Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Háskólinn selur Reykjavíkurapótek Ríkisendurskoðandi um lífeyrisrótt bankastjóra Gerði athuga- semdir við útreikn ing róttindanna Kroppað í kuldanum á Kjalar- nesi ÞAÐ var stinningskaldi og heldur hryssingslegt um að lit- ast á Kjalarnesi í vikubyrjun. Hrossin sneru undan norðaust- anáttinni þar sem þau kropp- uðu í snjónum. í dag er spáð allhvössu veðri víða á landinu með stormi og snjókomu á Vestfjörðum og allhvassri aust- an og norðaustan átt með snjó- komu norðanlands en rigningu sunnanlands. Veðurstofan spáir þvi að heldur muni hlýna í bili. Hiti verði tvö til fimm stig sunnan og austan til en frost á bilinu núll til tvö stig á Norður- landi og á Vestfjörðum yfir daginn. HÁSKÓLI íslands hefur selt Reykjavíkurapótek, sem er á homi Austurstrætis og Pósthússtrætis. Kaupandinn er Eignarhaldsfélag Karls Steingrímssonar, sem kennd- ur er við Pelsinn. Kaupverðið fæst ekki uppgefið, en Ragnar Ingimars- son, forstjóri Happdrættis Háskól- ans, segir það vel viðunandi. I frétt Morgunblaðsins um fyrirhugaða sölu hússins í síðustu viku kom fram að verðhugmyndir væru um 290 millj- ónir króna. Húsið verður afhent nýjum eig- anda um áramótin. Kari Steingríms- son sagði í gær að húsnæðið væri í leigu og fyrst um sinn væru ekki áformaðar breytingar á notkun þess. Húsið væri fallegt og á góðum stað og því góð eign, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um kaupin. Háskólinn keypti Reykjavíkurapó- tek fyrir 2-3 árum. Ragnar sagði að ástæðan fyrir kaupunum hefði verið sú að eigandi húsnæðisins hefði vilj- að selja og því hefði rekstur apóteks- ins, sem var í höndum Háskólans, verið í uppnámi. Á þeim tíma hefði það verið mat Háskólans að það væri nauðsynlegt fyrir kennslu í lyfja- fræði að eiga aðild að rekstri apó- teks. Síðan hefðu orðið breytingar á lyfjamarkaði hér á landi og viðhorf hefðu því breyst innan Háskólans. Rekstrargi’undvöllur fyrir apótekum hefði versnað og ekki virtist lengur nægilega mikill vilji innan Háskólans til að halda honum áfram. Sömuleiðis virtust menn ekki telja eins nauðsyn- legt nú og fyrir 2-3 árum, að Háskól- inn ætti aðild að rekstri lyfjabúðar. Ragnar tók fram að engin ákvörð- un hefði verið tekin um að Háskólinn hætti rekstri Reykjavíkurapóteks. Engin breyting yrði á rekstri apó- teksins á næstunni. SIGURÐUR Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að athugasemdir sínar varðandi lífeyrisréttindi bankastjóra Búnaðarbankans hafi lotið að þvi hvernig lífeyrisréttindin voru reikn- uð, en ekki um varðveislu réttind- anna. Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, sagði í Morg- unblaðinu í gær að Sigurður Þórðar- son ríkisendurskoðandi hefði 15. apr- íl 1997 samþykkt bókun bankaráðs um lífeyrisréttindi bankastjóra. Áður hefur komið fram í blaðinu að Sigurð- ur gerði athugasemdir við ákvarðanir bankai-áðsins þegar frá lífeyrisrétt- indunum var gengið nú í haust. Sig- urður var spurðui- um þetta. „Eg kem að þessu máli sem endur- skoðandi bankans og það út af fyrir sig gerir það að verkum að ég á erfitt með að tjá mig opinberiega um ein- stök atriði. Ég hef gert stjórn Búnað- arbanka íslands og viðskiptaráð- herra grein fyrir sjónai-miðum mín- um hvað varðar þessi lífeyrisréttindi. Það eru tvö meginatriði í þessu sem skipta máli. Það er annars vegar hvemig menn reikna út þessi réttindi og hins vegar hvemig menn varð- veita þau. Ég hef fyrst og fremst gert athugasemdir við fyrri þáttinn, þ.e. útreikningana. Ég hef ekki gert athugasemdir við hvernig menn varðveita þessi réttindi, þ.e. hvort menn setja þá inn í séreignarsjóð eða ekki. Varðandi þessa bókun sem for- maður bankaráðs Búnaðarbankans vísar til að ég hafi áritað þá er það út af fyrir sig alveg hárrétt. Ég sá þessa bókun og gerði ekki athugasemdir við hana, en það var gert miðað við tilteknar forsendur og mönnum er kunnugt um hvaða athugasemdir ég hef gert síðan við þær,“ sagði Sigurð- ur. --------------- Harður árekstur HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á mótum Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar síðdegis í gær. Okumaður annamar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með áverka á baki og hálsi. Báðir bílarnir voru fluttir á brott með dráttarbíl. Þrír unglingspiltar réðust á blaðbera í Grafarvogi í gærmorgun Martröð eineltis hafín á nýjan leik ÞRIR unglingspiltar veittust að jafnaldra sínum í Grafarvogi í gærmorgun og veittu honum áverka svo hann þurfti að leita að- hlynningar á heilsugæslustöðina. Móðir piltsins segir að hann hafi verið lagður í einelti í skóla sínum um þriggja ára skeið. Hann var fluttur yfir í annan skóla í hverf- inu í febrúar og virtist sem málið hefði leyst með því. Hún segir að martröðin hafi síðan hafist á nýjan leik í gær þegar drengirnir þrír, sem voru með honum í bekk í gamla skólanum, réðust á hann. Lögreglan í Grafarvogi hefur málið til rannsóknar. Hún stað- festir að ráðist hafi verið á dreng- inn en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Morgunblaðið náði tali af móður drengsins og var hún fús til að skýra frá hlið mæðginanna en óskaði nafnleyndar. „Það kvarnaðist úr beini á vinstri fæti hans niðri við ökkla. Einnig sprungu efri og neðri vör hans og hann er bólginn í andliti. Þeir voru þrír sem réðust á hann. Hann var að bera út Morgunblaðið í hverfi eins af piltunum. Þeir ioldu blaðakerruna og hann sneri sér þá til móður eins þeirra með vand- ræði sín. Þegar hann kom frá því að tala við hana sátu þeir fyrir honum og réðust á hann. Þeir segja að hann hafi ráðist á sig með vasahnífi en sannleikurinn er sá að í áflogunum rann hnífurinn úr vasa hans í snjóinn. Hann hefur ekki viljað koma nálægt fyrri skóla sín- um og hefur ekki samband við nokkurn af fyrri skólafélögum sín- um. Hann er algjörlega einangrað- ur og bindur ekki trúss sitt við neinn,“ sagði móðir piltsins. Áður þurft að leita aðhlynningar Tvisvar áður hefur drengurinn leitað aðhlynningar á heilsugæslu- stöðinni í Grafarvogi eftir sams konar atvik. Honum hefur hins vegar vegnað vel í nýja skólanum og hefur ekki orðið fyrir aðkasti þar. Fyrir um þremur árum fékk drengurinn, sem er fjórtán ára, tölvu í verðlaun frá Nýsköpunar- sjóðnum fyrir hönnun á hlíf fyrir símaskrár og sömuleiðis fékk hann verðlaun í samkeppni sem Lego-kubbaframleiðandinn stóð fyrir. Móðir hans segir að upp úr því hafi eineltið hafist. Að hennar mati hefur þáttur kennara í einelt- ismálum alls ekki verið skoðaður nægilega vel. „Ég var búin að fá alveg nóg af þessu í fyrri skiptin og hélt að þessu væri lokið, en þá upphefst martröðin á ný. Núna vil ég að það verði tekið á þessu af festu og af þeim sökum kærði ég málið til lög- reglu,“ sagði móðirin. Sérstakur foi-varnarfulltrúi er hjá lögreglunni í Grafarvogi og starfar hann i tengslum við fjöl- skylduþjónustuna Miðgarð í Graf- arvogi. Hann fylgir m.a. eftir ein- eltismálum og öðrum málum sem koma upp í skólum í hverfinu. Yfir 14 þúsund íbúar eru í Grafarvogs- hverfi og á síðasta ári voru um 40% af íbúunum undir 18 ára aldri. í dag íML nrgttJiMnMI* ► VERIÐ fjallar meðal annars í dag um breytta skattalega meðferð varanlegra aflaheimilda, fiskveiðar og afiabrögð, rannsóknir á loðnustofninum og viðskipti með sjávarafurðir í Norður-Evrópu. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.