Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vatn úr bilaðri aðrennslispfpu frá Árbæjarlóni veldur tjóni í Elliðaárdalnum Jarðskjálfti gæti hafa veikt lögnina fyrr í haust STJÓRNENDUM Rafmagnsveitu Reykjavíkur er það hulin ráðgáta hvers vegna kílómetra löng að- rennslispípa, sem flytur vatn að El- liðaárstöð, sprakk seint á mánu- dagskvöld með þeim afleiðingum að mikið vatnsflóð myndaðist á Raf- stöðvarvegi og í Elliðaánum. Að sögn Gunnars Aðalsteinssonar, rekstrarstjóra Raímagnsveitu Reykjavíkur, gæti hugsast að jarð- skjálftarnir í haust hafi veikt píp- una. Pípan lét ekki undan vegna ald- urs, því endingartími hennar er 50 ár, en hún hafði verið í notkun í 20 ár. Hún er 2 metrar í þvermál og er hulin hálfs metra jarðlagi. Pípan var full af vatni, þegar hún sprakk, en vanalega renna 12 rúmmetrar af vatni á sekúndu um pípuna á dag- inn þegar starfsemi er í rafstöðinni. Vegna fallhæðar, sem er 40 metrar, myndaðist mikill þrýstingur þegar gat kom á pípuna og stóð vatns- strókur upp úr henni. Myndi gisna í mikilli hreyfingu „Við fengum sérfræðinga, sem voru við hönnun pípunnar, til að meta tjónið fyrir okkur og sömu- leiðis að leita orsaka á því hví hún sprakk,“ sagði Haukur Pálmason aðstoðarrafmagnsstjóri. Haukur segir að ekki sé útilokað að pípan hafi laskast í jarðskjálftum í haust, en ómögulegt sé að segja nokkuð til um það fyrr en sérfræðingarnir skila niðurstöðum sínum. „Pípan er úr tré og getur þolað þó nokkra sveigju og á ekki beinlínis að vera hætt þótt hún hreyfist aðeins, en hún þolir ekki mikla hreyfingu. Hún er girt eins og tunna og myndi gisna og fara að leka í mikilli hreyf- ingu.“ Vatnsflaumurinn gróf undan píp- unni og við það seig hún og brotnaði 15-20 metrum ofan við staðinn þar sem fyrst fór að leka úr henni. Vatnsflaumurinn gróf meira en mannhæðardjúp og 10-15 metra breitt gljúfur frá pípunni niður að Elliðaánum og gróf einnig í sundur malbikaðan veg, sem liggur upp að félagsheimilinu. Flestallt sem varð fyrir flaumnum á leiðinni niður að Elliðaánum sópaðist burt, þar á meðal gróður og tré og ljósastaur losnaði upp, sem stóð við malbikað- an göngustíg. Tjónið er ekki fullmet- ið, en Ijóst er á ummerkjum að það hleypur á milljónum. Nokkrir mánuðir uns viðgerð lýkur Unnið var að bráðabirgðaviðgerð- um á veginum í gær og einnig þarf að gera við háspennustrengi sem liggja samsíða pípunni. „Þetta gerð- ist á örfáum mínútum," sagði Gunn- ar Aðalsteinsson, sem var á vett- vangi í gær. „Allur jarðvegur var hvítskúraður niður á klöpp og þetta kom okkur á óvart því rörið átti þrjátíu ár eftir af endingartíma sín- um.“ Pípan er stórskemmd á 20 metra kafla við félagsheimili Raf- magnsveitunnar. Nokkrir mánuðir munu líða þangað til búið verður að gera við hana. Elliðaárstöð verður því ekki starfandi þann tíma, en rafmagns- notendur munu ekki finna fyrir skorti á rafmagni því Rafmagns- veitan hefur orkusamning við Landsvirkjun, sem lætur veitunni í té þau 3,2 megawött, sem er af- kastageta stöðvarinnar. Neðar í Elliðaárdalnum gætti áhrifa vatnsflaumsins þar sem vatn flæddi inn í rafstöðvarhúsið og olli minniháttar skemmdum. Vatnið upp fyrir hjólbarða Strætisvagn á leið 15 frá SVR, sem ók um Rafstöðvarveg rétt eftir miðnætti, bilaði þegar vatn frá píp- unni flæddi inn á vél vagnsins og var ekki hætt á annað en öxuldraga hann á verkstæði. Sigurður Guð- laugsson vagnstjóri sagðist ekki hafa orðið vatnsins var fyrr en um seinan og því ekið út í flauminn. Náði vatnið upp fyrir hjólbarða vagnsins, en Sigurður náði vagnin- um upp á þurrt og þar drapst á vél- inni. Strætisvagn á leið 14 kom til aðstoðar og flutti farþegana á áfangastað. KRINGMN Gleðilega hátíð Morgunblaðið/Golli TÓLF rúmmetrar á sekúndu fara um afrennslispípuna frá Árbæjarlóninu niður í rafstöð. Pípan er um þúsund metra löng og um tveir metrar í þvermál. Myndin sýnir staðinn þar sem pípan brotnaði, en gatið sjálft kom 15 metrum neðar. Vatnið úr gatinu spýttist upp fyrir rörið og gróf undan því með fyrrgreindum afleiðingum. LJÓST er að rofmáttur vatnsins hefur verið gríðarlegur, enda ruddi flaumurinn nánast öllu úr vegi á leið sinni til Elliðaánna. Árnar spilltust þó ekki af aur því hann hafnaði í uppþomuðum íárvegi norðan við Elliðaárnar. Elliðaárnar nálægt upprunalegri ásýnd sinni ÓHAPPIÐ í aðrennslispípunni við félagsheimili Rafmagnsveitunnar hefur orðið til þess að Elliðaárnar renna nú af krafti í farvegi sínum þar sem lokað var fyrir inntak píp- unnar við uppistöðulónið. Þeir tólf rúmmetrar af vatni á sekúndu sem veitt er eftir pípunni renna nú í sínum gamla fai-vegi og hafa árnar breytt mikið um svip við þessa óvæntu breytingu. Þannig hafa t.d. Búrfoss, sem er beint fyrir neðan Fáksheimilið við Bústaðaveg, og Kermóafoss endurheimt fyrra útlit að mestu. Árnar voru virkjaðar árið 1921 og segir Asgeir Ingólfsson við- skiptafræðingur og þýðandi, sem hefur fylgst með Elliðaánum á liðnum árum, að nóg vatn sé í austuránni og þokkalegt vatns- magn sé í vesturánni, sem er fyrir neðan Höfðabakkabrúna. Talsvert vatnsmagn í Kermóafossi „Gamla vesturáin var laxveiðiá fram að virkjun, en hún hefur ver- ið vatnslaus að meira eða minna leyti síðan hún var virkjuð," segir Ásgeir. „Maður gerir sér loksins grein fyrir því hversu mikið vatn þessi pípa hefur leitt burt úr ánni. Mér sýnist að eftir þetta atvik, sé áin eins nálægt því að vera eins frítt og frjálst rennandi og hún hefur nokkurn tíma verið frá því fyrir virkjun. Það er talsvert vatnsmagn í Kermóafossinum í Morgunblaðið/Ásdls BÚRFOSS er kraftmikill um þessar mundir eftir Ijónið á aðrennsl- ispípunni sem vatni er veitt eftir frá Árbæjarlóni til gömlu Raf- stöðvarinnar í Elliðaárdal. Búast má við að viðgerðum á pípunni verði ekki lokið fyrr en á næsta ári. vesturánni gömlu og ég get ímyndað mér, miðað við það sem maður hefur lesið, að miðað við vatnið sem er í ánum núna vanti ekki nema um hálfan kúbikmetra upp á að árnar séu eins og þær voru í gamla daga og einnig eru komnir hylir í vesturánni sem maður hefur ekki séð áður.“ Ásgeir segir að atvikið á mánu- dagskvöldið gefi sér vonir um að virkjun Elliðaánna verði hætt og bætir því við að frumskilyrði fyrir því að hægt sé að rétta árnar við aftur sé að þær fái að renna. „Veiðin í þeim hefur verið nánast í sögulegu lágmarki síðastliðin tvö ár,“ segir hann. Það er skoðun Ás- geirs að virkjuninni fylgi ýmiss konar tjón á skordýralífi samhliða litlu vatnsmagni og hann bendir á að lítið æti sé fyrir seiði þar sem engar lirfur þrífist í botnfrosnum jarðvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.