Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HEINRICH Himmler, yfirforingi SS og þýsku lög-
reglunnar, einn alræmdasti glæpamaður mann-
kynssögunnar. Hann sá ísland fyrir sér sem
orkulind og útvirki hins germanska stórveldis
þýskra nasista.
LÍFVARÐARLIÐ Hitlers, SS-Leibstandarte,
þrammar í Berlín til heiðurs foringjanum á pallin-
um. Paul Burkert bauðst til að koma íslenskum
nasistum inn í þessa frægu lífvarðarsveit og láta
þjálfa þá í vopnaburði og byltingaraðferðum.
Himmler
Islandsævintýri Himmlers eftir Þór
Whitehead sagnfræðing kemur nú út í end-
urskoðaðri útgáfu með nokkrum viðbótum.
—— > ---------------——-----------
Jakob F. Asgeirsson ræddi við Þór um
endurskoðun bókarinnar, hættuna sem Is-
lendingum stafaði af ásælni þýskra nasista,
fyrirætlanir Himmlers lögreglustjóra og
staðfestu íslenskra ráðamanna.
ÞAÐ er varla að prófess-
orinn megi vera að því að
líta upp úr skjalabunkum
um. Hann situr nú við
skriftir í Hveragerði og
glímir við næsta bindi í ritröðinni
um Island í síðarí heimsstyrjöld.
Þór Whitehead hefur sem kunnugt
er sent frá sér þrjár bækur í þeirri
ritröð. Fyrir síðustu bókina, Milli
vonar og ótta, hlaut hann íslensku
bókmenntaverðlaunin. Heimsstyrj-
aldarsaga Þórs er geysi-yfirgrips-
mikil, enda má segja að höfundur-
inn hafi ekki aðeins herlífið undir
heldur allt þjóðlífið í þessari sagna-
gerð sinni sem byggð er á áralöng-
um rannsóknum í mörgum löndum.
Islandsævintýri Himmlers er eins-
konar afleggjari frá meginverkinu
og fjallar, eins og segir á
bókarkápu, um „áform þýskra nas-
ista um yfirráð á íslandi".
„Þessi bók kom íyrst út 1988,
seldist fljótlega upp og hefur verið
ófáanleg í mörg ár,“ segir Þór:
„Hún var gefin út í minna upplagi
heldur en ritröðin ísland í síðari
heimsstyrjöld þannig að ýmsir les-
endur hennar eiga ekki þessa bók.
Ég hef oft verið spurður hvort ekki
standi til að gefa hana aftur út. Bók-
in er því fyrst og fremst gefin út
núna íyrir þessa lesendur. Það ýtti
hins vegar líka á mig að láta gefa
verkið aftur út að mér áskotnuðust
.nokkrar viðbótarheimildir um efnið.
komst aldrei
á L ækj artorg
Loks svara ég í bókinni ýmsum at-
hugasemdum sem fram komu við
fyrstu útgáfuna, einkum frá fjöl-
skyldu Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal."
Hverjar eru þessar viðbótarheim-
ildir?
„Til dæmis heimildir frá kaþólsku
kirkjunni um þátt Guðbrands Jóns-
'sonar í Islandsævintýri Himmlers.
Þau gögn skýra betur hvers vegna
íslenskir ráðamenn, svo sem Her-
mann Jónasson forsætisráðherra og
Haraldur Guðmundsson atvinn-
umálaráðherra, voru i-eiðubúnir að
leika með Guðbrandi að vissu
marki. Þá fann ég viðbótarheimild
um leiðangur SS-foringja sem
Himmler gerði hingað út 1936.
Þetta er ferðasaga SS-foringjans
Ottos Rahns. Hann er einn athyglis-
verðasti maðurinn í íslands-
leiðangri Himmlers en um hann
hafði ég engar upplýsingar áður.
Hann tengist auk þess öðrum
manni í starfsliði Himmlers, Karli
Maríu Wiligut, eða Weisthor, Vísa-
Þór, eins og hann kallaði sig, sem
var dulfræðingur Himmlers. Hann
var augijóslega geðbilaður maður
en Himmler taldi hann gæddan yf-
irnáttúrulegum gáfum. í arískum
dulhyggjusöfnuðum var litið á hann
sem leynikonung Þjóðverja. Otto
Rahn var undirmaður Weisthors í
SS og þátttaka hans í íslands-
leiðangrinum bendir til að þeir
Himmler hafi verið hér á höttunum
eftir einhverjum duldum dómum úr
heiðni, enda þóttist erindreki hans
hafa fundið heiðið hof með blótstalli
austur í Eyjafjallasveit.
oks má segja að ég hafi í
þessari nýju útgáfu bókar-
innar gert misheppnaða til-
raun til að lýsa ævilokum „söguhetj-
unnar“ Pauls Burkerts. Þessi mað-
ur virðist vera fullkomin ráðgáta
öllum sem hafa reynt að kynna sér
feril hans.“
Breyta nýju heimildirnar nokkru
um niðurstöður fyrstu útgáfu
bókarinnar?
„Nei, en þær styrkja sumar nið-
urstöðumar og það er ánægjulegt
vegna þess að gögnin um íslands-
ævintýrið eru heldur rýr og um
margt óljós. Þess vegna verður að
fara mjög varlega í því að álykta af
þeim. Það eru svo margar spurning-
ar sem vakna. Það verður líka að at-
huga að hér er verið að fjalla um til-
raunir ieynilögreglu eða leyniþjón-
ustu til að koma sér fyrir á Islandi.
Himmler lagði mikið upp úr því að
leynd hvíldi yfir allri starfsemi SS.“
Kom aldrei til tals að Himmler
færi sjálfur til íslands?
,A kápu nýju útgáfunnar er
mynd af Himmier með Stjórn-
arráðshúsið í baksýn og sumir hafa
spurt mig hvort myndin sé tekin á
Lækjartorgi! Svo er nú ekki. Þótt
hann virðist standa þama á torginu
skjálfandi af kulda þá er myndin í
raun tekin uppi í fjöllum í Þýska-
landi. Myndin er því aðeins tákn-
ræn. En það er alveg ljóst að ísland
hafði geysimikla þýðingu í huga
þessa manns sem telja má einn af
erkiglæpamönnum mannkynssög-
unnar. I bréfi til Werners Gerlachs,
sem Himmler gerði hingað út sem
ræðismann vorið 1939, segir hann
að sig langi mikið til íslands. Það er
enginn vafi á því að hann hafði full-
an hug á því að koma hingað, en gaf
sér ekki tíma til þess fyrir stríð. Ef
„ævintýrið" hefði orðið að veruleika
er þó ekki efamál að Himmler hefði
komið til þessa óskalands síns.“
Hver var raunverulega hættan af
þessum þreifingum þýsku nasist-
anna sem þú lýsir?
ættan var fyrst og fremst til
langs tíma litið. Eg ímynda
mér ekki að Heinrich
Himmler hafi látið sér til hugar
koma að ræna völdum á íslandi í
fyrstu lotu þótt honum hefði tekist
að koma hér á fót þýskum stóriðju-
fyrirtækjum. Það sem vakti fyrir
Himmler var að hreiðra hér um sig
með langtíma hagsmuni í huga. Árið
1942 tekur Himmler svo tii orða að
ísland eigi að vera útvirki Þriðja
ríkisins í vestri og orkulind Evrópu
eftir sigur Þjóðverja. Því má ekki
gleyma að Himmler tók mjög alvar-
lega hugmyndina um germanskt
ríki. Hugsjón hans var að sameina
allar germanskar þjóðir í þúsund
ára ríkið. Brall hans hér á landi
verður að skoðast í því samhengi.
Sumir hafa vanmetið Himmler þótt
honum hafi tekist að sölsa undir sig
og SS gífurleg völd í Þýskalandi áð-
ur en yfir lauk. Hann var að ýmsu
leyti framsýnn og klókur - og það
er til dæmis eftirtektarvert að hann
virðist átta sig snemma á því að í
hverum og fossum íslands liggi
óbeislaður kraftur. Um þetta er
hann að hugsa jafnframt hernaðar-
gildi landsins. Hvenær hann áttar
sig á hernaðargildi íslands er meg-
inspurning sem ég hef ekki fundið
svar við. Var hann jafnvel búinn að
átta sig á því strax 1936 að ísland
myndi hafa stórkostlegt hernaðar-
gildi í framtíðinni?"
En beittu Pjóðverjar sér eins og
þeirgátu til að ná hérfótfestu?
Himmler virðist hafa reynt sitt
besta. En þreifingum nasista voru
hins vegar takmörk sett. Burkert,
fyrsti erindreki hans, var náttúr-
lega í aðra röndina hrappur sem
féll á eigin svikum. Guðbrandur
Jónsson, sambandsmaður Burk-