Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 43 RAGNA EIRÍKSDÓTTIR + Ragna Eiríks- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, var fædd 13. ágúst 1917 í Vorsabæ, Skeiða- hreppi, Árnessýslu. Foreldrar Rögnu voru þau Eiríkur Jónsson bóndi, odd- viti og sýslunefndar- maður í Vorsabæ. Hann var fæddur 13. apríl 1891 í Vorsabæ, _ Skeiða- hreppi í Árnessýslu, dáinn 28. september 1963. Móðir Rögnu var Kristrún Þorsteinsdóttir, fædd 19. febrúar 1894 í Hrauns- hóli, Ölfushreppi í Árnessýslu. Eftirlifandi systkini Rögnu eru þau Axel, Helga, Friðsemd og Sigríður. Elstur systkinanna var Sigursteinn, en hann lést ungur að árum. Ragna giftist Her- manni Bæringssyni vélstjóra hinn 10. september 1938. Hann var fæddur 2. desember 1908 í Keflavík, Rauðasandshreppi á Barðaströnd, dáinn 22. febrúar 1988. Foreldrar Hermanns voru Bæring Bjarnason, útvegsbóndi og sjó- maður í Keflavík og Tungu í Rauða- sandshreppi, fædd- ur 7. september 1875 á Hvallátrum, Rauðasandshreppi, dáinn 22. desember 1943. Móðir Her- manns var Jóhanna Guðbjörg Árnadótt- ir, fædd 20. janúar 1885 á Láganúpi í Kollsvík, Rauða- sandshreppi, dáin 9. október 1966. Þau Ragna og Hermann eignuðust 3 syni, þá Sigurstein Sævar, vél- fræðing, f. 16. júm' 1939, kvæntur Önnu Þórarinsdóttur; Jóhaim Braga, f. 7 maí 1941, stýrimann en nú starfsmann ISAL, kvæntur Guðrúnu Ingadóttur; Eirík Rún- ar, f. 15. október 1948, vélfræð- ing. Barnabörnin eru 10 talsins og bamabörnin em orðin alls 16. Útför Rögnu fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ljúfur ómur loftið klýfúr lyftir sál um himingeim, þýtt á vængjum söngsins svífur sálin glöð í friðarheim. (J.J.) Nú er hún Ragna systir búin að kveðja okkur um sinn. Hún er kom- in á fund hans Hermanns síns, sem hún giftist ung og fylgdi um farsæla ævibraut. Minningarnar eru marg- ar. Ragna var stóra systir, elst af systkinahópnum í Vorsabæ. Hún ólst upp við venjuleg sveitastörf, fór til Reykjavíkur í vinnu og nám. Hún lærði að sauma og var í kvöldskóla. Einn vetur var hún í hússtjómar- deild Kvennaskólans. Ragna var vel verki farin, sem sýndi sig, þegar þau Hermann stofnuðu heimili. Heimilishald þeirra var alltaf með glæsibrag og oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Ragna var sjómannskona. Her- mann var vélstjóri lengst af á „Fossunum". Hann var oft lang- dvölum að heiman svo heimilishald- ið og uppeldi sona þeirra hvíldi mik- ið á hennar herðum. Meðan synir þeirra voru ungir dvaldi hún oft á sumrin hjá foreldrum okkar i Vorsabæ og það var alltaf gaman að fá þau í sveitina. Hermann sigldi öíl stríðsárin. Það hafa verið erfiðar stundir fyrir sjó- mannskonu að frétta ekki af manni sínum í margar vikur, vita hann sigla um hættuslóðir. Hermann kom alltaf aftur, þó stundum væri stutt milli lífs og dauða. En þessir erfiðu tímar gengu yfir og þau áttu góða ævi saman og ferð- uðust mikið. Árin liðu, synir þeirra fluttu að heiman og stofnuðu sín heimili og barnabörnin komu til sögunnar, afa og ömmu til mikillar ánægju. Þá var oft dvalið í sumar- bústaðnum þeirra við Þingvalla- vatn. Svo kom að því að Hermann hætti á sjónum og þá fór Ragna að vinna utan heimilisins um tíma. Hermann lést 1988. Ragna hjúkraði honum í erfiðum veikindum með ástúð og umhyggju þar til yfir lauk. Þá varð breyting á högum Rögnu. Hún fluttist úr fallegu íbúðinni sinni í Barmahlíð 51 í aðra fallega en minni íbúð á Sléttuvegi 13. Þar kynntist hún nýju fólki og eignaðist góðar vinkonur. Ragna var glaðlynd og félags- lynd. Það var langt frá hennar hugsun að einangra sig, hún hélt áfram að ferðast og var dugleg að dvelja í sumarbústað sínum. Eg á góðar minningar um síðustu heim- sókn mína þangað á fallegum sólar- dagi í sumar. Þar undi hún vel við að hlúa að gróðrinum. Blómin hjá henni voru alltaf falleg bæði úti og inni. Ragna starfaði í kvenfélaginu Keðjunni, hún tók þátt í félagsstarfí eldri borgara, söng með kór og hafði mikla ánægju af. Hún átti við heilsubrest að stríða á seinni árum og fékk slæm áfóll, en reis alltaf upp aftur og lifði lífinu lifandi fram á síðasta dag. Kallið kom snöggt. Við erum sjaldan tilbúin að mæta slíkum fréttum, þó er það huggun hai-mi gegn, að hún dó með reisn og fjölskyldan náði að vera hjá henni. Það kvöld var ég í heimsókn hjá systur okkar í Birtingaholti. Við vorum búnar að fregna að hverju stefndi með Rögnu og hugir okkar voru við dánarbeð hennar. Það var óvenjufallegt vetrarkvöld í þessu dimma skammdegi, snjóföl og stjörnubjartur himinn. Leið mín heim lá fram Skeiðin, æskusveit Rögnu. Sá ég þá stjörnuhrap og vissi ég þá að nú væri hún Ragna svifin inn í fegurð himinsins, sem ég frétti svo er heim kom. Ég á Rögnu systur minni mikið að þakka. Hún gætti mín sem barns, ég var alltaf velkomin á heimili hennar og dvaldi þai- oft. Systkini mín senda innilegar kveðj- ur og þakklæti íyrir allt sem hún gerði fyrir þau. Axel bróðir minn minnist þess sérstaklega með þakk- læti hvað hún hjálpaði honum og heimsótti hann oft, þegar hann sem unglingur lá mai’ga mánuði á sjúki-ahúsi. Ragna lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Nú kveður hana stór og mann- vænlegur hópur afkomenda með söknuði og þakklæti. Við, frænd- garður að austan, sendum þeim öll- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Rögnu systur. Helga. Við sitjum hér saman á aðvent- unni og hugurinn reikar að jólum liðinna ára þegar við vorum saman komin heima hjá þér og afa í Barmahlíðinni. Við tölum um leikina og fjörið sem óhjákvæmilega fylgdi níu barnabörnum á aðfangadag og Blóinabúði öarðsKom v/ FossvoqsUii'kjMgarð Sími. 554 0500 getum ekki annað en brosað þegar við minnumst þess þegar við feng- um illt í magann eftir að hafa borð- að heilan kassa af mandarínum, drukkið ófáa h'tra af gosi og stungið höfðinu á kaf í fimm kílóa Macin- tosh dósina sem alltaf var keypt. Það er svo ótalmargt sem tengist þér elsku amma, heitt súkkulaði á Þorláksmessu, ferðir í sumarbú- staðinn, fjörið á jólunum. En jólin verða öðruvísi í ár. Við sitjum eftir með minningar um elskulega konu sem var ótrúlega vel á sig komin líkamlega sem andlega. Því meiri varð sorgin þegar dauðinn knúði óvænt dyra. Amma var meira að segja að hugsa um að fá sér nýj- an bíl og fara til útlanda, svo óvænt urðu endalokin. Hún söng í kór og hafði nóg fyrir stafni. Amma var að mörgu leyti á undan sinni samtíð. í sumarbústaðnum endurvann hún m.a. lífrænar leifar í safnhaug ára- tugum áður en orðið endurvinnsla komst í tísku enda hafði hún mikinn áhuga á ræktun ýmiss konar og þetta lá afskaplega vel fyrir henni. En hún amma var líka svolítil prinsessa. Afi bar hana á höndum sér á meðan hann var á lífi og hún var alltaf vel til fara og hafði gaman af að vera fín og punta sig. Flest höfum við kynnst henni mjög náið og allmörg búið í risíbúðinni í Barmahlíðinni eða hjá ömmu og afa um lengri eða skemmri tíma. Það segir meira en mörg orð um ömmu að öll börn og barnabörn sem voru í Reykjavík á dánardeg- inum voru við dánarbeð hennar þegar stundin kom. Minningarnar um hana eru flestar sameiginlegar okkur barnabörnunum og það er með söknuði og trega sem við kveðjum þig. Ferð þín er hafm fjarlægjast heimatún Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum En alnýjum degi fær þú aldrei kynnst. I lind reynslunnar fellur ljós hveirar stundar og birtist þar slungið blikandi speglun allsþesssemáðurvar. (Hannes Pétursson.) Þín bamabörn. Bjartur og fagur desemberdag- ur, heiður himinn og lítils háttar frost. Sólarlagið eins fagurt og það fegurst getur orðið á þessum tíma árs. Himinninn munstraður léttum skýjaböndum og þegar sólin hneig til viðar varð himinhvelið litað einsog rauðagull. Máttur sólarinnar segir til sín þótt hún geti ekki linað frerann sem jörðina hylur. Seint að kveldi þessa fagra skammdegisdags hneig ævisól ÚTFARARSTOFA OSWALDS simi 551 3485 FJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALSTRÆTI 411 • 101 REYKJAVÍK I ,ÍK KIST UVI NNl JSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR UTFARARÞJONUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geinnundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Rögnu Eiríksdóttur einnig til viðar. Hún hafði verið á söngæfingu fyrr um daginn, en skömmu eftir að hún kom heim veiktist hún skyndilega. Hún var strax flutt á sjúkrahús, en fékk blóðtappa og engri vöm varð við komið. Að vísu kom fráfall hennar engum að óvörum sem til þekktu, því hún hafði fengjð áfóll áður, sem hún fékk yfirstigið. Hún var kjarkmikil dugnaðarkona sem ekki lét deigan síga þó á móti blési, sívinnandi, eljusöm og þrautseig. Hún var nýlega búin að missa eig- inmanninn þegar hún flutti hingað í húsið fyrir tæpum sjö árum. Ragna átti sumarbústað austur við Þing- vallavatn og mér er minnisstætt hvað hún var dugleg að dvelja þar langtímum saman og gera jafn- framt verulegar endurbætur á bú- staðnum. Hún átti góðan bíl og gat vel keyrt á milli. Kjarkurinn bilaði ekki þótt árunum fjölgaði og hún gætti þess að ofmeta sig ekki. Hún bjó yf- ir metnaði, sjálfstrausti og sjálfs- virðingu án þess þó að hún vildi að aðrir féllu í skugga hennar. Henni var tamara að leiða umræður en að vera þögull hlustandi. Hún hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og félagsmálum, hún lét félagsmálin innan okkar vébanda sig miklu varða, var hagsýn og hyggin og hafði góða innsýn í fjár- mál. Heimili hennar bar vott um góð efni, myndarskapur, gestrisni og glaðværð réð þar ríkjum og var gott að vera gestur hennar. Við ræddum oft um þjóðmál en þar lágu leiðir okkar saman, en gagn- vart okkar eigin húsfélagsmálum gátum við haft skiptar skoðanir, en aldrei svo að um verulegan ágrein- ing væri að ræða. í þeim efnum var hún bæði glögg og skýr. Við sem búum í þessu húsi, Sléttuvegi 11-13, erum öll eldri borgarar og eigum okkar íbúðir, 52 að tölu. Tæp sjö ár eru síðan við fluttum hingað og hef- ur mér þótt gott að búa í samfélagi við þetta góða fólk. Það er ekki síður gott að búa með jafnöldrum sínum þótt aldur- inn færist yfir. Ragna var sterkur hlekkur í samtökum okkar, ekki eitt í dag og annað á morgun. Hún var hreinskiptin og mat það mikils sem vel var gert og gerði kröfu til þess að allir stæðu við það sem þeir segðu eða gerðu. Hún hafði góða söngrödd og næmt söngeyra og söng í Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. Það var hennar tóm- stundagaman og hún var búin áð syngja með kórnum til margra ára. Það var táknrænt að síðasta ferð hennar til og frá hennar heimili skyldi vera á söngæfingu með kórn- um sem hún unni mjög. Fyrir hönd húsfélagsins þakka ég liðnu árin, þau hafa verið okkur ánægjuleg sem búum í þessu litla samfélagi. Um þetta leyti er dagurinn stutt- ur en nóttin löng. Vetrarsólstöður eru að viku liðinni, en það leggur birtu og yl frá minningu þessarar heiðurskonu, sem ýtir skammdegis- skuggunum til hliðar. Fæðingarhá- tíð frelsarans er á næsta leiti, hann sem lífið gaf og lífið tók. Er þaw,s ekki dýrðlegt að ganga inn í helgi- dóm drottins á þessum tímamótum. Ég þakka traust og góð kynni, og flyt ástvinum hennar samúðar- kveðjur. Megi sólarroði árs og frið- ar signa þína minningu. Jakob Þorsteinsson. + Við þökkum af alhug ykkur öllum, sem hafið umvafið okkur samúð og hlýju við andlát og útför ÓLAFS ELDJÁRNS. Sú virðing sem þið sýnið minningu hans er okkur mikill styrkur. Unnur Ólafsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Kristján Eldjárn, Eyrún María Rúnarsdóttir, Unnur Sara Eldjárn, Úlfur Eldjárn, Ari Eldjárn, Halldór Eldjárn, Anna Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Pálsson, Halldóra Eldjárn. ■ Þökkum innilega þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar, bróður, frænda og vinar okkar, SÆVARS PÁLSSONAR, Háteigsvegi 6, Reykjavík, áður til heimilis á Suðureyri við Súgandafjörð. Svanhvít Ólafsdóttir, Gylfi Pálsson, Gunnar Pálsson, Hafdís Pálmadóttir, Friðbert Pálsson, Margrét Theodórsdóttir, Leó Páisson, Ingunn M. Þorleifsdóttir og fjölskyldur. + Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MAGNFRÍÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR, Kleppsvegi 62. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar L-3, Landakoti. Guð blessi ykkur. Stefán Sigmundsson, Sigmundur S. Stefánsson, Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir, Kristófer V. Stefánsson, Alda Guðmundsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Pétur Önundur Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.