Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 33 plnrgminMitlíllí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR HARKALEGAR deilur hafa blossað upp vegna þeirra ákvæða i frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem snúa að smábátaútgerð í landinu og þá sérstaklega á Vestfjörðum. Ljóst er, að trillukarlar á Vestfjörðum eru æfir og telja að með frum- varpinu hafi verið kveðinn upp dauðadómur yfir smábátaútgerð þar. Annar af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, Einar Oddur Kristjánsson, end- urspeglar þessa reiði með býsna stórorðum yfírlýsingum. Hann hefur lýst því yfir, að hann muni berjast gegn frumvarpinu af „heift“ og hann hefur jafnframt sakað flokksbróður sinn, Þor- stein Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, um að hafa beitt „blekk- ingum“. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Einar Oddur Krist- jánsson m.a.: „Þeir sem voru hatursmenn krókakerfisins not- uðu sér tækifærið vegna þessa dóms til að kála krókakerfínu. Þeir voru bara að nýta sér tæki- færið.“ Hinn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Eg er þeirrar skoðunar að frumvarp ríkisstjórnarinnar hitti ekki á þá lausn, sem við get- um sætt okkur við hvað þennan hluta flotans varðar ... Eg trúi því ekki að það verði nokkurn tíma samstaða Alþingis að leysa Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þannig úr þeim vanda, sem skap- aðist við dóm Hæstaréttar, að það hitti sérstaklega fyrir veik- ustu byggðirnar og þennan út- gerðarfíokk." Það er ljóst, að viðbrögð smá- bátaútgerðarmanna eru sérstak- lega viðkvæm fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þannig segir Hálfdán Kristjánsson frá Flateyri í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Fyrir hvað stendur Sjálfstæðis- flokkurinn? Ef þetta er ekki sjálfstæður atvinnurekstur þá veit ég ekki hvað það er að vera sjálfstæður. Ég skil því ekki hvers vegna Sjálfstæðisflokkur- inn með sjávarútvegsráðherra í fararbroddi ræðst svona á þessa stétt.“ Einar Oddur Kristjánsson fullyrðir, að frumvarpið hafi ekki hlotið efnislegt samþykki í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins held- ur einungis að það yrði lagt fram og bætir við:“Ég tel, að okkur beri nú að gera mönnum grein fyrir því hve gríðarlegt efna- hagslegt og félagslegt tjón það er sem þjóðfélagið verður fyrir, ef menn láta þetta ganga svona fram.“ Þetta eru óneitanlega athygl- isverðar deilur. Þær snúast um kjarna þess máls, sem um hefur verið deilt á annan áratug. Nú er sagt við smábátaútgerðarmenn á Vestfjörðum: þið getið að sjálf- sögðu fengið veiðileyfi fyrir bát- ana ykkar ef þeir fullnægja al- mennum skilyrðum þar um. Þið fáið meira að segja svolítinn gjafakvóta. Ykkur er að sjálf- sögðu heimilt að veiða meira en þá verðið þið að kaupa kvótann af kvótaeigendum, þeim sömu kvótaeigendum, sem í upphafi fengu gifurlegt kvótamagn fyrir ekki neitt. Um þetta viðhorf segir Olgeir Hávarðarson í Bolungarvík í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég get ekki rekið bátinn með níu tonnum. Auðvitað má maður leigja til sín kvóta eða kaupa. En hvernig á ég að geta gert það, þegar ég hef svona lítinn grunn?“ Þetta er kerfið, sem búið hefur verið til í sjávarútvegi. Og þótt þingmenn Vestfjarða hafí í orði haft uppi andóf gegn þessu kerfi hafa þeir ekki skipað sér í for- ystusveit þeirra, sem barizt hafa gegn því. Nú hittir þetta kerfi umbjóðendur þeirra, smábátaút- gerðarmenn á Vestfjörðum, beint í hjartastað. Auðvitað er þetta óþolandi kerfi. Auðvitað er það gersam- lega óviðunandi og hefur alltaf verið. En það er athyglisvert að þá fyrst bregðast menn við, þeg- ar það hittir þá sjálfa fyrir. Hið jákvæða við þær umræð- ur, sem nú fara fram um þessi mál er hins vegar það, að smátt og smátt er að skapast málefna- leg samstaða í öllu þjóðfélaginu og í öllum stjórnmálaflokkum um það, að nú verði að gera breyt- ingar. Þær breytingar verða að taka mið af þeirri kröfu Hæsta- réttar Islands að jafnræðisregla stjórnarskrár lýðveldisins sé virt. í því felst, að smábátaút- gerðarmenn á Vestfjörðum séu ekki settir í þá óþolandi og auð- mýkjandi stöðu að þurfa að greiða kvótaeigendum hátt verð fyrir leyfíð til þess að fiska, þeim sömu kvótaeigendum, sem fengu kvótann fyrir ekki neitt. Hér verða allir að sitja við sama borð og jafnræði verður að ríkja. Það verður að vera kjarninn í nýju stjórnkerfi fiskveiðanna við Is- land. En nú skilja trillukarlar á Vestfjörðum og þingmenn Vest- fjarða kannski betur tilfinningar mikils meirihluta íslenzku þjóð- arinnar í garð þessa kerfís. TRILLUKARLAR OG KVÓTI 4ég hef oft •haft áhyggjur af tungu okkar og fram- tíð hennar. Og því meiri sem erlend áhrif hafa verið, einkum í sjónvarpi og öðrum ljósvökum. En ég ætla í bili að staldra við dálítið atvik sem Berlin tíundar í fyirnefndu samtali og vona það megi ávallt eiga við okkar dýrmæta arf. Hann nefnir sögu sem Jacob Talmon segir í einni bóka sinna og lýsir vel þeirri seiglu sem gróin menning býr yfír. Tveir tékk- neskir skólastjórar voru að tala saman snemma á 18. öld. Við erum líklega hinir síðustu í víðri veröld sem tala tékknesku, sögðu þeir hvor við annan. Við blasa endalok henn- ar. Við munum óhjákvæmilega öll tala þýzku hér í Miðevrópu og sennilega einnig á Balkanskaga. Við erum síðustu móhíkanamir. Enn tala menn tékknesku og langur vegur frá endalokum hennar þótt í uppsiglingu séu einhver átök milli Tékka og Slóvaka. Og líklega engin tilviljun að rithöfundur er for- seti landsins. Nú um stundir hvarflar hugur- •inn að víkingum og menningu þeirra. Hún var sérstæð og sigl- ingatækni þeirra réð heimssöguleg- um úrslitum. Þetta voru norrænir menn og litu áreiðanlega þannig á sig í víkingasamfélaginu. Þeir áttu sameiginlega menningu, sameigin- lega tungu sem arfleifð okkar hefur varðveitt. Við berum vonandi gæfu til að festa hana í sessi í þeirri fram- tíðarsýn sem við blasir. Þetta fólk mætti vel kalla norse, einnig Leif heppna sem var að öllum líkindum fæddur Dalamaður, en gerðist handgeng- inn Noregskoningi og fór vestur um haf sem kristinboði í hans nafni. Eiríkur faðir hans var breiðfírzkur, segir Ari. Hann nam Grænland. Um það bil sem Leifur heppni var allur eru heimildir fyrir því að menn voru farnir að líta á sig sem Islend- inga. Oss hafa augu þessi, íslenzk, kona, vísað brattan stíg að baugi, segir Sighvatur við sænska konu í Austurfararvísum sem ortar eru kringum 1020. Fram að því hefur þjóðerni verið óglöggt með þessu fólki, en þó voru afkomendur land- námsmanna á varðbergi gagnvart Noregskonungi. í nýlegri sögu um evrópska kristni er fullyrt að Is- lendingar hafí tekið kristni í því skyni að losna við valdbeitingu Ólafs Tryggvasonar. Enda þótt þetta sé harla nýstár- leg söguskoðun er ástæða til að ætla að þessi vá hafi ávallt staðið fyrir dyrum og svo fór að lokum að Islendingar urðu móðir af innan- landserjum og skiplausir á sturl- ungaöld - þá greip Hákon gamli tækifærið og lagði Island undir ríki sitt. Hvað sem þessu líður er þetta allt íhugunarefni og verður að skoðast af sjónarhóli fornmanna, en ekki okkar. Fram hjá því verður samt ekki gengið sem fullyrt er í Reykja- víkurbréfi fyrr á þessu ári, en þar segir: „Einatt er talað um íslenzkar bókmenntir til foma sem norskar bókmenntir, en það orð að vísu ekki notað, heldur annað sem er ein- hvers konar afsökun fyrir því að ekki skuli sagt beinum orðum að þessi arfleifð sé íslenzk enda varð hún til á Islandi þótt ljóðahefðin hefði flutzt út hingað með víkingum, þróazt hér og varðveitzt. Nú er tízka að nota norse í ensku um alla norræna arfleifð - og þá ekki sízt ís- lenzka - en oftast er í raun átt við íslenzkar bókmenntir þegar gripið er til þessa orðs. Hér er því um ákveðna tilraun til blekkingar að ræða. I Orðabók Chambers fyrir 21. öldina segir m.a. að norse merki einhver tengsl við Skandinavíu, það merki Norðmaður; það merki tunga sem var töluð í Skandinavíu eða Noregi og í nýlendunum; norse merki skandinavar, en þó einkum Norðmenn. í Orðabókinni er ekki minnzt á að orðið norse sé sérstök skírskotun til Islands. Þess er aftur á móti getið að orðið sé að öllum líkindum komið úr hollenzku á 16. öld en hollenzka útgáfan var noorsch. Það eru sem sagt Hollend- ingar sem hafa komið þessu orð- skrípi inn í heimstunguna með þeim afleiðingum að íslenzk rit- snilld til forna er einatt flutt austur yfír haf og það gert með þeim hætti að helzt enginn tekur eftir því. I nýrri grein um víkingaskipin er í jafnvirtu vísindariti og Sci- entific American talað um norse sagas þegar rætt er um víkinga- ferðir og fund Ameríku, en þessar sögur sem eru aðalheimild um þessar ferðir að sjálfsögðu voru skrifaðar á íslandi á íslenzku um svipað leyti og Norðmenn voru að glata tungu sinni. En þær mega bara ekki vera íslenzkar!" M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 12. desember Fyrir rúmum hálfum mán- uði eða svo urðu töluverð- ar umræður um stöðu for- seta íslands í tilefni af um- mælum, sem herra Ólafur Ragnar Grímsson hafði látið falla í samtali við Svenska Dagbladet. Sumt af því, sem haft var eftir forsetanum í því við- tali bar hann til baka en annað ekki. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra gerði athuga- semdir við orð, sem eftir forsetanum voru höfð varðandi samskipti íslands og tveggja forysturíkja Atlantshafsbandalagsins en for- setinn skýrði frá því m.a. hér í Morgunblað- inu að hin sænska blaðakona, sem við hann talaði, hefði augljóslega misskilið orð hans. Að því búnu urðu ekki frekari umræður um þann þátt málsins. Hins vegar fjallaði Morg- unblaðið í tveimur forystugreinum um hlut- verk og stöðu forseta Islands í tilefni af öðr- um ummælum forsetans, sem hann hafði ekki borið til baka. í framhaldi af þessu fóru fram umræður í sjónvarpsþætti í fyrri viku, þar sem þeir fjölluðu um þessi málefni, Sigurður Líndal prófessor og Ólafur Þ. Harðarson, dósent. Ástæða er til að staldra við ummæli Sigurðar Líndals, sem er og hefur lengi verið prófess- or í lögum við Háskólann. Rétt er jafnframt að rifja upp það, sem áður hefur komið fram í skrifum Morgunblaðsins um forsetaembætt- ið, að nánast frá upphafi hafa þeir sem gegnt hafa embætti forseta Islands lagt áherzlu á að blanda sér ekki í deilur um dægurmál, enda augljóst, að staða þjóðhöfðingjans í slík- um umræðum yrði afar erfíð, vegna þess hlutverks, sem hann gegnir í stjórnskipun landsins. Að vísu hafa áður orðið deilur um stöðu forseta Islands. Þær hófust raunar þegar hinn 17. júní 1944, þegar áhrifamiklir for- ystumenn í íslenzkum stjómmálum voru ekki tilbúnir til að greiða Sveini Bjömssyni, þá- verandi ríkisstjóra, atkvæði sitt við kjör for- seta, sem þá fór fram á Alþingi. Af því er mikil og að verulegu leyti ósögð saga. Eftir að Sveinn Björnsson hafði verið kjörinn for- seti var hins vegar friður um embættið, þótt segja megi að það hafí tekið tímabil tveggja forseta, þ.e. Sveins og Ásgeirs Ásgeirssonar, að móta það í þann farveg, sem það hefur að langmestu leyti verið í síðan. Þótt forsetar hafí yfirleitt haft lítil afskipti af stjórnarmyndunum er ljóst, að áhrif þeirra í þeim efnum geta verið mikil. Um það er fyrst og fremst eitt dæmi. Það fer ekki á milli mála, að Ásgeir Ásgeirsson lék lykilhlutverk í því að Viðreisnarstjórnin var mynduð, með afskiptum sínum af stjórnarmyndun Emils Jónssonar í desember 1958 eftir fall vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar. Um þau af- sldpti var nánast ekkert rætt opinberlega á þeim tíma og sennilega var sýnt fram á þau gagngert í fyrsta sinn í ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Johannessen. Kristján Eld- járn sætti einu sinni gagnrýni af hálfu Morg- unblaðsins, þegar hann veitti Lúðvík Jóseps- syni, þáverandi fonnanni Alþýðubandalags- ins, umboð til stjórnarmyndunar, sem blaðið taldi ekkert tilefni hafa verið til á þeim tíma. Eins og áður hefur verið rifjað upp hér í blaðinu vöknuðu tvívegis spurningar um embættisathafnir frú Vigdísar Finnbogadótt- ir í forsetatíð hennar. Annars vegar þegar nokkurra klukkutíma bið varð á því að hún undirskrifaði lög á Kvennafrídegi. Hins veg- ar vegna samskipta hennar og tveggja for- ystumanna ríkisstjórnar, þegar EES-samn- ingurinn kom til afgreiðslu. Eins og ljóst er af þessu snerust þessar at- hugasemdir ekki um það, hversu langt for- seti gæti gengið í þátttöku í deilum um dæg- unnál á opinberum vettvangi enda hefur ekkert tilefni verið til þess fyrr en nú að und- anfórnu. Mmmmm—mm í fyrrnefndum Við hveriu sjónvarpsþætti voru , þátttakendur spurð- var DUlZt. ir, hvort þeir hefðu á einhvern hátt orðið undrandi, þegar fréttir bárust af ummælum herra Ólafs Ragnars í viðtali við Svenska Dagbladet. Þeirri spurningu svaraði Sigurð- ur Líndal prófessor m.a. á þennan veg: „Ef ég á að svara því, þá get ég nú ekki sagt það. Eg hef alltaf búizt við því, að þessi forseti mundi nú tala kannski frekar tæpitungu- laust.“ Og síðar í þættinum sagði prófessorinn: „Ég verð nú að segja þó ég hafi nú kannski ekki haft veruleg afskipti af þessum síðustu forsetakosningum, ég tók nú engan sérstak- an þátt í þeim, nema bara að ég kaus, að þá held ég að enginn hafí svo sem þurft að ganga eða vera í neinum vafa um það, hvern- ig núverandi forseti mundi leggja upp emb- ættið.“ Og enn síðar segir Sigurður Líndal, þegar hann er spurður, hvort hann telji núverandi forseta hafa gert grein fyrir því í kosninga- baráttunni hvernig hann mundi haga störfum sínum sem forseti: „Ég skal ekki segja, hvort það var svo alveg kristaltært en mér fannst svona, að menn þyrftu nú ekki að velkjast í verulegum vafa um það, að vísu mátti búast við að hann mundi hægja á sér en ég held, að það hafí nú enginn, sem þekkti til, þurft að velkjast í vafa um, að það yrði breyting, það held ég að sé alveg ljóst og kjósendum mátti vera það alveg ljóst.“ Hér svarar prófessor í lögum við Háskóla íslands spurningum um grundvallaratriði í lýðræðislegri stjórnskipan af ótrúlegri léttúð og ónákvæmni. Þegar gengið er til kjörs for- seta Islands eftir að embættið hefur smátt og smátt mótazt í ákveðinn farveg á hálfri öld er alveg Ijóst, að gera verður þá kröfu til fram- bjóðenda, að þeir geri kjósendum skýra grein fyrir því fyrir kosningar, ef þeir hafa í hyggju að beina störfum forsetans í nýjan farveg. I þeim efnum skiptir engu, við hverju ákveðnir einstaklingar búast og það skiptir heldur ekki máli, hvert mat prófessors Sig- urðar er á því, hvað kjósendum mátti vera ljóst. Að vísu er hægt að gera þá kröfu til hans að hann rökstyðji þá skoðun sína ná- kvæmlega, svo að notað sé orðalag hans sjálfs, að kjósendum hafi mátt vera ljóst, að það yrðu breytingar í þá átt, sem til umræðu hefur verið. Sjálfur viðurkennir hann, að það hafí nú kannski ekki verið alveg „kristaltært" í kosningabaráttunni. Auðvitað varð það að vera alveg kristal- tært. Þegar mótazt hefur hefð og venja í hálfa öld ganga kjósendur út frá því sem vísu, að forsetinn hagi störfum sínum í sam- ræmi við það nema forsetaframbjóðandi reki kosningabaráttu sína á þeim grundvelli, að hann hyggist koma fram breytingum. Að öðrum kosti getur forseti legið undir ámæli fyrir það að hafa blekkt þjóðina. Það er ill- skiljanlegt, að lagaprófessor telji, að hægt sé að umgangast forsetaembættið af því létt- lyndi, sem fram kemur í orðum hans en það skal jafnframt skýrt tekið fram, að með því er ekki átt við að núverandi forseti geri það. Þessar athugasemdir snúast um ummæli og skoðanir Sigurðar Líndals, en ekki embætt- isathafnir núverandi forseta. I fyrmefndum sjónvarpsþætti fjallaði Sig- urður Líndal um þá lykilspurningu, sem Morgunblaðið hefur áður gert að umtalsefni í þremur forystugreinum, hversu langt forseti Islands geti gengið í því að blanda sér í um- ræður um deilur og dægurmál, sem eru til umfjöllunar á opinberum vettvangi. Um þá spurningu segir prófessor Sigurður Líndal m.a.: „...mér finnst ekkert óeðlilegt að hann tjái sig um mál, sem brenna á þjóðinni. Það er einu sinni ekki alveg sama, hvernig hann gerir það og hann verður að gera það með gát, með vissri gát, það held ég að sé alveg ljóst og svona forðast árekstra, beina árekstra við ríkisstjórn, það held ég nú að sé alveg ljóst. En hann má ræða málin og við getum kannski komið að því seinna hvernig maður gæti hugsað sér það, við getum svo sem nefnt það strax, það er náttúrlega fjöldi af deilumálum í þjóðfélaginu og mér fínnst engin ástæða, að forsetinn leiði það alveg hjá sér, en það væri æskilegt, ef hann gerði það, að það væri svona kannski á svona dálítið hærra sjónarhóli en hin venjulega pólitíska umræða er og ég tala nú ekki um, ef hann benti svona á nýja fieti á umræðunni og gæti jafnvel leitt til þess, að menn sæju það í öðru ljósi. Þá væri það hið bezta mál að mínum dómi. Við skulum taka t.d. hálendisumræðu, fiskveiðistjórn, eitthvað þess háttar. Ef hann sæi nú einhvem sameiginlegan flöt ... eða nýjar leiðir eða hugsanlegar sáttaleiðir o.s.frv. þá finnst mér það bara mjög gott. En það er auðvitað hægara um að tala en í að komast." Þessi orð Sigurðar Líndals er ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að hann telji eðli- legt, að forseti Islands taki þátt í almennum umræðum um þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni og þá ekkert síður alvarleg deilumál, þar sem prófessorinn nefnir sér- staklega deilurnar um stjórn fiskveiða, sem staðið hafa á annan áratug og eru einhverjar mestu þjóðfélagsdeilur, sem risið hafa á lýð- veldistímanum og hálendisumræðurnar, sem stefna í sama farveg eins og öllum er vænt- anlega ljóst. Hann gerir að vísu þá kröfu, að forsetinn leitist við að tala af hærra sjónarhól en aðrir landsmenn. Til hvers mundi það leiða, ef forsetaemb- ættið yrði þróað í þann farveg, sem prófessor Sigurður telur greinilega eðlilegt? Kjör for- seta mundi snúast um afstöðu hans til þeirra dægurmála, sem efst væru á baugi, þegar kosningar færu fram. Segjum sem svo, að þær færu fram næsta vor og forsetafram- bjóðendur yrðu krafðir sagna um afstöðu sína til fiskveiðistjórnunar, hálendis- og virkjunarmála og gagnagrunnsins. Hver er staða frambjóðendanna við slíkar aðstæður? Hvernig mundi sú kosningabarátta fara fram? Er ekki alveg ljóst, að þetta fyrir- komulag mundi leiða til þess, að stjórnmála- flokkamir hefðu á ný bein afskipti af því, hverjir yi’ðu í framboði og mundu jafnframt beita öllum mætti sínum og skipulagi til þess að þeirra frambjóðandi næði kjöri? Þegar forseti hefði verið kjörinn við slíkar aðstæður mundi sá hluti kjósenda, sem væri andvígur skoðunum forseta í þessum um- deildu málum, seint geta litið á hann sem for- seta sinn, raunverulegan þjóðhöfðingja og sameiningartákn, sem Sigurður Líndal gerir að vísu lítið úr. Og þá má jafnframt spyrja: til hvers að kjósa forseta með þeim hætti? Um þessi deilumál er tekizt á í almennum kosn- ingum til Alþingis. Hvaða stjórnskipulega þýðingu hefði það að kjósa annan þjóðkjörinn fulltrúa til að sitja á Bessastöðum og kjósa hann á sömu forsendum og við kjósum al- þingismenn? Væri þá ekki einfaldara að leggja forsetaembættið niður og fela forseta Alþingis að gegna þeim embættisskyldum, sem frá lýðveldisstofnun hafa hvílt á forseta íslands? Þeir sem mæla með því, að forseti íslands taki þátt í almennum umræðum þótt frá „hærra sjónarhóli“ væri verða að hugsa þetta mál til enda. Jafnframt vakna aðrar spurningar. Núver- andi forseti Islands gerði athugasemdir við gagnagrunnsfrumvarpið í ræðu sinni á Hól- um í Hjaltadal á þann veg, að ekki fór á milli mála. Frumvarpið sjálft er hins vegar lagt fram á Alþingi í hans nafni. Hvernig getur forseti lagt fram frumvarp á Alþingi, sem hann er sjálfur á móti? Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi er það lagt fyrir forset- ann til undirskriftar. Hver er staða forseta íslands til þess að skrifa undir lög, sem hann hefur sjálfur mælt opinberlega gegn? Þýðir það, að hann er knúinn til að vísa því til þjóð- aratkvæðagreiðslu til þess að vera sjálfum sér samkvæmur? Og ef hann gerir það, kannski í hverju málinu á fætur öðru, til hvers leiðir það? Er ekki augljóst, að þá er komin upp alvarleg stjórnskipuleg kreppa í landinu? Hvernig í ósköpunum stendur á því, að prófessor í lögum við Háskóla Islands kemur ekki auga á þessa augljósu vankanta á eigin málflutningi? Sigurður Líndal sagði í sjónvarpsþættin- um, að hann teldi „óþarfa" að skilja ræðu for- setans á Hólum í Hjaltadal á þann veg, að hann væri að andmæla gagnagrunnsfrum- varpinu. Þótt Morgunblaðið sé ósammála skilningi prófessorsins á ræðunni skiptir það ekki máli í þessu samhengi, heldur sú al- menna skoðun Sigurðar Líndals, að forseti geti og eigi að taka þátt í almennum umræð- um. Slík þátttaka mundi leiða til þess, sem hér hefur verið lýst. í SJÓNVARPS- þættinum kom Sig- urður Líndal inn á þátt forseta íslands í stjómannyndunum og sagði m.a.: „Ef hér væri sífelld stjórnarkreppa og upplausn þá mundi forseti hafa og það væri alveg inn- an stjómskipunarinnar, miklu meiri afskipti af stjórnmálum. Þá gæti hann farið að möndla til ríkisstjórnir og hræra í hinum pólitísku pottum dálítið hressilega. En þegar stjórnarfar er stöðugt, sæmilega stöðugt og ríkisstjórn styðst við traustan meirihluta og ekki fyrirsjáanlegar og ekki hafa verið Forseti og stjórnar- myndun GERT að netum á Eskifirði. Morgunblaðið/RAX stjórnarkreppur um alllangan tíma þá geng- ur þetta dálítið eins og smurð vél.“ Hér hefur lagaprófessorinn fastara land undir fótum en í öðrum ummælum sínum, og þó. Lengi hefur verið talið, og það er hægt að líta svo á samkvæmt orðanna hljóðan, að for- seti íslands gæti haft mikil áhrif á stjómar- myndun, ef þannig stæði á. Eftir því, sem bezt er vitað er eina dæmið um slíkt afskipti Ásgeirs Ásgeirssonar af stjórnarmyndun í desember 1958. Þá háttaði þannig til, að vinstri stjórn Hermanns Jónassonar var fall- in en skipuleg tilraun stóð yfir til þess að endurreisa hana. Þá óskaði þáverandi forseti eftir því, að Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn og teningunum var kastað. Lagður var gmnnur að Viðreisnarstjórn, sem sat að völdum í 13 ár. Að baki ósk þáver- andi forseta hafa vafalaust legið samtöl á milli forystumanna Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks og forsetans. Frá því að þetta gerðist er ekki vitað til þess, að forseti hafí haft nokkur áhrif, sem máli skipta, á stjórnarmyndun. Það má velta fyrir sér í þessu sambandi stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens í febrúar 1980 en þó er ofmælt að segja, að Kristján Eldjám hafí haft úrslitaáhrif á hana, þótt spurningar hafí vaknað um þá ákvörðun hans að veita Gunn- ari Thoroddsen umboð til þess að mynda stjóm. Þess vegna má færa að því sterk rök, að það hafi smátt og smátt myndast fyrir því 40 ára gömul hefð, að forseti hefði ekki þau af- skipti af stjórnarmyndun, sem Sigurður Lín- dal telur að hann geti haft. Og þegar tekið er mið af þróun íslenzkra stjómmála á þessum tíma er nánast hægt að fullyrða, að forystu- menn stjórnmálaflokkanna mundu taka því afar illa, ef þeir yrðu varir við afskipti forseta af stjórnarmyndun, sem þeir kynnu að telja að ekki væru við hæfí. Alla vega er Ijóst, að lagaprófessorinn gengui- býsna langt í því að fullyrða, að forseti geti „hrært í hinum póli- tísku pottum dálítið hressilega". Eins og nú háttar málum gæti það hugsanlega leitt til mikilla átaka á milli forseta og einhvers hluta Alþingis a.m.k. Friður um forseta- embættið HÉR HAFA VERIÐ færð rök að því, að það mundi hafa óheillavænleg áhrif á forsetaembættið, ís- lenzk stjórnmál og þjóðfélag okkar, ef forsetaembættið yrði þró- að í þann farveg, sem Sigurður Líndal, pró- fessor, virðist telja eðlilegt samkvæmt um- mælum hans sjálfs í umræðuþætti í ríkis- sjónvarpinu. Við íslendingar þurfum á öðru að halda en deilum um forsetaembættið. Við kjósum alþingismenn til þess að hafa löggjafarvaldið með höndum og meirihluti Alþingis kemur sér saman um ríkisstjórn til þess að fara með framkvæmdavaldið. Þjóðin þarf ekki viðbótarfulltrúa, þjóðkjörinn for- seta, til þess að sjá um þessa hlið mála. Sem sjálfstæð þjóð þurfum við á að halda þjóð- höfðingja, sem kemur fram fyrir hönd ís- lenzku þjóðarinnar út á við og sinnir ákveðn- um embættisskyldum inn á við. Við þurfum m.ö.o. sameiningartákn. Það er mikilvægasta hlutverk forseta íslands og það er ekki lítið hlutverk. Þvert á móti skiptir það verulegu máli. Auðvitað þróast forsetaembættið með tím- anum og tekur breytingum. Það er óhjá- kvæmilegt. En það skiptir máli í hvaða átt þær breytingar stefna. Frú Vigdís Finnboga- dóttir var frumkvöðull að einni grundvallar- breytingu í rekstri forsetaembættisins. Hún hóf að beita áhrifamætti þjóðhöfðingjans meðal annarra þjóða til framdráttar íslenzku atvinnu- og viðskiptalífí. Núverandi forseti hefur fylgt þeirri breytingu fast eftir. Óhætt er að fullyrða, að bæði frú Vigdís og herra Ólafur Ragnar hafa haft jákvæð áhrif á starf- semi íslenzkra fyrirtækja erlendis. Þannig má leiða líkur að því, að forsetinn hafi haft heillavænleg áhrif á þær samningaviðræður, sem nú standa yfír á milli sænska risafyrir- tækisins Ericssons og íslenzka hugbúnaðar- fyrh’tækisins Oz, viðræður sem geta haft mjög mikla þýðingu. Þetta er dæmi um að forsetaembættið hafi verið þróað í nýjan og jákvæðan farveg. í fyrrnefndum sjónvarpsþætti sagði Sig- urður Líndal m.a.: „Mér finnst gæta oft tals- verðs misskilnings um stöðu embættisins innan stjórnskipunarinnar og ég verð nú því miður að segja það að mér þykir Morgun- blaðið hafa löngum alið á slíkum misskilningi. Ég skrifaði einu sinni 6 greinar í DV til þess svona að reyna aðeins að leiðrétta vissar missagnir í Morgunblaðinu og hef nú reynd- ar aldrei fengið neinar athugasemdir svo ég geri ráð fyrir því að þeir fallist á þær.“ Því miður virðist það hafa farið fram hjá ritstjórn Morgunblaðsins, að prófessorinn hafí skrifað 6 greinar í DV til þess að „leið- rétta ... missagnir“ Morgunblaðsins. Þar af leiðandi getur hann engar ályktanir dregið af því, að um þær hafí ekki verið fjallað. Hins vegar hefur hér verið fjallað um þau sjónar- mið, sem hann setti fram opinberlega í fyrri viku og fer þá væntanlega ekki lengur á milli mála, hver skoðanamunur prófessorsins og Morgunblaðsins er. „Hvernig getur for- seti lagt fram frum- varp á Alþingi, sem hann er sjálfur á móti? Verði frum- varpið samþykkt á Alþingi er það lagt fyrir forsetann til undirskriftar. Hver er staða forseta Is- lands til þess að skrifa undir lög, sem hann hefur sjálfur mælt opin- berlega gegn? Þýð- ir það, að hann er knúinn til að vísa því til þjóðarat- kvæðagreiðslu til þess að vera sjálf- um sér samkvæm- ur? Og ef hann ger- ir það, kannski í hverju málinu á fætur öðru, til hvers leiðir það? Er ekki augljóst, að þá er komin upp alvar- leg stjórnskipuleg kreppa í landinu? Hvernig í ósköpun- um stendur á því, að prófessor í lög- um við Háskóla Is- lands kemur ekki auga á þessa aug- ljósu vankanta á eigin málflutningi?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.