Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Arnar Jónsson íeikari fór holu í höggi
Allt með
vilja gert
ur sem um margt minni á Sigfús
Sigurðsson, línumann landsliðsins
og atvinnumann í handknattleik á
Spáni.
„Við erum bjartsýnir og ætlum
okkur lengra í keppninni, á því
leikur enginn vafi auk þess sem
þessir leikir veita piltunum dýr-
mæta reynslu til framtíðar," segir
Oskar.
Bolli heitir 15. brautin
á golfvelli Oddfellowa
í Urriðavatnsdölum
Morgunblaðið/Golli
UNGU strákarnir hjá Val ásamt þjálfunim sínum Boris Bjarna og Óskari B. óskarssyni.
Brautin
er svo til
umlukin
hrauni.
Hérnáðu
11 kylfingar
draumahögginu
síðastiiðið
sumar
\
ARNAR Jónsson leikari er einn
þeirra sem náðu draumahögg-
inu á 15. braut á Oddfellow-vell-
inum og gerði það í meistara-
mótinu. „Eg man alveg nákvæm-
lega hvernig þetta var,“ sagði
Arnar í samtali við Morgunblað-
ið. „Þetta var allt með vilja gert.
Ég dró upp Wilson-fleygjárnið
mitt og vippaði létt. Boltinn fór
beint á pinna, hoppaði einu sinni
og svo ofan í,“ segir Arnar.
„Kylfíngar hugsa sjálfsagt all-
ir um það hvenær komi að því
að þeir fari holu í höggi og ég
hafði nokkrum sinnum hugsað
um það, en alltaf eytt þeirri
hugsun og talið að ekki væri
komið að því enn. Síðan allt í
einu kemur að þessu og þá verð-
ur maður bæði pínulítið hissa og
um leið pínulítið kátur. Svo fer
maður upp í golfskála og fagnar
með félögunum. Ég þurfti
reyndar að leika umspil um
þriðja sætið daginn sem þetta
gerðist þannig að minna varð úr
en til stóð,“ segir Arnar.
Með Arnari í ráshópi var
Kristján Hjaltalín. „Hann var að
segja mér frá því þegar hann sló
einu sinni á þessari holu. Fyrst
sló hann útaf, tók annan bolta
og sló útaf, í stein og beint í
Arnar Jónsson
holu. Hola í höggi en því miður
fyrir hann fékk hann aðeins par
á holuna,“ sagði Arnar.
Hann segist hafa byrjað
snemma í golfi, hafí verið um tíu
ára gamall þegar hann fór fyrst.
„Það var á Akureyri eftir að ég
fann golfkylfur í kjallaranum,
en faðir minn hafði verið í golfi
nokkrum árum áður án þess ég
vissi um það. Ég var ekki lengi í
golfi á þessum árum og það var
ekki fyrr en 40 árum síðar að ég
byija aftur og það var á Skáni í
Svíþjóð þegar ég var þar við
tökur á myndinni Karlakórinn
Hekla. Þá dró Laddi [Þórhallur
Sigurðssonj okkur með sér í golf
og fyrsta höggið mitt var um
200 metra langt og beint þannig
að eftir það varð ekki aftur snú-
ið,“ segir Arnar, sem er með 15 í
forgjöf og „á hraðri niðurleið",
bætti hann við.
Ungu strákarnir hjá
Val eiga sér draum
„DRAUMURINN er að fá
Völsung í næstu umferð,
vinna þá og mæta
Gróttu/KR í undanúrslitum,"
sagði Óskar B. Óskarsson,
þjálfari B-liðs Vals, sem um
liðna helgi tryggði sér sæti í
8-liða úrslitum HSÍ. Á sama
tíma féll A-lið félagsins og
núverandi bikarmeistarar úr
keppninni fyrir Gróttu/KR.
B-liðið er að mestu skipað piltum
úr þriðja flokki en einnig eru í
því leikmenn úr öðrum flokki. Flest-
ir eru fæddir 1980 og 1981 og marg-
ir eru í hópi næstu kynslóðar leik-
manna í meistaraflokki, en það virð-
ast koma sterkir leikmenn fram hjá
Yal með átta ára millibili," segir
Oskar og vísar til þess að kynslóðin
sem er um 16 árum eldri en þessir
piltar sem nú eru að koma fram á
sjónarsviðið voru m.a. Geir Sveins-
son, Júlíus Jónasson, Jakob Sig-
urðsson og Valdimar Grímsson og
átta árum síðar Ólafur Stefánsson,
Dagur Sigurðsson, Valgarð
Thoroddsen svo aðeins nokkrir séu
nefndir.
„Meiðslaveturinn mikla hjá Val,
1991, þá náði B-liðið einnig góðum
árangri í bikarkeppninni og vannþá
meðal annars Aftureldingu og Ar-
mann en þá voru bæði liðin í annarri
deild. Þá skipuðu B-liðið m.a. Val-
garð Thoroddsen og Sveinn Sig-
finnsson.
„Piltarnir sem eru nú í B-liðinu
hafa verið að styrkjast og bæta mik-
ið við sig og væntanlega gætu þrír
til fjórir farið að láta að sér kveða
fljótlega í meistaraflokksliðinu,"
segir Öskar.
B-lið Vals vann ÍR í jöfnum leik í
fyrstu umferð bikarkeppninnar og
vann síðan B-lið Aftureldingar með
nokkrum mun um liðna helgi. „Við
viljum bara ná sem lengst því hver
heimaleikur gefur einhvem pening í
kassa Vals, en þar er hver króna
mikilvæg," segir Óskar.
Nú þegar meistaraflokksliðið og
auk þess C-lið Vals er fallið úr bik-
arkeppninni liggur við að spyrja
Óskar hvort hann hyggist nota ein-
hverja leikmenn úr þessum liðum til
þess að styrkja B-liðið fyrir næstu
átök í bikarkeppninni.
„Ég má ekki nota leikmenn sem
leikið hafa fýrir þau tvö lið sem fall-
ið hafa úr leik í bikarkeppninni, en
spumingin er hins vegar sú hvort
ég eigi ekki einhverja aðra ása uppi
í erminni. Bjarni Ákason, fyrirliðið
C-liðsins, var t.d. eini leikmaður
þess liðs sem lék ekki með í bikar-
leiknum sem tapaði á móti Aftureld-
ingu. Þá er ekki loku fýrir það skot-
ið að ég geti notað einhverja leik-
menn úr „mulningsvélinni", s.s. Jón
Pétur Jónsson og Þorbjörn Jens-
son,“ segir Óskar og hlær. „Að öllu
gamni slepptu þá get ég notað Svan
Baldursson, varamarkvörð A-liðsins
í fyrra, og Ingvar Sverrisson í liðið í
næstu leikjum og þá held ég að
Bjarki Sigurðsson sé löglegur."
Þess má geta Bjarki er bróðir Dags
Sigurðssonar landsliðsmanns í
handknattleik og leikmanns Wupp-
ertal.
Meðal leikmanna B-liðsins sem
nú er komið í átta liða úrslit er
Fannar Þorbjörnsson [Jenssonar],
Isleifur Sigurðsson [Gunnarssonar],
Snorri Steinn Guðjónsson [Guð-
mundssonar] og sterkur línumaður,
Ragriar Þ. Ægisson sem Óskar seg-
ist binda miklar vonir við. Þar sé á
ferðinni stór og sterklegur línumað-
Þó golftímabilinu sé í raun lokið
hafa menn leikið golf meira og
minna í allan vetur enda veðráttan
verið góð til slíks víða um land. í ár
hafa 72 kylfmgar tilkynnt til Golf-
sambands íslands að þeir hafi náð
draumahögginu, farið holu í höggi,
og er það svipað og í fyrra. Fleiri
hafa þó notað eitt högg til að koma
kúlunni í holu og sérstaklega á
þetta við um stuttu par þrjú vellina
sem komnir eru á nokkrum stöðum.
Til að verða gjaldgengur í Ein-
herja, klúbbi þeirra sem farið hafa
holu í höggi, þarf völlurinn að vera
4.000 metra langur þannig að þeir
sem hafa náð draumahögginu á
stuttu völlunum verða að sætta sig
við það.
Flestir kylfingar náðu drauma-
högginu á velli Oddfellowa í Urriða-
vatnsdal, en þar fóru 17 kylfingar
holu í höggi eða 23,6% allra sem
náðu draumahögginu í ár. Ein hola
sker sig virkilega úr hvað þetta
varðar, en það er 15. brautin, sem
er aðeins 68 metra löng af gulum
teigum. I sumar var þessi hola leik-
in ellefu sinnum á einu höggi, en
það gerir 15,3% allra þeirra sem
fóru holu í höggi.
Þessi braut hefur verið vinsæl
undanfarin ár til að ná þessum
merka áfanga, sem það er að fara
holu í höggi, og hún verður því að
teljast „léttasta" holan enn eitt árið.
Ekki er þó víst að hún verði það
mikið lengur því til stendur að
breyta henni verulega og lengja.
Gaman hefði verið að hafa lista
yfir það hvaða verkfæri kylfingar
notuðu er þeir fóru holu í höggi á
brautinni vinsælu, en þær upplýs-
ingar liggja ekki fyrir. Segir mönn-
um þó svo hugur að margir hafi not-
að fleygjárn eða sandjárn til slíks
enda brautin ekki löng.
Þeim sem farið hafa holu í höggi í
ár verður haldið teiti í tilefni áfang-
ans og að sögn Hallgríms Sæ-
mundssonar hjá Drambuie umboð-
inu verður hófið væntanlega mið-
vikudaginn 30. desember á Píanó-
bamum.
Fóru holu í höggi
Hér á eftir eru nöfn þeirra sem fóru
holu í höggi í ár tíunduð, þ.e.a.s. nöfn
þeirra sem tilkynnt hafa verið til GSI:
Ólafur H. Jónsson, GR, Viihjálmur
Óskarsson, GKG, Elín Hrönn Jóns-
dóttir, GO, Jóhann Öm Ásgeirsson,
GO, Gísli Jóhannesson, GO, Ámundi
Sigmundsson, GR, Hlynur Sævars-
son, GR, Gylfi Öm Guðmundsson, GR,
Ásgeir Ragnarsson, GVG, Ámi Jóns-
son, Friðrik Sigþórsson, GA, Sævar
Þór Gunnarsson, GA, Ólafur Gísli
Hilmarsson, GA, Emil B. Karlsson,
GKj, Magnús V. Magnússon, GO,
Skúli Eyjólfsson, GA, Kristín Rós Kri-
stjánsdóttir, GR, Sigurður Þorkels-
son, GO, Arnar Jónsson, GO, Siguijón
Hjaltason, GO, Bjargey Einarsdóttir,
GS, Þorsteinn Steingrímsson, GKG,
Ólafur Þorláksson, GR, J. Pálmi Hin-
riksson, GK, Vigfús Árnason, GK, Páll
Rafnsson, GSE, Ingibjörg Jóhanns-
dóttir, GÓ, Jón Ingi Bjarnfinnsson,
GKG, Ingibjörg Oskarsdóttir, GS,
Ámi B. Erlingsson, GS, Jóhannes Ár-
mannsson, GSE, Þröstur G. Sigvalda-
son, GÓ, Ólafur Már Gunnlaugsson,
GKj, Sigríður Guðmundsdóttir, GR,
Þráinn Ólafsson, GL, Sveinbjörg
Lausten, GA Rúnar Geir Gunnars-
son, NK, Bjöm Helgason, GÍ, Skúli
Skúlason, GH, Örvar Þór Sveinsson,
GH, Davíð Einarsson, GO, Bára Ein-
arsdóttir, GO, Sigurður Lámsson,
GO, Gunnar Magnússon, Kristján
Ástráðsson, GR, Sigurður Elísson,
GR, Gauti Grétarsson, NK, Davíð H.
Svansson, GKj, Kristján Sveinsson,
GR, Friðgeir Guðnason, GR, Stefán
yagnsson, Viðai’ Pálmason, Kristinn
Ámason, GR, Brynjólfur J. Baldurs-
son, GO, Ingunn Valtýsdóttir, GO,
Gréta Finnbogadóttir, GR, Guðmund-
ur Haraldsson, GOB, Magnús Guð-
mundsson, NK, Einar Jóhannsson,
NK, Ragnar Guðjónsson, GO, Halldór
Pálmi Bjarkason, GI, Sigríður M.
Jensdóttir, Hákon Sigurðsson, GKG,
Sigurberg H. Elentínusson, GK,
Gunnar Þorláksson, GR, Andrés Arn-
arsson, GSE, Þórður Ágústsson, GSE,
Högni Friðþjófsson, GSE, Garðar Jó-
hannsson, GO, Jón H. Karlsson, GR,
og Jón Ólafur Jónsson, GS.
HANDKNATTLEIKUR
Flestir náðu
draumahcgg
inu á velli
Oddfellowa