Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Mannlíf við Sund ✓ I bókinni Mannlíf við Sund eftir Þorgrím Gestsson er rakin saga jarðarinnar Laug- arness í þúsund ár, frá landnámi fram til þess að stálgráir strætisvagnar tóku að renna um Seltjarnarnes og Laugarnes varð órjúfanlegur hluti af þeirri Reykjavík- urborg sem við þekkjum nú. Hér birtast brot úr nokkrum köflum. BÓKIN hefst með þessum hætti: Hófatak á mjúkri grund rauf þá kyrrð sem ríkt hafði frá öndverðu. Flokkur manna kom ríðandi austan að og stansaði á holtinu þar sem hæst bar. Mófuglar flögruðu upp en spöktust fljótt og settust aftur, óvan- ir mannaferðum. Fremst í flokknum riðu karl og kona, skartlega búin. Þau stigu af baki og horfðu yfír hrísi- og kjarrivaxna ásana og mýrarnar á nesinu sem teygði sig fyrir fótum þeirra vestur í flóann, í átt til hníg- andi sólar, yfir eyjarnar á sundunum og til fjallanna sem blánuðu í norðri. Þannig getum við reynt að sjá fyr- ir okkur hina fyrstu Reykvíkinga koma ofan um heiði, til nýrra heim- kynna sinna sumarið 877 og stansa þar sem nú heitir Artúnsholt: Ingólf Ai'narson, Hallveigu Fróðadóttur, Helgu Arnardóttur, ekkju Hjörleifs fóstbróður hans, og fylgdarlið þeirra. I kyrru veðri hafa þau séð gufumökk stíga frá miklum laugum í einni mýranna á nesinu norðan- verðu, vestan undir lágum ási, og volgum læk sem hlykkjaðist um mýrina til sjávar. Allar götur síðan var þetta land kennt við laugarnar; mýrin lengst af nefnd Laugamýri, nú Laugardalur, holtið austan við hana Laugaholt, síðar Laugarás, og lækurinn Laugalækur. A tanganum austan við víkina þar sem Ingólfur reisti bæ sinn, Laugarnestanga, var þegar á landnámstíð byggt býh sem einnig var kennt við laugarnar og nefnt Laugarnes. Vask og breiðsla á Kirkjusandi; lífið og saltfískurinn Farið var að byggja togaraflotann upp aftur eftir að stríðinu lauk, vorið 1918, og vetrarvertíð hófst á réttum tíma árið 1919, í lok mars eða byrjun apríl. Það var létt yfir fólki því stríðshörmungarnar voru að baki, kolaskipin komust orðið óhindrað yfir hafið og ekkert var því til fyrir- stöðu að þráðurinn yrði tekinn upp þar sem frá var horfið þegar allt fór í bál og brand í heiminum og farið að verka saltfisk ofan í Itali, Spánverja og Portúgali. Baccalao kölluðu þeir víst þessa eftirsóttu afurð sem veidd var hér norður í höfum, flött um borð í togurum, vöskuð og verkuð í fiskvinnslustöðvum á Reykjavíkur- strönd og loks þurrkuð á steinlögð- um fiskreitum, undir norrænni sól sem var rétt ylvolg þegar best lét. Þegar fréttist að verið væri að landa fyrsta saltfiskfarmi vertíðarinnar fóru stúlkur víðsvegar um Reykja- vík að taka sig til, draga fram gúmmístígvél og vaxpils og finna sér nýja ullarvettlinga að brúka í vask- inu. Margar þurftu að skreppa niður í Geysi að kaupa sér nýja svuntu, einkum vantaði þær strigasvuntur til að nota við breiðsluna og saman- tektina á reitunum, því þær entust skemur en svellþykkar vaxsvunt- urnar sem voru notaðar við vaskið. Svo var haldið af stað áleiðis vestur í Alliance eða austur með sjó, í Kveld- úlf eða Defensor. Sumar fóru alla leið inn á Kirkjusand, um hálftíma gang frá Reykjavík. Karlar og kon- ur streymdu til vinnu og litlir Ford- ar höktu sömu leið, hver með hálft tonn af flöttum, söltuðum togara- fiski á palli, og uppskipunarpramm- ar stefndu inn sundin með fisk fyrir stöðvarnar tvær á Sandinum, ís- landsfélagið og Th. Thorsteinsson. Líf færðist í fiskvinnslustöðvarnar á Kirkjusandi á þessum útmánuðum eins og aðrar fiskverkunarstöðvar. Klukkan sjö á hverjum morgni fyllt- ust vaskhúsin af glaðlegum, ungum stúlkum og konum á besta aldri. Þær voru dúðaðar í ullarpeysum ut- an yfir kjólunum, settu á sig vax- svuntumar og drógu á sig ullarvett- linga og smokka sem náðu frá úlnlið upp á olnboga, sóttu sér hnífa og bursta upp á hillu, mösuðu saman og spjölluðu; þær höfðu margar hverjar unnið hér á Sandinum áður og höfðu ekki hist lengi, enda víðs vegar að af landinu. Því var margt að spjalla í vertíðarbyrjun, og svo þurfti að segja þeim til sem nýjar voru, sýna þeim handtökin og leggja þeim lífs- reglurnar. Þær voru búnar að koma sér fyrir í vistarverunum, verbúðum fiskvinnslustöðvanna þar sem þær mundu halda til vertíðina út, meðan þær ynnu ýmist í vaski eða við breiðslu og samantekt frá klukkan sjö á morgnana til sex á kvöldin, 11 tíma á dag, stundum lengur, sex daga vikunnar. Konumar röðuðu sér við körin, fjórar við hvora hlið, og höfðu bursta og breiðblaða hnífa með vafin skefti, en karlarnir rifu fiskinn úr stæðun- um, hlóðu í hjólbörar og sturtuðu við fætur þeirra. Þær þrifu upp fiskana og skelltu þeim ofan í ískalt vatnið, sem streymdi í sífellu og rann yfir brúnir karanna, til að bleyta í salt- inu, tóku þá upp aftur og lögðu á fjöl sem lá karbarma á milli. Svo var burstað og burstað báðum megin, bæði roð og fiskur, niðurpressaðir uggar rifnir upp, hreinsað vel og vandlega undir þeim; svarta himnan á þunnildunum varð að hverfa, og dygði ekki burstinn á hana nudduðu þær með öðrum vettlingnum þar til hún var gersamlega horfin. Síðan gripu þær til hnífsins og hreinsuðu blóð úr hnakkastykki og hrygg. Þeg- ar nóg þótti vaskað og hreinsað fleygðu þær fiskunum í tágakörfur sem stóðu við fætur þeirra, og þegar þær vora orðnar fullar komu karl- amir, tóku körfurnar og stöfluðu fiskinum í stæður á ný. Þeir fylgdust árvökulum augum með því að nógu vel væri vaskað, hvergi blóðarða eft- ir, og vel farið undir hvern ugga, hvergi skítur, ekki vottur af svörtu himnunni, allt salt vandlega burstað í burtu. Ef minnsta misfella sást á fiski flaug hann aftur ofan í karið og sú kona sem hafði ekki vaskað nægi- lega vel að mati karlanna varð að bæta úr. Ekkert mátti verðfella fisk- inn á mörkuðum á Spáni eða Portú- gal; íslenskur saltfiskur varð að vera hvítur og fallegur, ekta „baccalao Is- landica“. Þetta var kuldalegt starf og erfitt. Vaskahúsið var opið í báða enda, svo þar var jafnkalt og úti, og kuldinn beit í klærnar þegar þeim var stung- ið ofan í vatnið á köldum morgnum, ekki síst þegar frost var og vatnið ísilagt í byrjun vinnudags. Körin vora yfirleitt fyllt á kvöldin og því FISKBREIÐSLA á Ytri-Kirkjusandi. Myndin hefur verið tekin eftir 1912 því ef vel er að gáð sést þakið á Bjarmalandi bera í fremsta húsið á myndinni. Bjarmaland var byggt það ár. Lengst til vinstri er risið þurrk- hús Th. Thorsteinssonar, sem stendur enn og er nú á athafnasvæði Strætisvagna Reykjavikur. EGGERT Ólafsson og Bjarni Pálsson settu borinn Rata upp á litlum hóli skammt frá hvernum í Laugarneslaugum. Ekki er ólíklegt að bor- inn hafi staðið uppi á hólnum sem er fjærst á myndinni og nefndur hef- ur verið Laugahóll. Þessa mynd tók Daniel Bruun við Þvottalaugar rétt eftir aldamótin 1900. Pilturinn fremst á myndinni er sonur hans. lagði þau á nóttunni þegar frost var, svo konurnar urðu að nota burstana til að brjóta vök á ísinn og sópa hon- um frá sér með ullarvettlingunum áður en þær gátu tekið til við vaskið. Vettlingarnir voru fljótir að blotna og þófna, fingur kvennanna dofnuðu og það var líkt og hendurnar vildu þvæl- ast fyrir. Þá tóku þær vettlingana af sér, undu fast, drógu þá aftur á hend- umar og örlítill ylur ornaði þeim eitt augnablik, en svo kom dofinn aftur. En engin kippti sér upp við þetta, engin kvartaði, og kaldur mátti hann vera ef þær vora ekki búnar að vinna sér til hita um hádegisbil. Það vora engir smátittir sem verið var að vaska, sérstaklega í byrjun vertíðar, vetrarfiskurinn gat verið stærri en sumar stúlkurnar. En þær komust fljótlega upp á lagið við þetta, og þegar leið á vertíðina fór fiskurinn heldur að smækka og fegn- ar voru þær þegar meira varð um millifisk sem var í kringum 50 sentí- metra langur og enn minni fiskur en það, labrador sem kallaður var. Þá gátu þær tekið heilu búntin í einu og fleygt ofan í körin, og við það jukust líka tekjumar því vaskið var allt i akkorði og það var unnið sleitulaust, ekkert gefið eftir. Þær fengu greitt fyrir hvert hundrað fiska sem þær skiluðu í körfurnar; þegar mikið var af rígaþorski í aflanum vora afköstin ekki ýkjamikil, þetta 250 til 300 fisk- ar yfir daginn, ef til vill meira hjá þeim vönustu og sterkustu, en þegar á leið og fiskurinn varð smærri fjölg- aði hundraðunum og duglegar stúlk- ur vöskuðu allt upp í hálft annað þúsund yfir daginn. Karlarnir sem bára frá þeim fiskinn í tágakörfun- um höfðu tölu á þessu öllu og skrif- uðu hverja 50 eða 100 fiska sem frá þeim gengu á stór pappaspjöld þar sem hver stúlka átti sinn dálk. Laugavegur lagður, fyrsti laugavagninn Sama haustið og rætt var um að flytja lýsisbræðslu Zoéga inn á Kirkjusand kom til tals í fátækra- nefndinni hvernig skapa mætti at- vinnu í því harðæri og atvinnuleysi sem þrengdi að fólki. Athyglin beindist einkum að vegavinnu, og þar sem bærinn var nú orðinn eig- andi að Laugarnesi, og þar með Þvottalaugunum, datt einhverjum nefndarmanna í hug að ráð væri að hefja vegarlagningu þangað inn eft- ir. Þessari hugmynd var komið til bæjarstjórnarinnar sem samþykkti hana og ákveðið var að biðja lands- höfðingjann um allt að 3000 króna lán í þessu skyni úr viðlagasjóði. Haustið var gott og því hægt að vinna af kappi við vegarlagninguna. Féð þraut að vísu þegar leið á októ- ber og svo er að sjá sem bæjar- stjórnin hafi þá viljað fresta verkinu. En bæjarmönnum fannst ugglaust gott að hafa einhverja vinnu á þess- um erfiðleikatímum, auk þess sem þeim hefur sjálfsagt litist vel á að fá veg austur úr bænum, og menn voru þegar farnir að nefna hann Lauga- veg. Þegar vitnaðist að hætta ætti vinnu við veginn tóku 35 bæjarbúar sig til og skoruðu á bæjarstjórnina að finna ráð til þess að haldið yrði áfram vegarlagningunni meðan tíð leyfði. Úr varð að leitað var eftir 2000 króna láni til viðbótar, og áfram var unnið í Laugaveginum. Undir áramót var hann kominn inn að Rauðarárlæk, „inn að hlemmi“ sem kallað var, eftir tréhlemmi þeim sem lagður hafði verið á lækinn, alls 600 faðmar frá Vegamótum. Þegar sæmilega fær vegur var kominn þetta langt áleiðis inn í Þvottalaugar var komið að því að láta þann draum rætast sem ýmsir höfðu alið með sér lengi, að koma upp skýli fyrir þvottakonurnar í stað laugahússins sem fauk árið 1857. Nokkrar konur í Reykjavík undir forystu Þórunnar Jónassens, konu Jónasar Jónassens héraðslæknis, stofnuðu Thorvaldsensfélagið árið 1875 og fóru fram á það við bæjar- stjórnina haustið 1887 að fá að reisa hús við Laugarnar. Það var leyft með því skilyrði að afnotin yrðu ókeypis, sem konunum hefur sjálf- sagt ekki verið á móti skapi. Til verksins var fenginn Jakob Sveins- son, annálaður trésmiður, lengi for- maður iðnaðarmanna í Reykjavík. Hann flutti byggingarefnið sjóleið- ina inn í Laugarnes 2. ágúst 1888 í blíðskaparveðri og björtu sólskini og lauk smíðinni á réttum tveimur vik- um. Laugardaginn 18. ágúst var enn sama blíðan, austan andvari, bjart og hlýtt. Þann dag gekk Jónas Jónassen inn í Laugar að líta handa- verkið og með honum vora Soffía, dóttir hans, Oli Finsen póstmeistari, María, síðari kona Finsens, og systir Jónasar, börn þeii'ra og fleira fólk. Þau nutu veðurblíðunnar þarna inn- frá, skoðuðu hið nýja laugahús og settust síðan niður og fengu sér kaffi áður en haldið var til bæjarins á ný. Þótt aðstæður þvottakvennanna bötnuðu mikið með tilkomu lauga- hússins urðu þær enn um sinn að rogast með þvottinn um vegleysur frá Rauðará inn í Laugar. En þess var ekki langt að bíða að hagur þeirra vænkaðist. Sumarið 1889 var farið að leggja þjóðveg áleiðis aust- ur að Svínahrauni og úr varð að bæjarstjórnin lét hefja vegarlagn- ingu frá Rauðará til móts við hinn nýja þjóðveg því bærinn hafði keypt Rauðarána af landsstjórninni fyrii' 2400 krónur. Björn Jónsson, rit- stjóri Isafoldar og bæjarstjórnar- maður, lagði til að fimm álna breiður vagnvegur yrði lagður frá nýja veg- inum fyrir innan Fúlutjarnarlæk niður að þvottahúsinu og frá honum annar vegur að sundhúsi sem var þá risið við dálítið lón nokkru neðar í Laugalæknum. Ekki þarf að koma á óvart að Björn skyldi hafa haft for- göngu um þessa vegarlagningu því hann hafði verið einn ötulasti hvata- maður þess að þetta sundstæði var endurbætt, sem síðar verður sagt frá. Eftir að vagnfær vegur hafði ver- ið lagður austur úr bænum var þess ekki langt að bíða að fyrsta farar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.