Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjávarútvegsráðherra segir veiðirétt smábáta hafa stóraukist
Gagnrýni Einars Odds
er byggð á misskilningi
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segir gagnrýni Einars
Odds Kristjánssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, á frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um breytingu á
lögum um stjórnun fiskveiða
byggða á nokkrum misskilningi.
Dómur Hæstaréttar um kvótamálið
segi það eitt að 5. grein laganna um
stjórn fískveiða standist ekki
stjórnarskrána.
Einar gagnrýnir að í frumvarpinu
sé gert ráð fyrir að sóknardagakerfi
krókabáta verði afnumið og allir
smábátar færðir í aflamarkskerfi en
telur dóm Hæstaréttar ekki hafa
sett ki'ókaleyfiskerfið í uppnám.
Sjávarútvegsráðherra segir ekki
hægt að takmarka fjölda þeiira sem
fá veiðileyfi og því sé sóknardaga-
kerfið opið fyrir alla eftir dóm
Hæstaréttar.
„Ef ekki væri brugðist við því
myndi ásókn nýrra manna á ör-
skömmum tíma eyðileggja veiðirétt
þeirra sem eru fyrir,“ segir ráð-
herrann. „Nýir aðilar myndu éta
upp veiðirétt þeirra sem eru fyrir
og gera að engu lífsafkomu allra
þeirra sem í dag stunda þessar veið-
ar. Þess vegna var nauðsynlegt að
grípa til aðgerða í þeim tilgangi að
verja atvinnurétt þeirra sem eru
fyrir í greininni. Eg er sannfærður
um að við Einar Oddur erum sam-
mála um að það er fullkomlega rétt-
lætanlegt og í fullu samræmi við
stjórnarskrána að verja hagsmuni
þeirra trillukarla sem hafa veitt
undanfarin ár og ekki jafnrétti í því
fólgið að svipta þá atvinnuréttinum
til að færa hann einhverjum öðr-
um.“
Veruleg rýmkun
á þessu fiskveiðiári
Sjávarútvegsráðherra segir,
vegna sjónarmiða smábátasjó-
manna sem fram komu í Morgun-
blaðinu í gær, að viðræður hafi átt
sér stað við fulltrúa Landssam-
bands smábátaeigenda og gert sé
ráð fyrir því bráðabirgðafyrirkomu-
lagi að veiðidagai-nir verði 32 með
30 tonna þaki á þessu fiskveiðiári.
„Frumvarpið felur því í sér veru-
lega rýmkun á þessu fiskveiðiári frá
því sem ella hefði orðið og þannig er
komið til móts við sjónarmið þeirra.
Við höfum með aðgerðum aukið
veiðirétt smábáta í landinu um 60%
á þremur árum og ég tel að það hafi
verið mjög skynsamleg ráðstöfun.
Það höfum við gert í samvinnu við
forystu Landssambands smábáta-
eigenda og þessar aðgerðir hafa
verið mjög mikilvægar í þeim til-
gangi að verja byggð víða um land.“
Jarðboranir hf. gera tilraunir með nýja bortækni við Kröflu
Skökk bor-
stefna en ár-
angur góður
TILRAUNIR með nýja tækni við
borun eftir gufu sem fram fóiu við
Kröflu í sumar hafa borið góðan ár-
angur, þó að við fyrstu tilraun hafi
borinn farið nokkuð aðra leið en
ráðgert var. Þetta var í fyrsta sinn
sem hin nýja aðferð var reynd utan
rannsóknarstofu, og hefur skekkj-
an nú verið lagfærð.
Það er fyrirtækið Jarðboranir hf.
í samstarfi við Halliburton, alþjóð-
legt þjónustu- og tæknifyrirtæki á
sviði olíuborunar, sem hefur staðið
fyrir tilraunum fyrir Landsvirkjun.
Að sögn Asgeirs Margeirssonar,
tæknistjóra Jarðborana, miða þær
að því að auka nákvæmni svo-
nefndra stefnuborana.
Tækni við stefnuborun hefur ver-
ið þróuð í olíuiðnaði. Notuð eiu sér-
stök stefnumælingartæki til að láta
borinn beygja í rétta átt djúpt í
jörðu.
Segulmögnuð hraunlög
„Það hafa verið nokkrir ann-
markar á þeirri mælitækni sem
beitt hefur verið hingað til við bor-
anir á íslenskum háhitasvæðum,"
segir Asgeir. „Annars vegar er um
að ræða mælingar á segulsviði jarð-
ar og hins vegar mælingar með svo-
nefndum gýróáttavita sem tekur
mið af snúningi jarðar. Segulmæl-
ingar verða oft fyrir verulegum
truflunum í íslenskum hraunlögum,
sem víða eru mjög segulmögnuð.
Gýróáttaviti er á hinn bóginn ná-
kvæmur en framkvæmd slíkra
mælinga er kostnaðarsöm, tíma-
frek og erfið. Nýja tæknin sem
reynd var við Kröflu byggist á
mælingum á þyngdarsviði jarðar.
Henni er ætlað að sameina kosti
beggja eldri aðferðanna en skilja
vankantana frá.“
Asgeir segir að við fyrstu tilraun
hafi borinn tekið nokkuð krappari
beygju í vestur heldur en til stóð,
vegna þess að upphafsviðmiðim að-
ferðarinnar hafi verið röng. Arang-
urinn varð engu að síður sá sem
stefnt var að og borholan verður
virkjuð. Þegar hefur verið ákveðið
að fleiri holur verði boraðar með
þessari aðferð næsta sumar.
SKÝRINGARMYNDIN sýnir þá leið sem borinn fór við tilraunaborun-
ina sem fram fór við Kröflu í sumar. Dýptartölurnar eiga við lóðrétta
dýpt en ekki lengd borsins. Beygjan neðst er nokkuð ýkt til að gera
myndina skýrari en borinn fór lengra í vesturátt en ráðgert var.
pitro.mM.Jnb
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir átta síðna blaðauki um
ævi og störf Margi'étar
Guðnadóttur prófessors. Fyrir
skömmu var skýrt frá tilraun-
um hennar með bóluefni gegn
visnu/mæðiveiki í sauðfé. Nið-
urstöðurnar vekja vonir um að
hægt sé að búa til bóluefni
gegn eyðniveirunni.
Sjötíu
metra
reykháfur
felldur
SJÖTÍU metra hár reykháfur fiski-
mjölsverksmiðjunnar á Kletti í
Laugarnesi verður felldur með
sprengingu í dag kl. 14. Ráðgert
hafði verið að fella reykháfinn í
gær, en vegna hvassviðris var því
frestað.
Öryggissvæði í kringum turninn
verður rýmt og munu tíu lögreglu-
menn gæta þess að engir farí þar
inn fyrir. Tæknideild Reykjavíkur-
hafnar varar við því að hár hvellur
muni fylgja sprengingunni og
hætta er á því að steypubrot geti
þeyst upp við fallið, sérstaklega út
frá þeim stað sem toppur reykháfs-
ins lendir, en hann verður látinn
falla í norðvesturátt. Viðvörunar-
merki verður gefíð einni mínútu
fyrir sprenginguna.
Morgunblaðið/EAX
STROMPURINN í Laugarnesi
sem brátt heyrir sögunni til.
Reykháfurinn, sem er um 4,2
metrar í þvermál og 560 tonn að
þyngd, er það síðasta sem stendur
eftir af verksmiðjunni. Reykjavík-
urhöfn vinnur nú að því að endur-
skipuleggja Klettsvæðið. Olíustöðin
í Laugamesi hefur verið lögð niður
og er verið að fjarlægja olíutanka
hennar.
Alfreð Þorsteinsson
Yfirlýsingar
Finns og Ólafs
sérkennilegar
ALFREÐ Þorsteinsson borgarfull-
trúi segir það sérkennilegt að þing-
menn Framsóknai-fiokksins, Finnur
Ingólfsson og Ólafur Örn Haralds-
son, skuli lýsa stuðningi hvor við
annan í prófkjöri flokksins í Reykja-
vík áður en þeir viti hverjir muni
taka þátt. Hann segist sjálfur ekki
hafa tekið ákvörðun um hvort hann
býður sig fram en frestur rennur út
30. desember.
Alfreð segir aðspurður að yfirlýs-
ingar þeirra Finns og Ólafs dragi
ekki úr sér hvað þátttöku í prófkjör-
inu varðar. „Ég hef einfaldlega ekki
gert upp við mig hvort ég fer fram,
en það hefur verið skorað töluvert á
mig að gera það. Það er alltaf spurn-
ing hvort sveitarstjórnarmenn eigi
að sinna störfum alþingismanna
jafnframt. Innan Framsóknarflokks-
ins hafa verið uppi þau sjónarmið að
menn ættu að aðgreina þetta.“
þjóðarlíkan
►Púlsinn tekinn á gagnagrunns-
frumvarpinu fyiú' lokaumræðuna
á Alþingi. /10
Stóri slagurinn á
farsímamarkaðnum
► Farsímarnir verða stöðugt full-
komnari og eru farnir að ógna
einkatölvunni. /12
Stundum gefið
á bátinn
► í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Björgvin
Magnússon og Hall Stefánsson í
versluninni Svalbarða. /30
►1-8
Margrét Guðnadóttir
► Blaðauki um ævi og störf eins
vh-tasta og kunnasta vísinda-
manns Islands. /1-8
c
► l-36
Heiddi, hvenær
ætlarðu að fullorðnast?
► Heiðar Jóhannsson er 44 ára
Akureyringur, þekktur þar í bæ
og víðar fyrir mótorhjóladellu.
/1&18-20'
Útverðir við
Ódáðahraun
► í Svartárkoti búa útverðir
mannabyggðar á Norðurlandi,
hjónin Tryggvi Harðarson og Elín
Baldvinsdóttir. /6
Að rífa upp sár -
og græða þau
►Eva Klonowski réttarmannfræð-
ingur vinnur nú við að grafa upp
bein fómarlamba í Bosníu-
Herzegóvinu. /12
IHferdalög
►1-4
Mesta hagnaðar-
aukning milli ára
► islandia í 100. sæti í samantekt
Res & Travel News um stærstu
ferðaskrifstofur í Svíþjóð. /1
Grænland
►Að mörgu að hyggja fyrii- ferð
út í óvissuna /2
E.
mmBiLAR
►1-4
Stærsta safn amerískra
fornbíla á götum Kúbu
►Þar eru ameriskir bíiar frá
miðri öldinni algeng sjón. /2
Reynsluakstur
► Ný Mazda 323F - áherla lögð á
hagkvæmnina. /4
Fatvinna/
RAD/SMÁ
► l-20
Úttekt hjá Sorpu á
2000-vandanum
► Tæknival hefur tekið út upplýs-
ingakerfi Sorpu með tilliti til 2000-
vandans. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50
Leiðari 32 Stjörnuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Skoðun 34 Utv/sjónv. 52,62
Minningar 40 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 22b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 32b
ídag 50
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6