Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ 8 I I FERÐAVAGN fyrir framan Hjálpræðishershúsið við suðurenda Aðal- strætis. Árni Thorsteinsson tók myndina milli 1890 og 1900. Hugsan- legt er að þetta sé „laugavagninn" sem Björn Kristjánsson kaupmaður flutti inn vorið 1890. ÚR gömlu sundlaugunum, senuilega laust eftir 1930. Kristján Þor- grímsson (t.v.) og Árnbjörg Árnadóttir, kona hans, Día (lengst t.h.). Ragnar Þorgrímsson er á bak við Díu en milli Kristjáns og Díu er ná- grannakona þeirra sem Kristín hét. tækinu væri ekið um hann. Vorið 1890 flutti Björn Kristjánsson kaup- maður til landsins fjórhjólaðan ferðavagn, hinn fyrsta sinnar gerðar á landinu, þegar hann kom heim frá söngnámi í Kaupmannahöfn. Þetta var átta manna hestvagn sem hægt var að beita fyrir einum eða tveimur hestum eftir hentugleikum. Björn réð kúsk til að aka vagninum og bjóða bæjarbúum að aka þeim, eink- um þvottakonum á leið í Laugarnar, og þessar fyrstu föstu áætlunarferð- ir hestvagns á Islandi hófust 2. júní. Eitthvað var um að menn fengju vagninn leigðan til ferða eftir hinum nýja þjóðvegi austur í Svínahraun, einkum þó enskir ferðamenn, en harla lítið var um að heimamenn færu slíkar skemmtiferðir. Þar kann einhverju að hafa ráðið að vegurinn var vondur og holóttur þar sem hon- um var lítt eða ekki haldið við eftir að lagningu hans var lokið, en Þjóð- ólfur taldi þó meiru ráða í þessu efni „...vanaleysi og sinnuleysi um hvers konar framfaranýbreytni...“. Jafnvel þvottakonurnar notfærðu sér vagn- inn furðu lítið til laugaferða með þvott. Það þótti Þjóðólfi aðfmnslu- vert: „...með því að skrælingjasiður- inn gamli að láta kvennfólk ganga með klyfjar á baki af þvottum og þvotta-áhöldum milli höfuðstaðarins og lauganna var of rótgróinn til þess, að hann hyi-fi allt í einu“. Blað- ið taldi einnig að „...Best færi á því, að húsráðendur vöknuðu óknúðir og gerðu það sér til sóma að hætta að hafa vinnukonur íyrir áburðarklára í laugar heldur tímdu að gjalda þessa fáu aura, sem það kostaði að flytja þvottinn á vagni.“ Þessi fyrsta til- raun til fastra vagnferða á Islandi lagðist fljótlega af vegna þess að of fáir notfærðu sér þær. Einstöku menn leigðu vagninn til laugaferða fyi'st framan af, en þegar fram í sótti fór ferðum hans fækkandi, laugaferðum sem öðrum. Björn rak vagninn í fyrstu með tapi en neydd- ist að lokum til að selja hann með af- föllum. Blaðið Reykvíkingur sagði að helsta orsök þess hvernig fór um laugaferðirnar hefði verið sú að vinnukonurnar, sumar hverjar, hefðu ekki viljað þiggja af húsbænd- um sínum að þeir leigðu vagninn fyrir sig því þær hefðu þóst geta borið þvottinn sjálfar nú sem fyrr! Að mati blaðsins var þetta í aðra röndina af íhaldssemi stúlknanna en í hina ýmist vegna sípingsskapar húsbænda þeirra eða einfaldlega peningaleysis. Jarðskjálftinn mikli 1929; jarð- boranir við Laugarnar Tíminn æðir áfram eins og straumhörð elfur og flest augnablik í lífi hvers manns týnast jafnharðan. Sem betur fer geymist þó ein og ein andrá í hugum manna, einstakir at- burðir eða rás atburða og oft má raða saman brotakenndum minning- um um löngu liðin atvik og endur- skapa þau, kalla fram myndir af fólki og kringumstæðum. Einmitt þannig andartak barst með tímans flaumi í Reykjavík þriðjudaginn 23. júlí 1929 þegar klukkuna vantaði 17 mínútur í sex. Þá skókst jörð víða um Reykjanesskaga og menn sögðu þetta hafa verið harðasta jarð- skjálftakipp í Reykjavík í manna minnum. Hann mældist 6,3 á Richterskvarða, var snarpari en sá sem varð árið 1896 og taldist vera eftirminnilegur. Velflestir Reykvík- ingar þustu út á götur og glöggt mátti sjá hvernig húsin, einkum hin hæstu, vingsuðust til og heyra hvernig hvein og söng í þeim. Götur og stéttar gengu svo til að sást í rað- ir gangstéttarflísanna þegar þær sporðreistust eitt augnablik, höfnin og Tjörnin ýfðust eins og í ofsa- stormi. Sprungur komu í veggi og loft steinsteypuhúsa, nokkrir reyk- háfar hrundu, allmargar sprungur komu í hafnargarða og botn sund- laugarinnar í Laugarnesi sprakk svo hún tæmdist á augnabliki. Þessar hræringar stóðu í 40 sekúndur. Ef til vill hefur enginn lifað þessar sekúndur á jafnáhrifaríkan hátt og Gestur Þorgrímsson í Laugarnesi. Hann var í sundlauginni þennan þriðjudagseftirmiðdag eins og endranær, ásamt fjölda manns. Veð- ur var hið blíðasta, vestangola, 12 stiga hiti og heiðskírt. Augnabliki áður en ósköpin dundu yfir prílaði þessi níu ára piltur upp á stóra stökkbrettið, gekk út á enda þess og stökk. I sama mund kvað við druna, líkt og þungt högg riði, og í lausu lofti, æsilegu stökki á leið niður í volgt vatnið, flaug í gegnum huga drengsins að líklega hefði bíl verið ekið á bámjárnsgirðinguna um- hverfis laugina. Svo vissi hann ekki af sér fyrr en hann sat á botninum og ekki vatnsdropi í lauginni. Þegar hann kom til sjálfs sín hreyfði hann sig ofur varlega og þuklaði á helstu útlimum til að gá að því hvort hann væri heill og óskaddaður, skimaði þvínæst í kringum sig en sá ekkert vatn, aðeins stóra og mikla spmngu á laugarbotninum. Þar hafði vatnið sogast niður á svipstundu og vænt- anlega flætt gegnum gljúpan mýrar- jarðveginn undir lauginni niður í Laugalækinn þar sem hann rann undir sólskýlunum. Það varð uppi fótur og fit og í fyrstunni vissi fólk varla hvað hefði gerst. Sólbaðsskýli kvennanna var þétt setið þegar ósköpin dundu yfir og eftir ringul- reið í fáein andartök þustu þær af stað út, þeirra á meðal Alda Hansen, dóttir járnsmiðsins, og hver spurði aðra hvað gerst hefði. Fljótlega átt- aði fólk sig á að þetta hefði verið jarðskjálfti og það spurðist út að svo öflugur hefði hann verið að vegurinn og túnin hefðu gengið í bylgjum. Niðri á Innri-Kirkjusandi var fólk á leið utan úr fiskreitum í þuirkhús- ið, þar á meðal Guðbjörg, dóttir Stefáns Sveinssonar verkstjóra. Á þessu sama augnabliki, klukkan 17:43, var hópurinn staddur á brúnni yfir Bjarmalandslækinn. Þá tók allt að skjálfa en fólkið hélt áfram göngu sinni. í þeim svifum kom Stefán verkstjóri hlaupandi út úr þurrkhúsinu og sagði að enginn skyldi fara þangað inn. Fólkið leit í kringum sig og horfði í örfá andar- tök á þurrkreitana lyftast og hvern- ig líkt og bylgja gekk um þá. Svo kyrrðist veröldin og allt datt í dúna- logn. SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 37 \ 1 i I < í j I ! í I MEST LESMA BÓK í NORÐUR-ATLAWTSHAFI JOLAGJOF með yfir 800 skipamyndum og öðm fjölbreytilegu efni. ► SÉRTILBOÐ KRONURTIL ARAMOTA skerpta GUCCI t i m e p i e c e s Leonard - Kringlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.