Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 48
^8 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Græðum Island Frá Ingva Þorsteinssyni: NÚ A haustdögum kom út bókin Græðum Island. Hún er hin sjötta í árbókaritröð Landgræðslu ríldsins, en sú fyrsta kom út árið 1980. Bókin er um 180 bls. að stærð og í henni er á annan tug ritgerða sem fjalla um ýmsar hliðar gróður- og jarðvegseyðingar á íslandi sem hef- ur rýrt landkosti svo átakanlega sem raun ber vitni. Petta mikla um- hverfísvandamál er ofarlega á baugi í umræðunni hér á landi en því fer fjarri að allar staðreyndir um það séu enn nægilega vel á vitorði þjóð- arinnar. Af þeim sökum er Græðum Island, og raunar allir undanfarar bókarinnar í ritröðinni, afar mikil- vægt framlag til vaxandi skilnings almennings og yfirvalda á vandan- um, því að fræðsla er alger forsenda þess að takast megi að leysa hann og snúa vöm í sókn. í greinargóðu yfirliti gerir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri grein fyiir starfsemi Landgræðslunnar á árunum 1994-1997. Það sem þar vekur mesta athygli er hve mjög starfsemin hefur aukizt að fjöl- breytni og umfangi á undanförnum árum, þrátt fyrir þær takmarkanir sem fjárskortur setur stofnuninni. „Slökkvistarfið" sem frá upphafi hefur verið fólgið í látlausri baráttu við sandfok, gróðureyðingu og land- brot heldur áfram enda eruverkefn- in á þvi sviði gifurleg. En aðrar áherzlur verða stöðugt meira áber- andi; samstarf við bændur um verk- legar framkvæmdir, fræðslustarf- semi, framleiðsla harðgers fræs til landgræðslu, uppgræðsla til bind- ingar koltvíildis, svo að dæmi séu tekin. í grein Sveins kemur fram að úr ríkissjóði eru veittar um 200 millj- ónir króna á ári til landgræðslu- starfsins, og af eftii'farandi orðum Sveins má ráða hve lítil sú upphæð í rauninni er: „ísland er meðal þeirra ríkja þar sem landgæði hafa rýrnað hvað mest á síðustu öldum en um 40% af flatarmáli landsins falla und- ir skilgreiningu alþjóðasáttmála um landeyðingu.“ Og hann bætir við: „Röng landnýting er helsta orsök landeyðingar.“ Eg er sammála þessu en hefði viljað sjá umfjöllun um hvernig ætlunin er að taka á landnýtingarmálunum. I bókinni er fjallað um Skaftá, ferli hennar frá upptökum til ósa og hlaupum sem í hana koma, en af völdum árinnar eru sífellt stærri svæði í hinu gróna Eldhrauni á Út- Síðu að hverfa undir sand og aur. Þessu mikla vandamáli, sem að hluta er af mannavöldum, eru gerð prýðileg skil í tveimur greinum. í beinu framhaldi af þeim er umfjöll- un um eðli sandfoks og myndun sandsvæða. Þau þekja um fimmt- ung Islands enda þótt sandauðnir sé helst að finna á þurrkasvæðum heimsins. Hér hafa þær stækkað verulega á síðustu hundrað árum og er baráttan við sandinn enn lang- umfangsmesta og erfiðasta verkefni Landgræðslunnar. Að lokinni þessari umfjöllun um landbrot og sandfok beinist efni bókarinnar að fjölbreytilegum, fræðilegum málefnum eins og um endurheimt gróðurs og vistkerfa, líf í jarðveginum, landgræðslu og skógrækt í landnýtingu, útbreiðslu skóga á Islandi fyrr á tímum og um hrossabeit. Greinin „Verið trúir jörðinni" gæti verið samnefnari fyr- ir það efni bókarinnar sem fjallar um ábyrgð og skyldur mannsins gagnvart gróðri og þar með öllu lífi á jörðinni. Fleiri ágætar greinar eru í bókinni, en sjón er sögu ríkari. Græðum Island er vönduð bók bæði að efni og útliti. Hún er rituð af mörgum höfundum á lifandi, lipru og auðskildu máli, jafnvel þær greinar sem fræðilegastar má telja. Bókin er mjög vel og fallega mynd- skreytt, og skýrir það málin enn frekar. Bókin á erindi til allra sem láta sig náttúru landins skipta og sem vilja stuðla að vemdun og aukningu gróðurs þess. Land- græðsla ríkisins á heiður skilinn fyrir bókina Græðum Island. INGVI ÞORSTEINSSON náttúrufræðingur. Smáfólk I LOVE THE FEEL OF NEU) B00K5,MARCIE.. THE PRETTY C0VER5,THE PRINT, EVEN THE 5MELL.. Ég elska að snerta nýjar bækur, Magga... fallegu bókarkápurnar, letrið, jafnvel lyktin... þeirra? * Kraftbirting sr. Hjálmars Jónssonar Frá Árna Björnssyni: BÓLU-HJÁLMAR, alnafni séra Hjálmars Jónssonar segir svo í „Eftirmælum eftir prest“. „Guði og Mammon særi sór, sínar skyldur rækja". Ástæðulaust tel ég að rekja fleira úr þessum eftirmælum, því skáldmæltur Skagfirðingur, getur varla annað en þekkt þau. Bréf þetta var þó ekki hugsað sem eftir- mæli, nema þá helst eftir presthluta mannsins, sem hefur ýtt Guði til hliðar um sinn, til að geta þjónað Mammoni af fullri trúmennsku í ríkisstjórn, sem setur boðskap hans ofar öðrum guðspjöllum. En það sem fór fyrir brjóstið á mér og, e.t.v. fleirum var, að viðmælandi þingmannsins gaf í skyn, að hann væri að túlka sjónarmið kirkjunnar og þjóna hennar, og þingmaðurinn hafði ekki fyrir því að leiðrétta þann misskilning. Annað sem kom mér líka á óvart var hve hiklaust þing- maðurinn túlkaði þau sjónarmið að andstæðingar frumvarpsins hefðu uppi andvísindaleg viðhorf. Hvaðan kom sú kraftbirting? Varla úr vís- indasamfélaginu í Skagafirði? Þegar ég svo lallaði niður í Al- þingi í dag, til að berja augum full- trúa íslenskrar alþýðu og hlusta á vandaðan málflutning, komst að raun um að meirihluti heilbrigðis- nefndar ætlar að láta undan þrýst- ingi Islenskrar erfðagreiningar og leyfa að setja upplýsingar inn í mið- læga gagnagrunninn, sem í raun ónýta persónuverndina, skildi ég hvers vegna presturinn hafði af- klæðst hempunni til að gerast stjórnmálamaður. ÁRNIBJÖRNSSON læknii-. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.