Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 31 „Svona lítil „homaverslun“ hefði ekki getað gengið hér við hliðina á markaðnum nema einhvers konar sér- hæfing hefði komið til. Við fórum að selja harðfisk, hákarl, saltfisk, siginn fisk, skötu og yfirleitt þetta gamla ís- lenska sjávarfang. Nýjan fisk létum við eiga sig nema hvað við erum með frosinn fisk. Ég veit ekki betur en við séum þeir einu sem sérhæfum okkum á þennan hátt á þessu svæði.“ verkuð þannig að skorið er í flökin og þeim snúið og þá kallast fískur- inn riklingur eða jafnvel kúlufískur. Eitt orð vil ég endilega að komi fram hér, það er orðið strengsli, sem notað var fyrir vestan yfir hert- an steinbít og lúðu. Þetta er gamalt orð og heldur á undanhaldi en væri vel þess virði að halda því við.“ Skatan Þeir Hallur og Björgvin í Sval- barða selja líka vel kæsta vestfirska skötu. „Við erum mest með smáskötu, stóra skatan seldist ekki eins vel. Skötuna sem við seljum fá- um við frá Óskari Friðbjarnarsyni í Hnífsdal. Mest seljum við af skötu fyrir Þorláksmessu, við reynum að hafa hana til á öðrum tímum en það selst ekki mikið af henni þá. Skorin eru af skötunni börðin og hún er kæst með skrápnum og roðinu. Skatan er kæst þannig að hún er sett í kör eða kassa og látin vera þar í ákveðinn tíma. Sumir kalla þetta ýldu, en það viljum við ekki gera Vestfirðingar, við köllum þetta að kæsa. Skatan kæsist fyrr þar sem heitt er. Þegar hún er tekin upp úr kösinni er rifíð af henni roðið og gaddamir og þá er eftir hreinn matur. Ég held að taki um mánuð fyrir skötu að kæsast. Margir eru afar hrifnir af skötustöppu, þá er skatan hreinsuð og tekið úr henni brjóskið, hrært og stappað og sett í þetta talsvert mikið af bræddum vestfirskum hnoðmör, sem reyndar er orðið talsvert erfítt að ná í. Svo er þetta sett í mót og skorið upp úr þeim. Þess ber að geta að ekki má koma vatn að mör sem á að hnoða, mörinn er þurrkaður í tvær til þrjár vikur. Stundum voru komnar í hann grænar yrjur, þá var sagt að hann væri farinn að fiðra. Síðan var þetta hakkað og slegið saman í töflur. Ekki má bræða mör eða feiti beint á plötu, það á að bræða slíka feiti í vatnsbaði, annars brennur hún.“ Hákarlinn Nú víkur sögunni að hákarlinum sem einnig er á boðstólum í Sval- barða. „Fyrir rétt tæpum sex árum byrjuðum við að selja hákarlinn skorinn í bita. Þá er enginn skrápur á honum. Áður vorum við með há- karl í stórum bitum og pökkuðum honum inn í plastfilmur. En það reyndist ekki vel, sýran í hákarlin- um leysir upp plastið. Ef settur er hákarl í plastdós þá koma blettir í plastið. Við félagarnir fengum til samstarfs við okkur Hildibrand Bjarnason í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi og hann vinnur hákarlinn fyrir okkur. Nú erum við með allan hákarl í glerki-ukkum og geymum hann í kæli og það hefur aldrei kom- ið fyrir neitt óhapp. Eina krukku hef ég fengið endursenda öll þessi ár en ég veit ekki hvað að þótti. Það var brosað að þessu tiltæki okkar fyrst, að setja hákarl í glerkrukkur, en ég held að flestallir séu með hákarlinn þannig núna. Fólki þykir þetta mjög gott, hægt er að geyma hákarlinn í ísskápnum með öðrum matvörum og það kemur engin lykt. Við erum bæði með skyrhákarl og glerhákarl. Reyndar er þetta allt sami hákarlinn, glerhákarlinn er kviðurinn á hákarlinum en skyr- hákarlinn er þykku stykkin af skepnunni. Hákarlinn er allt að níu mánuði í verkun, íyrst er hann kæstur og svo látinn hanga langa lengi. Hann þykir betri eftir því sem hann er eldri. Þetta kemur fram t.d. í þjóðsögunum. Það er til saga um tvær skessur sem voru að ræða um hákarl og önnur þeirra kvað upp úr um að hann ætti að vera orðinn tólf ára gamall, öðruvísi væri hann ekki góður.“ Skyldi mað- ur sem selur svona mikið af þjóðleg- um mat ekki hafa gaman af þjóðleg- um fróðleik? „Jú, ég hef það, ég held t.d. mikið upp á Islenska sjávarhætti eftir Lúðvík Kristjáns- son,“ svarar Hallur. Saltfiskur og siginn fiskur Saltfiskurinn sem seldur er í Svalbarða kemur héðan og þaðan. „Við höfum reynt að fá sólþurrkað- an fisk, hann er vinsælli. En það er erfitt að fá hann og hann er dýr, hráefnisverð er orðið hátt síðan kvótinn kom til sögunnar. Verðið á saltfíski er oft alveg „uppi í skýjun- um“. Það er ábyggilega gullöld núna hjá framleiðendum á saltfiski. Það færist í aukana að fólk búi til alls kyns suðurlandarétti úr salt- fiskinum en aðrir sjóða hann upp á gamla mátann. Sala á saltfiski er jöfn og drjúg. Við reynum líka að vera með sjósigna fiskinn eftir því sem kostur er. Við fáum hann af smábátum og bátum sem eru í úti- legu úti á sjó. Slíkur fiskur er al- mennt látinn hanga í svona hálfan mánuð. Það er miklu meiri kúnst að verka svona vörur en margur held- ur en við höfum verið heppnir að skipta við menn sem kunna til verka, ætli það séu ekki einir sex aðilar sem sjá okkur fyrir signa fiskinum. Kofareyktur silungur og kjötvörur frá KEA I nokkur ár höfum við haft til sölu kofareyktan silung úr Bárðar- dal. Þau framleiða þetta hjónin Tryggvi Harðarson og Elín Bald- vinsdóttir í Svartárkoti. Vinsældir þessa taðreykta silungs eru alltaf að aukast. Við höfum líka fengið norðan úr landi svið sem eru sviðin upp á gamla mátann og síðan þrifin með bursta. Þau eru vinsælli en svið sem sviðin eru með logsuðutækjum. Svið sem verkuð eru upp á gamla mátann hafa annað bragð - eða svo segja þeir sem eru mikið fyrir slíkan mat. Saltkjöt höf- um við keypt frá KEA á Akureyri og einnig hangikjöt og magál. Magáll er reykt, soðin og pressuð slög úr kindaskrokki sem líka eru notuð í rúllupylsur. Ég held mikið upp á kjötvörurnar frá KEA. Kjöt- vinnsla KEA hefur líka séð okkur fyrir súrmat, við fáum hann í fötum með súrnum á, það hefur líkað fjarskalega vel. Erfitt er að fá hval- rengi en þó ekki ómögulegt. Ég vildi að ég gæti sagt að ég fengi súr- an hval eftir áramótin en ég á þó síður von á því. Sjálfur er ég mjög hrifinn af súrmat og einnig finnst mér steinbítur afar góður. Ef ég væri að halda veislu fyrir sjálfan mig þá hefði ég þorramat. Én ég myndi sleppa brennivíninu með hákarlinum. Mér finnst það ekki fara vel saman. Hins vegar eru há- karl og rúgbrauð sannkallað lostæti. Að sögn Halls er það mikið sama fólkið sem verslar í Svalbarða. „Svona 70 til 80% - og það er fólk á öllum aldri. Það kemur alls staðar að, utan úr sveitum meira að segja og við sendum mat hingað og þangað um landið. Stundum finnst manni nú að verið sé að „bera vatn- ið yfir lækinn“ svo sem þegar við sendum vörur til staða sem við kaupum þær frá. Veltan hjá okkur er ekki mikil en við lifum á þessu. Það fer sjálfsagt að síga á seinni hlutann á okkar starfsævi, við hugsum okkur að hætta bráðum að versla. Einhvern tíma hætta flestir að vinna. Við höfum verið heppnir í þessum verslunarstörfum okkar. Við höfum skipt með okkur verk- um, Björgvin er meira í afgreiðsl- unni en ég aftur hérna bakvið í harðfiskinum og öðru þess lags. Vinnudagurinn er langur, við byrj- um snemma og erum að fram á kvöld. Oft er erilsamt og það fer að síga í þegar frá líður. Við Björgvin höfum ekki alltaf verið sammála og það hefur stundum gefið á bátinn, en við höfum getað leyst okkar ágreiningsmál, þess vegna hefur okkur vegnað vel í verslunarrekstri saman.“ Jólaboð Daihatsu Daihatsu Terios 4x4 3 ára ábyrgð Staðalbúnaður í Daihatsu Terios 4x4 Vökvastýri, rafdrifnar rúður að framan, rafdrifnir speglar, tveir loftpúðar, samlæsing, útvarp og segulband, ræsitengd þjófavörn, álfelgur, læsanlegur millikassi, tregðulæsing á afturdrifi, sex ára ryðvarnarábyrgð og þriggja ára almenn ábyrgð. Beinskiptur 1.598.000 kr. Sjálfskiptur 1.678.000 kr. Fyrir Daihatsu Terios Limited útgáfu, með ABS hemlakerfi, Limited mælaborði og Limited lit, bætast aðeins 50.000 kr. Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Sími 462 2700 DAIHATSU fínn í rekstri Veglegur jólapakki fylgir Daihatsu Terios 4x4, án endurgjalds, á meðan birgðir endast. Fjarstýring fyrir samlæsingu 10.000 kr. Toppbogar 29.700 kr. Skfðafestingar 10.600 kr. Vindhlífar á gluggum 15.400 kr. Hlíf á afturstuðara 14.100 kr. Ónelgd Nokia vetrardekk 45.000 kr. Samtals verðmæti jólapakka 124.800 kr. I Bflasala Keflavíkur 1 Bíley 1 Betri bílasalan I Tvisturinn Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búóareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum I Sími 421 4444 I Sími 474 1453 I Sími 482 3100 I Sími 481 3141 BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.