin- bera séu veruleg hvað varðar leyfi, þjálfun, gjaldskrár og gæðastaðla. Meginreglan innan ESB hefur hingað til verið að skilgreina rekst- ur þjónustu, sem veitt er í höfnum, með hliðsjón af landfræðilegum, stjórnunarlegum, félagslegum, tæknilegum og sögulegum aðstæð- um. Eigi að síður er sú krafa gerð að öll samkeppni verði að vera sam- kvæmt jafnræðisreglum og þegar hafnaryflrvöld veita þessa þjónustu þarf að tryggja að haldinn sé gegn- sær reikningur um kostnað pg gjaldtöku yfir starfsemina. Á ís- landi eru aðstæður þannig að nær öll vörutengd þjónusta er í höndum einkaaðila en hafnir sinna skipa- tengdri þjónustu eins og hafnsögu. Áhrif á Islandi Hannes Valdimarsson segir að al- mennt hafi verið litið svo á að þau sjónarmið, sem fram komi í græn- bókinni, muni aðallega eiga við stærstu flutningahafnir. Þó verði að gera ráð fyrir að meginreglan muni ná til meirihluta flutningahafna, bæði stóira og smárra, en ekki til fiskihafna, a.m.k. ekki fyrst um sinn. „Þetta gæti þýtt að hugsanlegar reglur gætu í fyrstu tekið til 5-10 ís- lenskra hafna, en þó helst Reykja- víkurhafnar sem er þeirra stærst. Mér virðist þó að hafnasamböndin í t.d. Svíþjóð og Danmörku líti svo á að meginreglur muni taka til rneiri- hluta flutningahafna, bæði stórra og smárra. Því er mikilvægt að vera á varðbergi og reikna með að ef græn- bókin muni leiða til setningar reglu- gerðar og jafnvel löggjafar, muni |jað gilda fyrir allar flutningahafnir.“ Hingað til hafa umræður um grænbókina eingöngu snúist um flutningahafnir en ekki fiskihafnir enda heyra fiskveiðar undir annað ráðuneyti en samgöngumál í Brus- sel. Sú spurning vaknar hvort Is- lendingar hljóti því ekki ætíð að verða sér á báti að þessu leyti þar sem hérlendis eru flestar hafnir fiskihafnir eða blandaðar fiski- og flutningahafnir. Hannes segir að Norðmenn telji nauðsynlegt að greina vel á milli í rekstri flutninga- og fiskihafna en það sé hluti af stefnumótun um norskar hafnir sem kynnt var á síð- asta ári. „í Noregi eru ekki veittir styrkir til flutningahafna heldur að- eins fiskihafna. Norðmenn hafa reyndar sett reglur, sem banna millifærslu innan hafnarsvæða eða rekstrareininga, og vinna nú að frekari útfærslu á stefnumótun í samræmdu flutningakeifi. I Dan- mörku eru fiskihafnir yfirleitt ríkis- hafnir en þar er verið að skilja þær frá flutningahöfnum þar sem því verður við komið. Til dæmis er búið að kljúfa höfnina í Esbjerg í tvennt og er flutningahöfnin komin undir sérstaka stjóm utan ríkiskerfisins." Grænbókin hefur komið af stað umræðum um hafnamál víða í Evr- ópu og þar eru menn önnum kafnir við að skýra hugtök og móta eigin stefnu til undirbúnings fyrir væntan- lega hvítbók og hugsanlega tilskipun ESB að sögn Hannesar. „Ljóst er að sú umræða, sem nú er hafin innan ESB, mun hafa áhrif á stefnumótun og löggjöf hérlendis en ég minni á að hér hefur samræmd flutninga- og samgöngustefna ekki enn verið mót- uð af stjómvöldum. Vonandi verður grænbók ESB hvati að því að íslensk stjómvöld hefji slíkt starf.“ Æskilegt að hafnamál verði flutt frá ríki til sveitarfélaga Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjómar Reykjavíkur, er for- maður Hafnasambands sveitarfé- laga. Að hans sögn hefur sambandið fjallað ýtai-lega um skipulag hafna- mála hérlendis og hugsanlegar breytingar á þeim á síðustu tveimur ársfundum sínum. „Eins og kunnugt er, em hafnarframkvæmdir eins konar samstarfsverkefni rikis og sveitarfélaga. Ríkið styrkir tilteknar framkvæmdir í hyfnum, allt frá 60% upp í 90% eftir verkefnum en þó eru skerðingarregl- ur, sem taka tillit til tekna hafnanna. Þannig nýtur Reykjavíkurhöfn t.d. aldrei ríkisstyrkja. Hafnasamband sveitarfé- laga hefur talið eðlilegt að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að verk- efnið verði flutt frá ríki til sveitarfé- laga og þá tekjustofnar einnig. Um leið þarf að tryggja ákveðnar jöfn- unaraðgerðir gagnvart tekju- minnstu höfnum landsins. Hafna- sambandið hefur óskað eftir viðræð- um við samgönguráðuneytið um slíkar breytingar og vill taka þátt í þeirri vinnu enda hefur sambandið átt mestallt frumkvæði í málinu. Grænbókin um sjávarhafnir og inn- viði flutningamála getur haft áhrif á skipulag hafnamála hér á landi, bæði varðandi fjármögnun, þ.e. styrkveitingar og gjaldskrármál, samkeppnismál, umhverfís- og ör- yggismál o.fl. Enn sem komið er, er ólíklegt að grænbókin nái til allra ís- lenskra hafna heldur fyrst og fremst flutningahafna. En ef að líkum lætur mun þróunin verða sú að meginsjón- armið grænbókarinnar munu verða ráðandi fyrir allar hafnir," segir Ami Þór. ESB vill sam keppni á grundvelli jafnræðis Notendur greiði raun virði fyrir þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.