Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
s
Ytt undir
fyrir-
hyggjuna
Launþegum gefst kostur á að auka lífeyris-
sparnað sinn frá áramótum en njóta áfram
skattahagræðis á sama hátt og verið hefur
af lögbundnum sparnaði. Kristján Jónsson
kynnti sér málið
Morgunblaðið/Ásdís
FYRIRHYGGJULEYSI verður okkur stundum að fótaskorti og nú vilja stjórnvöld að
launþegar tryggi betur hag sinn í ellinni með því að auka spamað.
FLESTIR íslendingar
greiða nú samkvæmt lög-
um 4% af tekjum sínum í
lífeyrissparnað en auk þess
leggur vinnuveitandi til 6% á móti.
Frá áramótum verður sú breyting á
lögum um skattskyldar tekjur að
heimild til að draga iðgjöld frá tekj-
um fyrir skatt verður aukin um allt
að 2%, upp í 6%. Skilyrðið er að fólk
noti féð til að auka sparnað og festi
greiðslumar til sextugs í lífeyris-
sjóði eða öðrum viðurkenndum líf-
eyrisspamaði, t.d. verðbréfasjóði,
hjá líftryggingafélagi eða í banka.
Hvatningin sem notuð er af hálfu
stjómvalda er einkum sú að greiðsl-
urnar em ekki skattlagðar fyrr en
þær em teknar út, hvorki er greidd-
ur eigna- né fjármagnstekjuskattur
og vinnuveitanda ber skylda til að
leggja fram tíunda hluta þess sem
viðkomandi launþegi ákveður að
bæta við lögbundinn sparnað. Á
móti kemur að vinnuveitandi lækk-
ar tryggingagjald um einn tíunda af
stofnfjárhæð.
En ekki má gleyma mannlega
þættinum; fyrirhöfnin við að taka
upp þennan spamað er afar lítil.
Hægt er að semja við t.d. líftrygg-
ingafélag eða verðbréfasjóð sem
hefur þá samband við vinnuveitand-
ann og greinir honum frá því hve
hátt hlutfall umræddur starfsmaður
vilji leggja aukalega til hliðar. Er þá
tryggt að fjárhæðin er dregin frá
launum íyrir skatt.
Reglurnar um útborgun eru
einnig rýmri en um lögbundna
spamaðinn, hægt að byrja þegar
sextugsaldri er náð.
Reglugerð um breytinguna kom
út í vikunni og enn er verið að
ganga frá leiðbeiningum sem henni
fylgja. Hefur því ekki verið mikið
um undirbúning hjá væntanlegum
vörsluhöfum, þ. e. lífeyrissjóðum og
öðmm fjármálafyrirtækjum en þó
hafa menn sums staðar þegar
stofnað sérsjóði til að annast þenn-
an nýja spamað. Haft var samráð
við ýmsa hagsmunaaðila eins og
talsmenn launþegasamtaka og
vinnuveitenda um gerð reglugerð-
arinnar, að sögn Steingríms Ara
Arasonar hjá fjánnálaráðuneytinu.
Ætlunin er að breytingin verði
kynnt í fjölmiðlum á næstu dögum
með sameiginlegu átaki stjómvalda
og helstu samtaka sem við sögu
koma. Ríkisstarfsmenn munu
einnig fá bréf um málið.
Nefnd og spamaður
Skipuð var neftid á vegum ríkis-
stjórnarinnar í sumar og var verk-
efni hennar að gera tillögur um leið-
ir til að auka þjóðhagslegan spamað
og fara yfir hugmyndir í þeim efn-
um, m.a. með skattaívilnunum. Oft
hefur verið bent á að lítill sparnaður
sé einn af veikustu hlekkjum ís-
lenska hagkerfisins.
„Einnig er æskilegt að lífeyris-
sparnaður aukist frá því sem nú er
til að menn eigi almennt rétt á líf-
eyri sem er í æskilegu hlutfalli við
Samanburður á hefðbundnum sparnaði
og lífeyrissparnaði (séreignarsjóðum)
Reiknað er með kr. 5.000 sparnaði á mánuði, 5% raun-
ávöxtun á ári og að sparnaður sé innleystur á 10 árum
Heimild: VtB Hefðbundinn Hefðbundinn Lífeyris- Lífeyris- Lifeyris-
sparnaður sparnaður sparnaður sparnaður sparnaður
Skattaleg meðferð Eignar- skattur Enginn eignarskattur (séreignar- sjóðir) með afslætti á tryggingargj. með 100% persónuafsl.
Tekjusk. af innborgunum Já Já Nei Nei Nei
Tekjusk. af útborgunum Nei Nei Já Já Já
Fjármagnstekjuskattur Já Já Nei Nei Nei
Eignarskattur Já Nei Nei Nei Nei
Persónuafsl. af útborg. Nei Nei Nei Nei 100%
Sparnaður f. skatta kr. 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000
Tekjuskattur -1.951 1.951 0 0 0
Afsl. á tryggingagjjaldi 0 0 0 500 500
Sparnaður nettó 3.049 3.049 5.000 5.500 5.500
Eign eftir 5 ár kr. 198.912 204.207 339.069 372.976 372.976
Tekjuskattur 0 0 ■ -132.305 -145.535 0
Eign eftir tekjuskatt 198.912 204.207 206.764 227.440 372.976
Ávinningur:
Fjármagnstekjusk. 2.557 2.557 2.557
Eignarskattur 5.296 5.296 5.296 5.2956
Afsl. á tryggingagjaldi 20.676 20.676
Tekjuskattur 145.535
Ávinningur samtals 0 5.296 7.852 28.529 174.064
E:gn eftir tekjuskatía m.v. mismunandi sparnaóartima j
Hefðbundinn
sparnaður
Fullur eignar-
skattur
Sparnaðar-
tími------
□D
Lífeyrissparnaður
(séreiqnarsióður)
Hefðbundinn-----------
sparnaður
Engirm—
eignarskattur
■ S3
e a
Í3.S
“g 3)
E §
CtJ -C
•»e- ■**<
■2 d2
Cjtu
□
~rtr
SSj
11
11
□
8
m.kr.
7
6
5
4
3
2
1
0
10 20 30 40ár 10 20 30 40ár 10 20 30 40ár 10 20 30 40ár 10 20 30 40ár
þau laun sem þeir hafa haft yfir
starfsævina,“ segir í athugasemdum
við stjórnarfrumvarpið sem afgreitt
var á þingi í vetur.
Er stefnan sú að lífeyrissjóðirnir
leysi að verulegu leyti hefðbundnar
almannatryggingar af hólmi en auk
þess tryggi fólk hag sinn enn betur
með öðrum viðbótarsparnaði.
Ástæðan fyrir þessari áherslu-
breytingu hér og í flestum öðrum
Vestur-Evrópuríkjum er að hlutfall
aldraðra af heildarmannfjölda mun
vaxa hratt á næstu áratugum. Ut-
gjöld til öldrunar- og heilbrigðis-
mála munu því óhjákvæmilega
vaxa. Verði ekki gripið til einhverra
ráða gæti farið svo að þeir sem eru
vinnufærir rísi ekki undir
kostnaðinum af velferðarkerfinu.
„Lífeyrissjóðir eru
bundnir við 36. grein
laga um lífeyrissjóði. Þar
er meðal annars tilgreint
að lífeyrissjóðir megi
ekki festa meira en 35%
af heildarfé sínu í hluta-
bréfum. Hjá verðbréfa-
fyrirtækjum er hægt að
velja á milli sjóða á sér-
stökum fjárvörslureikn-
ingum og þar geta hluta-
bréf orðið 50-60% af
heildareign sjóðsins.“
Mikilvægt að
eiga líka óbund-
inn varasjóð
HVERNIG á venju-
legur launþegi að
liaga sér ef hann vill
nýta sér réttinn sem
nýju ákvæðin um
aukinn lífeyris-
sparnað veita?
„Hann gæti snúið
sér til mín!“ segir
Gunnar Baldvinsson,
forstöðumaður hins
Almenna lífeyrissjóðs
VÍB eða ALVÍB.
„VÍB rekur séreigna-
lífeyrissjóð en fyrir-
tækið verður auk
þess, eins og önnur
fjármálafyrirtæki,
með sérstaka samninga þar sem
hægt er að velja milli einstakra
verðbréfasjóða. Heimilt verður
að bjóða sérstaka þjónustusamn-
inga og þá geta menn valið sína
eigin samsetningu á fjárfesting-
arleiðum.
Ég myndi benda á að þessi nýi
möguleiki væri mjög góður kost-
ur vegna þess að lífeyrissparnað-
ur er hagkvæmasta leiðin í eftir-
launasparnaði í skattalegu tillit.i.
I fyrsta lagi fara greiðslurnar
óskattlagðar inn á þessa reikn-
inga, áður en skattur er greidd-
ur af launum er iðgjaldið dregið
frá.
f öðru lagi, á meðan féð er í
ávöxtun er ekki greiddur eigna-
skattur af fjárhæðinni og í þriðja
lagi ekki heldur tekinn af þessu
fjármagnstekjuskattur."
Gunnar minnir einnig á þá
skyldu atvinnurekenda að bæta
10% af fjárhæðinni við, það er
spari menn til dæmis aukalega
1.000 krónur á mánuði frá
áramótum bætast við 100 krónur
frá vinnuveitanda.
„Menn mega byija að taka féð
út þegar þeir verða sextugir en
verða að dreifa úttektinni á
minnst sjö ár, geta dreift þessu á
lengri tíma. Ef þeir byrja að
taka féð út seinna, t.d. 62 ára, þá
styttist endurgreiðslutíminn sem
því nemur, verður fimm ár. Svo
er hægt að bíða fram á 67 ára
aldurinn og taka þá út alla fjár-
hæðina.
Reynslan af séreignasjóðum
hér sýnir að menn dreifa venju-
lega úttektinni á langan tíma,
allmörg ár. Draga má persónu-
frádrátt frá útborgunum og í
sumum tilvikum, t.d. ef fólk hef-
ur af einhveijum
ástæðum ekki greitt
í lífeyrissjóð, hættir
að vinna þegar um
sextugt eða veikist
og verður óvinnu-
fært, eiga menn
vannýttan persónu-
frádrátt og þá getur
þetta orðið mjög
hagkvæmt. Tekju-
skattur er greiddur
af fjárhæðinni sem
menn taka út en með
vannýttum frádrætti
er einnig liægt að
lækka tekjuskatt-
inn.“
En eiga allir að nýta sér 2%
sparnaðinn? „Ég mæli eindregið
með því að sem flestir geri það
en fólk þarf samt að átta sig vel
á því að peningarnir eru bundnir
fram til sextugs. Undantekning
er aðeins gerð ef fólk verður fyr-
ir varanlegu heilsutjóni. Þegar
maður er að ráðleggja fólki í
fjármálum er eitt það fyrsta að
benda því á að koma sér upp
varasjóði til að mæta fjárhags-
legum áföllum."
Þakið getur farið að leka
„Eigi t.d. þrítugur maður ekki
slíkan sjóð fyrir held ég að skyn-
samlegra sé að byggja upp sjóð,
þetta geta verið t.d. ríkisskulda-
bréf, hlutur í verðbréfasjóði eða
eitthvað annað sem hægt er að
breyta í peninga með Iitlum
kostnaði og fyrirvara, áður en
tekin er ákvörðun um að binda
sparnað svona lengi. Enda þótt
þessi sparnaður sé skattalega
hagkvæmur er þess að gæta að
kostnaðurinn við að lenda í
óvæntum áföllum og eiga ekki
fyrir þeim, þurfa að taka dýr lán
til að brúa bilið, er líka mikill og
kann að vega þyngra en ávinn-
ingurinn af Iífeyrissparnaðinum.
Þetta er því fyrsta heilræðið
og fyrir venjulega íjölskyldu
gæti heppileg fjárhæð verið frá
þriggja til níu mánaða brúttó-
launum.
Fólk getur orðið fyrir slysi eða
veikst en öllu nærtækara er
kannski að nefna óhöpp eins og
viðgerðir. Þakið getur farið að
leka. Svona gerist alltaf öðru
hveiju en vandinn er sá að oft
eru nokkur ár á milli, þetta vill
því gleymast."
Gunnar Baldvinsson