Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 65 FOLK I FRETTUM .......................... VINSÆLUSTU KVIKNIYNDIR Á ÍSLANDI m, n,s"'“n” M“ta" Sögusagnir fara hátt MULAN er þriðju vikuna í fyrsta sæti islenska kvikmyndalistans þrátt fyrir harða sainkeppni frá fjórum nýjum kvikmyndum. Sögu- sagnir eða „Urban Legend“ varð hlutskörpust nýju myndanna og fór í annað sæti. Er það spennu- hrollvekja frá framleiðendum Eg veit hvað þú gerðir í fyrrasumar með nokkrum unglingastjörnum vestanhafs, þar á meðal Jared Leto úr sjónvarpsþáttunum „My So Called Life“ og myndinni Switchback. Einnig var myndin Hermaður- inn eða „Soldier" með gömlu slagsmálahetjunni Kurt Russell frumsýnd og fór hún í þriðja sæti. I íjórða sæti varð Hvaða draumar okkar vitja eða „What Dreams May Come“ með Óskarsverð- launaleikurunum Robin Williams og Cuba Gooding Jr. I fimmta sæti hafnaði svo myndin Ég verð heima um jólin eða I’ll Be Home For Christmas með Jonathan Ta- ylor Thomas úr Handlögnum heimilisfóður. „Við erum mjög ánægðir með Urban Legend,“ segir Christof Wehmeier hjá Stjörnubíói. „Það var stappað alla helgina. Svona Nr.; var vikur Mynd Framl./Dreifing 1. i (1) 2 Mulan Buena Vista 2. ; (3) 5 There’s Something About MoryiMereitiMviðMary) 20th Century Fox 3. ; (2) 2 The Negotiator (Somningomaðurinn) Warner Bros. 4. : (4) 3 Blade (Bloð) New Line Cinema 5. ; (5) 2 Taxi TFl 6. ; Ný - Knock Off (Hne(inn) MDP 7. ; (7) 3 Out of Sight (Út úrsýn) Universal 8. i (11) 6 Snake Eyes (Snúksaugu) Buena Vista 9. i (6) 2 Can't Hardly Wait (Partýið) Columbia Tri-Star 10.! (8) 5 Antz (Maurar) Dreamworks SKG íi.; (9) 7 The Truman Show (Truman-þótturinn) Paramount 12.: (10) 4 The Avengers (Hefnendurnir) • Warner Bros. 13. i (12) 7 The Parent Trap (Foreldrogildran) Buena Vista 14. i (13) 8 Wrongfully Accused (Kærður saklaus) Morgan Creek 15-i (20) 13 Soving Private Ryan (Björgun óbreytts Ryans) Dreamworks SKG 16. i (18) 3 A Smile Like Yors (Brosið þitt) Rysher Ent. 17. i (15) 10 Dr.Dolittle (Dagfinnur dýralæknir) 20th Century Fox 18. i Ný - Vor Sonet Films 19. i (27) 9 Srnall Soldiers (Smóir hermenn) Universal 20.; (16) 11 Horse Wisperer (Hesiakvíslarinn) Bueno Vista Sýningarstaður Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja bíó Ak. Regnboginn Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó Ak. | s Laugarósbíó, Borgarbíó Ak. Hóskólabíó Stjörnubíó Hóskólabíó 1 $ Bíóhöllin, Nýja bíó Ak Stjörnubíó Hóskólabíó A £ 1/A i' s s •6 11 Hvern Qandann er hann að gera þarna? Laugarósbíó Bíóborgin, Kringlub. Bíóhöllin Bíóhöllin Hóskólobíó Bíóhöllin Regnboginn Regnboginn Hóskólabíó Bíóborgin 1111 I I I 11 HROLLVEKJAN Sögusagnir skaust í annað sæti. hrollvekjuspennumyndir virðast fá liljómgrunn hjá ungu fólki og á næstunni verða sýndar Vampírur Johns Carpenters og framhalds- myndin Ég veit enn hvað þú gerð- ir í fyrrasumar.” Næstu helgi verður aðeins ein frumsýning og verður það „Odd Couple 11“ með Jack Lemmon og Walter Mattheu sem sýnd verður í Laugarásbíói. Sam Naceri er á góðri leið með að verða ein skærasta stjarna Frakka á hvíta tjald- inu og er hann í sínu stærsta hlutverki í hraðamyndinni Taxi. Pétur Blöndal talaði við hann um skellinöðrur og leigubílstjóra. SAM NACERI í FRÖNSKU MYNDINNI TAXI ÞAÐ EITT að draga upp mynd af leigubflstjórum í Prakklandi er verðugt verk- efni fyrir hvaða handritshöf- und sem er. Luc Besson vfl- ar það ekki fyrir sér í mynd- inni Taxi þótt leigubflstjór- inn sé heldur gassalegri en jafnvel innvígðustu Parísar- búar eiga að venjast. Það kemur í hlut Sam Naceri að leika leigubflstjór- ann og harðnaglann Daniel sem á sér þá ósk heitasta að aka kappakstursbifreið. Sem verður bersýnilegt um leið og hann leggur út í umferðina í Marseilles. En sér Naceri leigubfl- stjóra í nýju ljósi eftir myndina? „Ég hef alveg sama álit á þeim og áður,“ svai’ar hann og passar sig að brosa ekki. „Það sem hefur breyst er að sumir þeirra kannast við mig þeg- ar ég stíg upp í leigubflinn; þeir sem hafa séð myndina. En aðrir þekkja mig ekki og ef talið berst að myndinni finnst þeim skrýtið að hitta leikara úr henni í eigin persónu. Þeir fara þá gjarnan að afsaka sig og tala um að þeir þurfí að drífa sig á myndina.“ Naceri tekur sér stutta kúnstpásu og bætir við eins og til að móðga ekki neinn: „Ég lít ekkert öðruvísi á leigu- bflstjóra en áður og tek oft leigubíl.“ Hann heldur áfram: „Ég er Parísar- búi og hef ferðast með leigubfl í háa herrans tíð. Myndin sem ég gerði hef- ur ekki breytt neinu um það. Það eina sem ég undi-ast er að Marseillebúar séu nógu brjálaðir til þess að leyfa 1 --- i 'L Ítfí’* ■WWPWHPlliPWW FRÉDÉRIC Diefenthal og Marion Cotill- ard fara með stór hlutverk f Taxi. áhættuleikurum að aka svona um stræti borgarinnar." Naceri er nýjasta stjarna Frakka í kvikmyndaheiminum. Hann fór með lítið hlutverk í mynd Bessons Léon árið 1994 en Taxi er stærsta hlut- verk hans til þessa. Hvenær ákvað hann að gerast leikari? „Mig hafði dreymt um það frá því ég var barn að verða leikari. Eftir að hafa sótt tveggja ára leiklistamámskeið fór ég leikprufu fyrir myndina Freres: La roulette rouge [Bræður: Rauða rúl- lettan] og hún opnaði mér leið inn í kvikmyndir.“ Hvemig stóð á því að þér bauðst hlutverkið í Taxi? „Þegar ég var yngri sá ég myndina Le Grand bleu og sendi Luc Besson póstkort og bréf. Einn daginn hringdi síminn og ég var boðaður í leikprufu. Þá kom ég tfl greina í myndina Léon en því miður talaði ég ekki ensku. Ég fékk samt lítið hlutverk í myndinni og var viðstaddur tökur myndarinnar í tíu daga og á endanum varð það úr að ég fékk hlutverk í Taxi. Auðvitað kynntist ég Luc, en þetta er ekki bara út af kunningsskap því ég veit að ef ég hefði staðið mig illa hefði ég ekki orðið fyrir valinu. Eg tel að hann hafi verið ánægður með frammistöðu mína í Taxi enda var ég svo heppinn að hafa unnið með honum í tíu daga að Léon þar sem hann gat séð í hverju hæfileikar mínir lágu og hvað mig langaði að gera.“ Áttu eitthvað sameiginlegt með persónunni í myndinni? „Ég er dálítið eins og Daníel sem er alltaf að hjálpa félögunum," svarar hann. „Það átti sérstaklega við á ung- lingsárunum þegar allir áttu skell- inöðru.“ Hann hugsar sig um, kinkar kolli og heldur áfram: „Já, ég lfldst Daníel.“ Hvað tekur við? „Ég er með fullt af kvikmynda- handritum í farteskinu og þarf að fara að athuga minn gang og velja úr,“ svarar hann. „Valið er alltaf vandamál; hvað mig langar að gera. Það sem ég stend frammi fyrir er að reyna að velja góð handrit og vona að lánið leiki við mig áfram, að fólkið verði ánægt með mig og ég valdi því ekki vonbrigðum. Eg vona sannar- lega að þeir sem horfa á mig í Taxi verði sáttir fyrst þeir þm’fa að borga 42 franka til að sjá m hvern fjand- ann hann [Naceri] sé að gera þarna. Honum hefði bara verið nær að vera heima hjá sér.“ Hvemig líkaði þér í Cannes þar sem myndin var fmmsýnd í sumar? „Mér fannst það stórkostlegt,“ svarar hann. „Það var mjög gott fyrir mig að fara þangað og taka þátt í að auglýsa myndina Taxi. Mér var boðið til Cannes í tvo daga árið 1994 út af myndinni Bræðrunum: Rauðu rúllett- unni. Ég varð þekktur sem leikari eftir það og man vel þegar ég gekk upp þrepin með rauða dreglinum við frumsýningu myndai-innar. Þá var móðir sonar míns ófrísk. Nú gekk ég upp rauða dregilinn með fjögurra ára syni mínum - og móður hans.“ SAM Naceri ásanit Ennnu Sjöberg sem leik- ur harðskeytta löggu í Taxi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.