Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
-3-------------------------
MINNINGAR
MORGUNB LAÐIÐ
JÓN
JÓNSSON
+ Jón Jónsson
fæddist í Nýhöfn
á Eyrarbakka 21.
nóvember 1920.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 7.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar Jóns
voru Jón Ásbjörns-
son, f. 20.11. 1876, d.
26.10. 1938, verslun-
armaður, og seinni
kona hans Þórunn
Gunnarsdóttir, f.
28.11. 1885, d. 17.3.
1977, búsmóðir.
Systkini Jóns voru
Guðmundur, f. 2.11. 1908, d. 13.3.
1973, starfsmaður Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, Gunnar, f.
14.1. 1913, d. 19.7. 1981, birgða-
vörður hjá Landssmiðjunni, Guð-
rún, f. 18.5. 1919, d. 1.12. 1995.
Hálfsystkini Jóns samfeðra voru
Guðríður, f. 17.9. 1902, d. 3.5.
1981, og Elías, f. 30.10. 1904, d.
1.12. 1997, birgðavörður hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
Jón kvæntist ninn 12.8. 1950
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Hólmfríði Einarsdóttur, f. 29. maí
1927, kaupmanni. Foreldrar
Hólmfríðar voru Einar Grfmsson,
f. 19.8. 1887, d. 16.12. 1950, bóndi
í Neðradal, Biskupstungum, og
kona hans, Kristjana Krisljáns-
dóttir, f. 24.8. 1886, d. 22.5. 1983.
Jón og Hólmfríður bjuggu lengst
af í Goðalandi 1, Reykjavík. Börn
Jóns og Hólmfríðar
eru Kristjana, f.
11.3.195 kaupmað-
ur og Ásbjörn, f.
13.1. 1960, læknir í
Reykjavík. Ásbjörn
er kvæntur Sif Thor-
lacius lögmanni.
Börn þeirra eru
Gylfi Jón, f. 26.8.
1988, og Ragnhiidur
Kristjana, f. 21.3.
1993.
Jón stundaði nám
við kvöldskóia
KFUM 1937-1939 og
við VÍ 1939-1942.
Jón starfaði hjá klæðskera 1934-
1939. Hann hóf störf sem gjald-
keri hjá H. Benediktsson 1942.
Síðar varð hann sölumaður, þá
fulltrúi og skrifstofustjóri og loks
framkvæmdastjóri hjá fyrirtæk-
inu. Jón gegndi því starfi þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir árið 1992.
Jón sinnti margvíslegum fé-
lagsstörfum, átti m.a. sæti í
stjórnum Knattspyrnufélagsins
Fram, Landsmálafélagsins Varð-
ar og Félags sjálfstæðismanna í
Smáíbúða-, Bústaða- og Foss-
vogshverfi. Þá var Jón virkur fé-
lagi í Oddfellow-reglunni um ára-
tuga skeið og gegndi þar marg-
víslegum trúnaðarstörfum.
Útför Jóns fer fram frá Bú-
staðakirkju á morgun, mánudag,
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Oft eru umskiptin skjót á lífs-
göngunni. Föstudaginn í lyrri viku
kom ég við í versluninni Kjalfelli hjá
HólmMði systur minni og Jóni
jnági. Þar var gott að koma eins og
ævinlega, elskulegt viðmót og glað-
værð sat jafnan í fyrirrúmi. Sam-
keppnin er hörð í verslunarbransan-
um. Þjóðlífið yrði fátækara ef kaup-
maðurinn á hominu hyrfi af sjónar-
sviðinu. Jón var hress og glaður að
vanda. Þótt hann gengi ekki heill til
skógar grunaði mig ekki að næsta
mánudag yrði hann allur.
Er ég lít yfir farinn veg og rifja
upp hálfrar aldar kynni af Jóni er
fyrsta orðið sem kemur upp í hug-
ann: Drengskaparmaður. Hann
vildi öllum gott gera og ljá góðum
málum lið. En fyrst og fremst var
það fjölskyldan, sem naut um-
hyggju hans og starfskrafta. Jón
var aldamótamaðurinn, rótfastur í
íslenskri menningu, en með bjarta
sýn á framtíðina.
Ungur að árum sat Jón í stjórn
knattspymufélagsins Fram. Hann
sat í stjórn Landsmálafélagsins
+
Elskuíegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGHVATUR BJARNASON
fyrrv. aðalféhirðir,
Háaleitisbraut 54,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 16. desember kl. 15.00.
Elín Jóhanna Ágústsdóttir,
Kristín Lynch, Charles T. Lynch,
Bjarni Sighvatsson, Auróra Guðrún Friðriksdóttir,
Viktor Á. Sighvatsson, Jóna Margrét Jónsdóttir,
Ásgeir Sighvatsson, Hilda Torres,
Elín Sighvatsdóttir
og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURGEIR JÓNSSON,
Hrafnistu,
áður Rauðalæk 39,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 3. desember síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Viðar Sigurgeirsson, Áslaug Pétursdóttir,
Jakobína G. Sigurgeirsdóttir,
Sigurgeir Birgisson, Stella Þórisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Verslunin Kjalfell, Gnoðarvogi 78, Reykjavík, verður lokuð frá
kl. 11.00—17.00 mánudaginn 14. desember nk. vegna útfarar
JÓNS JÓNSSONAR.
—
Varðar um árabil og hefur einnig
setið í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík. Jón var einn af
stofnendum Félags sjálfstæðis-
manna í Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi og sat í stjórn þess í
mörg ár. Þá var Jón virkur félagi í
Oddfellowreglunni í áratugi og
gegndi þar mörgum trúnaðarstörf-
um. Einnig má geta þess að bæði
hjónin störfuðu mikið í sóknamefnd
Bústaðakirkju og kappkostuðu að
hlúa sem best að kristilegu starfi.
Jón var góðum gáfum gæddur og
dugnaður, framtakssemi og frelsi
vom ríkir þættir í fari hans. Hann
var ekki langskólagenginn eins og
sagt er. Að loknu skyldunámi í
barnaskóla stundaðí hann nám við
Kvöldskóla KFUM 1937- 39 og
stundaði síðan nám í VÍ 1939-42.
Lengst ævinnar starfaði Jón hjá
fyrirtækinu H. Benediktsson hf.,
fyrst gjaldkeri, síðan sölumaður og
skrifstofustjóri og loks fram-
kvæmdastjóri. Jón var afar félags-
lyndur maður og átti gott með að
umgangast fólk. Á hans starfsáram
í fyrirtækinu þekktust ekki sam-
starfsörðugleikar, eins og svo oft er
rætt um í fjölmiðlum nú á dögum.
Á fyrstu hjúskaparáranum
byggðu hjónin sér fallegan sumar-
bústað undir Miðfelli við Þingvalla-
vatn. Fjölskylda Jóns er stór. Þama
á þessum afskekkta en undurfallega
stað byggðu einnig þrjú systkini
Jóns sér sumarbústaði. Staðurinn
var sannkallaður irjölskyldureitur.
Það var dálítið erfitt en jafnframt
spennandi og rómanískt að heim-
sækja fjölskyldurnar. Til bústað-
anna varð ekki komist nema feta sig
eftir hættulegu einstigi í fjallinu eða
róa bátkænu á vatninu, en stundum
getur Þingvallavatn verið meira en
lítið úfið.
Á efri áram tóku hjónin til
bragðs að byggja nýjan og glæsi-
legan sumarbústað í Þrastarskógi
við Álftavatn. Þaðan var líka stutt
að skreppa til æskustöðvanna á
Eyrarbakka, sem voru Jóni mjög
kærar.
Stundum brá fjölskylda mín sér í
heimsókn til Jóns og Fríðu og þá
skipti ekki máli hvort um gamla eða
nýja bústaðinn var að ræða, alltaf
var jafn gaman að heimsækja hjón-
in og móttökumar höfðinglegar.
Eins og segir í inngangsorðum
blaðsins varð hjónunum tveggja
barna auðið, óskabarnanna. Börn
þeirra eru Kristjana kaupmaður og
Ásbjörn læknir, kvæntur Stefaníu
Sif Thorlacius lögfræðingi. Þeirra
börn era Gylfi Jón og Ragnhildur
Kristjana.
Ekki þarf að lýsa því með mörg-
um orðum hve hin bráðmyndarlegu
barnabörn era miklir gleðigjafar
afa, ömmu og föðursystur, já, allra
fjölskyldnanna, sem þeim tengjast.
Börnin era sannir ljósgeislar í lífi
sinna nánustu, allir leggja sig fram
að hafa ofan af fyrir þeim eftir
bestu getu. Er börnin höfðu þroska
til glöddu sögur afa og ömmu hina
ungu hlustendur.
I byrjun desember á síðastliðnu
ári missti Guðrún systir mín maka
sinn, Elías, bróður Jóns. Kært er
með þeim systrum Hólmfríði og
henni og sérstaklega lögðu hjónin
sig fram að stytta henni stundir eft-
ir ástvinamissinn. Oft minnist Guð-
rán á hve Jón mágur hennar var
notalegur í hennar garð og vildi allt
fyrir hana gera.
Jón og Hólmfríður vora samstiga
í löngu og ástríku hjónabandi. Upp-
eldi og ytri kringumstæður voru að
sumu leyti svipaðar hjá báðum.
Bæði áttu stóran systkinahóp.
Mamma kenndi okkur systkinunum
bænir á unga aldri. Enn er bænin
mér kær er ég leggst til svefns, ein-
hvers konar öryggisventill er ég
hverf inn í undraveröld draums og
ævintýra.
Eg vil gera að orðum mínum
bænavers Sveinbjörns Egilssonar
skálds er ég kveð Jón mág minn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur,
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
Jón fékk hægt andlát. Lá ekki á
spítala nema part úr degi. Til
hinstu stundar var hugsun hans
skýr og hann fylgdist með öllu.
Hann leið ekki þjáningar. Augu
hans luktust líkt og honum félli
blundur á brá að loknu löngu og
góðu dagsverki.
Nú stígur Jón mágur minn fæti á
landið handan móðunnar miklu og
gengur inn í birtu og dýrð hinnar
eilífu jólahátíðar.
Við Heiða sendum að leiðarlok-
um,eiginkonu, börnum, barnabörn-
um, öðra venslafólki og vinum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Jóns-
sonar.
Ármann Kr. Einarsson.
Jón frændi okkar eða Nonni
frændi eins og hann var oftast kall-
aður er látinn. Þar með er horfið
síðasta systkinið úr systkinahópn-
um frá Eyrarbakka, sem vora for-
eldrar okkar.
Nonni var bæði mikill fjölskyldu-
maður og stórfjölskyldumaður.
Heimili þeirra Fríðu var miðstöð
fjölskylduboða og þá sérstaklega á
jólahátíðinni svo lengi, sem hin
elstu okkar muna. Það er með ólík-
indum, þegar litið er til baka, hvað
við hlökkuðum alltaf til þessara há-
tíða og hvað öllum leið vel hjá þeim
á Bústaðaveginum og síðar í Goða-
landinu. Það var sama hvað stór-
fjölskyldan stækkaði, alltaf var
rými hjá Nonna og Fríðu. Gestrisn-
in á fallegu heimili þeiira hefur
alltaf verið einstök. Þar fundu allir
eitthvað að gera við sitt hæfi. Þeir
eldri spiluðu og þeir yngri léku sér
og gleðin lýsti af húsráðendum,
sem tóku virkan þátt í öllum uppá-
tækjunum.
Nonni og Fríða vora einstaklega
barngóð og Nonni náði ótrúlega
góðu sambandi við hverja kynslóð-
ina á fætur annarri í fjölskyldunni
strax frá barnsaldri. Hann ræktaði
þetta samband alla tíð og fylgdist
alltaf með því af áhuga, sem allir
vora að gera og hafði hann góð ráð
að gefa, þegar eftir var leitað.
Nonni frændi var margbrotinn
persónuleiki. Hann var „sjéntilmað-
ur“ fram í fingurgóma bæði í hátt-
um og útliti. Hann reyndi að kenna
yngri kynslóðinni sömu snyrti-
mennskuna. Til er skemmtileg saga
um það, þegar hann tók sig til og
kenndi átta ára frænda sínum að
gera það sem allir „sjéntilmenn"
þurfa að geta, þ.e. að hnýta full-
kominn Windsor-bindishnút. Nonni
var nákvæmur, rólegur og vand-
virkur en engu að síður var hann
afkastamikill í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur. Auk ábyrgðar-
mikils starfs hjá H. Benediktsson &
Co. í ráma hálfa öld tók hann mjög
virkan þátt í félagsstarfi í íþrótta-
hreyfingunni og Oddfellowreglunni.
Einnig tók hann virkan þátt í starfi
Sjálfstæðisflokksins og skipulagði
kosningaskrifstofur flokksins og
stjórnaði þeim með harðri hendi
um langt árabil. Heima fyrir lá hins
vegar aldrei neitt á og hann gaf sér
alltaf tíma til ,að setjast niður og
spjalla við ættingja og vini. Fjöl-
skyldan sat þó alltaf í fyrirrámi og
var umhyggja hans fyrir börnum
og barnabörnum einstök.
Fyrir rámlega 40 árum risu þrír
sumarbústaðir í Búðavík við Þing-
vallavatn. Nonni og Fríða áttu einn
þeirra en systkini hans hina tvo.
Þarna dvaldi fjölskyldan alltaf þeg-
ar mögulegt var á hverju sumri og
era margar góðar minningar frá
þeim tíma. Sérstaklega má nefna
öll kvöldin þegar setið var við veið-
ar úti á vatni, en tíminn notaður til
að spjalla um alla heima og geima.
Nú er Nonni frændi horfinn á
braut og hann skilur eftir sig stórt
skarð í fjölskyldunni. Við og fjöl-
skyldur okkar sendum Fríðu, Kri-
stjönu, Ásbhni, Sif, Gylfa Jóni og
Ragnhildi okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í sorg þeirra.
Systkinabörnin.
Þegar vinur kveður koma minn-
ingar upp í hugann. Jón Jónsson
var mikill vinur og velgerðarmaður.
Eg kynntist Jóni fyrir mörgum ár-
um þegar ég kvæntist bróðurdóttur
hans. Þegar við hófum búskap var
hann ætíð reiðubúinn að hjálpa og
gefa ráð. Hann var framkvæmda-
stjóri hjá H. Benediktson og þekkti
vel til allra hluta sem snera að
byggingum og byggingavöram og
veitti okkur mikla og ómetanlega
aðstoð við að koma okkur upp okk-
ar fyrsta heimili.
Þau hjónin áttu sumarbústað við
Þingvallavatn, þar sem þau dvöldu
mikið með fjölskyldu sinni á sumr-
in. Systkini hans áttu þar einnig
sumarbústað og er margs að minn-
ast af dvöl fjölskyldnanna þar sam-
an. Jón og Fríða vora afar samhent
og vora heimsóknir til þeirra ætíð
ánægjulegar og gestrisni þeirra
mikil. Síðastliðið vor fóram við
hjónin í heimsókn til þeiira í nýja
bústaðinn við Ásgarð í Grímsnesi
og áttum þar sérstaklega góðan
dag.
Jón hafði einstaka hæfileika að
rækta mannleg samskipti og laða
fram jákvæð og heilbrigð viðhorf.
Hann hafði áhuga á menntun og
þroska unga fólksins í fjölskyld-
unni og spurði mig alltaf frétta af
börnum mínum þegar ég hitti
hann.
Hann starfaði í mörg ár í Odd-
fellowreglunni, var þar í forystu og
var þar fyrirmynd annarra í orði og
verki.
Eg þakka fyrir að hafa kynnst
Jóni. Hann hefur gefið mér mikið
og verið einstakur félagi.
Elsku Fríða, Kristjana, Ásbjörn,
Sif og börn, ég og fjölskylda mín
sendum ykkm' innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum guð að blessa
ykkur.
Þorgeir Sigurðsson og
fjölskylda.
í barnsminningunni er Jón
Jónsson í senn afskaplega fínn og
settlegur maður, skemmtilegur og
tilbúinn í allskonar uppátæki. Eg
skildi ekki fyrr en löngu seinna
hvað það var við Jón sem gerði
hann svo eftirminnilegan. Það var
áhugi hans á fólki - líka börnum og
unglingum. Hann spurði ávallt um
hagi og viðfangsefni. Og þá dugði
ekki annað en að gefa skýr svör og
taka við athugasemdum, dæmisög-
um og skýringum því Jón var vel að
sér um flesta hluti, ekki síst pólitík.
En þrátt fyrir afdráttarlausar
skoðanir settist hann ekki í dóm-
arasæti. Honum virtist fremur lag-
ið að sjá spaugilegu hliðarnar á
málum sem maður vissi að hann var
eindregið andsnúinn.
Það var skemmtilegt að sækja
þau hjónin heim og fara með þeim
í fjölskylduferðir. Fríða og Jón
voru samhent, hlý, afdráttarlaus
og svo óvenjulega umhugað um
fjölskylduna og að hún héldi
tengslum og ræktaði þau. Að
heimsækja Jón og Fríðu í sumar-
bústaðinn þeirra á Þingvöllum var
upplifun sem fékk mig til að trúa
því að fögur náttúra laði eitthvað
fram í okkur sem borgarlífið hem-
ur. Gleðin yfir því að vera til og
njóta, að hafa tíma til þess að
skoða „litlu hlutina" og velta þeim
fyrir sér var aðalsmerki Jóns á
heimavelli. Það voru forréttindi að
fá að fara með Jóni út á vatnið á
báti til að veiða fisk. Hann kunni
allt um báta og veiðiskap, þekkti
alla staðina, kunni á Ijósbrotið og
hylina og hvernig fiskar vilja að
rennt sé fyrir þá. Sá eini sem
komst nærri því að skáka honum á
því sviði var Elías bróðir hans. Jón
var að mínum dómi heimsborgari í
þess orðs bestu merkingu. Mig
grunar að fyrir honum hafi Þing-
vellir þó boðið upp á meira en allar
stórborgir heimsins samanlagt.
Hann var góður samferðamaður,
góður félagi. Að leiðarlokum vil ég
þakka Jóni fyrir ánægjulega og
gefandi samfylgd og ræktarsemi.
Fríðu, Kristjönu, Ásbirni og ætt-
ingjum öllum sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Jóns-
sonar.
Grímur Valdimarsson.