Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Gagnagrunnsfrumvarp- ið misvirðir mannhelgi SATT BEST að segja er erfitt að stilla sig um að grípa til stóryrða, þegar fjalla skal um alræmt gagnagrunnsfrumvarp heilbrigðisráðherra og meðferð þess á Alþingi og í fjölmiðlum undan- fama sjö til átta mánuði. Hér er um að ræða ísjár- verðasta og af- drifaríkasta mál í sögu lýðveldsins og kannski allri sögu þjóðarinnar, en um það hefur verið fjallað einsog hvert annað ómerkilegt kosningamál með gegndarlausum fjáraustri, áróðursfund- um víða um land og sí- bylju hálfsannra eða upploginna staðhæfinga, sem virðast hafa dáleitt eða heilaþvegið þorra landsmanna. Alþingismenn hafa skipað sér í fylk- ingar eftir flokkslínum, og virðast engin vísindaleg, siðgæðisleg eða lagaleg rök fá hnikað þeim ásetningi ríkisstjómar og þýlyndra þingmanna hennar að knýja málið í gegn með góðu eða illu fyrir áramót, samanber yfírlýsingu Sigríðar Önnu Þórðar- dóttur lsta desember: „Við ætlum okkur að ijúka frumvarpinu fyrir áramót.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja, að í þessu efni erum við hreint ekki á bylgjulengd sem nemi þau tíðindi sem efst eru á baugi erlendis. Af ráðstefnu í Hollandi, sem Vigdís Finnbogadóttir situr, berast þær fregnir að verið sé að þrengja og herða reglur um erfðaefni, gera þær skýrari og hnitmiðaðri, á sama tíma og íslenskir ráðamenn hyggjast ótrauðir stefna í gagnstæða átt og heimila erlendum áhættufjárfestum að versla að vild með erfðaefni Is- lendinga. Sú vanhugsaða fyrirætlun er hrika- leg, því hafa skyldum við hugfast, að þau skref sem stigin eru núna geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar um langa framtíð. Gagnalindir þær sem til eru í landinu hafa verið skapaðar með mikilli elju og tilkostnaði af mörgum aðilum á löngum tíma. Að veita tilteknu fyrirtæki einkarétt á þessum gagnalindum er hrein goðgá, enda mun það með vissu leiða til stöðnunar á viðkomandi rannsóknar- sviðum. Margir vísindamenn hafa af því beiska reynslu hvaða áhrif einkaréttur hefur á framgang rannsókna. Mannréttinda- þátturinn Gagnagrunnsmálið er margþætt og enginn vegur að gera því viðhlítandi skil í stuttu máli. Mun ég því eink- um víkja að einum þætti þess - og hreint ekki þeim lítilvægasta. Hann varðar mann- réttindi allra lifandi, látinna og óborinna einstaklinga, ekki síst þeirra sem minnst mega sín og ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér. Eg hef það eftir lögspökum mönnum að mannréttindi hafi aldrei verið hátt skrifuð í hérlendri lög- fræði, og er gervöll saga þjóðarinnar frammá alh-a síðustu ár til vitnis um það. En aldrei fyrr hefur verið höggvið nær grundvallaratriðum al- mennra mannréttinda en með maka- Eg bendi einungis á áróðursmoldviðrið, seg- ir Sigurður A. Magnús- son, sem forsprakkar --y ------------------------ IE, nærsýnir stjórn- málamenn og leiguliðar þeirra á fjölmiðlum hafa rótað upp. lausu frumvarpi heilbrigðisráðherra um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Með frumvarpinu er á fruntalegan hátt vegið að lögfestri friðhelgi einkalífs með því að beita lögþvingun á afhendingu upplýsinga. Gengið er freklega á rétt einstaklinga, hópa og stofnana til að ákvarða, hvaða upplýs- ingar megi birtast opinberlega, hvar og hvenær þær megi birtast, og til hvers megi hagnýta þær. Krafan um upplýst og óþvingað samþykki fyrir vísindarannsókn eða læknisaðgerð er í raun vörn gegn hugsanlegri misbeitingu og fram komin í kjölfar viðburða fyrr á öld- inni, þegar læknai- nasista gerðu grimmilegar rannsóknir á fólki án vit- undar þess eða vilja. Varð það mörg- um áfall og leiddi til umræðu um sið- ferði rannsókna, sem síðan ól af sér siðareglur um framkvæmd slíkra rannsókna. Hér er ekki verið að tengja hugsanlega notkun miðlægs gagnagrunns við voðaverk lækna í Þýskalandi Hitlers, en okkur er hollt að hafa í huga, hvemig krafan um upplýst og óþvingað samþykki er til komin. Brotið gegn gildandi lögum Kannski er einna ískyggilegast við gagnagrunnsfrumvarpið, að það brýt- ur gegn 71stu grein stjómarskrárinn- ar um að allir skuli njóta friðhelgi, heimilis og fjölskyldu, og sömuleiðis gegn ákvæðum íslenskra laga um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga, og er þar átt við tölvulög, læknalög og rúmlega ársgömul lög um réttindi sjúklinga. Fmmvarpið brýtur gegn 4ðu, 6ttu, 14du og 28undu grein tölvulaga. Hérlend tölvulög voru í vinnslu heil fimm ár og samþykkt árið 1981. Slík lög era meðal hornsteina löggjafar til verndar persónufriðhelgi í öllum vestrænum ríkjum. Bandaríkjamenn urðu fyrstir til að setja þessháttar lög. Til marks um, hve alvarlegum augum þeir líta þessi mál, má hafa, að ekki alls fyrir löngu lagði ríkisstjórn Clintons fram frumvarp um að tekin yrði upp kennitala í Bandaríkjunum til hagræðingar í heilbrigðiskerfinu, en það var fellt vegna hættunnar á rangri meðferð á persónugögnum. Rúmlega ársgömul lögin um rétt- indi sjúklinga miða að því að tryggja sjúklingum almenn mannréttindi og mannhelgi, tiyggja réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styrkja trúnaðarsamband sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Þau kveða á um, að sjúkraskrá skuli varðveitt á heilbrigðisstofnun, þarsem hún er færð, eða hjá lækni eða öðrum heil- brigðisstarfsmanni, sem færir hana á eigin stofu. Sjúklingi er tryggður að- gangur að sjúkraskránni og réttur til að hindra að óviðkomandi aðilar fái aðgang að henni. Þess skal gætt við aðgang að sjúkraskrám, að þær geyma viðkvæmar persónuupplýsing- ar sem eru tránaðarmál. Loks er kveðið á um að sjúklingur skuli fyrir- fram samþykkja með formlegum hætti þátttöku í vísindarannsókn, og áðuren slíkt samþykki sé veitt skuli veita honum ítarlegar upplýsingar um vísindarannsóknina, áhættu sem henni kunni að vera samfara og hugs- anlegan ávinning; sömuleiðis í hverju þátttakan sé fólgin. ÖIl þessi sjálfsögðu og siðrænu lagaákvæði hyggjast ráðherrar og þingflokkar þeirra þverbijóta, þannig að við hljótum að spyrja, hvort þessir aðilar hafi orðið íyrir gemingum, lát- ið glepjast af mýi-arlogum peninga- fúlgunnar sem látlaust er veifað fyrir framan nefið á þeim einsog gulrótinni í dæmisögunni. Friðhelgi og frelsi er fi’umréttur sérhvers einstaklings, borins jafnt sem óborins, hversu sem ætterni hans, fjárhag eða samfélagsstöðu kann að vera háttað. Obornar kynslóðir eiga sama rétt og við sem nú erum á dögum. Ef við leyfum okk- ur að skerða rétt þeirra til friðhelgi og frelsis, eram við að taka okkur vald sem gerir okkur að níðingum. Engar milljarðafúlgur, sem í boði kunna að vera, munu nokkurntíma fá þvegið af okkur þann smánarblett né bætt fyrir þann glæp að skerða eða spilla arfhelgum rétti niðjanna. Upplýst samþykki blekking Meðþví sjálfur er ég leikmaður á þessum vettvangi, leyfist mér kannski til stuðnings máli mínu að kveðja til þrjú vitni, hvert úr sínum geira, sem ég tel hafa varpað ljósi á veigamikla þætti málsins. Vilhjálmur Arnason siðfi’æðingur hefur skilmerkilega sýnt frammá, að engin fær leið sé til að afla upplýsts samþykkis einstaklinga á rannsókn- um tengdum miðlægum gagnagranni. Einungis fullveðja fólk á þess fræði- legan kost að hagnýta réttinn til að neita að taka þátt í rannsóknum Is- lenskrar erfðagreiningar. Þeir sem af einhverjum ástæðum eru ófærir um að taka slíka ákvörðun era virtir að vettugi. Sömuleiðis fá framliðnir eng- um vömum við komið. Að vonum spyr hann, hvað kirkjan hafi um slíkt að segja. Hún hefur til þessa þagað þunnu hljóði um eitt alvailegasta og afdrifai’íkasta siðgæðisspursmál þjóð- arinnar, og er þögn hennar bæði ær- andi og ógnvænleg. Biskup Islands birti að vísu hógværa og umhugsun- arverða grein lsta desember, en mál- inu var ekki hreyft á nýafstöðnu kirkjuþingi og kirkjan sem stofnun hefur látið málið afskiptalaust. Vilhjálmur bendir á að kannski mætti verja þá hagsmuni, sem kröf- unni um samþykki einstaklinga er ætlað að vernda, með eftirliti Vís- indasiðanefndar, sem fengi sérhverja umsókn um vísindarannsókn til um- fjöllunar. A hinn bóginn berst vænt- anlegur sérleyfishafi fyrii’ því með oddi og egg að vera laus undan eftir- liti Vísindasiðanefndar, og lýsir það í hnotskurn hugarfarinu sem að baki frumvarpinu liggur. Vilhjálmur segir: ,Að biðja Alþingi um undanþágu frá þessari kröfu, sem hefm- verið kjai’n- inn í siðfræði rannsókna allt frá seinna stríði, jafngildir þvi að láta stjómmálamenn gegna hlutverki fag- legra siðanefnda. Það geta þeir ekki gert.“ Sögnlegt löggjafarslys? I grein um lögfræðilega hlið máls- ins komst Björn Þ. Guðmundsson lagaprófessor svo að orði: „Tíðkan- legt er að segja að Alþingi geti sett reglur um hvað eina, svo fremi að það fari ekki í bága við ákvæði stjórnar- skrár. Hvað sem því líður er það svo í raun að löggjafinn leyfir sér ekki að setja hvað sem er í lög. Sýna má fram á með dæmum að sennilega ráða því siðferðilegar ástæður. Þannig eru fóstureyðingar lögleyfðar að nákvæmlega skilgreindum skilyrðum fullnægðum. Líknardráp er hins veg- Getur þú axlað ábyrgð á einu barni í neyð? Einhvers staðar bíður barn þess að þú takir þátt í framtíð þess. Fyrir 1.400 krónur á mánuði getur þú tekið þátt í að fæða, klæða og mennta þetta barn. A ISLANDI Hamraborg 1, 200 Kópavogur. Sími: 564 2910. Fax: 564 2907. Netfang: sos@centrum.is. Heimasíða: www.centrum/sos/ □ □ fO -O 1 » & □ □ Já, takk, ég vil styrkja barn: □ Dreng □ Stúlku □ í S-Ameríku □ í Asíu □ ÍAfríku □ ÍA-Evrópu □ þar sem þörfin er mest Sigurður A. Magnússon ar refisvert, jafnvel þótt í hlut eigi ör- vasa gamalmenni eða manneskja með ólæknandi sjúkdóm og þrábiðji að sér sé veitt náðarlausn. Er þá fráleitt að spyrja, hvort löggjafinn hafi í raun siðferðilegt vald til að ákveða fyrir alla þjóðina, lifandi, látna og ófædda, að um hana séu skráðar viðkvæmustu persónulegu upplýsingar í gagna- banka sem einn aðili hefur ráðstöfun- arrétt yfir í skjóli einkaleyfis ríkisins? Yrði slíkt ekki talið sögulegt löggjaf- arslys?" Upplýsingar persónugreinanlegar Frumkvöðull og stofnandi Is- lenskrar erfðagreiningar, Ernir Snorrason geðlæknir, er kannski haldbesta vitnið í þessum sérkenni- lega málarekstri. Hann sagði í blaða- viðtali fyrir tæpum mánuði: „Þetta mál er ailkostulegt. Það er ljóst að rökin fyrir framvarpinu era mjög sér- kennileg. Það er sagt að verið sé að skapa atvinnu innanlands og tryggja það að ágóði fari ekki úr landi, þegar deCode er fyrirtæki að mestu í eigu útlendinga. Nokkrir fjárfestar komu að þessu fyrst og lögðu fram 12 millj- ónir dollara. Þegai- fyrirtækið fer á markað, ef það kemst á markað, þá selja þeir sinn hlut og eignaraðildin dreifist út um víðan völl. [...] Rökin fyrir einkaleyfmu era ekki til staðar og í löggjöfinni sjálfri era mótsagnir sem gera það að verkum að það er ekki hægt að fara eftir lögunum. Heilsufarsupplýsingar era alltaf per- sónugi’einanlegai’; það er staðreynd og öllum ber saman um það. Erlendir sérfræðingar í tölvuleynd hafa h'ka bent á þá augljósu staðreynd að per- sónulegt eðh upplýsinganna er alltaf til staðar. Ef upplýsingarnai’ era ekki til staðar, þá eru þær ekki til. Það er gersamlega útilokað að vinna að erfðarannsóknum án þess að vita hver viðfangsefnin era. Annað er lygi, sem sögð er með það fyrir augum að blekkja fólk. Það er öraggt að þessar upplýsingar verða misnotaðar í fram- tíðinni. Ef einhver regla er til í veröldinni, þá er hún sú að mann- skepnan misnotar allt sem hún getur misnotað. Einhver, einhvem tíma.“ Tvær framtíðarsýnir Meðan ég hef fylgst með um- ræðunni um gagnagrunnsframvarpið hafa komið uppí hugann tvær skáldsögur sem skiTfaðar vora fyrir margt löngu með gagnstæðum for- merkjum. Þegar ég las „1984“ eftir George Orwell, hélt ég í einfeldni minni að hin myrka framtíðarsýn höfundai- um kúgunaröfl, sem brytu undir sig mannkyn með ytri þvingun- um, boðum og bönnum, kynni að ræt> ast áðuren ég væri allur, en svo virðist sem önnur framtíðarsýn sé óð- um að taka á sig mynd veraleikans. Hún var túlkuð í „Veröld ný og góð“ eftir Aldous Huxley. Hann gerði ekki ráð fyrir neinum „Stórabróður“ sem svipti fólk sjálfræði, þroska og sögu- legri vitund, heldur mundi tæknin vinna það verk fyrirhafnarlaust: fólk mundi láta sér vel líka kúgun tækn- innar sem svipti það hæfileikanum til að hugsa. Orwell óttaðist öfl sem mundu meina okkur aðgang að upp- lýsingum. Huxley hræddist þá sem mundu steypa yfir okkm’ þvílíku syndaflóði upplýsinga að við yrðum sjálfhverf og óvirk. Oi’well óttaðist að við yrðum leynd sannleikanum. Huxley sá fyrir sér að sannleikanum yrði drekkt í tómu húmbúkki og aukaatriðum. Með þessum tilvísunum er ég hreint ekki að vanmeta það sem fjölmargir af okkar færastu sér- fræðingum hafa látið frá sér fara um gagnagrannsfrumvarpið, heldur ein- ungis benda á að ái’óðursmoldviðrið, sem forsprakkar Islenskrar erfða- greiningai’, nærsýnir stjórnmála- menn og leiguliðar þeirra á fjölmiðl- um hafa rótað upp, hefur að því er virðist fremur raglað almenning í ríminu en knúið hann til að leita nán- ari og hlutlægari skýringa á þeim af- drifaríku granvallaratriðum sem málið snýst um. Er hugsanlegt að ég vanmeti heil- brigt hyggjuvit almennings í landinu? Má vera. Kannski á Eyjólfur eftir að hressast og átta sig á málavöxtum, einkanlega ef hægt verður að „af- kára“ umræðuna. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.